Alþýðublaðið - 31.08.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 31.08.1940, Blaðsíða 2
Tilkynning frá ríbisstjórninoi um umferðaboft Fyrir hernaðaraðgerðir Breta er umferð á svæði á Selt|arnarnesi og á Hvaleyri sunnan Hafnaiv fjarðar háð eftlrliti, og verða pau svæðf afgirt með gaddavír. Eftirlitið nær sérstak* lega til peirra, er ekki eiga heimili innan hins afgirta svæðis, og verður peim ekki leyft að víkja af aðalvegunum, nema peir eigi tíl pess brýnt erindi, enda geri peir varðmonnum grein fyrir erindi sínu. Reykjavík, 30. ágúst 1940. Abranes -Svignaskarð - Borganes. Bilferðir fjóra daga vikunnar. Upplýsingar í Borgarnesi: _, Bifreiðastöð Finnboga Guðlaugssonar. í Reykjavík hjá STEINDÓRI. _ , c W V. V' ’Wt r W. WW i' íl -1 vf K'- - ;■ rÁf’V V töÉfr** ’• . n: S'? Magnús Gunnlaugsson, Akranesi. Reykjavik - Al BraUerðlr alla Idaga. Bifrelðastðð Abureyrar. Bifreiðastöð Steindórs. Permanent-hárliðHn Permanent Frá og með 1. september er verð á permanent- hárliðun á vinnustofum okkar sem hér segir: við íslenzkan búning kr. 15,00 liðun neðan í hár — 18,00 við drengjakoll — 20,00 pagehál- og í kring — 25,00 / Virðingarfyllst. Meistarafélag hárgreiðslukvenna í Reykjavík. ALÞVÐUBLAÐfiÐ LAUOARDAGUR 31. ágúst 194«. Þótt Pólland sé á valdi innrásarhers, berjast Pólverjar áfram og munu ekki gefast upp fyrr en Pólland er aftur frjálst. Hér sjást Pólverjar að starfi í hernum í Bretlandi. Tvær merkar bæknr væntanlegar á bóka- markaðinn. INÆSTA mánuði munu koma á bókamarkaðinn tvær bæk- ur, sem líklegt er að veki mikla athygli. Eru það: Hvalveiðar í suðurhöfum, eftir danskan lækni, Aage Krarup Nielsen, og Ævisaga Chúrchills eftir Louis Broad. Aage Krarup Nielsen er ein- hver þekktasti ferðasögurit- höfundur Dana. Er hann hafði nýlokiö Íöeknisprófi réði hann sig á norskt hvalveiðiskip, sem stúndaði veiðar í Suður-íshaf- inu, og er bókin frásögn af þessu ferðalagi. Seinna ferðað- ist hann víða um heim og hefir skrifað margar ferðasögur, en þó mun bókin: Ilvalveiðar í suðurhöfum þykja einna snjall- ast skrifuð af ferðasögum hans. Útgáfan verður hin vandað- asta og verða í bókinni margar myndir frá ýmsum frægum stöðum. Bókin er prentuþ í ísa- foldarprentsmiðju, en útgefandi er Bókaútgáfan „Esja“. Karl ís- feld íslenzkar. Ævisaga Churcills er eftir Louis Broad, kunnan rithöfund og bókmenntafræðing, og er bókin þýdd af Ármanni Hall- dórssyni magister. Útgefandi bókarinnar er Heimskringla. Er þetta mjög fróðleg bók og skemmtileg aflestrar. Féll fyrir borð og drukknaði. SÍÐASTLIÐINN sunnudag vildi það slýs til, að Gunn- laugur Baldvinsson frá Rauðu- vík í Árskógshreppi féll fyrir borð af vélskipinu Gylfa frá Rauðuvík og drukknaði. Skipið var að veiðum undan Rauðanúp er slysið vildi til. Skipstjórinn, Jóhann Friðfinns- son og hásetar voru í bátunum, en Gunnlaugur, sem var vél- stjóri, var í skipinu ásamt mat- sveininum, Konráði Þorsteins- syni. Voru þeir báðir á þilfari, en hvor i sínu lagi. Varð Konráð þess allt í einu var, að Gunnlaugur var horfinn, og er hann svipaðist um eftir honum, sá hann Gunnlaug á floti frá skipinu. Reyndi Gunn- laugur að ná til skipsins, en ár- angurslaust. Barst hann síðan frá skipinu og sökk. Talið er, að