Tíminn - 28.05.1963, Blaðsíða 2
SAGA AF UNGU FÓLKI
OVÆNT FJOLGUN
OG HÚSN4ÐISHRAK
BRÚÐKAUPSDAGURINN var
engum öðrum líkur. Hann var
alveg viss um það, að hún hefði
aldrei verið svona falleg í hinum
kjólunum, sem hún mátaði. Hún
var líka eitthvað svo breytt,
horfði svo mikið á hann og það
var eitthvað svo hlítt og nýtt í
augnaráðinu. Hann var í sjöunda
himni.
Foreldrar hennar héldu veizl-
una og foreldrar hans og systkini
komu að norðan. Þau fengu marg
ar gjafir: Útvarpstæki, stand-
lampa, straujárn, stálbakka,
skrautskál, steikarhníf og gaffal,
rafmagnshitapönnu, hitakönnu,
þrjú sett af pipar & salt stauk-
um, salatskeið og gaffal og raf-
magns vekjaraklukku. Og Gulli
bróðir sá aumur á þeim og ók
þeim, ásamt öllu draslinu heim á
nýja heimilið þeirra: kvisther-
bergi á fimmtu hæð, eða réttara
sagt risi yfir fjórum hæðum. —
Það voru fjögur svona herbergi
um eitt eldhús, hálfgerða kytru,
þar sem hvert herbergi hafði
sína skápa og sinn stað.
í herberginu öðrum megin við
þau bjuggu tvær systur, önnur
þeirra var með fjögurra eða fimm
ára gamlan krakka. í herberginu
hinum megin við þær voru tveir
strákar, sem voru að læra bif-
vélavirkjun, og í hinu þriðja voru
tveir sjómenn, sem sjaldan voru
báðir í einu í landi. Auk eldhúss-
ins átti þetta fólk að koma sér
saman um eitt klósett með steypi
baði og ganginn, og það átti að
skipta því á milli sín að þvo stig-
ann niður á fjórðu hæðina.
Annar sjómaðurinn var í landi
þetta kvöld og fullur. Hann vildi
endilega. hjálpa þeim að bera
upp brúðkaupsgjafirnar og hætti
ekki, fyrr en hann braut krystal-
skálina, sem Gyða frænka gaf
þeim. Systurnar buðu þeim kaffi
inn til sín, þegar þau voru komin
upp með allt draslið, og þau'
drukku kaffið með systrunum
meðan berrassaður krakkinn var
á þönum um herbergið og fram
á klósett.
Loks fengu þau að vera ein.
Hún sýslaði við fötin sín í skápn-
um hans og raulaði á meðan.
Hann setti útvarpið í samband
og reyndi að finna útlendar stöðv
ar. Það tókst ekki.
Svo hætti hún að sýsla í skápn-
um og kom til hans. Hann lét
hana setjast á kné sér og hall-
aði henni upp að sér. Hún tók
utan um hálsinn á honum og
sagði lágt:
— Ég á eftir að gefa þér brúð-
kaupsgjöf.
— Ég á líka eftir að gefa þér.
— Þú færð þína gjöf ekki fyrr
en eftir sex og hálfan mánuð.
Hann reyndi í skyndi að reikna
út, hvað það væri, sem hún þyrfti
að vera svona lengi að safna í.
Hann gat ekki fundið það.
— Af hverju ekki? spurði hann.
— Af því bara. Fyrr verður
gjöfin ekki tilbúin.
Hann var orðinn forvitinn, en
vildi ekki láta á því bera. Hann
þagði.
Hún þagði líka um stund, en
þegar hún sá, að hann ætlaði
ekkert að segja, spurði hún:
—Á.ég að segja þér hvað það
er?
Forvitnin kom enn þá ofar. —
Hann reyndi að hlæja.
— Þú ræður því, ástin mín.
Hún svaraði ekki strax, en
horfði í gegnum vegginn, eitt-
hvað burt, þangað sem enginn
sá nema hún. Svo sagði hún:
— Ég ætla að gefa þér líHnn
strák.
Hann varð fyrir raflosti. Það
kom innan frá og hríslaðist út
um hann allan. Hann hreyfði sig
ekki.
— Ertu alveg viss? spurði hann
svo.
—- Alveg.
— Hvernig geturðu verið það?
— Ég fór til læknis í gær.
— Og hvað?
— Hann sagði að það væri
alveg öruggt.
— Hvernig gat hann séð það?
— Það er alveg sama. Þeir hafa
aðferð til þess.
Hann var vantrúaður: — Að-
ferð til að sjá, hvort það er strák-
ur eða stelpa?
Hún hló. — Auðvitað ekki,
kjáninn þinn. Bara til að sjá, að
það er barn.
Allt í einu losnaði hann við
stjarfann, og greip um hana báð
um höndum og þrýsti henni að
sér: — Það verður stelpa og hún
verður alveg eins og þú, hvislaði
hann inn í hár hennar.
