Tíminn - 28.05.1963, Qupperneq 6

Tíminn - 28.05.1963, Qupperneq 6
KOSNINGASKRIFSTOFUR B-LISTANS í REYKJAVÍK AQaiskrlfstofan er i TJARNARGÖTU 26, sfmar 22360, 12942,15564, og ( 16066. — Stuðningsfólk B-llstans, hafið samband vlð kosnlnga- skrlfstofuna og geflð upplýsingar og athugið einnig, hvort þið erum á kjörskrá. — Hverfaskrifstofur B-listans eru á etfirtöldum stöðum; Fyrlr Laugarás og Langholtsskóla: LAUGARÁSVEGUR 17, sími 37073 Fyrir Breiðagerðlsskóla: MELGEROI 18, sfmi 32389 og 34420. Fyrlr Sjómannaskóla: MIKLABRAUT 60, sfml 17941 og 17942. Fyrir Austurbæjarskóla: BERGSTAÐASTRÆTI 45, slmi 17940; 17943 Fyrlr Mlðbæjarskóla: TJARNARGATA 26, sfmi 12946; 23357. Fyrlr Melaskóla: KAPLASKJÓLSVEGUR 27, sími 19102 og 19709. Hverfaskrifstofurnar verða opnar frá kl. 2—22 daglega. SJÁLFBOÐALiÐAR Alllr þeli", sem vilja starfa fyrlr B-listann að kosningaundirbúningi og á kjördag, góðfúslega gefl slg fram við kosningaskrlfstofur B-llstans, sfmar 22360; 12942; 17940; 17941; 37073 og 32389. STYRKIÐ FLOKKSSTARFIÐ STUÐNINGSMENN Framsóknarflokksins í Reykjavík eru mlnntir á fjársöfnunina, sem stendur yfir til eflingar kosningasjóðnum. Er hér með heitið á alla velunnara flokksins að láta eitthvað af mörkum. Fjársöfnunin hefur gengið vel til þessa, þótt enn vanti nokkuð á, að ™ nægilega mlkið hafi safnazt til að standa undir kostnaðlnum vlð kosningarnar. Framlögum er veltt viðtaka á skrlfstofu fulltrúa- ráðslns f Tjarnargötu 26. — SAMTAKA NÚI KOSNINGAHANDBÓKIN KOSNINGA'HANDBÓK FRAMSÓKNARFLOKKSINS fæst f öllum kosnlngaskrifstofum flokkslns og í fjölmörgum bókaverzlunum. — Kostar aðeins 30 krónur. — í bókinni eru margs konar upplýslngar, m.a. um kosnlngalög; ráðherra og ráðuneyti árin 1904—1963; um sögu kjördæmaskipunar á fslandi, reglur um úthlutun uppbótar- sæta; úrslit alþingis- og bæjarstjórnarkosnlnga frá 1946, ásamt mynd um af frambjóðendum, og auðum dálkum tll að færa inn kosninga- tölur núna. — KAUPIÐ BÓKINA STRAX. Víðivangur var stofnaður til aff vinna gegn og vann gegn. Réttlátt þjóðfélag Vogna stefnunntar, sem fylgt hafði verið fram til 1959 allt sWan 1927, þeigar íhaldsstefnan var kveðin í kútinn með kosn- ingiasigri Framsóknarflokks og Alþýðuflokks, var að skiapast hér á landi eitt hið farsælasta þjóðfélag, þar sem hvergi voru Pleiri bewiir þátttakendur í framleiðsiu og eigendur atviinnu tækja að tiltölu, hvengi bjuggu fleiri í eigin íbúðum og hvergi færri auðkóngar að tölu. Svo góðan árangur hafði fram- leiðslu- og framfarastefnan borið, að skv. rannsóknum al- þjóðastofniiniar bjuiggu fslend- ingiar við beZtu lífskjör í Evr- ópu. Nú er hin,s vegar svo komið, a® lífskjör eru hé ” mun iakari en í nágrannalöndunum og vinnudagur mun lengri. Samt gerir ríkisstjórnin ráð fyrir því í þjóðhagsáætlun sinni, að haigvöxtur verði hér hægari en í nokkru öðru menni,ngiariandi, og yið höld- um þannig áfram að draigast aftur úr í sta'ð þess að vinna upp biJið, sem skapazt hefur undir 4 ára „viðreisn“. SAGA AF UNGU FÓLKI Framhald ai 2 síðu í byggingavinnunni. Hann yrði að halda henni áfram um sinn, að minnsta kosti þangað til þau væru komin yfir það versta. Eftir þrjá mánuði gat hann borgað víxilinn upp. Um sama leyti hætli hún að vinna. Það var heldur bágur hjá þeim fjárhag- urinn. Þeir höfðu lagt meira á hann í gjöld núna en í fyrra, þótt tekjurnar væru ósköp svipaðar. Svo kom ýmislegt upp á tening- inn, sem þau höfðu ekki reiknað með í upphafi. Til dæmis höfðu þau ekki gert ráð fyrir rafmagns reikning. Hann kom þeim alveg á óvart. Svo tókst þeim heldur ekki að fylla magann á andvirði 1500 króna á mánuði. Þótt þau ætu ekki kjöt nema um hádegið á sunnudögum og lúsarögn einu sinni 1 miðri viku, tókst þeim ómögulega að koma matarreikn- ingnum niður fyrir 2500 krónur á mánuði. Þar við bættist, að hún þurfti að eyða dálitlu til þess að full- gera brúðkaupsgjöfina ttt hans. Hún var að vísu hraust, en þurfti samt að fá bætiefni og önnur lyf, og svo þurfti hún að kaupa efni í víðari föt en þau sem hún hafði átt fram að þessu. Og nú var hún hætt að vinna. Þetta skrimti nú allt, samt. — Meira að segja