Alþýðublaðið - 30.12.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.12.1940, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUJt 30. DES. 1940. ALÞÝOUBLA99Ð AIÞÝDDBLABIÐ Jónas Giðn&undsson: Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbraut 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjáms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2.50 á mánuði. 10 aurar í lau AI, ÞÝÐUPRENTSMIÐJAN «-------------------------1------------------• Eftirtektarverð játning. BLÖÐ Sjálfstæðisflokksms, Morgunblaðið og Vísir, eiga heldur bágt þessa dagana. Þau hafa kunnað því svo vel Undian- farið hálft annað ár, á meðan kaupið var lögbundið, að geta fyllt dálka sina af lýðskrum'i fyrir venkamönnum, án þess að eiga það á hættu að valdia atviunu- rekendum nokkmrn óþæginduin. Og nú er það ekki hægt lenigur. Kaupdeilurnar em að gera þeim ('nnögulegt, að leika loddaraleik sinn áfram á milli veitkamanna og alvinnurekenda. Nokkrar helztu máttarstoðir Sjálfstæðis- flokksins, herrarnir í Vinnuveit- endafélaginu, hafa truflað hann. Þeir vilja ekki viðurkenna, að verkamenn eigi neina kröfu til þess að fá dýrtíðina upp bætta með kauphækkun. Og nú verða Morgunblaðið og Vísir að sýna, hvort þau ætla að vera með atvinnurekendum eða verkamönn- um, í þessari ikaiupdeilu. Það er skiljanlegt að nokkriar vöflur komi á þau, áður en þau ráða það við sig, hvemig snú- izt skuti við þessum vanda. Til að hyrja með hafa þau látið ó- lund sína bitna á Alþýðublaðinu, af því að það leyfði sér að kalla jólaboöskap Vinnuveitend aféiags-' ins ósvnfni, eins og satt og rétt er. Morgunblaðið sagði á föstu- daginn, að það væri „áhyrgðar- leysi“ að ráðast þannig á annan samningsaðilann. Og Vísir kall- aði á laugardaginn grein Alþýðu- blaðsins um jólaboðskap atvinnu- rekenda „ógnarlega tuddalega og rógsketinda grein um atvinnurek- enditr'*. Það er skiljanlegt, að Sjálf- stæðisblöðin kysu að komast hjá miklum umræðum um tilboð Vinnuveitendafélagsins. Það get- ur vissulega ekki orðið Sjálfstæð- isflokknum til neinnar fremdar i augum verkamanna. En nú hefir Miorgunhlaðlð í gær séð, að ekki verður hjá því komizt, að taka afstöðu til þessa tilhoðs. Það seg- ir í ritstjórnargrein sinni: ,-Aftalatriöið í öllum þessum málum er kaupgjaldið og þá fyrst og fremst dýrtiðaruppbótin .... Verkafólk hefir ekki fengið dýr- tíðina bætta nema tað vissumarki. Eftir að dýrtíðin fór ört vaxandi og lítið sem ekkert var gert til þess að sporna á móti, vaknaði óáneegja hjá hinuim vinnandi stétt- um. Þetta varð orsök þess, að verkalýðsfélögin sögðu upp samn ingum". Og ennfremur segir Morgun- blaðið: , Hér er áreiðanlega þungamiðj- an í þeim kaupdeilum, sem nú sfanda yfir. Það er því ótrúlegt, að ekki megi ná samkomulagi við verkalýðsfélögin, ef komið er til 'móts við þau í þessu efni. Þar er ekki farið fram á ó s a n n g i r n i. Og það fer á- reiðanlega hezt á þvi í öllum kaupgjaldsmálum, að tekið sé vel : aurgjö num Ikröfum, hva?an sem þær korna". (Leturbreytingin gerð hér). Það er eftirtektarverð játning, sem MoTgunblaðið hefir neyðst til að gera með þessum oröiun. Það viðurkennir, að með kröfu veríkafólksins um fulla dýrtíðar- uppbót á kaupið sé „ekki farið fram á ösanhgirni". En hvað vrll það þá kalla jólaboðskap Vinnu- veitendafélagsins, þar sém þess- ari sanngjörnu kröfu verkalýðs- ins er algerlega vísað á bug dg boöið í sitaðinn upp á samninga um sömu dýrtiðar'uppbótina og hingað til? Hvaða sanngimi get- lur þá verið í sliku tilboði? Ætli Alþýðublaðið hafi gert sig sekt um nokkurt guðlast, þótt það leyfði sér að kaila þennan