Alþýðublaðið - 05.10.1940, Síða 4
LAUGARDAGUR 5. OKT, 194«.
Hver var að hSæfa?
Kaupið bókina
og brosið með!
Hver var a$ hlæja?
er bók, sem þér
þurfið að eignast.
LAUGARDAGUR
Næturlæknir er Björgvin Finns-
son, Laufásvegi 11, sími 2415.
Næturvörður er í Reykjavíkur-
og Iðunnar-Apóteki.
ÚTVARPIÐ:
20.30 Upplestur: „Skáldið Hamall
Hamalsson“; smásaga (Krist
mann Guðmundsson rithöf-
undur).
21.10 Hljómplötur: Forleikur eftir
Chopin.
SUNNUDAGUR:
Helgidagslæknir er Ólafur Þ.
Þorsteinsson, Eiríksgötu 19, sími
2255.
Næturlæknir er Daníel Fjeld-
sted, Hverfisgötu 46, sími 3272.
Næturvörður er í Laugavegs-
og Ingólfs-Apóteki.
ÚTVARPIÐ Á MORGUN:
20.30 Danshljómsvei t Bjarna
Böðvarssonar leikur og
syngur.
21.00 Leikþáttur: „Nilli í Naust-
innni, VII :Undir hversdags
hamnum11, eftir Loft Guð-
mundsson (Friðfinnur Guð-
jónsson, Anna Guðmunds-
dóttir.
Áttræð
er í dag frú Þórunn Thorsteins-
son, ekkja Davíðs Schevings Thor-
steinssonar læknis.
Hið ísl. prentarafélag.
Fundur á morgun (sunnudag)
kl. 2 e. h. í Alþýðuhúsinu við
Hverfisgötu.
Hjónaband
í dag verða gefin saman í hjóna
band af séra Bjarna Jónssyni ung-
frú Hendrikka Ólafsdóttir og
Matthías Guðmundsson stýrimað-
ur. Heimili ungu hjónanna verður
á Bergþórugötu 16.
Atkvæðagieiðsla
fór fram í Trésmiðafélaginu um
það, hgort hefja skyldi vinnustöðv
un hjá firmanu Höjgaard & Schulz.
149 greiddu atkvæði, 124 sögðu
já, 23 nei, en 2 seðlar voru auðir.
Ef samningar verða ekki komnir
á fyrir 11. þessa mánaðar, hefst
vinnustöðvun þann dag.
Deilu hljóðfæraleikara
er lokið með samningum við
alla atvinnurekendur. Það er
rangt, sem Mgbl. segir í dag, að
enn hafi ekki tekist samningar við
Hótel ísland.
Þorsteinn 0 Sicjpnen-
sen verður aðal-
þalar.
UTVARPSRÁÐ hefir ráðið
Þorstein Ö. Stephensen
fyrir aðalþul við Ríkisútvarpið,
en hann hefir í mörg ár verið
aðstoðarþulur.
Aðstoðarþulur hefir verið
ráðinn a. m. k. fyrst um sinn,
Hörður Þórhallsson.
Berklavarnadafliir:
■ ; ' i '
Sanvina almenn-
iDfiS og sjúklinga.
AMORGUN efnir félagið
„Berklavörn“ til ýmsrar
starfsemi í þeim tilgangi, að
binda almenning og sjúklinga í
samvinnu um varnir gegn hin-
um „hvíta dauða.“
Félagið gefur út blað og
merki, sem selt er á götunum,
þá verða skemmtisamkomur í
kvikmyndahúsunum kl. 2 og 3;
kl. 4 leikur Lúðrasveit Reykja-
víkur á Austurvelli og 'kl. 2 e.
h. heyja Víkingur og Valur
kappleik.
Alþýðublaðið vill eindregið
mælast til þess við lesendur
sína, að styðja þessa starfsemi
af fremsta megni.
Teikfllkenflsla
fyrip iðnaðarmeim.
Fjarvíddar-teikning (Perpek-
tiv-teikning) og hagnýting
hennar við vinnuteikningar og
tillöguuppdrætti. Enn fremur
stílteikning. Námskrá Handíða-
skólans fæst í Upplýsingaskrif-
stofu stúdenta, Amtmannsstíg
1 (efstu hæð), kl. 3—6 síðd.
Sími 5780. Upplýsingar einnig
í síma 5307.
HÚSFREYJANÍ ! NESI
Frh. af 3. síðu.
tjörn. Margir halda, að þessi
tjörn hérna sé Seltjörn, en svo
er ekki. Þetta er Bakkatjörn.
Þetta er gamalt hús. Það var
bygt handa Bjarna Pálssyni land-
lækni árið 1763. Það gerði danska
stjórnin. Hér var líka apótek. Það
hefir verið vel vandað til bygg-
ingarinnar, því að viðurinm er
framúrskarandi góður. Litlar
breytingar hafa verið gerðar í
minni tið. Þegar móðir mín kom
hingað vioru 36 rúður í gluggun
Um. Hún fækkaði þeim og svo
fækkaði ég þeim enn meira 1916.
Það er næsturn þvj einu breyt-
ingarnar, sem hægt er að tala
um nema hvað við settum glugga
á suðurhtiðina“.
— Og þú hefir veriö hamingu-
söm?
