Alþýðublaðið - 24.08.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.08.1940, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 24. águst 1940. ALÞYÐUBLAÐIÐ I SIÐUSTU GREIN minni hér í blaðinu sýndi ég fram á, að framfærslubyrði Reykjavíkur hef- ir síðan 1935 og til 1938 vaxið «;m 800 þús. krónur. Nemur petta sem svarar 265 þús. krónum á ári til jafnaðar pessi þrjú ár. Má um það deila, hvort slíkt sé of mikil eða óeðlileg aukning, þeg- ar tillit er tekib til hins öra vaxtar og þess atvinnuástainds, sem hér ríkti þessi ár. Á það vil 'ég ekki leggja neinin dóm ab sinni. Er nú rétt ab athuga svo sem unt er hvar meginvöxturinn ligg- lur. Hverjir það eru, sem styrksins n’jóta, því sú tegund framfærsiu- styrks, sem minnka þarf, er styrkurinn, sem veittur er full- vinnandi fólki og fjölskyldu- mönnum. ÚrlaUsnin á að vera sú, að skapa því fólki atvinnu. Alíir eru nú orðið orðnir sam- mála um að styrkur með mun- aðarlausum bömum, gamalmenn- um, sjúkum mönnum og örkumla, ekkjum og börnum þeirra o. s. ■frv. sé sá styrkur, sem þjóðfé- laginu sé skylt að veita, >og það sé bæði þjóðarskaði og þjóðar- skömm, ef það fólk bíður skort. Árið 1937 er fyrsta árið, sem 1. Börn innan 16 ára páv 2. Styrkþegar yfir 16 ára 3. Óskilgetin börn 4. SjúkrakostnaSur Önnur grein Jónasar Guðmundssonar: Framfærslubyrði víkur og orsakir framfærslan er floklcuÖ að veru- legu leyti, og hefir sú flokkun haldizt; er því tiltölulega gott að átta sig á því, hvaða iiðir hafa síðan vaxið mest. En áður en vikið er að samanburðinum er rétt að fara nokkmm orðum um árið 1936, því það ár er eins foon- ar míllibilsár í sögu framfærslu- málanna. Pað ár koma fram- færslulögin til framkvæmda þeg- ar í ársbyrjun, sjúkrasamlögin um mitt árið og elli- og örorku- tryggingamar í októbermánuði. snerta þær því sáralítið árið 1936. FramfærslaB 1936. Hér eru gamalmennin enn talin Uindir 2. lið og því ekki hægt að sjá, hvað mikið gengur til þeirra. Það er fyrst á árinu 1937 að sú greining kemur fram, enda lækkar þá liðurinn um 280 þús. krónur. Framfærslukostnaður vegna styrkþega yfir 16 ára var árið 1935, þegar því er við bæft, sem lagt var út vegna annarra sveita og ekki fékkst endurgreitt, 1 milljón 173 þús. 380 krónur. Hefir aukning framfærslukostnað- ar styrkþega yfir 16 ára, iog [>ar með talinna gamalmenna, hækk- að á árinu 1936 um 124 þús. kr. fer þetta i lok fyrsta ársins eftir að Reykjavík hefir tekið við öll- Samkvæmt reikningum bæjar- ins eru aðalliðimir í framfærslu- málum í Reykjavík 1936 þeir sem hér segir; kr. 27 146,00 — 1 297 429,00' — 126 914,00 — 153 604,00 Kr. 1 605 093,00 um, sem hér eiga framfæri þeg- ar sveitfestin var afnumhr. Til samanburðar má geta þess, að samkvÆmt athugasemdum við reikningana 1934 og 1935 vex fá- tækraframfærslan hér í heiid ;um 170 þús. krónur frá 1933—34, en um 361 þús. krónur frá 1934— 1935. Voru þá framfærslulögin ekki komin og engin tryggingar- Jög heldur. Bendir þetta Ijósast til þess, að hinar raunverulegu orsakír á aukningu