Alþýðublaðið - 09.12.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.12.1940, Blaðsíða 4
MÁNUDAGUR 9. DES. 1940. Bókin er ÞÝDDAR SÖGUR eftir 11 heimsfræga höfunda. Bókin er ÞÝDDAR SÖGUR eftir 11 heimsfræga höfunda. STRÍÐIÐ Á GRIKKLANDI Frh. af 1. sí&u. þjónustur haldnar, og mannfjöldinn streymdi um göturnar fram á nótt til að láta gleði sína í ljósi. Brezkir hermenn og sjálf- boðaliðsmenn voru „bornir á gullstóli“ um göturnar. MÁNUDAGUR / ________ Næturlæknir er Eyþór Gunn- arsson, Laugaveg 98, sími 2111. Næturvörður er í Keykjavíkur- og Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 20.30 Um daginn og veginn (V. Þ. G.) 20.55 Útvarpssagan: „Kristín Laf- ransdóttir," eftir Sigrid Un- set. 21.00 Einsöngur: (frú Guðrún Á- gústsdóttir): a) Grieg: Mod- ersorg. b) Merikanto: En barnasaga). c) Heise: Aften paa Loggien. d) Páll ísólfs- son: Maríuvers. e) Sveinbj. Sveinbjörnsson: Vetur. 21.35 Útvarpshljómsveitin: ís- lenzk alþýðulög. V.K.F. Framsókn heldur fund í Iðnó uppi annað kvöld kl. 8 y-i. Dregið var í happdrætti Nemendasambands Kvennaskól- ans í gær. Þessi númer komu upp: 209 (dúkur) og 307 (lampi). Mun- anna á að vitja í Verzluninni Snót, Vesturgötu 17. Forðum í Flosaporti Þessi bráðfyndna revya verður sýnd í kvöld, en ekki í gærkveldi, eins og misprentaðist í einu blaði í gær. Þessi leikur er ekki á eftir tímanum, heldur fylgist með því, sem gerist. Dætur skilinna hjóna heitir ameríksk stórmynd frá Warner Bros, sem Nýja Bíó sýnir núna. Aðalhlutverkin leika: John Carfield, Claude Rains, May Rob- son, Jeffrey Lynn, Dick Foran og Gale Page. EIli- og hjúkrunarheimilið Grund heitir nýútkomið minningarrit eftir Sigurbjörn Á. Gíslason. Á- góðinn af sölu ritsins rennur til Elliheimilisins Grund. Sóknarnefnd Nesprestakalls hefir ráðið Jón ísleifsson kenn- ara, organleikara við söfnuðinn. Happdrættið. í dafe eru síðustu forvöð að end- urnýja. Á morgun verður dregið. Frú Elisabeth Göhlsdorf hefir næsta upplestrarkvöld sitt næstkómandi miðvikudag kl. 8% Sókn Grikkja heldur áfram á öilum vígstö&vunium, í Alhaníu pg hafa þeir nú einnig tekiS biorg- ina Delvinio, noröaustur af Santi Quaran'to og vestur af Argyro- kas'tro og halida sókninni á þess- tim hliutia vigstöövanna áfriam til Tepel'ini og Vialona. ' Vegi'mir til þessara borga em Undir stööugum loftárásum brezkna sprengjiuflugvéia og ein loftárásin enn var gerð á Valona í gær . f í fyrnadag gerðu Bretar einmig loftárás á ítölsk flutningaskip á Adríahafi. Kom sprengikúla nið- pr á skutinin á einu þeirra og er talið víst, að það híafi siokkið. Anniað vafð fyrir stórkostlegum skemmdum. > Sókn Grikkjia á morðuirvigstöðv- unum í Albianíu heidur einnig áfram þrátt fyrir vont veður og nálgast þeir þar hægt og hægt síðdegis í Kaupþingssalnum. Að þessu sinni mun frúin lesa upp dæmisögur, æfintýri og helgisagn- ir, en af slíku eru þýzkar bók- menntir mjög auðugar. Benda má á það, að þetta lestrarefni er miklu léttara en bundið mál og því tiltölu lega auðskilið, þótt menn séu ekki alveg fullnuma í þýzku. borgina Elbazan. Þá var það og tilkymnt í Róma- borg í gær, að tveiir ítalskir herforingjiar/ hefðu farist viö flug- slys yfir Norðuir-italíu . Þeir voru báðir meðlimir í vopnahléssamninganefnd ítiala og Friakka, og voru að koma frá Frakklandi þegar flugslysið vilcli tii. Flugvélin, sem þeir