Alþýðublaðið - 05.09.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.09.1940, Blaðsíða 2
tekur til starfa 1. október, Gamlir og nýjir nemendur ge sig fram innan 20. september í eftirtöldum símum: 1805, 4124 og 2741. Skólasf|érlnii. eji MraðferOir alla dap. Blfreiðastðð Aknreyrar. Bifreiðastðð Steindðrs. tekur til starfa 1. okt. Umsóknir sendist skóla stjórafyrir20 sept.Um inntökuskilyrði, sjálög nr. 71. 23. júní 1936 um kennslu í vélfræði, og og regiugerð Vélskólans frá 29. sept 1636. Skélas.fjérinn, RÆÐA HITLERS Frhi. af í. sí&u. Hitler byrjaði ræ'ðu sína á pví, að lýsa sigrtim Þjöðverja á und- anfömu ári, hemámi Póllands, Noregs, Belgíu og Frakklands. Minnti hann á pað, að Þjóðverjar réðu nú löndum. austur að fljót- inu Bug, rnorður að Narvik og Nordkap og suður að Spánar- landamærum. Hann sagði, að England ætti pað aðeins heppi- legri hernaðarlegu að pakka, að ekki væri eins farið fyrir pví og Frakklandi. Þá fór hann mörg- um orðum um ósigra Breta og brottflutning peirra frá Noregi og t)únquerque. Því næst mimmtist hann á hina mjög umræddu fyrir- huguðu innrá'S Þjóðverja í Eng- Iand. Kvað hann pýzku her- stjómina mundu gæta sin fyrir pví að fóma möninum að ópörfu. Hann sagði, að með hruni Frakklands hefðu Þjóðverjar náð peim árangri, sem peir hefðu stefnt að. Hin franska kjölfesta Bretalnds væri nú úr sögunni, pó að pað hefði kostað blóð margra pýzkra hermanna. Nú væri hægt að hefja styrjöldina við England fyilr alvöru. Hitler minntist á pað, að Bretar byggju sig undir priggja ára stríð, en hann kvaöst hafa sagt við Göring, yfirmamn lofthersins pýzka: Búið yðuir undir fimm ára stríð. Ekki vegna pess, að hann tryði pví, að styrjöldin myndi verða svo löng, heldur til pess að vera við öllu búinn, sem fyrír kynni að koma. Hitler kvaðst mundu undirbúa allt sem nákvæmlegast og var- kárlegast. Og pegar menn spyrðu í Bretlandi: Hvers vegna kemur hann ekki? pá svaraði hann pessu: Bíðið rólegir; hann kenrur. Menn mættu ekki vera óparflega forvitnir. Vér erum á verði, segir líitler, viðbúnir öllu iog búnir til alls. Þá gerði Hitler að umtalsefni spádóma Breta um að bylting myndi brjótast út í Þýzkalándi skömmu eftir að stríðið hófst. Þegar pað hefði ékki gengið eftir, hefðu peir sett vonir sínar á Hungur hershöfðingja og nú síð- ast á Vetur hershöfðingja. En einnig peir myndu bregðast. Þá ræddi Hitler árásir brezkra flugmanna á Þýzkaland að næt- urlagi og ásakaði pá um að beina árásum sínum að óbreyttum í- búum landsins og vinna mörg ó- hæfuverk. Hann kvaðst hafa pol- lað petta í prjá mán'uði í peirri von, að peir myndu Iáta af pess- lum árásum. En pað hefði ekki orði'ð. Hann kvað tilheyrendur sína mundu skilja, að hann >myndi hér eftir láta pýzka flug- herinn svara pessu í sömu mynt á hverri nóttu og í sívaxandi mæli. Ög pegar Bretar létu varpa yfir Þýzkaland 3000 eða 4000 sprengjum, pá myndi hann Láta varpa yfir England 100 púsuinid- um, 200 púsundum, 300 púsund- um. Vér skulum gersamlega jmrr.ka út borgir Breta. Sá tími er kominn,.sagði har.n að annar- hvor aðilinn verður að hníga til moidar, en pað verður áreiðan- lega ekki hið nazistiska Þýzka- land. SíÖasti hJatinn af ræðu Hitlers snerist um „vetrarhjálpina“. KoniDB heira. Tek á móti sjúk- lingum í dag, Bersmion Ólafsson, læknir FORNSALAN, Hafnarstræti 18, kaupir og selur ný og notuð húsgögn, lítið notuð karhnanna- föt o. fl. Sími 2200. Þwsundir vita, að gæfa fylgir trúlofunarhringum frá Sigu» þór, Hafnarstræti 4. KAUPI rabarbara. Símar 3387 og 5930. ALB»VdyBA.A©E© FIMMTUDAGUR 5. SEPT, 1940. ÍÞRÓT rp Opinber keppni í tugpraut. íþróttanefnd K.R. hefir ákveðið að liefja innanfélagsmót sín laug- ardaginn 7. þ. m. Verður þá keppt í þessum grein- um: 100 m. hlaupi, drengja og full- orðinna, 1500 m. hlaupi fullorð- inna, 3000 m. hlaupi fullorðinna, kúluvarpi