Alþýðublaðið - 03.12.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.12.1940, Blaðsíða 2
I I ALiÞYÐUBLAÐIÐ ÞRfÐJUDAGUS 3. DES. 1940. fe Péfinra MalMéa*ss®nar borgar* síféra weréa verMaialr ekk« ar skrifstefa lnlsailsr frá M. 12—4 aniéwikiadaglsim 4 des, Félag vefnaðarvörukaupmaima Félag matvörukaupmanna Félag skókaupmanna Félag búsáhaldakaupmanna Félag kjötverzlana Félag stórkaupmanna Sktifstofnr bæjarins og bæjarstofnana veréa lokaðar allan dag~ inn á morgnn, mifhriku* daginn, 4. des., vegna Jarð arfarar Péturs Halldérs^ sonar i»orgarsfi]éra. Biarnl Benediktsson. —ÚTBREIMÐ ALÞÝÐÐBLAÐIЗ —~-UM DAGINN OG VEGINN--------------------- Athyglisvert bréf frá öryrkja, sem sýnir ástandiS á ýmsum | heimilum hér í bænum. Bréf frá „Búsettum við leðjuna“ > og annað frá „Bílstjóra við Einholt“. | ----- ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. -------- SÍÐAST skrifaði ég nokkur orð p um kaup verkamanna og dýr- tíðina. Af þessu tilefni hefi ég fengið bréf frá öryrkja, sem ég tel sjálfsagt að komi fyrir sjónir Ies- enda minna. Ég vil taka það fram, að það vill svo vel til að ég þekki persónulega þennan öryrkja, veit að lýsing hans er rétt og veit einn- ig að hann er dugnaðarmaður, vel gefinn, tilfinninganæmur og hefir alltaf verið reglusamur. Tek ég þetta fram vegna þess, að oft er gagnrýni efst í hugum manna, þeg- ar rætt er um slík ltjör, sem hér eru gerð að umtalsegfni. BRÉF ÖRYRKJA er svohljóð- andi: „Kæri Hannes minn! Mig langar að gera svolitla athuga- semd við dálk þinn „Um daginn og veginn“ 28. nóvember. Þar seg- ir þú svo: „Verkamenn hafa nú í vikulaun ekki nema 80—90 kr. og með hinni miklu dýrtíð er það ekki nægilegt til að íramfleyta 4 eða 5 manna fjölskyldu.“ Nú langar mig til, í sambandi við þetta, að segja þér af mínum ástæðum, eins og þær eru og hafa verið síðan hin ógurlega dýrtíð byrjaði:“ „ÉG ER BÚINN að vera heilsu- laus' í 6 ár, algerlega óvinnufær. Ég á 4 börn móðurlaus, af þeim eru 3 heima. Til að framfleyta þessu heimili fæ ég hjá því opin- bera eftirfarandi: Örorkubætur .............. 102,50 Framfærslustyrk .......... 120,00 Samtals 222,50 Föst útgjöld voru síðasta mán- uð: Húsaleiga ................. 85,00 Hiti ...................... 26,25 Til suðu og ljósa ......... 20,39 Samtals 131,64 Eftir eru þá til fæðis, klæðis, hreinlætis og alls annars kr. 90,80 pr. mánuð, eða kr. 22,70 á mann, eða rúmir 75 aur. pr. dag.“ „NÚ VIL ÉG SPYRJA ÞIG: Er hægt að lifa á þessu? Er það for- svaranlegt, að láta börn og sjúk- linga búa við það viðurværi, sem fæst fyrir þetta fé? Eða er allt skraf um dýrtíð bara blekking þegar svona fólk á í hlut? Svo langar mig að spyrja þig að, hvort það sé forsvaranlegt að láta fólk sofa við verlausar rúmfatadruslur ár eftir ár? Er það forsvaranlegt að hafa börnin svo klæðlaus, að þau þurfi t. d. að nota bæði sömu skóna, þannig, að þegar annað kemur úr skólanum kl. 12, notar hitt sömu skóna til að fara í skól- ann kl. 1?“ OG SVO bætir bréfritarinn við: „Ég er ekki að skrifa þér þetta til þess að kvarta á gatnamótum eða bera eymd mína og minna út með- al fólksins, en ég hygg að enginn muni lá mér það, þó að ég dragi fram þessa mynd einnig, þegar önnur er sýnd, að gefnu tilefni frá þér. Mig sjálfan skiptir það litlu hverng um mig fer úr því sem komið er. Öryrkjar eiga litlaT framtíðarvonir og maður hættir að eiga vonir til að rnissa, svo fá- tækur getur maður jafnvel orðið. En börnin eru mér allt. Þess vegna sendi ég þér þessar línur.