voru í, hrapaði til jarðiar. RÖNG ÁKÆRA Frh. af 1. síðu. þeim aftur á laugardiagsmorgun. Það gerði íslendinguirinn og var vítni brezka hermannsins þá kom- ið, en það var einnig hrezkuir her- maður. Einm af hinum íslenzku túlkum, sem eru í þjónustu setu- liðsins, var nú settur við hlið hins ákærða og vitinið beðið að benda á hinn seka. Vitinið benti á túlkinn. Þar með var ákæran úr sögunni, en vel getur eftirmál- inin oxðið dýr fyrir þann sem á- kærði og vitni hans. Báðir hafa verið teknir fastir og er mál þeirra nú fyrir herrétti. Islendmgurinn, sem varð fyrir þessari ákæru fer innan skamms til Englands til að haldia áfram námi sínu. Vetrarhjálpin hefir ákveðið að senda skáta í söfnunarferðir á miðvikudag og fimmtudag. Á miðvikudag fara þeir um miðbæinn og Vesturbæ- inn og úthverfin, en á fimmtudag um Austurbæinn og úthverfin. f Hafnarfirði hefir verið opnuð fornsala á Austurgötu 17. Mun hún annast kaup og sölu á notuðum munum. Sími 9230. Söngvar förumannsins eftir Stefán frá Hvítadal eru komnir út í 3. útgáfu, prentaðir í 300 tölusettum eintökum. Útgáfan er mjög vönduð að öllum frá- gangi. Til jólanna öll möguleg leikföng fást hjá okkur. Ennfremur margt annað fallegt og nyt- samt til jólagjafa. Hvergi betra verð. Komið sem fyrst. Hamborg h. f. Laugavegi 44. Þnsunáir vita, «6 |«afa fylgír Itrúlofunarhringum írú Sigm þér, Hifamtmti 4. BSHgamuí bio Kappaksturs- hetjan (Burn’em up O’Connor). Afar spennandi og skemti- leg amerísk kvikmynd. — Aðalhlutverkin leika: DENNIS O’KEEFE, CECILIA PARKER og NAT PENDLETON. Aukamynd með GÖG og GOKKE. Sýnd kl. 7 og 9. læiir skiliiu bjona (Doughters Courageous). Amerísk stórmynd frá Warner Bros. Aðalhlut- hlutverkin leika sömu leik- arar og léku í hinni frægu mynd ,FJÓRAR DÆTUR': GALE PAGE, CLAUDE RAINS. MAY ROBSON, JEFFREY LYNN, DICK FORAN, Sýnd kl. 7 og 9. Revyan 1940, ÁSTANDS-ÚTGÁFA leikið í Iðnó í kvöld kl. 8V2. Aðgöngumiðar í dag eftir kl. 1. — Sími 3191 Lækkað verð eftir kl. 3. FÉLAG UNGRA JAFNAÐARMANNA. Félagsfundur verður haldinn í Kaupþingssalnum í Eimskipafélagshúsinu í kvöld kl. 8,30 e. h. FUNDAREFNI: 1. Félagsmál. 2. Lagabreytingar. 3. Kvikmynd frá Finnlandi. 4. Önnur mál. Félagar! Fjölmennið og mætið réttstundis. — STJÓRNIN. § og 12 manna. Bollastell. Ávaxtastell. Tekatlar og fleira nýkomið. K. Einarsson & Bjðmsson Bamkasæti 11. ■ •'V-.V 42. THEODORE DREISER: JENNIE GERHARDT hina heilögu kirkju. Hann var alinra upp meðal hins svokallaða heldra fólks og í æsku var honum tal- in trú um, að „heldra" fólkið mætti ekkert sam- neyti hafa við alþýðu manna. En hann trúði ekki lengur á þær kenningar. Hann átti von á álitlegum arfi, og til þess var'ætlast af honum, að hann gengi að eiga konu, sem væri honum samboðin fjárhags- lega og þjóðfélagslega. En hann var ekki ákveð- inn í því, hvort hann ætti yfirleitt að hafa fyrir því að ganga í hjónaband. Auðvitað var hjóna- bandið stofnun, sem flestir voru sammála um að væri heppileg og jafnvel nauðsynleg. Öll þjóðin á- leit það. En svo voru aðrar þjóðir, sem leyfðu fjöl- kvæni. Það var líka margt fleira, sem hann efaðíst um. Þannig efaðist hann mjög um, hvort til væri persónulegur guð, sem stjórnaði alheiminum. Enn- fremur var hann mjög vantrúaður á hin ýmsu stjómarform, sem uppi voru í heiminum. En ekk- ert af þessu hafði hann þó krufið til mergjar. Hann