drengja og fullorðinna, spjótkasti drengja og fullorðinna, hástökki og langstökki hvort- tveggja bæði fyrir drengi og full- orðna. — Síðar verður ákveðin röð keppnanna og klukkan hvað þær fara fram. Þá hefir nefndin ákveðið að efna til opinherrar keppni í tugþraut. Fer sú keppni fram um helgina 14. —15. sept. Hér á landi mun nokkrum sinn- um áður hafa verið keppt í tug- þraut, þó ekki opinberlega. Nokk- ur undanfarin ár hefir K.R. haldið innanfélagsmót í þessari keppni. Má telja það vel til fallið, að gefa þeim mönnum, sem fjölhæfir eru, þótt fáir séu, kost á að reyna sig. Er þó sjálfsagt að hafa þessa keppni á eftir aðalmótunum. Um kringlukast. “ x Kringlukast er einhver allra feg- ursta íþrótt, sem nú er iðkuð, enda á hún upptöku sína að rekja til hinna fornu Grikkja, sem mátu all- ar íþróttir mjög á mælikvarða feg- urðarinnar. Um upptök þessarar íþróttar er állt mjög á huldu. Homer getur hennar, sennilega fyrstur manna. Af þeim heimildum, sem til eru, er ógerlegt að ákveða, hvort kringlu- kastið á rætur sínar að rekja til hins æfagamla grjótkasts, sem mjög tíðkaðist í hernaði, meðan vopnin voru enn ófullkomin. Þó er víst, að fyrstu og frumstæðustu kringlurnar voru gerðar úr steini. Um 500 f. Kr. komu málmkringl- urnar fyrst til sögunnar, og 400 f. Kr. voru þær algerlega búnar að útrýma steinkringlunum á mótum, þótt svo væri sem er enn í dag, að margir kringlukastarar fái sína fyrstu æfingu með flötum steinum. Fjölda mörg líkneski eru til af kringlukasti hinna fornu Grikkja. Eru þau morg hvert öðru ólík, svo að af þeim er ekki hægt að marka neina kastaðferð, sem ætla mætti, að hefði verið almenn. Er það helzt talið, að kastað hafi verið á ýmsan hátt, eins og tíðkast nú á dögum, þótt munurinn á hinum ýmsu kastaðferðum hafi þá verið meiri en nú. Þót.t einkennilegt kunni að virð- ast, er algerlega óvíst, hvar kringlukast hefif verið tekið upp aftur fyrst. Vitað er, að kastiö þekktist hjá Rómverjum, en varð aldrei vinsælt. Englendingar byrj- uðu á mörgum af íþróttum nútím- ans fyrstir manna, en þar á meðal mun kringlukast ekki vera. Einnig mun víst, að Frakkar hafi ekki tek- ið það upp. Grikkir ætluðu 1859 að endurvekja Olympisku leikana, en þá var kringlukast ekki á dagskrá, en aftur á móti var það með á leik- unum, sem haldnir voru í Aþenu 1870. Þjóðverjinn Guts Muths bjó til kerfi 1796, sem hann kallaði „Leikfimi fyrir æskuna", og meðal annarra íþrótta, sem þar voru, vár kringlukast. Þegar þýzka leikfimi- hreyfingin komst af stað 1870, var kastið enn með þeim greinum, sem iðkaðar voru. Til Norðurlanda barst kastið um 1890 frá Þýzka- landi. Svíinn Harald Anderson. Á fyrstu Olympisku leikunum 1896 var kastað úr ferhyrning. Litlu síðar byrjuðu Ameríkumenn að kasta úr hring, eins og þeir gerðu í sleggjukasti. Tóku síðan fleiri lönd það upp, og á leikunum 1904 var riotaður hringur. Svíar tóku kastið upp á meistaramót sitt 1896, Ameríka og Frakkland 1897, en t. d. England ekki fyrr en 1914. Fyrstu árin var, eins og áður er fram tekið, kastað úr ferhyrning. Stóð kastarinn við aftari brún hans, tók síðan tvö röskleg skref fram og kastaði. Um aldamótin fundu Ameríkumenn upp á því að snúa sér í hring frá aftari hluta hringsins. Köstuðu flestir þannig á Olympisku leikunum 1900, og síð- an upp frá því allir kastarar. Góð dæmi fyrir þennan stíl á fyrstu ár- um sínum eru Ameríkaninn Martin Sheridan og Finnarnir Werner Jar- vinen (faðir Jarvinenbræðranna frægu) og Elmer Niklander. Sá síð- astnefndi var mjór og langur og jafnvígur á báðar hendur. Hefir hann síðan 1913 átt heimsmet í beggja handa kasti. Finnski kastarinn Armas Tai- pale gerbreytti stílnum í kringlu-* kasti. Hann stóð í báða fætur og notaði spyrnu við kastið, en hinir höfðu kastað í snúningnum, sem var stökkkenndur, þannig að þeir voru lausir