“ ÞAÐ ER ÓÞARFI fyrir mig að svara þeim fyrirspurnum, sem bréfritarinn beinir til mín, enda rnyndu svör mín verða svo aum gagnvart þessari fátækt og um- komuleysi, að ég fyrirverð mig fyrir að láta þau frá mér fara. Hver og einn getur svarað sjálfur og bréfritarinn veit það. En það vildi ég segja út af þessu bréfi, að slíkt ástand og hér hefir verið lýst er svartur blettur á þessu bæjarfélagi, þessu landi, allri menningu okkar, allri trú, öllu lífi okkar. Og því svartari og óafmá- anlegri verður þessi blettur, því minna sem gert er að því að korna í veg fyrir svona ástand. Vitanlega eru gjafir einstaklinga til he’imila, sem svona er ástatt um, lítils meg- andi, þó að þær kunni að vera kærlcomnar. Aðalatriðið er að hið opinbera búi þannig að svona fólki, að það geti lifað. Hins vegar ér skrifar: „Ég sezt hér niður að ég fús til að vera milliliður, ef ein- hver hefði hug á því núna þegar flestum gengur vel, að hjálpa á einhvern hátt. BÍLSTJÓRI VIÐ EINHOLT skrifa þér nokkrar línur. Ég bý í Verkamannabústöðunum nýju i Rauðarárholti. Vildi ég vita hvort þú gætir ekki fengið um það upp- lýsingar hjá réttum aðilum, hvort við, sem hér búum, til dæmis við Einholt, eigum ekki að fá Ijósa- Sio. fiflðniDDdssog skðlameistari nm hernámið og ofbeidisfiokfeana. —-----.....- - Kaflar úr ræða Im vit setningn Henntaskól- ans i iknreyri í byrjnn fyrra mánaðar. mjög mótfallinn öllum þeim sið- EGAR Menntaskóiinn á Ak- tireyri var settur í byrjiun þessa mánaðar, flutti Sigurður skólameistari GUÖmundsson ræðu eins og jafnah.við það tækifæri, sem er verð þess, að fleiri fái að heyra en þeir, er þar gátu verið viðstaddir. Vék hann í ræðu sinni meðal annars að hættnm þeim, sem iæskulýð landsins stöfuðu af ein- ræðisstef nunum, nazisma og kommúnisma, og gerði jafnframt hernám landsins að umtalsefni. Fara hér á eftir þrír orðréttifl kaflar úr ræðu skólameisiarans: „.... Ég dreg enga dul á það að ég er eindreginn lýðræðissinni og hefi jafnan verið. Ég dreg heldur ekki dul á það, að ég er ferðiskenningum, sem einræðis- ofstopastefnur vorra daga, bæði til hægri og vinstri við lýðræðis- flokkana, flytja nú mannheimi. Auðvitað idylst mér ekki að mein- legir og ískyggilegir gallar eru á lýðræði voru. Það virðist svo, sem suma jieirra mætti lagfæra, ef vilji væri á því.... En allir þeir meinbugir, sem fundnir verða á lýðræði voru, ganga aft- ;ur í einræðiniu, og verða þá, sem löngum er títt um afturgöngur og drauga, miklu dólgslegri og torveldari viðfangs heldur en þeir eru í lýðræðimu og fjöl- margir aðrir gallar bætast þar við meinsemdir lýðræðisins. Ég er andvígur heimspeki ein- valdanna, af því að þeir vilja að öllu fórna einstaklingunum fyrir ríkisheildinia .Þær gera ríkið að markmiði, en þegninn, sjálfan manninn,. að verkfæri þess. Ég trúi því að maðurinn, en ekki rik- ið sé markið, að ríkið með öllum sínwm báknum og feilknum sé stofnað og starfi í þágu og þjón- us’tu einstaklinganna, miannatnna, en mennirnir eigi ekki að vera ein göngu tól í himni miklu ríkisvél. Einhver mesti heimspekinguir sem Uppi hefir verið, sjálfur Þjóðverj<- inn Immanuel Kant, sagði, að engan mann mætti fara með ein- göngu sem vopn eða verkfæri. Hver uppalandi verður að virða einstaklinginn og virða verðmæti hans, tnia því að hiann sé í sjálfu sér að nokkrU’ mark og mið. Ef vér hins vegar virðum einstakl- inginn lítils, teljum lítil verðmæti í honum fólgin, hví þá ekki að pynda hann til hlýðni, ikvelja hann til þess að .segja það, er oss kemur bezt, þá er vér höfum mátt til þess.... Ég tel mannfrelsi og málfrelsi ómetanleg gæði og sé ekki hvernig mennirnir eiga að öðlast heilbrigðan þroska ef þeir eigi njóta þeirra. Mxg furðar stórlega á því, að 1 margir efnaðir borgarar, sem1 virðast búa viö góð lífskjör og iífsskilyrði í lanidinu, með lýðræð isstjórn þess, málfrelsi og mann- frelsi, virðast ala samúð með þeim þjóðum, þar sem ofbeldisstefnur og siðkenningar þeirra hafa brot- ist til