lifði á tímum nærri því ótakmarkaðs hugsanafrels- is og framkvæmdafrelsis. Hann var þrjátíu.og sex ára, stór og þrekvaxinn. Hann var sterkur og ör- uggur eins og þær hundrað þúsundir írlendinga, sem á berskuárum föður hans höfðu unnið að járn- brautarlagningu, grafið í kolanámurnar og hlaðið hin fjöldamörgu steinhús í þessu nýja landi. Og hann var fljótur að átta sig á hlutunum. — Viljið þér, að ég komi aftur næsta ár? spurði hann bróður Ambrosihs, þegar hann ætlaði að refsa honum fyrir prakkarastrik, er Kane var á seytjánda ári. Lærifaðirinn horfði undrandi á nemandann og sagði: — Það verður faðir yðar að ákveða. — Nei, það mun faðir minn ekki ákveða, svaraði Lester. — Ef þér komið við mig með þessum staf, þá tek ég málið í mínar hendur. Ég hefi ekki framið neitt refsivert athæfi og ég vil ekki láta berja mig. Því miður voru þessi orð árangurslaus, en Lester lét ekki sitja við orðin tóm. Hann tók læriföðurinn írskum glímutökum og þannig lauk, að stafurinn brotnaði. En afleiðingin varð sú, að lærisveinninn varð að taka föggur sínar og fara heim. Þegar heim kom, sagði hann föður sínum, að hann færi ekki framar í skóla. — Ég er tilbúinn að fara að vinna, sagði hann. Ég kæri mig ekkert um að læra sígild fræði. Láttu mig hafa stöðu á skrifstofunni. Þá vona ég, að ég geti lært nægilega mikið til þess að geta séð fýrir mér. Arcibald gamli Cane, sem var mjög hygginn karl, varð hrifinn af ákvörðun sonar síns óg reýndi ekki að þvinga hann til náms. — Komdu með mér ofan á skrifstofuna, sagði hann. J>að er ef til vill hægt að finna þar starf handa þér. Þannig komst Lester, sem nú var átján ára, inn í kaupsýslustarfsemina. Hann hafði unnið kappsamlega og unnið sér traust og virðingu föður síns. Svo kom að því, að hann varð fulltrúi föður síns. I hvert skipti — sem átti að ganga frá þýðingarmiklum samning- um, taka mikilvæga ákvörðun eða senda mann til innkaupa fyrir verksmiðjuna, var Lester alltaf valinn til að koma því í kring. Faðirinn bar ótakmarkað traust til hans, og svo hygginn vár hann og hag- sýnn, að honum varð aldrei nein skyssa á. — Verzlun er verzlun, var eftirlætisorðtæki hans, og jafnvel hljómblærinn á rödd hans, þegar hann mælti þessi orð, var einkennandi fyrir skapgerð hans. Það bjó mikil orka með manninum, leiftur, sem stundum brutu sér braut, enda þótt hann áliti, að hann hefði fullkomið vald á sér. Ein af hvötúm hans var hneigð til áfengra drykkja, en hann áleit sig hafa fullkomið vald á þeirri hneigð. Hann drakk mjög lítið og aðeins í samkvæmum, og þá aldrei úr hófi fram. Annar veikleiki hans var hneigð til kvenna. En á því sviði þóttist hann líka hafa full- komið vald á sér. Og þótt hann ætti oft vingott við konur, sá hann alltaf, hvar hættan lá falin og gætti þess að slíta sambandinu, áður en þær voru farnar að taka ástleitni hans alvarlega. Hann þóttist yfir- leitt hafa góð tök á lífinu, en þau væru aðeins fólgin í því að viðurkenna og sætta sig við hið ríkjandi þjóðfélagslega ástand, án þess að gera sér óþarfa rellu út af því, hvað væri rétt og hvað væri rangt, þegar um væri að ræða framkomu einstaklinganna. Aldrei skyldu menn sleppa taumhaldi á tilfinningum, ekki æpa af undrun yfir neinu- eða vera of viðkvæmir. Mest væri um það vert að vera þróttmikill og halda /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.