framfærslunn- ar stafa af allt öðru en setningu hinna ;nýju laga. Framfærslan 1937. Ef nú er litið til ársins 1637, lítur framfærslan þannig út: 1. Börn innan 16 ára 2. Styrkþegar 16—60 ára 3. Óskilgetin börn 4. Ekknabörn 5. Styrkþegar 60—67 ára 6. Ellilaun og örorku (hl. Rvíkur) 7. Sjúkrastyrkir 8. Sjúkir og örkumla 9. Sjúkrasamlágsiðgjöld styrkþega kr. 11 365,00 — 1 016 033,00 — L136 544,00 — 46 643,00 — 144 624,00 — 293 300,00 — 57 860,00 — 72 123,00 f— 27 588,00 Kr. 1 806 080,00 Hækkunin frá 1936 nemur þá um 201 þús. krónum. Hér er til- lagið til Sjúkrasamlagsins ekki tekið méð, heldur aðeins sá sjúkrastyrkur, sem ekki fæst greiddur þaðan. Styrkurinn til Sjúkrasamlagsins er, og verður þó enn meir í framtíöinnij gróði fyrir bæinn. Ef vér nú' reynum að athuga, hvar aðallega hef ir hækk-; að, er rétt að byrja á þeim liðn- Styrkþegar 60—67 ára Styrkþegar yfir 67 ára Þar sem ekkert liggur fyrir opv inberlega um hvað mikið gamal-. menni fengu áður verður nú að um, sem ber aðalframfærslu- þungann, en það er „styrkþegar 16—60 ára“, sést að sá liður hefir lækkað frá 1936 til 1937 um 281 þús. krónur. Orsökin til þessarar lækkunar er vitánlega fyrst oig fremst sú, að gamalmenniin eru ekki lengur talin undir þessum lið. Á þessú ári veitir bærinn gam- almennum þennan styrk: kr. 144 624,00 — 293 300.00 Sámtals kr. 437.924.00 reyna að giska á hvað líklegl má, telja .að til þeirra hafi runnið. Og skal það nú gert. Með tryggingalögunum var bæjarstjórnum og hreppsnefndum lögð sú skylda á herðar að gera sér ljóst hvað hvert gamalmenni sem um ellistyrk sótti, mundi þurfa til þess að framfleyta líf- inu sómasamlega án þessaðleita annars styrk frá sveitirini, ef það sökum fjárhagsástæðna gat kom- ið til greina að öðru leyti. Hafði þetta vitanlega í för méð sér það, að fleiri sóttu um styrk- inn og hann varð í mörgum til- felium að áætla hærri, en áðui hafði verið. Ætti undir öllum kringumstæðum þó að vera nægi- legt að áætla að styrkurinn til gamalmenna hefði ekki vaxið um meira en helming frá því sem hann áður var. Þýðir þetta þá, að til gamal- mennarna hafi, árið 1936, geng- ið um 219 þús. krónur af þeim kr. 1,297 þús., sem þá er varið til „styrþega eldri en 16 ára“. Sé þessi upphæð dregin frá þess- um lið fyrir 1936, kemur út fjöl- skyldumanna framfærslain 1936, sem þá verður ein mllljón og 78 þús. króntur. Fjölskuldumanna- framfærslan 1937 er samkvæmt reikningum 1 milljón og 16 þús. krónur eða hefir þó Iækkað um 62 þús. krónur frá 1936 til 1937. Þar sem hér er aðéins um á- gizkun að ræða, sem eins og áður er sagt, ekki er hægt að undirbyggja að fullu með tölum úr reikningunum, verður hver og einn að skapa sér skoðun á því hvort þetta sé líklegt eða ekki. En ef þetta er nærri lagi — og það er það áreiðanlega — verður stærsti liðurinn í fá- tækraframfærslu Reykjavíkur — fjölskylduframfærslan, sem svo mætti kalla — þannig fyrir árin sem liðin eru síðan framfærslu- lögin gengu í gildi: Árið 1936 1078 þús. kr. — 1937 1016 — — — 1938 1100 — — Er hér iækkun frá 1936-+37 um 62 þús. krónur, en hækkun frá 1937—33 Um 84 þús. krónur. Virð- ast þessar breytingar eðlilegar og sízt til þess fallnar að telja að hér hafi óeðlileg aukning átt sér stað. Ég tel mig þá hafa sýnt fram ;á að mestu með tölum úr bæjar- reiknirigi, en þar semþær þrjóta með mjög sterkum Iíkum, að síð- an framfærslulögin nýju gengiu í gildi hefir fjölskyiduframfærslan í Reykjavík, sem er langstærsti íiðurinn í fátækraframfærslu bæj- arins ekki atukist neitt að kalla til ársloka 1938 og það er því algerlega rangt og ösæmilegt að telja að með þelm hafi fátækra- frámfærslunni og styrktarstarf- seroinri verið komið út „í hrein- usfcu Öfgar“. Sú aukning, sem orðið hefir, og sem að meðaltali nemur 265 þús. kr. á ári frá 1935 til 1938, kemiur svo að kalla eingömgu á gamalmennin, munaðarlausu börn in, ekkjur og börn þeirra og sjúka menn og; Örbumla. Reykja hennar. Þessi aukning er spor í'meinn- ingarátt, því hún sýnir að betur er búið að þessu fólki en áður var, og þó mun engum finnast að enn sé of vel að þessum ó- sjálfbjarga eða lítt sjálfbjarga börnum þjóðfélagsins búið. Ef við viljum teljast menning- arþjóð er okkur skylt að búa Framfærslubyrði 1. Sjúkrastyrkir (fyrir utan saml.) 2. Styrkþegar 16—60 ára 3. Barnsmeðlög 4. Útfararkostnaður 5. Munaðarlaus börn 6. Ekknabörn 7. Sjúkrast. og örkumla (utan saml 8. Kennslubækur og áhöld 9. Sjúkrasaml. iðgj. styrkþega 10. Ellist. 60—67 ára (utan tr.) Hækkanirnár nema samtals 287,1 þús. kr. en lækkanir sam- tals 56,7 þús. kr. Hækkunin er því alls 230,4 þús. kr. á árinu 1938. Er það æði mikil lækkun að visu en í bæ sem jafn ört vex og sem átti við jafn erfið atvinnuskilyrði að búa á ýmsa lund og Reykjavík átti þá get- ur þetta ekki talizt neitt stór- kiostleg aukning, þegar ekkert sér stakt er gert af hálfu bæjarfé- lagsins til þess að vinna gegn vaxandi framfærslu. Atvinnubótaféð. Einn liðurinn í bæjarreikning- unum sem að jafpaöi er a. m. k. óbeint talinn til framfærslunnar er atvinnubótaféð. Um það far- ast B. ÓI. svo orð: „1 hinni al- mennu styrktarstarfsemi er lang- stærsti hlutinn framlög til at- vinnubóta, sem er annað heiti á fátækraframfæri“. Má nú merki- legt heita ef B. ól. veit það ekki að langmestur hluti þess fjár, sem talinn er fara til atvinnu- hóta hér í Reykjavík fer til nýrr- ar gatnagerðar og viðhalds bæj- arvegakerfinu. Er þetta- mjög greinilega Uppfært í reiknínigum bæjarins frá ári til árs og fært í bæjarreikningunum að mestu sem aukin eign bæjarsjóðsinis. Er það sjálfgefið, að þó engin at- vinnubótavinna væri framkvæmd yrði bærinn að kosta álíka miklu fé og nú er varið, til vegagerðar í bænum. Hitt má með mokkrum rétti segja, að þó vegagerð mætti framkvæma á hentugri tímum en nú er gert, og að hún yrði bæn- um þá eitthvað koistnaðarminni. Atvinnubótavinnuna í Réykjavik er því ekki rétt að telja til fá- tækraframfærslunnar nema að sára litlu leyti. Það mundi sýna sig, að lítið mundi framlag bæj- arins til gatnagerðar lækka þó