Alþýðublaðið - 21.11.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.11.1940, Blaðsíða 4
I FiMMTUDAGUR 21. NÓV. 1940 Bókin er ÞÝDDAR SÖGUR eftir 11 heimsfræga höfunda. ÝÐUBLAÐIÐ Bókin er ÞÝDDAR SÖGUR eftir 11 heimsfræga höfunda. FIMMTUDAGUR 1 1 _____ Næturlæknir er Theodór Skúla- son, Vesturvallagötu 6, sími 3374. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 19,25 Hljómplötur: Gamanlög. 19,40 Lesin dagskrá næstu viku. 20,30 Erindi: Úr verinu að vestan Gunnar M. Magnúss rith.). 20,50í Útvarpshljómsveitin: „Upp- skeruhátíð“ eftir German. — Fiðlu-tvíleikur (Þórarinn Guðmundsson og Þórir Jónsson): Allegretto eftir Bériot. 21,15 Minnisverð tíðindi (Sig. Einarsson). 21,35 Hljómplötur: Harmoniku- lög. Myndina af fulltrúunum á Alþýðusam- bandsþinginu, sem birtist á fyrstu síðu blaðsins í dag, er hægt að panta í skrifstofu Alþýðusam- bandsins. Myndin kostar 5 kr. og verður að borga hana við pöntun. María Hallgrímsdóttir læknir hefir opnað lækningastofu í Austurstræti 4 og er þar til við- tals alla virka daga kl. 11—12. Undanfarin ár hefir hún dvalið erlendis og sérstaklega kynnt sér barnasjúkdóma. Leikfélagið hefir frumsýningu annað kvöld kl. 8% á leikritinu „Öldur“ eftir séra Jakob Jónsson. Dr. Þorkell Jóhannesson flytur fyrirlestur í kvöld kl. 8,15 í 1. kennslustofu Háskólans um ullariðnað til forna. Öllum er heimill aðgangur. Blindravinafélagið heldur bazar í dag í Goodtempl- arahúsinu, uppi. Stúdentar hafa ákveðið að hafa hátíðahöld 1. desember eins og venjulega og með líku sniði og undanfarið. Ekki er enn þá ákveðið hvað verður til skemmtana. Slysavarnafélagið auglýsti í gær eftlr m.b. Þristi frá Vestmannaeyjum. En í gær kom báturinn til Vestmannaeyja og hafði ekkert orðið að. Karlakórinn Þrestir og þjóðkirkjusöfnuðurinn í Hafn arfirði efna til samsætis miðv.d. 27. þ. m. í tilefni af 60 ára afmæli Friðriks Bjarnasonar tónskálds. Áskriftarlistar liggja frammi í verzlun hr. Valdimars Longs og Ól. H. Jónssonar til mánudags- kvölds. Skýrsla Gagnfræðaskólans á ísafirði um skólaárið 1939—1940 er nýkomin út. Er það skrá yfir nemendur í öllum deildum, og ýmsar upplýs- ingar viðvíkjandi skólanum. Leiðréttingar. Út af frásögn í blaðinu í gær skal þess getið, að Guðgeir Jóns- son er gjaldkeri Bókbindarafé- lagsins. Árni Hansen er og ekki formaður verkamannafélagsins á Sauðárkróki. Ofaníát. Nýlega birti blað Moskóvíta mikla svívirðingagrein um Guðm. Ó. Guðmundsson. Guðmundur stefndi ritstjóranefnunum fyrir ærumeiðingarnar og sáu þeir þann kost vænstan að éta allt ofan í sig. Orðsending frá Úthlutunarskrifstofu Reykja víkurbæjar. Úthlutun kaffi- og sykurseðla fyrir mánuðina des.— jan. og febr. hefst á morgun í Tryggvagötu 28. Afgreiðslutími frá kl. 10—12 f. h. og 1—6 e. h., nema laugard. kl. 10—12 f. h. Vegna þess að mun færra starfsfólk er við afgreiðsluna nú en áður, væri æskilegt, að fólk drægi ekki til síðustu daga mánaðarins að sækja seðla sína. V.K.F. Framsókn heldur afmælisfagnað sinn n.k. laugardagskvöld í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Skemmtiskráin er ■ mjög fjölbreytt. Kaffi og dans. GRIKKLAND Frh. af 1. s. hrlng umhverfis borgina aö norð- an, austan og sunnan, en hakla jafnframt uppi látlausri .stór- skotahríð á vegina til borgarinnar að vestan. í fyrradag voru 20 ítalskar flug- vélar skotnar niður yfir vígstöðv- unum, þar af 11 af Bretum og 9 af Grikkjum. En í gær forð- uðusf ítblsku flugmennimir allar loftorustur og lögðu á flótta und- ir eins ög þeir sáu til brezkra eða grískra flugvéla. SAMÞYKKTIR SAMBANDS- ÞINGSINS Frh. af 2. síðu. á heilbrigðum giundvelli — verði studd eftir pví sem við verður komið, enda gengur þingið út frá því, að strangt eftirlit verði haft með því, að verðlagi á þess- um vörum verði svo í hóf stillt, sem frekast eru föng á. Stríðsgróðinn í ríkissjóð. 