jóla- boðskap atvinnurekenda ósvífni við verkamenn ? Það er sannarlega ekki annað sjáanlegt, en að í ritstjóxnaf- grein sinni í gæi hafi Morgun- blaðið orðið að viðurkenna í öll- um aðalatriðum það, sem Alþýöu blaðið hefir sagt bæði um kröfur verkafólksins og tilboð Vinnuveit- endafélagsins. meðlitna Sveinafélags mírara i Reykjavfk. Sveinafélag múrara hefir samþykkt að frá og með 1. ;jan. 1941 verði kaup meðlima félagsins sem hér segir: Lágmarkskaup í dagvinnu skal vera kr. 2,25 um klst. hverja að viðbættri fullri dýrtíðaruppbót frá 1. jan. 1939. Eftirvinna skal greidd með 50%, hækkun. og nætur- og helgidagavinna með 100% hækkun frá dagvinnukaupi. Kaup þetta miðast við 9 klst. vinnudag. Að öðru leyti liggur kauptaxti félagsins og vinnukjör meðlima þess frammi á skrifstofu Sveinasambands bygg- ingamanna í Kirkjuhvoli. STJÓRNIN. Skrípaleikurinn í Dagsbrún. HNNI svokölluðu allsherj- aratkvæðagreiðslu í Dags brún er nú lokið. Hún stóð yfir í 3 daga — þar af einn sunnu- dag — en aðeins helmingur fé- lagsmanna virti atkvæða- geriðsluna þess, að taka þátt í henni, og margir þeirra þó nauðugir. Þessi sókn í atkvæðagreiðsl- unni er lærdómsrík. Hún sýn- ir að helmingur allra félags- manna er alveg mótfallinn þeim vinnubrögðum, sem þar er beitt, og fæst því ekki til að koma á kjörstað. Hún sýnir enn fremur betur en áður er vitað heilindi Sjálf- stæðismanna. Stjórnarhluti þeirra í Dagsbrún og trúnaðax’- ráði ákveður að víkja tveim spellvirkjum úr félaginu, en þegar til atkvæðagreiðslunnar kemur greiðir mikill meirihluti þeiri-a Sjálfstæðismanna, sem þátt taka í atkvæðagx-eiðslunni, atkvæði á móti því að reka spellvirkjana. Sést það bezt af því, að vafalaust hafa allir þeir Alþýðuflokksmenn — 425 að tölu —, sem atkvæði greiddu gegn tillögu nr. 2, greitt at- kvæði með tillögu nr. 3 — brottrekstrinum — og því hafa aðeins um 140 Sjálfstæðdsmenn verið með því að reka þá Svein og Jón. Hinir hafa allir greitt atkvæði með kommúnistum. Á sunnudaginn, þegar sýnt var, að þáttakan'myndi verða svona lítil í kosningunni, urðu Sjálfstæðismerm verulega hræddir. Þeir leigðu þá 7 bíla til að smala á kjörstað og fóru til hinna gömlu samherja sinna kommúnistanna og báðu þá lið- sinnis. Munu þeir hafa lofað því að reyna að fella brottrekstrar- tillöguna ef kommúnistar vildu gefa út fyrirskipun um að þeirra menn greiddu ekki at- kvæði móti tillögunni um Al- þýðusambandið. Kommúnistar ginu við þessu og gáíu út fregnmiða þar sem menn voru hvattir til að greiða ekki atkvæði um þá tillögu, heldur skila auðu. Urðu 106 við þeim tilmælum og mun það láta nærri að vera íylgi kommúnista í þessari atkvæðagreiðslu. Héð- ins-liðið svonefnda hvarf ó- skipt inn í íhaldið, enda fyrir- skipuðu þeir það báðir — Héð- inn og Guðmundur Ó. — sá síðarnefndi eingöngu fyrir nízku sakir að því er virðist. Hann tímdi ekki að-sjá af skatti frá Dagsbrún til Alþýðusam- bandsins. Annað hafði hann ekki við það að athuga, að Dagsbrún gengi í Alþýðusam- bandið, ef marka má grein hans í Nýju landi. Hverju mannsbarni er aug- ljós skrípaleikurirm, sem hér hefir verið leikinn. Sjálfstæðis- menn og Alþýðuílokksmenn taka í fyrra höndum saman í Dagsbrún. Það saxnstarf tekst sæmilega, ekki verður annað sagt, þó leiðinda atvik hafi kom ið fyrir, sem hvorugir eiga sök á. Alþýðuflokksmenn verða að öllu leyti við tilmælun- um um breytingar á Alþýðu- sambandinu, sem Sjálfstæðis- menn höfóu barið fram, en þá bregst „samstarfsflokkurinn“ svo við, að hann — í stað þess að ræða málið við Alþýðuflokk- inn — gerir samband við and- stæðinga Alþýðuflokksins um að halda Dagsbrún