Alþýðublaðið - 28.08.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.08.1940, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 28. ágúst 1940 ALÞÝÐUBLAÐO AIÞYÐUBLAÐIÐ MSnningarsjóður Jóns Baldvinssonar; Ritstj óri: Stefán Pétursson. Ritstjóm: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (feeima) Hringtaraut 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2.50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H. F. _— -----------------------------------------♦ Vinnan hjá setuliðinu. TILRAUN blaSs kommún- J ista í gær til að efna til j æsinga meðal verkamanna út af því, að brezka setuliðið telur sig ekki geta haft sömu reglur um útborgun vinnulauna og hér tíðkast, mælist illa fyrir og ekki .sízt hjá verkamönnum, svo að ef kommúnistar hafa haldið að þeir myndu geta grætt eitthvað á því hjá verkamönnum að vera með þessi skrif, þá hefir þeim algerlega skjátlast. Eins og tekið var fram hér í blaðinu í gær, er það ekbi nema eðlilegt, að verkamenn óski helzt eftir því að fá sem fyrst þá aura, sem þeir vinna fyrir. En hér er ekki um svo veiga- mikið atriði að ræða fyrir verkamenn, að það taki því að vera að skrifa langar æsinga- greinar um það. Eins og kunn- ugt er eru það fæstir, sem vinna hér í bænum, sem fá kaupgjald sitt greitt vikulega og flestir munu fá það borgað eftir á mán- aðarlega. Það er rétt að ástæð- ur verkamannafjölskyldnanna eru þannig, að þær þurfa að fá fé sitt sem allra fyrst, en hvort þær fá það í vikulokin, þegar skipti eru, eða viku seinna, og eiga alltaf vikukaup inni, þegar útborgað er, getur ekki skipt mjög miklu máli. , Tilgangur Þjóðviljans með skrifum sínum er líka fyrst og fremst sá, að efna til æsinga gegn setuliðinu, eins og hann hefir líka gert margar tilraunir til frá því fyrsta. Er alveg ó- skiljanlegt hvað blaðið hyggst að hægt sé að vinna með því. Öllum er ljóst, að landið er her- tekið, og að allar æsingar geta verið stórhættulegar. Með þessu er þó ekki sagt að ekki sé rétt að finna að því, sem við Islend- ingar teljum að mætti betur fara í samskiptum setuliðsins við okkur, en það á ekki að gera með neinum æsingaskrifum. Um það gilda aðrar aðferðir og myndu þær oft geta komið gagnlegum umbótum af stað. Líka er vitað, að orð fara milli íslenzkra manna og setuliðsins um viðskipti þess við þjóðina og ætti það að vera trygging fyrir því, að hægt sé að laga misfell- ur, sem kynnu að vera á sam- búðinni. Vinna sú, sem verkamenn hér í Reykjavík og iðnaðarmenn hafa haft hjá brezka setuliðinu, hefir komið í góðar þarfir. Asnaskrif Þjóðviljans um þessi mál munu því sízt verða til þess að auka álitið á því blaði, og mátti það þó ekkert missa. Það munu allir vera sammála um. Nðmsstyrkir til stM enta verða hækkaðir UNDANFARIN ár hafa að jafnaði fjórir stúdentar á ári verið styrktir til náms er- lendis samkvæmt fjárlögi.um. Hafa þeir hinga'ð til stundað nám ;sitt í Evrópu, en nú er sú lei'ð algerlega lokuð vegna stríðs- ins. Hefir ríkisstjórnin ákveðið að að þessir styrkir verði hækkaðir svo, að þeir, sem þeirra njóta, geti stundað nám sitt í Bandaríkj unum eða Kanada. Pjrðinoarmikll startsemi i págu alpýðo- samtakanna oo félagsiegrar menninoar. ----♦--- Eftir Ragnar Jóhannesson BJART var yfir svip Jóns Baldvinssonar, og bjart er yfir iminningu hans. Það er þvi skylda Alþýðuflokksins að sjá Um, að svo verði einnig um stiofnanir þær, er bera nafn hins fallna forseta. Fyrir nokkrum dögum var hér í biaðinu minnst á Minningarsjóð Jóns Baldvinssonar, og skömniu áður hafði hlutafélagið Hrafna- Flóki í Hafnarfirði minnst enn greiniiegar á sjóðinn með rausn- arlegri gjöf til hans. Og það er að verðleikum, að minnt er á þennan sjóð; og svo oft þarf að ininna á hann, að hann