atvinnubótavinnan yrði afnumiin. Nú hefir komið til mála að hætta * atvinnubótavinnu í því formi, sem verið hefir og verja atvinnubótafénu meira til að styrkja þann atvinnurekstur, sem lífvænlegri er til frambúðar fyrir fátækt fólk én dagiaunavinnan. Verður þá jafnframt að sjá svo sæmiiega að þeim og þá sæmir illa að telja eftir það, sem til þess fer. HækkBoin frð 1997 til 193$. Það sem kannske allra Ijósast sýnir þróunina í þessum málum er samanburður á framfærslunnl 1937 og 1938. Þar liggja fyrir nákvæmar og sambærilegar tölur, svo að við engan þarf að deila. Fer hér á eftir samanburðúr þess- ara ára og sýna plúsar og mínus- ar við aftasta dálkinn hækkun og lækkun frá 1937 til 1938. Hækkun 1937 1938 Lækkun. 57,8 þús. 69,5 þús. • +■ 11,7 þús. 1016,0 — 1100,7 — + . 84,7 — 136,5 — 153,2 — + 16,7 — 22,3 — 21,2 — -f-- 1,1 — 11,3 — 15,6 — + 4,3 — 46,6 — 68,6 — + 22,0 — .) 72,1 — 81,7 — + 9,6 — 0,5 5,5 — + 5,0 — 27,5 — 26,6 — 0,9 — 144,6 — - 89,9 —- 54,7j — 293,3 — 427,4 — + 133,1 — um að Reykjavíkurbær hætti aö telja alla sína vegagerð til „at- vinnubóta“ eins og nú er gert í reikningum bæjarins. Atvinnu- bótaféð hefir, ein-s og framfærslw lögin, verið notað af þéimi, sem þurft hafa að leita að tilefni til árása á umbótaviðleitni þeirra, sem ráðiö háfa í landsmálum undanfarin ár, til þess að öfrægja þessa viðleitnii. Upp á síðkastið hafa það eink- um verið Framsóknarmenn, sem ráðist hafa á hina svokölluðu atvinríubótavinnu og fundíð 'henni allt til foráttu, kallað hana til- gangslítið „klakahögg" og talið hana „draga menn úr sveitun- ura". En öllum sem þekkja til atvinnulífsins hér á landi, ætti þó að geta skilist það, að ekkí er óhyggilegt að gatnagerð ög' önnur slík vinna, sem nauðsynleg' er en en-gan arð gefur i aðra; hönd, sé úrinin á þeim tímum þegar önnur atvinna ér sem minnst og að vinnunni sé skift sem réttlátast milli -þeirra, sem verða að sitja auðuim hön-dum þann tírna hv-ort sem er. Því þö göturnar verði eitthvað dýrari fyr ir það, að þær eru lagðar á ó- hentugri tím-a, getur það bein- linis biorgað sig fyá sjðnarmiðí heildarinnar. Að vinna þessi störf /o-g festa í þeim vinriiuaflið yfir sumartímann eða þ'ann tíma ann- an, er atvinna er við ffámleiðslu- störfin, væri álika viturlegt eins og það, að bændurnir séttust við prjóna um hásláttinn. Það er sjálfsagt að reyna að verja sem nrestu af atvinnubóta- fé ( eða eins -og það nú er ikall- að framleiðslu-bótafé) sem ríkið leggur fr-am til þess aÖ styrkja nýjan arðbæran a-tvinnurekstur, en þó það yrði geri mundi ávalt verða mikill hlúti fólks í bæj- unum, s-em nauðsynlegt væri að- sjá fyrir einhvérri vinnu að vetr- i-nurn, -o-g er ekki go-tt að k-oma auga á að annað væri þá hent- u-gra að vinna en |i:iu' verk, sem gera þarif í bænum hvort senr er„ Hvað Reykjavík snertir er þvi: rangt að telja atvin.nubótaféðeinn lið fátækraframfærslunnar, því fyrir það fé fær bærinn árlega mikil verðmæti í nýjum -og betri Frh. á 4. sf&H.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.