Alþýðublaðið - 23.04.1932, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.04.1932, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Kðonnarfrmnvarp Bannesar á Hvamstango gegn verk^Iýðeuna. Kúgunarfrumvarp Hannesar á Hvammstanga, Jónasar Þorbergs- sonar og Bjarnar á Kópasikeri gegn verkamönnum, var í gær tíl 1. umræðu í neðri deild al- þingis. Þarna er á ferðinni laga- smíð, sem ætlast mun til að veiti Hannesi og öðrum peim kaupfé- iagsstjórum, er slíku vildu beita, sveltivald yfir verkalýðnumi í smiákauptúnum, par sem svo hag- ar til, að kaupfélögin ráða yfir mestum hluta þeirrar atvinnu, sem par er til a'ö dreifa, svo að þeir ge.i svift verkamennina allri lífsbjörg, ef peim býður' svo við að horfa. Héíinn Valdimarsson benti á, að slíkar eru atvinnubótatillög- ur pessara manna á alþimgi, verkaiýðnmn til handa, og að ekki er annað sýnna en að a. m. k. tveir íyrstu fluini gjmennirnir beri það fram af hatri til verka- fólksins, en þa'ð líti ekki út fyrir, að þeir hafi tekið það með í neikninginn, að ekki er unt að neyða verkamenn á öðrum við- komustö'ðum skipa, t. d. hér 1 Reykjavík, til þess að afgreiða þau skip, sem skipað hefir verið í'it í á Hvammstanga eða öðrum höfnum í trásisi við verkamenn þar eða sem þeiím hefir verið mieinuð öll atvinna við, og það er heldur eklú hægt að neyða sjómsnnina til þess að sigla skip- um til útlanda með farmi, sem þannig er í þau kominn. Hannes haföi árum saman beitt kúgun við verkamenn á Hvammstanga, en þegar félagar þeirra annars staðar tóiku í íaumiar.a, þá sýndi verkalýðurinn, að hægt vax að beygja þenna miann, og það muni veikalýðurinn sýna aftur, ef á þarf að halda. Hannes færði fram ýmsar stað- leysur, sem voru við hæfi frum- varpsins og áttu víst að vera stoðir undir það. Hann talaði t. d. um, að bátasjómönnuim væri mieinað að gera sjálfir að afla sínum og fengju ekki annað en kaupa verkafólk tíl þess. Þegar svo Héðinn spurði, hvar þetta væri svona, þá gat Hannes engu svarað. 0g þegar Héðdmi endur- tók spurninguna, þá sló Hannes út í annað efni. Hann kallaðí mjög á, að þessu frumvarpi sínu yrði hraðað gegn um þingið. Rök- in fyrir nauðsyn þess virtust hins vegar hafa orðið eftir heima á hillunm. • Héöinn benti þingmönnum á, aö þetta þrælaiagafrumvarp er af sama anda eins og hið alraanda ríkislcgreglufrumvarp íhaldsins. Ef meiri hluti þktgsins vilji beita sér fyrir slíkri lagasetningu, þá geti sá meiri hluti að sjálfsögðu Lreytt þar eftir. En það megi þeir vita, að slík þrœlalög veroa virt a'ð vettugi. Haraldur Guðmundsson benti á eina hlið enn á þessu frumvarpi. Það eru ekki bændur, sem hafa hag. af því að ferðast langar leið- ir frá búum sínum til þesis að vinna nokkrar klukkustundir að útskipun, í stað þess að verka- mennirnir á útskipunarstaðmum framikvæmi þá vinnu. Fyrir bænd- urna borgar sig miklu betur, að sú isjálfsagða verkaskilting sé höfð, að veikamennirnir skipi vörunum út. Það yrðu líka að eins fáir af bændunum, sem taka 'pyrfd í þessa \ innu, þó að gengið væri fram hjá verkamönnuim kauptúnsins. En marigir