valda og hafa kúgað og liagt unidir sig hin mestu menningar- ' lö:nd. Skýtur þessU og því undar- legar við þar sem þessir sömu þegnar þykjast sjaldan fá farið nóigu sterkium áfellisorðum um sifefræði kommúnista, sem þó er ista. Og því furðulegra er þetta, vitanlega náskyld og eðlisskyld hinum siðlega anda niazista og fas ©r sumir þessara þegna miunu telja sig kristna menn. Það ereins og menm villisit á Kristi og Satan. Það er svo að sjá, sem venjulegir boxgarar skilji hvorki Krist né Satan. Þetta skilningsleysi borg- aranna í öllurn löndúm hefir hjálpað Satan til óvæntra veg- semda og virðinga á vorri öld. < Það er í sjálfu sér miklu afsak- anlegra að unglingar á gelgju- skeiði dýrki hinn frujnstæðakraft,- sem er slunginn og villidýrslegur, kennir engrar líknar né niokkurr- ar mildi pé mannúðar, heldur staura hér við götuna. Nú eru eng- in ljós við þessa götu og eru þó þarna 3 fjórbýlishús.“ „SVO ERU ÞAÐ göturnar. Þær eru aldeilis ófærar. Gatan Meðal- holt er nú bara troðningar innan um stórgrýtisurð, svo að þar er hvorki fært á bil eða gangandi. Verður fólkið að stikla á steinum eða vaða aur og drullu í hné til þess að komast heim til sín. Er þetta alveg ófært og verður að lag- ast það bráðasta. Annars er ég eins og fleiri mjög þakklátur Byggingarfélagi verkamanna fyrir íbúðir þær, sem það lét byggja þarna. Fengu þar margir góðar í- búðir, sem annars hefðu orðið að hafast við í misjöfnum íbúðum fyrir okurleigu. Eru íbúðirnar mjög skemmtilegar og haganlega fyrir komið, og eftir ástæðum ó- dýrar, þegar athugað er, á hvaða tíma þær eru byggðar.“ „BÚSETTUR VIÐ LEÐJUNA“ skrifar: „Vilja ekki einhverjir af þeim fínu herrum, sem eiga að sjá um gatnagerð og gangstéttir hér í þessum bæ, gera svo vel og fá sér göngutúr með sínum fínu frúm, frá Hringbraut við Hverfis- götu og rétt inn fyrir hús Gísla silfursmiðs? Ef áðurnefndir herr- ar yrðu við þessari litlu bón, sem varla þarf að efa, þá verður að vænta þess að þeir séu ekki svo djúpt sokknir í sinni eigin van- rækslu við bæjarbúa, hvað um- rædd atriði snertir, að forarleðjan á téðum stöðum geti ekki vakið- þá til umhugsunar, því raunveru- lega er þarna ekki öðrum fært en fuglinum fljúgandi.“ Hannes á horninu. Ferðasaga Nareo Polos komiH At. FLESTIR muni: kannast vio landkönniuðinn mikla Maroo Polo. Hann fór fyrstuir manna yfir þvera Asíu og sikrifaði bók um förina. Nú hefir danskur ferðalangur. seim er lííka f rægiir rithöfundur endursagt ferðasöguma og hefir eindursögn hanis verið þýdd í ís- lenzku og gefin út á forlag ísa- foldarprentsmiðjiu. Þýðandinn er Haraldur Sigurðsson. Bókin er skreytt fjölda mynda. brýtiur og hramlar, kvelur og myrðir all:t sem á vegi verður og veitir hina mmnstu mótspyrnu. En ég held ekki, foreldrar, aðþið ættuð að taka létt á þvi, ef börn yðar hneigjast fast að þeím grimmdarstefnum, sem nú leitast við að léggja undir sig heimiiinn. Ég held ekki að það sé auðnu- vegur eða gæfumerki, að hær heilli börn yðar, svo að þau verði með hugann vakinn og sofinn x þeim. Ég rökstyð þessa trú mína með því, að það er aldrei gæfu- vænlegt að fylla brjóst sitt and- úð, og draumum um andúðar- og heiftarverk. Ég tel þessa flokkasótt æskunn- ar óheilbrigða og ómenningarvæn- lega. Menn þyrpast í fliokkia, vit- andi ekkert hvað þeir þá gera, þar sem flestum nægir að láta reka sig eins og stóðhross á afrétt, en fáeinir vilja stýra, vera foringjar. Ég vil biðja greinda nemendur mína að hyggja vel að á einveru- stund, að hinium ungu studiosis hæfði að verja mörgum árium til hlutlægrar rannsóknar á stefnlum og stra’umium sjórnmálanna og á öllu athæfi stjórnmálafliokkia vorra. Þeir skyldu í einrúmi, þögl

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.