verði óskabarn fiokks okkar og hvers og eins manns eða konu, sem vill heill og uroska alþýðúsaimtak- anna. Bæði er oss sómi að því að. hafa vel í heiðri minningu þess manns, sem drýgstur var í upp- byggingarstarfi saimtakanma á fyrsta áfanganum, og í öðru lagi er markmið sjóðsins slíkt, að verða má f’okknum til mikillar blessumar, þegar fram líða stundir. Sjóður þessi er ekki gamall og því heldur ekki stór. En þess var að vænta, að skanrmt mundi líða frá láti Jóns Baldvimssómar þar tii stofnaður yrði að tilhlutún Al- þýðusambandsstjórnar mimning- arsjóður hans. Og stofnendum sjóðs þessa hefir giftusamlega tekizt að semja hónum stefnu- skrá. Jón Baldvinsson var víð- sýnn maður, og því er það vel í anda hans ákvæðið um, að sjóð- urinn skuli styrkja uinga menn til utanfarar til að kynna sér þjóð- félagsmál á Norðurlöndum. Eins og nú standa sakir er styrjöldin þrándur í götu allra viðs’kipta okkar við Norðurlönd. En það er von allra frjálslyndra manna, að sú tíð komi, að skuggi hins nazistiska ofbeldisæðis þok- ist af þessum löndum, sem kom- izt hafa öðrum framar í því að efla hjá sér lýðræði og sósíal- istiskt skipulag. Þegar svo er komið, getur rætzt hugmyndin, sem liggur að baki stofnunar Minningarsjóðs J. B. Sósialdemokrataflokkarnir á Norðuriöndum eru þær stjórn- máiahreyfingar, sem Alþýðu- fiokkurinn íslenzki er skyldastur og fyrst og fremst getur leitað' fyrirmynda hjá. Þeim fer líka sém betur fer ört fækkandi hér á landi, sem sníða vilja alþýðu- samtökunum stakk eftir fyrir- myndum þjóða, þar sem frelsis- vonum fjöldans var snúið upp i ofbeldi, harðstjórn og heimsveld- isstefnu eins og í Sovét-Russ- landi. Það hefir æ fleirum orðið ljóst, hvílík blekking var að trúa á hjálp og fyrirmynd úr þeirri. átt. Síðustu „vendingar“ kommúnista hafa fært mönmum rækilega heirn sanninn Um það, — Á Norðurlöndum hafa verka- iýðshreyfingin og alþýðufiokk- arnir þróast jafnt og eölilega og auðnazt að skapa alþýðu þessara landa lífvænlegri kjör en annars siaðar. Þar hefir alþýðuhreyfing- in hlotið traustari grundvöll og fastari erfðavenjur en ennþá hef- ir náðst hér heima. Þar er óhugs- andi, undir eðlilegum aðstæðum, að ábyrgðarlausir sundrungar- fiokkar geti valdið jafnmikilii ringulreið og hér hefir átt sér stað sí'ðasta áratuginn. Ein stærsta orsö'k þess er /vafaiaust hið trausta samtakakerfi og meiri og traustari þekking á verka- lýðsmálum þar en hér. Strjálbýlí okkar og fámenni hafa gert Al- þýðuflokki okkar örðugt fyrir um að útbreiða sem skyldi fræðsiu Ragnar Jóhannesson. um þessi mál, þótt nú sé óðum að rætast fram úr hví. Minningarsjóði Jóns Baldvins- s<onar er ætlað að bæta úr þessu. Utanfarir ungra alþýðumanna tn Norðurlanda til að kynna sér verkalýðsmál, ættu að hafa stór- um þroskandi áhrif á öll verka- lýðssamtökin. Bæði afla þeir sér iræ'ðslu, og svo ber að líta á það, að það er eigi lítil andleg upp- örvun fyiir unga menn, e. t. v. úr afskekktum þorpum, að sjá fyrir sér vel skipulagt og fjörugt fé- lagsstarf í öðrum löndum. Óneit- anlega ætti efnilegum unglingum að skapast með því skilyrði til að hafa örvandi áhrif í fásinni átt- haganna. En þessi sjóður, þarf fé til starfsemi sinnar eins og allir aðr- ir sjóðir. Hvernig á að afla þess? Hlutafélagið Hrafna-Flóki hefir sýnt gott fordæmi öllum þeim fé- lögum, sem eitthvað vilja leggja af mörkum til sjóðsins. En fleiri geta lagt til sinn skerf, þótt ekki geti þeir gripið svo rausnarlega til pyngjunnar. — Mér hefir dottið í hug, hvort Minningarsjóður Jóns Baldvins- sonar gæti ekki orðið áheita- stofnun Alþýðuflokksiins og Al- þýðusambandsins. Allir kannast við það, að menn eru margir hneigðir til að heita Frh. á 4. síðu. IqfkniN ipp af SigUrði