Alþýðublaðið - 31.08.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 31.08.1940, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 31. ágúst 1940. Hver var a@ hSæja? Kaupið bókiua og brosið með! i-Bver var a@ Silæfa? er bók, sem þér þurfið að eignast. LAUGARDAGUR Næturlæknir er Þórarinn Sveins- son, Ásvallagötu 5, sími 2714. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 19.30 Hljómplötur: Kórlöp úr óp- erum. 20,#0 Fréttir. 20.30 Upplestur: „Fegurð himins- ins‘ , sögukafli (Halldór Kiljan Laxness rithöf.). 21,00 Hljómplötur: a) Sönglög eftir Richard Strauss. b) 21,10 Gamlir dansar. (21,45 Fréttir.) 23,00 Dagskrárlok. SUNNUDAGUR: Helgidagslæknir er Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturlæknir er Jónas Kristjáns- son, Grettisgötu 81, sími 5204. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnarapóteki. „Jamaika-kráin“ heitir ensk kvikmynd, sem Gamla Bíó sýnir núna. Er hún gerð sam- kvæmt samnefndri skáldsögu eftir ensku skáldkonuna Dapne du Mau- rier. Aðalhlutferkin leika Charles Laughton, Maureen O’Hara og Les- lie Banks. Leiðrétting. í grein Péturs Sigurðssonar í blaðinu í gær varð meinleg prent- villa. Þar stóð: „Þetta er tilvalinn staður fyrir heimavistarskóla og hinn eini sjálfstæði í hreppnum“, en átti auðvitað að vera: „hinn eini sjálfsagði . . . . ‘ Togarinn Garðar 4 kom til Hafnarfjarðar í morgun. Afli hans var 25 578 mál, og er hann nú hæsta skip síldveiðiflot- ans. Raensókniii heldtir áfram. Rannsókninni út af sjóð- þurðinni í Dagsbrún var haldið áfram síðdegis í gær og í morg- un. En sakadómari hefir ekki viljað láta neitt uppi um árang- ur hennar að svo stöddu. FJÖLGUN LÖGREGLUÞJÖNA Frh. af 1, síðu. Þá er ákveðið að hafa einn lögregluþjón á Sauðárkróki. Ríkissjóður mun standast allan kostnað af fjölgun lögrgluþjón- anna, en þar sem hér er um bráðabirgðaráðstöfun að ræða, verða hinir nýju lögregluþjónar allir settir í stöðurnar. MÝVATNSSVEIT Frh. af 3. síðu. Bgai^la bso m 1 WM NYJA BSO HI fca | Jamaica-králi?. 1 sátt við daiðau É Stórfengleg og spennandi (DARK VICTORY.) m kvikmynd, gerð eftir skáld Amerísk afburðakvikmynd sögu Daphne du Maurier. frá Warner Bros, er vakið Aðalhlutverkið leikur einn hefir heimsathygli fyrir frægasti leikari heimsins mikilfenglegt og alvöru- CHARLES LAUGHTON. þrungið efni og frábæra Enn fremur leika leiksnilld aðalpersónanna Maureen O’Hara og Géorgé Brent og Leslie Banks. Bette Davis. | Sýnd klukkan 7 og 9. Sýnd í kvöld kl. 7 og 9. H Börn fá ékki aðgang. Aðgöngum. seldir frá kl. 1. Asgeir Bjarnþórsson. hefir opnað MESSUR Á MORGUN: í dómkirkjunni kl. 11 séra Jak- ob Jónsson, kl. 5 séra Friðrik Hall- grímsson. í fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 2 Jón Auðuns. í Laugarnesskóla kl. 2 séra Garðar Svavarsson. í kaþólsku kirkjunni í Landa- koti: Lágmessa kl. 6Vz árd. Há- messa kl. 9 árd. Engin síðdegis- guðsþjónusta. Messað að Kálfatjörn kl. 2 séra Garðar Þorsteinsson. Málverkasýning. Ásgeir Bjarnþórsson listmálari hefir opnað sýningu í húsi Útvegs- bankans. Sýningin er opin frá kl. 10—8 daglega. Skólarnir rýmdir. Það hefir verið ákveðið, að brezka setuliðið rými barnaskólana hér fyrir 21. september. Þó mun það ekki fara úr húsi Menntaskól- ans. í sátt við dauðann heitir myndin, sem Nýja Bíó sýnir núna. Aðalhlutverkin leika George Brent og Bette Davis. sveitin gerir það ekki endasieppt við ferðamanninn, því að feg- ursta á landsins fylgir honurn úr hlaði. Þar rennur Laxá í mörgum kvíslum, og em hólm- amir grasi og