„Já, ég hefi ekki undan neinu
að kvarta. Ég hefi haft mikið
barnalán. Þeim hefir öllum
gengið vel í lífinu, enda voru
þau öll vanin við það að meta
vinnuna strax á unga aldri, en
það er ein aðal uppstaða lífsins
að feunna það. Líf mitt hefir lið-
ið með geysihraða og ég hefi haft
í mifelu að snúast og börnin mín,
en mér hefir alltaf fundist, að
þeirra starf og framtak væri hluti
af sjálfri mér. Ég fékk •aldrei
neina menntuin, fór aldrei í neipn
sfeóla, en ég eyði nú dögununr
við lestur og sýsla að búinu eins
Og feraftarnir leyfa. Ég ann ætt-
fræði og mér þyfeir bara verst
hvað krakkarnir mínir eru lítið
náttúruð fyrir svoleiðis lagað".
Svo gengur Kristín með mér
um túnið, sýnir mér gripa- og
geymsluhús að því loknu fömrn
við um sjálfa Nesstofu. — —
Þegar við erum aftur sest í
stofuna hennar þrumar fallbyssu-
skothríð um húsið og stofan
nötrar.
Kristín titrar ofuríitið og segir:
„Þeir hafa gjöreyðilagt fyrir mér
varpiö þama í hólmanum“.
vsv.
FUNURINN í BRENNERSKARÐI
Frh. af 1. síðu.
gefið í skyn í Þýzkalandi, hvert
umræðuefnið hafi verið, en tal-
að um, að jafnan, þegar þeir
hafi ræðst við, Mussolini og
Hitler, hafi verið teknar afleið-
ingaríkar ákvarðanir.
í þýzkum blöðum er farið all
hörðum orðum um það, að því
hafi verið ljóstrað upp, fyrr en
ætlað var að gera það kunnugt,
að „der Fúhrer“ og „il duce“
myndu hittast í Brennerskarði.
NOREGUR
Frh. áf 1. síðu.
hefir verið minkaður.
Þrátt fyrir allt, sem gert er,
tili þess að feoma í veg fyrír, að
norska þjóðín fái vitneskju um
það, sem er að gerast í heimin-
Um, fær hún með ýmsu fmóti
sannar fregnir af því, sem við
ber, og þrátt fyrir hótanir allar
er það almennú að menn hlusti á
norska útvarpið frá London.
KAUPI GMULL og stMwr
hassfcsL verði. Sigrarþór, H*inar-
s*1**4- .
Kappleikur á morgun (suunud.) kl. 2 e.h.
til ágóða fyrir sjáklinga á Vífilstöðnm.
Reykjavíkurmeistararnir
Vikingar
Styrkjum gott málefni
Mætum öll út á völl!
Láðrasveit Reykjavíkur leikur á vellinum
Refkjavík - Aknreyri
Hraðferðlr alla !daga.
Bllrelðastði ifureyrar. Blfreiðastðð Steiudðrs.
íslandsmeistararnir
I
CiMLI BOO IP>
NINOTCHKA
Amerísk úrvals skemmti-
mynd, tekin af Metro Gold-
wyn Mayer undir stjórn
kvikmyndasnillingsins.
ERNST LUBITSCH
Aðalhlutverkin leika:
Greta Garbo
MELVYN UOUGLAS.
Sýnd klnkkan 7 og 9.
B nvja eio
EIAur i Rauðuskðgum
Spennandi og viðburðarík
amerísk kvikmynd, gerð
eftir hinni víðfrægu skáld-
ssögu eftir JACK LOND-
ON (Romance of the Red-
woods). Aðalhlutverkin
leika:
JEAN PARKER
• og . |fr
CHARLÚS EICKFORD. |
Sýnd í kvöld kl. 7 og 9.
SÍÐASTA SINN.
Hjartanlegar þakkir öllum þeim, sem vottað liafa virðing
minningu móður minnar,
Kirstínar K. Pétursdóttur,
við andlát hennar og útför.
F.h. vandamanna.
Pétur Lárusson.
LEIKFÉLAG REYKJAVÍIBR
Sínndnm og stnndnm ekki
Sýning annað kvöld kl. 8.
A.ðgöngum. seldir frá kl. 4—7 í dag.
V. K. R.
Dansleikur
í IÐNÓ í KVÖLD.
Hin ágæta hljómsveit leikur.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 6. — Venjulegt verð til kl. 9,
eftir þann tíma kosta þeir kr. 4,00.
Ölvuðum mönnum bannaður aðgangurí
Aðeins fyrir íslendinga.
A.S.B. A.S.B.
Skrifstofa félagsins
verður opin fyrst um sinn í Þingholtsstræti 18 á mánudög-
um og fimmtudögum kl. 6—8.
Félagskonur komi þangað með gjöld sín. Upplýsingar
veittar.
Félagsstjórnin.
Atvinna.
Nokkra unga menn vantar til tollskoðunar við toll-
stjóraembættið. — Þeir, sem vildu koma til greina sem
væntanlegir starfsmenn til þeirra starfa, sendi eigin-
handar umsóknir til tollstjóraskrifstofunnar í Hafnar-
stræti 5 í síðasta lagi þriðjudaginn 15. þ. m. Umsóknun-
um skulu fylgja fæðingarvottorð, heilbrigðisvottorð, ljós-
mynd og meðmæli.
Aðeins þeir, sem eru yngri en 25 ára og hafa íulln-
aðarpróf frá verzlunarskóla eða hafa fengið aðra jafngóða
menntun, koma til greina.
Tollstjórinn í Reykjavík, 3. október 1940. ^