16. þing Alþýðusambands ís- lands samþykikir að skora á al- þingi og ríkisstjórn, að gera þeg- ar á næsta alþingi ráðstafanir til þess, að verulegur hluti stríðs- gróðans verði tekinn í ríkissjóð og notaöur til opinberra fram- kvæmda, svo sem hafnargerða, lendingarbóta, vega- og brúar- gerða o. fl. til þess meðal annars að bæta afkomu verkamanna og annarra, sem harðast verða úti vegna dýrtíðarinnar, og ekM hafa fengið tilsvarandi atvinnuaukn- ingu. „16. Þing Alþýðusambands Is- lands skomr eindregið á ríkis- stjómina að taka tolla- og stoatta- löggjöfina til rækilegrar yfin'eg- unar og endurskoðunar hvað iðn- aðin'um viðvíkur og breyta lög- gjöfinni í það horf, að fremur verði iðnaðinum til styrktar en þyngsla.“ LOFTÁRÁSIR ÞJÓÐVERJA Frh. af 2. síðu; nAWILA 310 HP Verið pér sæl- ír, herra Chips Heimsfræg Metro Gold- <wyn Mayer stórmynd, gerð eftir skáldsögu James Hilton. Aðalhlutverkin leika: ROBERT DONAT og GREER GARSON. Sýnd klukkan 7 og 9. m nvja bso m fiæfnstjaroan (MY LUCKY STAR.) Ameríksk skemmtimynd, fyndin og fjörug frá byrj- un til enda. Aðalhlutverkið ■ leikur skautadrottningin heims- fræga Sonja Henie og og kvennagullið Richard IGreen. Aukamynd: Fisk- veiðar á ófriðartímum. Sýnd kl. 7 og 9. m M hennar. hennar. Hér með tilkynnist, að jarðarför móður og tengdamóður okkar, ekkjunnar Margrétar Magnúsdóttur föstudaginn 22. nóvember og hefst með bæn á heimili •lae'ötu 20, kl. 1 eftir hádegi. ______„ Jónasdóttir. Þorlákur Guðmundsson. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. “ÖLDUR,, Sjónleikur í 3 þáttum eftir séra Jakob Jónsson frá Hrauni. Breta var svo mögnuð, að þess eru engin dæmi taim áðiur. Bretar gerðu í fyrinótt fjölda margar loftárásir á meginlandið vestan frá kafbátastöð Þjóð- verja Lorient á Frakklands- strönd og alla leið austur til Pilsen í Bæheimi, sem liggur 1100 km. frá bækistöðvum brezku sprengjuflugvélanna heima á Englandi. í Pilsen var gerð mikil loft- árás á hinar frægu Skodavopna- verksmiðjur, og er það í annað sinn, sem þær verða fyrir brezkri loftárás. FRUMSÝNING ANNAÐ KVÖLD (FÖSTUDAG) KL. 8 ¥2. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag. i eftir Uagverjaiandi RAmenia? EFTIR Vínarráðstefnuna og samning Ungverjalands við þríveldin Þýzkaland, Ítalíu og Japan, er Antonescu Sorsæt- isráðherra Rúmeníu nú á leið til Berlínar, og er gengið út frá því, að nú eigi að kúga Rúmen- íu á sama hátt til að gerast að- ili að þríveldasáttmálanum. Þá eru og ráðherrar frá Slóvak- íu komnir til Berlínar og þykir líklegt, að Slóvakía verði einnig neydd til þesis. að ganga í handa- lagið gegn Bretlanidi. Starfsmannablað Reykjavíkur er nýkomið út. Efni: Verðlagsuppbótin og afkem- an á árinu, Söngur starfsmanna, kvæði eftir Kjartan Ólafsson, Klúbbkvöld o. m. fl. 32. THEODORE DREISER: JENNIE GERHARDT — Þú mátt ekki blóta, sagði hún ásakandi. — Veit ég það, Sveinki, sagði hann, — en mig er nú farið að langa til að blóta, og það heldur hressi- lega. Við höfum verið fjandi óheppin hér. Ég fer að minnsta kosti, og ef ég fæ eitthvað að gera, þá getum við til vill farið öll. Okkur myndi líða miklu