Gunnlaugur hafi fengið aðsvif og fallið fyrir borð af þeim or- sökum. Hann var maður vel syndur. Gunnlaugur vár 26 ára að aldri. Homvðruskamniturinn 'ankinn Irá 1. október. EGAR fram á liaustið kem- ur liefir verið ákveðið að breyta fyrirkomulaginu á skömmtun kornvara. Breytmgin er í því fólgin, að frá 1. október verður úthlutað skömmfunarseðlum til 5 mánaða í stað tveggja. Frá sama thna verður mánað- arskammtur á kornvöru aukinn úr 5,5 kg. á mann í 6,4 kg. — Sykiur- og káffiskammtur verður óbreyttur. Málverkasíoiig As- geirs Blaroþérssenar Asgeir bjarnþórsson listmálari opnaði í dag sýningu á málverkum í húsi Út- vegsbankans við Lækjartorg. Sýnir hann gamlar og nýjar myndir frá íslandi og öðrum löndum. Þar eru enn fremur mörg málverk af ýmsum þekkt- um mönnum. Má búast við mik- illi aðsókn að sýningunni. SUMENIA - Frh. af 1. síðu. Brezka útvarpið skýrir frá því, að gerður hafi verið sér- ''stíjkur saímningur, sem auki mjög réttindi Þýzkra manna í í Ungverjalandi. Eru með sam- komulagi þessu viðurkendar kröfur þær, sem Þjóðverjar í Ungverjalandi og Transsylvan- iu hafa gert, en Ungverjar ekki viðurkennt fyrr en nú. M. a. fá þeir nú réttindi til þess að hafa með sér félag'sskap með nazist- isku fyrirkomulagi. Þjóðverjar í Ungverjalandi fá sama rétt til embætta og Ungverjar og fá að hafa sína eigin skóla, gefa út blöð á þýzku o. s. frv. Þjóðverj- ar i Ungverjalandi mega og flytja heim til Þýzkalands, ef Fiskimagoið i Þiog- vailavatoi niookar stððogt. | Samtðk um að auka gengdma með klakl og uppeldi. Viðtal viðJón á Brúsa stoðiim. ISKIMAGNIÐ í Þing- vallavatni gengur mjöff til þurrðar,“ sagði Jón Guð- mundsson á Brúsastöðum við þann, sem þetta ritar, nýlega, en hann er formaður Fiskirækt- arfélags Þingvallavatns. Og það er þetta félag, sem vinnur að því öllum árum að auka gengd- ina í vatninu, svo að hún g'angi ekki alveg til þurrðar. Jón sagði enn fremur: „Hve mikið nauðsynjamál hér er um að ræða er öllum ljóst. Þetta er stærsta vatn landsins og þar er sjáanlega mjög minnkandi veiði. Það er því nauðsynlegt að taka málið föstum tökum, bæði með öflugum klakstöðvum og •svo með því, að uppeldisstöð taki við seyðunum. Það er álit fróðra manna, að. klakstöðvarnar komi ekki að fullum notum, nema uppeldis- stöð taki við- seyðunum þegar þau koma úr húsunum. Eina slíka stöð er nú ætlunin að byggja og hefi ég samið við á- hugamenn um það og vona að Þingvallavatn verði látið sitja fyrir öðrum.“ Jón .Guðmundsson hefir unn- ið mikið og árangursríkt starf að þessu máli, sem og öðrum fyrir Þingvallasveit. Hann efnir nú til hlutaveltu og skemmtun- ar í ValhÖll á sunnudaginn og rennur ágóðinn bæði til skóg- ræktarsjóðs hreppsins og Fiski- ræktarfélagsins. Eins og kunn- ugt er á Jón mikið af málverk- um og þykir honum vænt um þau- Samt sem áður þefir hann gefið fjögur á þessa hlutaveltu og verður dregið um þau. Er eitt þeirra eftir Kjarval. Auk málverkanna er margt góðra muna á hlutaveltunni og í haþp- drættinu. : Það er góð skemmtiferð að fara til Þingvalla á rnorgun, mmesm&æsŒ&K. Eoiinn helm. Marl Jónsson, lælnir. mmsmmss&mí Kristján Sveinsson læksiir. þeir óska þess, innan tveggja. ára.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.