Ferðasöguþáttur eftir Pétur Sigurðsson. -----«---- H5R SKÍN SÓLIN eins geisla- prú'ð og lilý og á nokkrum öðrum stað í heiminum. Ekki þarf að leita í aðrar heimsálfur eftir slíkum gæðum. Að baki mér rís einn mesti og tignasti hamra- veggur, sem í heimi finnst. Ég sit vestan undir hinu mikla stefni bergeyjarinnar í Ásbyrgi, í hita sólskini. Er nýbúinn að endur- nærast við altarisborð þessa heil- aga staðar, á stórum bláberjum. Hefi einnig — ekki aðeins dregiö skó af fótum mér, heldur líka afkiæðst hverri spjör og meðtekið heilaga geislaskírn sólarguðsins. Hví ekki að ganga á fund guð- janna í þeim sama einfalda bún- ingi, sem maðurinn uppmnalega kemur frá hendi þeirra? Og hug- iur, sem ekki er sýktur fárán- legri syndameðvitund, 'blygðast sín ekki fyrir hreinan og réttskapaðan líkama, hvort ýiem er í nærveru ása, guða eða ástargyðjanna, sem vér fórnum fúsastir bæði iíkama og sálu. Fegursti bletturinn? Inndælasti dagurinn? — Nei, það get ég ekki sagt. En þetta er einn hinna mikilfengiegustu staða á jörðu, er ég hefi séð, og stundin ein sú inndælasta, sem ég hefi átt um mína daga, en þær eru margar. Ég get því ekki tekið undir með Klettafjallaskáldinu, er segir: „Ekki er guð á gæðum sár. Gakk á hlunna fremstu. Máske færðu eitt gott ár, ef um sextugt kemstu." Ég er enn ekki fullra 50 ára, Allir nýgiftir menn — það er en mörg þeirra hafa verið góð ár. að segja í fyrsta sinni — eiga beztu konuna, sem til er. Það eru aðeins skáld, eins og Guðmundur Guðmundsson, aðra þori ég ekki að nefna, sem halda áfram að eiga beztu. konu landsins, þótt áratugirnir líði. Þannig segja 'inenn líka æfinlega þegar kemur heitur eða kaidur dagur, að það sé heitasti eöa kaldasti dagurinn í manna minnum. Einnig segja menn, a'ð þessi eða liinn sé fal- iegasti bletturinn á jörðinni. Ég á ekki til svo skarpa dómgreind, að ég geti greint hiklaust á milli fallegustu staðanna, sem ég hefi séð, en í þessari síðustu ferð minni hefi ég séð nokkra falleg- ustu staðina hér á landi. Ég þarf þö ekki að eyða rúmi í lýsingar á þeim, því að þetta eru þekktir staðir, sem margir hafa málaö, myndað og skrifað Um. En nú byrja ég á byrjuhinni. „Skrðlt og troliingur“. „Landinn af vesturvegi“ heitir kvæði eitt mikið eftir skáldið Einar Benediktsson. Hann yrkir um vestur-íslenzkan hermann, sem er að deyja á vígstöðvunum. Rifjast þá upp fyrir unga mann- inum helztu viðburðir lífs hans. Síðasti viðburðurinn var þessi: „Hann skaut einn óvin en ann.an stakk hann. Hann óð inn i þröngina, að vega á ný. Þá lauk iians degi i leiptrum og gný. Hann ieit á sinn banamann — sunnubiakkan." En fyrsti viðburðurinn, sem rifjast upp fyrir hinum deyjandi unga manni, er ferð yfir á. Hann er á leið til kirkju með foreldrum sínum. Það er fermingin. Og nú mundi hann „fjarlægan flúða nið“. „Á folanum hans var gló- fextur makkinn." Áin rann á hnákkinn, en „bæði foreldrin riðu á hiið“. ,,Og muninn sá aðra mynd. Hann stóð einn í múga, sem hlóðst á innsæva skipi. Frónskur, tvítugur ferðasveinn. Framtíðin bjó í hans höndum tveimur. f skröiti og troðningi gaus ýlfr- andi eimur. Hans aleign var farbréfið, keypt fyrir grip. en þar nam hann fyrst eins og þyt og svip af því, sem í fjalldalnum kallað- ist heimur." Þetta stef kom fram í huga ■mínum í troðningnum um borð í „Esju“, er hún var að fara frá Reykjavík. Hvenær skyldi maður- iosna við þann ófögnúð, að fefðamenn komast varia leiðar Sinnar fyrir troðningi hinna fór'-: vitnu gesta, þegar skip okkar eru að fara eða koma? En svo bætt- ist við allan troðninginn einhver ógurlegur hávaði, sem ætlaði al- veg að æra mann. Ég skil nú, að Þióðverjar gátu vopnað sig með hávaða eintómum í Frakklandi. Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.