bændur skulda í kaupfélögunmn. Þarna væri þá fundin upp aðferð til þess að hjálpa t. d. Hannesi til að kalla inn skuldir þeirra kaup- félagsbænda, sem hann helzt vildi, með því að heimta þá ofan úr sveit til þess a'ð vinna af sér skuld við vöruútskipun o. s. frv. Það yrði sem sé kaupfélagsstjór- inn, sem kæmi til með a'ð á- kveða, hverjir þeir fáu mienn yrðu, sem iil vinnunnar væru kaLlaðir, og hægurinn hjá að ganga að skuldum þeirra, ef þeir daufbeyrðust við kal’inu. Hé'ðinn og Haraldur beintu enn fremur á, hversu me'ð slíkri laga- setningu, sem frumvarp þetta fer fram á, er kallað á stríð milli verkafólks við sjóinn og sveita- fólks. Félcg sjómanna og verka- fólks hafa ekki amast við því, þó að sveitamenn fái sikiprúm e'ða vinni verkafólksvin,nu í tejup- stö’ðuiu. Hér eru þeir Hannes að kalla á slíkt strí'ð. Og hvort held- ur hann, að það myndi 'auka markað meðal verkalýðsins* fyrir sláturvörur bænda, ef tekið yrði upp á a'ð bægja verkafólkinu frá því me'ð þrælalögum, að það fengi nokkra vinnu í siáturhús- unum? Slík þrælalög yrðu sanu- arlega heldur ekki bændunum til hagnaðar, beldur þvert á móti. Frumvarpi þessu var vísa'ð til 2. umræðu með 15 atkvæðum, gegn atkvæðum Alþý'ðuflokks- manna, og fór þa'ð síðan ti;l alls- herjarniefndar. Halidðr Kiljan Laxsess IuUunar- 1 dag er Halldór Kiljan Lax- nies þritugur að aldri. Er óhætt að segja, að um engan íslenzkan rithöfund haf-i verið eins mikið dei'lt, enda hefir hann í bókum sínum farið eigin leiðir og túlk- að þar skoðanir og hugsjónir sem ekki hafa fallið saman við hið hörundssára broddboigaraálit. Halldór hefir verið ákaflega mikilvirkur rithöfundur. Fy.stu bók sína skrifaði hann 16 ára og kom hún út, er hann var 17 áía og hét „Barn náttúrunnir“, en síðan hefir hver bókin rekiö aðra: „Nokkrar sögur“, „Undir Helgahnúk“, „Kaþólskt viðborf“, „Vefarinn mikli frá Kas:imir“, „Al- þýðubókin“, „Kvæðakver", „Þú vínviður hreini“ og „Fugliinn í fjörunni, sem kemur út í dag á afmiælisdegi hans. En auk þessa hefir hann skriíaÖ feiknin öll af smásögum og ritger'ðum, sem jhirzt hafa í blöðum og tímiaritum. Halldór á, þrátt fyrir deilur þær ysem um hann hafa staðið, afarmiklum vinsældum að fagna og þá fyrst og fremst meðal yngii kynslóðarinnar og allra frjáls- lyndra manna. Síðustu tvær bæk- ur hans hefir Menningarsjóður gefið út, og er það vottur þes-s álits, sem hann þegar hefir unnið sér hjá þjóðinni. Iflr tollar í Eoglandl. Lundúnum., 22. apríl. U- P. FB. Fjármálaráðuneytið heíir tilkynt, uð 10°/o verðtollur haíi verið lagð- ur tíl viðbótar á ínnfluttar iðn- aðarvörur o er þ.ví verðtollurinn á slíkum vörum nú 20»/o. Verðtollur á nokkrum vörutegundum hefir verið hækkaður um 15% og á vissum óhófsvörum um 25—30% en á hálfunnið stál er lagður tollur, sem nemur þriðjungi verðs. Holliistueiðuíínn a£ umi n. Kosniágarnar í ÞýzkaiandL Berlín, 22. apríl, UP.