skógi vaxnir. Það er ef til vill glannaháttur að segja þetta, að Laxá sé fegursta á landsins, en þegar komið er að fiossunum, þar sem hið nýja og lofsamlega orkuver Akuireyr- arbæjar er, getur maður naumast varist þeirri hugsun. Fossarnir þar og hinir skrúömiklu hólmar er yndisleg sýn. Umsjónarmaður orkuversins, Ágúst Halblaub, sýndi mér þetta mikla og mynd- arlega mannvirki. Túrbínan er 7—8 hundruð metrar á lengd og er mikið verk út af fyrir sig. Slík mannvirki eins og þetta orkuver, vekja alltaf sérstaka hugsun nú um stundir. NefniLega þessa: Hve miklu undursamlegra er það ekki, að vera í samræmi við hina jákvæðu og skapandi hlið lífsins, fegra og skapa lieim- (SLYS í HAFNARFIRÐI Frh. af 3. síðu. geta er lokið, en brezk hernað- aryfirvöld hafa tekið málið í sínar hendur og mun bæjarfó- geti verða viðstaddur réttar- höld, sem fram eiga að fara vegna slyssins. inn, en að ganga í lið með stríðs- djöflinum til eyðingar, kvala og umtumunar. Á leiðinni til Laxárfossanna, frá aðalveginum, eru GrenjaSar- staðir, og var gott að koma þar við og fá sér kaffi hjá séra þor- grími Sigurðssyni. Hann er gest- risinn maður og glaðlegur heim að sækja. Þaðan lá leið mín til Húsavíkur, en vegurinn er»óslétt- ur og iilfær hjólreiðarmanni, fór ég því síðustu 15 km. með bíl, sem átti sömu leið. Auglýsið í Alþýðublaðinu. málverkasýningii i liúsi Útvegsbankans. Sýningin verðnr opiw næstu daga írá kl. 10 - 8. THE WORLD'S GOOD NEWS will eome to your home every. day through THE CHRISTIAN SCIENCE MONITOR An International Daily Neuspaper Zt records for you tho world’s clean, constructlrc dolngs. The Monltor does not exnloit crime or sensatlon; nelther does ft lgnore them, but deals correctlvely with them. Features for busy men and all tho famlly, includlng the Weekly Magazine Sectlon, The Christlan Sclenoe Publlshing Society One, Norway Street, Boston, Massaohusetts Please enter my subscrlption to The Chrlstian Science Monltor for n period of 1 year {12.00 6 months $6.00 3 months $3.00 1 month $1.00 Saturday issue, including Magazine Seetion: 1 year $2.00, 6 issues 25» Name Address - Simpít Copy on Rcqucst Hinn Sakamálasaga eftir Seamark 53 ósigrandi iítið, hvítt hylki, eiins og valhnot á stærð, og það vair í haðmjullarumbúðum. Þetta var hylkið, sem hann hafði tekið af Willard Lyall, nóttina sem hann drap sig. Dain br-osti kuldalega. Þetta var sama vopnið og Lyall ætiaði að nota við hann. Það var bezt að reyna það á glæpamannaforingjanum sjálfum. Dain tók hylk- ið úr öskjumni og kom því fyrir í hattinum sínum. Það voru fremur dauf götuljós á St. James Square, og það var orðið rökkvað þar um klukkan tíu. Tign- arleig hús í stíl Viktoriutímabilsins stóðu þar á stangli og virtust þau gretta sig framian í vegfarandann. Þetta var mjög heppilegt fyrir Dain. Það er nefni- lega mjög auövelt að brjótast inn í hús, sem byggð eru í stíl Viktoríutí'mabiisins. Dyr og gluggar hús anna virtust opnir fyrir öllum innbrots,þjófum. Dain horfði á framhliö hússins. Það virtist vera dimmt í öllum gluggum, en ofurlítinn bjarma lagði út um einn þeirra, og af því réð Dain, að glugga- tjöldin væru svo þykk, að birtan kæmist ekki í gegn. Dain tók hníf upp úr vasa sínum, brá honum undir gluggakarminn, lyfti gluggamum upp og gat opnaði hann. Það var koldhnmt í herberginu. Svo smaug hann inn og komist þá að rauim um, að þetta var birgða- geymislam. Svo lokaði hann giugganum á eftir sér. Svo brá hann upp vasaljósi sínu og litaðist um. Hann gekk að næstu hurð, opnaði hana 'Og gægðist fraim fyrir. Það var líka þrelfandi myrkur. Það var bersýnilegt, að þessi hluti hússins var lítið notaður. Svio læddist hann frarn fyrir, gekk eftir gamgi og var þess þá var, að hann var kominn að stiganum, sem !