í kastinu. Frá því hefir kastið lítið breytzt. Metin komu hvert af öðru, eitt öðru betra. Bezt- an allra þeirra góðu kastara, sem uppi hafa verið hin síðari ár, telja margir Svíann Harald Aanderson. Hann, var mörg ár viss í að kasta 50 m. hvenær sem var, en nú ná beztu kastarar 50 m. aðeins tvisv- ar, þrisvar sinnum á ári. Hann var meiddur í hendi Olympíuárið 1936, og hefir ekki náð sér upp eftir það. Hann hefir kastað 53,02 m., en heimsmet á Þjóðverjinn Schroeder, miklu ójafnari kastari, á 53,10 m. Áhrif veðráttu á ípróttir. Enska stórblaðiö „The Times“ birti 30. júlí 1932, daginn, sem Ol- ympíuleikarnir í Los Angeles, Cali- forníu, voru opnaðir, grein, þar sem fréttaritari blaðsins. segir, að bókstaflega hvert einasta olymþ- iskt met yrði að líkindum bætt þá á leikunum. Á þessum léikum var keppt í 23 greinum frjélsra íþrótta, en í 17 þeirra voru sett ný met. Nokkrum dögum síðar sagði sami fréttaritari í blaði sínu, að senhilega myndu öll þessi met standa óhögguð fjölda Frá U. S. A. Bandaríkjamönnum gramdist að makleikum mjög, þegar Olympiu- leikunum var aflýst í vor. Hétu þeir því að halda sína eigin leika, engu verri en allsherjarleik- ana að árangri til. Munu þeir þar hafa átt við meistaramót Ameríska íþróttasambandsins, sem haldið var í Californíu. Það kom fram, þótt Bandaríkjamenn eingöngu kepptu, að árangrarnir voru í mörgum greinum betri en á Ölympíuleikun- um. Meistarar urðu þessir: 100 m. Davis 10,3 200 m. Davis 20,4 (Bein braut.) 400 m. Klemmer 47,0 800 m. Beetham 1:51,1 1500 m. Mehl 3:47,9 5000 m. Rice 14:33,4 10 000 m. Lash 32:29,2 110 m. gr. Wolcott 13,9 200 m. gr. Wolcott 22,6 400 m. gr. McBain 51,6 Spjótkast B. Brown 68,05 Kúluvarp Blozis 16,79 Kringlukast Fox 51,96 Stangarstökk Warnerdam 4.60 Hástökk Steers 2,03 Langstökk W. Brown 7,70 ára, e. t. v. þar til aftur yrðu haldn- ir Olympiskir leikar í Bandaríkj- unum eða réttara sagt strönd þeirra. á vestur- Það, sem fékk þennan blaða- mann, og raunar marga aðra, til að láta svo stórtæk ummæli á prent eftir sig, var ekki það, að þeir álitu mennina hafa náð hámarki getu sinnar, heldur var það loftslagið, þetta þurra, heita og grafkyrra. veður Kyrrahafsstrandarinnar á meðan á leikunúm stóð. Sú skoð- un var almenn, að loftslagið væri svo hentugt og hefði þau áhrif á mennina, að þeir geri þá það bezta, sem þeir geta, eða jafnvel meira en þeir hafa áður gert. Þetta álit höfðu margir sérfræðingar í heil- brigðismálum, og var það óspart látið í ljós, enda kom það á dag- inn, að mörg á þeim tíma ótrúleg afrek voru þá unnin, ekki sízt í hlaupunum. Fjórum árum eftir Los Angles- leikana voru aftur haldnir Olym- piskir leikar, þá í Berlín, Þýzka- landi. Við skulum nú athuga töflu, sem gerir samanburð á afrekum. í hlaupum í Los Angeles 1932 og Berlín 1936: L. Ang. Berlín 100 m. 10,3 10,3 200 m. 21,2 20,7 400 m. 46,5 46,5 800 m. 1:49,8 1:52,9 1500 m. 3:51,2 3:47,8 5000 m. 14:30,0 14:22,2 110 m. gr. 14,6 14,2 400 m. gr. 51,8 52,4 4X 100 m. 40,0 39,8 4X400 m. 3:08,2 , 3:09>O. í Berlín er loftslag allt annað en. á Kyrrahafsströndinni. Það er tölu- vert kaldara og miklu rakara á. þeim tíma, sem leikarnir fara fram. í Berlín skorti þær loftslagsaðstæð- geles hafa. Samt voru árangrarnir ur, sem sérfræðingar töldu Los An- engu síðri og víða miklu betri. Helsingfors í Finnlandi er ef til vill miklu betra dæmi um andstæða veðráttu við Ameríkuströndina en Berlíri. Þó bendir allt til þess, að þar hefði fjöldi ágætra Olympiskra m’eta verið settur. Þeir Rudolf Har- big og Taisto Máki hefðu séð fyrir því. Veðráttukenningin hefir því þeðið algert skipbrot. Það er ann- að, sem stendur á bak við afrek í hvaða íþrótt, sem er. Það eina, sem veitir íþróttamanninum ár- angur, er rétt og góð æfing, ásamt reglulegu lífi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.