betur, ef við ættum heima einhvers staðar iþar sem enginn þekkir okkur. Við getum aldrei komist áfram hér. Frú Gerhardt hlustaði á hann, og vonarneisti kviknaði í brjósti hennar. Ef Bas aðeins gæti nú þetta. Væri það ekki dásamlegt, ef hann gæti fengið vinnu og tekið fjölskylduna til sín. Þau voru komin út í hringiðu lífsins, sem hreif þau með sér, og þau gátu ekkert viðnám veitt. — Heldurðu, að þú getir fengið nokkuð að gera? spurði hún. — Ég s k a 1 fá atvinnu, sagði hann. — Ég hefi aldrei sótt um atvinnu, sem ég hefi ekki fengið. Það hafa líka aðrir farið þangað og komizt vel áfram. Mundu eftir Miller. Hann stakk höndunum í vasana og horfði út um gluggann. — Haldið þið, að þið getið klofið það, meðan ég er að reyna fyrir mér? spurði hann. — Það getum við áreiðanlega, sagði hún. — Faðir þinn hefir vinnu eins og stendur, og við höfum of- urlitla peninga frá — frá. Hún gat ekki nefnt nafn mannsins, sem peningamir voru frá. Svo mjög hafði óhamingja þeirra fengið á hana. — Já, ég veit það, sagði Bas. — Og við þurfum ekki að borga af húsinu fyrr en í haust, og auk þess flytjum við úr því. — Þá er það ákveðið, sagði Bas. — Ég fer þá. Hann sagði því upp starfi sínu frá næstu mánaða- mótum, og daginn eftir lagði hann af stað til Cleve- land. ELLEFTI KAFLI. Það, sem kom fyrir Jennie næstu daga, tilheyrir þeim atburðum, sem siðferðishugmyndir vorra tíma vilja ekki láta minnast á. Sumt af því, sem móðir náttúra, hin alvitra, skap- andi móðir vor allra, vefur og spinnur í kyrrþey, er álitið þannig, að ekki megi nefna það á nafn. Við viljum ekki vera áhorfendur að sköpunarmætti lífsins, eins og hann sé einhver leyndardómur, sem ekki megi nálgast. Það er einkennilegt, að þessi tilfinning skuli bær- ast í brjósti manna. Jennie hafði mikið. að gera. Hún þurfti að sauma lítil föt, viðhafa mikinn þrifnað og mátti ekki borða nema vissan mat. Hún óttaðist stöðugt, að Gerhardt gæti komið hejm öllum að óvörum. En sem betur fór kom það ekki fyrir. Leitað var ráða hjá hin- s um gamla lækni fjölskyldunnar, Ellwanger lækni. Og hann gaf heilsusamleg og skynsamleg ráð. Þrátt fyrir lúthterskt uppeldi hafði læknisstarf hans opn- að augu hans fyrir því, að fleira er milli himins og jarðar, en heimspekina hefir dreymt ur». — Nú, það er svona, sagði hann, þegar frú Gerhardt þorði loksins að trúa honum fyrir því, hvernig ástatt væri. — En þér skuluð ekki taka yður það nærri, þetta ber oftar við en yður grunar. Ef þér þekktuð lífið jafnvel og ég og ef þér þekktuð nágranna yð- ar jafnvel og ég, þá mynduð þér ekki vera svona sorgbitm yfir þessari litlu yfirsjón. Dóttir yðar mun áreiðanlega geta séð fyrir sér og barninil-. Hún er ágætlega heilbrigð. Þegar barnið er fætt getur hún farið á einhvern stað, þar sem enginn þekkir hana. Hvers vegna látið þér þetta fá svona mikið á yður? Hverju skiptir yður álit nágrannanna? Þetta er miklu algengara en þér álítið. Frú Gerhardt varð undrandi. Hann var svo lærð- ur og lífsreyndur maður. Það veitti henni ofurlítið . hugrekki. Um Jennie er það að segja, að hún hlust- aði með djúpri athygli á ráðleggingar hans og var óhrædd. Hún ætlaði að fara eftir ráðleggingum hans út í æsar, bæði vegna sín og barnsins, og hún hagaði sér nákvæmlega eftir því, sem læknirinn ráðlagði henni. Læknirinn spurði af forvitni eftir faðerni barnsins, og þegar hann fékk að vita það leit hann upp undrandi og sagði: — Það hlýtur að l

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.