-FB. Koisndngabarátta Hi .lersinna náði hám-arki í gær, er Hitler hélt ræ'ðu í viðurvist 1000 Ber- 'línarbúa, en á'ður hafði hann far- ið borg úr borg til þes,s að nalda kosningaræður og fari'ð hratt yfir. Hvatti hann Þjó'ðverja til þess a'ð hefjast handa um að draga sjálfa sig upp úr ófærunmi, en hvernig komið væri væni nú- verandi valdhöfum að kenna. Káttúrufræðifélaglð hefir samkomu mánud. 25. þ. m. kl. 8V2 e. m. í nátíúxusögubekk. mentaskólans. Dublin, 22. apríl. U. P. FB. Samkvæmt frumvarpi, sem birt befir verið, verður hollustueiður- inn afnuminn, en ekki hrófla-'ð við þeim ákvæðum, að yfir frí- ríkinu sé konungurinn, Dail Ere- ann og senatið. Samtök gegn Russum? Varsjá, 22. apríi. U. P. FB. Pilsudski er helm kominn eftir langt frí í Egiptalandi. Á heim- leiöinni kom hann víð í Buka- rest, og náðist þar samkomulag til fullnustu um að Pilsudski hefði á hendi sameiginlega her- stjórn Pólverja og Rúmena ef til ófriðar kæmi. Aþingi. Auk þess, er segir í ööram greinum, var þetta hið hélzta, sem gerðist í neðri deild í gær: Gjaldfrestsfnumvarpið var af- gneitt til efri deildar, en tillaga frá Haraldi Guðimundssyni um, að gjaldfresturinn nái einnóg til útger'ðar?am\innufélaga sjómanna og verkafólks, var feld. Jón ÓÍ- afsson flutti tillögu um, að felt yrði úr frutmvarpinu, að gjald- freiSturinn nái til bátaútvegs- manna. Til'.agan var feld. Sam- þykt var tillaga um, að lánsstofnr anir, — þar með tálin verzlunar- fyrirtæki, hvort heldur eru kaup- félög eða verzlanir kaupmanna — fcr lendi í greiðsiluskorti, sem að einhverju leyti er sökum gja’d- frestsilagasetniingarinnar, megit ekki taka til gjaldþrotaskifta án samþykkis eigendanna, ef skatta- framtöJ fyriitækja þessara og efnahagsreikningiar sýna, að þau eigi fyrir skuldum. Frumvarp Alþýðuflokksins uro i þær éndurbætur á siglingalögun- um, að sjóveosríttar skipverja skuli ná tfl vátryggingarfjár s,kips og til farmg/a’ ds og að fyrjbr fram geíi'ð afsal skipverja á sjó- veðsrétti þeirra skuli tvímælalaust vera ógilt, og frv. Haralds GuÖÍ- mundssonar og Sveins í Firði uro endurbætur þær, sem á'ður hefir verið skýrt frá, á Jögunum uro. útflutning á mjjum fiski, voru bæði aígreidd til 2. umræðu og sjávarútvegsnefndar.' Frv. um að kóngsmatan skuli greidd í íslenzkum krpnum ám gengisviðbótar var afgreitt til 2. umræðu og fjárhagsnefndar. Brunabótafélagsfrumvarpið var endursent efri deild. Efri deild afgreiddi til 2. um- ræðu og nefnda: Fjárlagafrumy varpið, frumvcrp Vilmundar Jónsi- sonar um lœkningaleyfi og Um vamir gegn kynsjúkdómum, einnr ig frv. um lax- og silimgs-ueiðij (öll í síðari deild). Hlunninda- frumvarpið fyrir annars veðrétt- ar fasteignalánafélög var afgreitt til neðri deildar. Ritstjóri dtuknar. Windermere, 22. apríl. U. P. FB Edward Scott, 48 ára gamall, rit- stjóri Manchester Guardian, drukknaði í Dinghy í gær. Var hann ásamt syni sínum, Richard, að róa í skemtibát, en bátnum hvolfdi. Sonur hans náði haldi á bátnum og gat haldið sér á floti, unz hjálp barst. — Scott tók við ritstjórn Manchester Guardi- an, sem er talið eitt áhrifamesta hlað Englands, að Times einu undanteknu, snemma á árinu, en þá var faÖir hans, C. P. Scott. ný- lega látinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.