Hún reif sig úr faðmlaginu o"
settist upp. Hún horfði beint i
augu hans og sagði; — Við gerí
um ekki ráð fyrir þessu.
— Nei, svaraði hann. — En
svona getur alltaf komið.
— Nú verð ég að hætta að
vinna.
— Já, elskan mín.
— Svo þurfum við að kaupa
bamaföt og vöggu og barnavagn.
— Já, elskan mín.
— Og svo þurfum við að fá
stærri íbúð.
— Já. Eigum við ekki að fara
að sofa?
Það er skammgóður vermir að
slá áhyggjunum á frest. Hann
lét í það skína við hana fyrst í
stað, að hann gerði það. En raun-
in var önnur. Hann velti því fyr-
ir sér allan daginn, hvernig hann
gæti bezt séð fjölskyldu sinni
farborða. Hann hætti við að fara
í meiraprófið. Það kostaði sinn
pening, og líklega var ekkert
meira upp úr því að hafa að fara
að keyra strætó, en halda áfram
Framhald á 6. síðu.
íhaldssiefnan
íhaldsflokkar um heim allan
álífa, að heppilegasta skipulag
þjóðfélagsins og framleiðsfl-
unnar sé það, að atvinnutækin
og fjármagnið séu sem mest á
fárna manna höndum. Það er
því engin tilviljun, að það eru
au'ðjöfrar heimsins, sem eru
kjaminn í íhaldsflokkunum
og gera þá út. íhaldsflokkar
hafa raunar fallizt á féliagsleg-
ar umbætur vegna barátttu
hagsmunasamtaka fódksins,
staðið geign þeim, en látið um
síðir undian til að halda von um
völd í lengstu lög. Hins gæta
þeir jiafnan trygigilega, að sá
grundvöllur þjóðféiagsins, —
þ.e. yfirráð tiltölulega fárra
manna yfir framleiðslu otg at-
vinnutækjum, rakskiist ekki.
Það er trú fhaldsmanna, að
þetta þjóðfélag verði bezt
tryggt með svonefndu „hæfi-
legu atvinuleysi", sem heldur
áhrifum verkalýðshreyfingar-
innar í skefjum oig kaupmætti
launa niðri, enn fremur sem
þeir segja framleiðslunni nauð
synlegt, að hafa jiafnan úr
nægu vinnuafli að velja, þann-
ig að skortur á vinnuafli s'tandi
sem hagkvæmustum rekstri
fyrirtækjanna ekki fyrir þrif-
um, og mikil eftirspum eftir
vinnuafli valdi ekki launahækk
unum annaðhvort í formi
beinna samningsbundnna baup
hækkania eða fyrr svonefnt
launaskrið, en það leiðir af sér
að vinnuaflið nær stærri hluta
af arði atvinnufyrirtækjanna
en en ella. Hagsmunir laun-
þeganna eiga þannig ætíð að
víkja fyrir hagsmunum fyrir-
tækjanna og þeirra, sem fjár-
magninu ráða .
Góðæri og kosníngar
Það var að þessu þjóðfélags-
skipulagi, sem „viðreisnin"
átti að stefna, en hið mikla góð-
æri og ótti ríkisstjómarinnar
við dóm kjósenda, hefur nú
tafið þessa- þróun, en þeir
hygigjast taka til óspilltna mál-
anna að kosningum loknum, ef
þeir halda meirihluta sínum og
stefna hratt til „hi.nna gömlu,
góðu daga“.
Framleiðslustefnan
Öndverð þesaari íhaldsstefnu
er framleiðslu og framfara-
stefnan, frjálslynd stefna, sem
er andvík óhóflegum yfirráð-
um fárra einstaklinga yfir at-
vinnugreinum o>g stærstu at-
vinnutækjum,- en viil efla ein-
staklingsframfak fjöldans til
beinnar þátttöku í framleiðsl-
unni, því að þannig séu kraftar
einstaklinganna Ieyistir úr læð.
ingj og tryggður beztur rekstur
oig sem bezt nýting atvinnutækj
anna og hagkvæmni í störfum.
Þetta er djörf efnahagsmála-
stefna, sem vill halda kaup-
mætti í há:marki og laða ein-
staklingana til að leggja sem
mest af tekjum sínum til fram-
kvæmda, atvinutækja og upp-.
byiggingar og brúa þau bil, sem
kunna að myndast i þjóðarbú-
sbapnum með tiltækum af-
skiptum ríkisvaldsins af cfna-
hagslífimi. Þessari stefnu var
fylgt vegna áhrifa Framsókn-
arflokksins fram til 1959, er
mergurinn var svo gersamlega
úr Alþýðuflokknum, að hægri
sinnaðir og bitlinigasjúkir
menn, sem komizt höfðu þar
til valda, gátu knúið flokkinn
til stuðnings við íhaldsstefn-
una, sem flokkurian í upphafi
Framhald á bls. 6.
TÍMINN, þriðjudaginn 28. maí 1963