utan alþýðu- samtakanna. Kommúnistar, sem þykjast vera með því að félögin gangi í eitt allsherjar samband — þar sem allir hafa jöfn réttindi — eru heldur ekki lengi að svíkja þá yfirlýsingu sína. Enginn hafði auðvitað búizt við öðru af þeim, því í 10 ár hefir það reynzt svo, að ekkert orð hefir verið að marka af því, sem þeir hafa sagt, og svo hlaut auðvitað að fara enn. Af þeim er og verð- ur aldrei annars að vænta en svika og óheilinda. Það er vel farið að Héðinn og hans lið er nú komið á réttan stað — til íhaldsins. Þó sú leið hafi verið erfið og að ýmsu leyti þyrnum stráð fyrir Héðin er nú höfninni náð, og lætur hann að líkindum ekki úr þeirri höfn aftur. En af þessum skrípaleik má öllum ljóst vera hvers konar „samstarfsílokkur“ Sjálfstæðis- menn eru. Með óheilindum hafa þeir stofnað til þessa samstarfs og nú eru þau fullkomlega kom in í ljós. Ráðamenn Sjálfstæð- isflokksins, sem suxnir hverjir a. m. k. vilja samstarf allra flokkanna af heilum hug, hafa í þessu atriði — samstarfinu í verkalýðsmálunum — látið blekkjast af óhlutvöndum og fá- vísum „undirforingjum“ í liði sínu, smámennum, sem er þess varnað, af meðfæddum aum- ingjaskap, að skilja hina brýnu þörf þess að leggja til hliðar alla tortryggni og allar eldri væringar, og koma fram með drengskap og festu- Alþýðusam bandsþingið sýndi fullan dreng- skap og heilindi í sínum sam- þykktum og gerðum. Það gékk lengra en flestir andstæðingar þess þorðu af því að vænta. En drengskap þess er svarað meS ódrengskap, undirferli og níði af þeim, sem reynt er að koma til móts við. Núyenandi ráðamenn í verka- lýðsmálum hjá Sjálfstæðismön n- um var ekkert kappsmál að sam- þykkt yrði verkfallsheimildin, þeám var ekkert kappsmál að samþykktur yrði bnottrekstur þess kommúiMsta og nazista úr Dags- brún, sem fremja þar spellvirki á fundum, allt snérist um það, að fá samþykkta þá tiiiögu, stem samstarfsflokkur þeirra i Dags- brún — Alþýðuftokkurinn — var mótfallinn. Heiðarlegir nienn hefðu farið öðru vísi að. Heiðar- legir menn hefðu reynt samkomu- lag við Alþýðuflokksmennixia urn samstarf Dagsbrúnar og Alþýðu- sambandsins fyrst um sinu, án þess að Dagsbrún gengi form- lega inn í sambandið fyrr en eft- ir nokkum tíma, t. d. þegar sarn- starf hefði á ný tekist um stjóm- arkosningu nú í vetur og vinnu- deilunnar hefðu verið leiddar til lykta. En stík vo.ru ekki vinnu- brögðin. Smámennin réðu, sömdu og smugu út og inn um allar gáttir óbeilinda og undirferlis, eingöngu til jxess að þjóna lrtil- mennsku náttúxu smni, sem hlaut að skaða það samstarf, sem stofn að hefir verið til með fullum vilja allra hugsandi manna þjóð- arinnar. * Allt sem fram er fært fyrir málstað smámennanna eru ýmist hrein ósannindi eða blábert kjaft- æði. Tökum t. d. þá röksemd að Dagsbrún geti ekki gengið inn í Alþýðusambandið fyrr en geng- ið sé að fullu frá „skuldaskift- rnn" Alþýðuflokksins og Alþýðu- sambandsins. Hvernig ætti Dags- brún að geta haft nokkur áhrif á það mál, meðan hún er utaxt sambandsins? Haida menn að spurt verði eft- Frh. á 4. síðu. w Aramótadansleikur Glímufélagsins Ármann verðúr haldinn í Alþýðuhúsinu við Ilvei'fisgötu á gamlárskvöld 'kl. 10 síðdegis. DANSAÐ t BÁÐUM SÖLUNUM. Aðgöngumiða fá félagsmenn fyrir sig og gesti sína í skrif- stofu félagsins í kvöld milli 8 og 10 síðd., sími 3356, og í Alþýðu- húsinu eftir kl. 4 á gamlársdag, ef eitthvað verður eftir. AÐEINS FYRIIl ÍSLENDINGA. Loknn sparispsdeiidar bdnaðar- bahkans. Á morgun, þriðjudaginn 31. þ. m., fer engin. sparisjóðsafgreiðsla fram í bankanum. BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.