á uop í húsiö og niður í kjallaTamn. Dain hallaði sér f am á handriðið og hlustaði. Ha.m heyrði ekkert annað en skvaldrið í hjónunuim niðri og skröilt í leirtaui. Anmárs var steinhljóð í hús- inu. Loks heyrði hann að hurð var opnuð hinum meg- in í ganginum. Dain heyrði fótatak. Svo sá hann mann, sem hann þóttist hafa séð einhvers staðar áður, en mundi ekki hvar það hafði verið. Dain þóttist vita, að þeita væri ritari greifans. Hanm beið þangað til mað- uiiinm var kominn framhjá, en þá þaut hann upp stig- ann. Hann hleraði við allar dyr. Þá varð hann aftur fyiir ónæði. Það var skrifarinn, sem var að koma aftur. Dain varð að tefla á tvær hættur. Hann nam staðar á rniðju gólfinu og fór að raula fyrir munni sér. — Halló, hvað eruð þér að gera hér, rnaður mimn, sa,gði hann uindrandi. — Afsakið, herra minn, sagði Dain kurteislega. Ég hefi þýðingarmiki] skilaboð til greifans. Mér var sagt, hvert ég ætti að fara en ég er hræddur urn, að ég hafi villst. — Einmitt sagði ungi maðurinn kurteislega. Það eru fyrstu dyr til hægri. Ég var einmitt að koma frá honum. Það er enginin hjá honumi núna. Dain létti við og geikk í áttina til dyranna, sem hon- um hafði verið vísað á. Hann tók litla hvíta hylkið, sem hann hafði geymt í hattinum sínum og læddist að dyrunum og gægðist gegn um skráargatið. ' Lazard sat í stórum hægindastól og snéri baki að dyrunum. Það sá ekki á annað en höfuðið á hon- um fyrir ofan stólbakið. Hanm teygði fæturna í áttina til aringlóðarinnar, og blár reikurinn af vindlinum hans liðaðist upp í loftið. Það logaði ljós á einum borðlampa með rauðum skermd. Lazard var að lesa Búnki af skjölum lá fyrir framan hann. Dain sá líka, að lykillinn stóð í skrifborðsskúffunni, svo að hér .bar vel í veiði. Dain snéri hamdfanginu hægt, því að hann vildi. ekki, að greifinn yrði var við s‘g. Svo opnaði hann dyrnar, Iæidist inn fyrir og lokaði hurðinni hægt á eftir sér. Lazard grúskaði. í skjöl sín og tautaði eitthva'ð fyrir munmi sér á lélegri frönsku. S\"0 tottaði hann vindilinn í ákafa og laut aftur yfir skjöl sín. - • Dáin var kominm hálfa leið til hans, en nú kraup hann á kné og læddist á fjómm fótum í áttina tii greifans. Þegar hann. var kominn að stólbakinu reis hann á fætur. Greifimn var búinn að taka framska orðabók og var að fletta henni upp, og var að ieita að einhverju erfiðu orði. Dain tók litla, hvíta hylkið rnilli fingranma og laut fram. Lazard hreyfði sig ekki. Hann var svo niðursokkinn í að læra óreglulegu, frönsku sagnlrnar, að hann gætti einskis annars. Og auk þess skeði allt í einni sv’ipan. Hann varð aðeins var við það, að brún, sterk- leg hönd var teyigð fram fyrir nefið á honum. Svo fa'nm hann einkenmdlega lykt. Þetta kom honum svo á óvajrt, að hanrn var sem lamaður maður fyrst í sta.ð. ,Svo reyndi hann að snúa sér við í stólnum. En um leið dró hann djúft andann og saug ofan í lungun vætnan skamrnt af hinu eitraða lofti. Hann gapti og allt hringsnérist fyrir augunum á honum. Svo sortnaöi allt fyrir augunum á honum og hann leið út af. Daim tók nú til starfa og var mjög hraðhentur. Hann reisti Lazard upp í jstólnum og lét hann hallast fram á borðið. Svo tók hann það sem eftir var af hylkinu og fleygði því inn í arininn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.