áttu þau alltaf fáeinar krónur afgangs eftir hvern mánuð, en bráðum þurfti hann að kaupa sér ný vinnuföt, og þá yrði ekki mikið eftir. Svo var fjölskylduaukningin rétt á næsta leiti. Þessa dagana lagði hann allt kapp á að reyna að útvega þeim stærri íbúð. Tveggja herbergja Ibúð. Það reyndist þrautin þyngri. Hann keypti Vísi á hverjum degi og hringdi eftir þeim auglýsing- um, sem þar voru, en það var oftast búið að leigja, þegar hann komst i simann. Ef það var ekki, þurfti alltaf að borga meira fýr- ir fram, en hann var maður til. Loks gafst hann upp á þessu þjarki. Hann talaði við bygging- armeistarann, sem lofaði að út- vega honum víxillán öðru sinni, og bað hann um leið að koma og vinna með þeim í kosningabar- áttunni í vor. Hann lofaði því. — Hann náði snemma í Vísi þennan dag og það var ekki búið að leigja íbúðina, sem auglýst var. Hún var I gömlu timburhúsi i miðbænum, tvö herbergi og eld- hús, og átti að kosta tvö þúsund og fjögur hundruð á mánuði. — Hálft ár fyrir fram, og síðan jafn aðarlega samið um framlengingu á leigu til hálfs árs í senn. Þau fóru að skoða íbúðina. Það brak- aði í gólfunum og gólfdúkurinn var verptur, og betrekkið var ekki alls staðar fast við veggi og loft, heldur bungaði. Klósettið var uppi á lofti með fjölskyldunni þar. Þau tóku þessa íbúð og borg- uðu hana, andvirði víxdsins, sem byggingameistarinn útvegaði hon- um. Hann var til þriggja mánaða og hljóðaði upp á fimmtán þús- und. AFTUR í SVIÐSLJÓSINU Framhald af 5 síðu. flestir tóku þátt í, úrslitaleikn- um 1961 gegn Tottenham, en töp- uðu þá einnig og misstu bakvörð- inn Ohalmers fljótlega í fyrri hálf- ieik. Manch. Utd. vann nú bikar- keppnina í þriðja sinn og úr- slitaleikurinn á laugardaginn er talinn einn sá bezti, sem háður hefur verið. Fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna, þegar kunningi okkar Cantwell tók á móti hinum mikla bikar úr hönd- um drottningarinnar. Maneh. Utd. er eitt frægasta og! vinsælasta lið Englands. Það sigr-í aði áður í bikarnum 1909 og ! 1948, en lék til úrsl'ita bæði 1957 og 1958. 1957 léku hinir frægu „Busby babies“, en liðið tapaði fyrir Aston Villa 2—1 eftir að markvörður Maneh., Wood, slasaðist snemma í fyrri hálfleik. Árið eftir var liðið aftur í úr- slitum, en þá léku aðeins Foulkes, sem var fyrirliði, og Charlton af þeim, sem léku árið áður, hinir höfðu flestir farizt eða limlestst í Munieh-flugslysinu hroðalega. Fá lið í heiminum hafa jafn góðum leikmönnum á að skipa og Maneh. Utd. nú, en þó hefur það átt í miklum erfiðleikum í vetur. Þar hafa oftast verið 11 góðir ein- staklingar, en 'engin heild# þar til nú á úrslitastuhdu. Liðið sýndi frábæran samleik, og allir áttu góðan leik, ne.ua á stundum mark- vörðurinn Gaskell, sem var afar taugaóstyrkur, en bjargaði þó vel á hættulegum tfcna, þegar nokkr- ar mfnútur voru’ áf“síðari ljálfleik, Batverðirnir VdÆ bóðii*1 géðir og komá á óvart,' ÍRAlaldir veikustu menn liðsins fyrir leik- inn. Framvarðalínan, Setters, Foulkes og Crerand mjög sterk, og sendingar Skotans Crerands hnitmiðaðar auk þess, sem hann tók mjög þátt í sókninni og átti hættuleg skot. Hann kvað einnig hættulegasta mann Leicester landa sinn Gibson í kútinn. í framlin- unni byrjaði Charlton heldur illa, en átti meir eftir að koma við sögu, sem á leikinn leið og Law var frábær. Hættulegur vinstri armur þessir tveir frægustu yngri leikmenn Bretlands nú. Hinn ungi Giles kom mjög á óvart og átti afar jákvæðan leik, þótt hann spymti einu sinni fram hjá í j dauðafæri og Quixall — sem einu •sinni var dýrasti leikmaður Eng- lands — var frábær í fyrri hálf- leik. Og Herd lét ekki sinn hlut eftir liggja með tveimur góðum mörkum. Aðdáendur Leicester urðu fyrir vonbrigðum með lið sitt, en það má ekki gleymast, að enginn leik- ur betur en mótherjinn leyfir. Liðið átti engan vegi.nn slæman leik, en mótherjarnir voru á þess- um degi mun betri. Og margirj voru góðir t.d. Banks, sem bjarg- aði stundum snilldardega, en hefði ef til vill átt að verja síð- asta markið. Þá voru King og Nor- man einnig góðir, en í fram lín- unni var Stringfellow hinn eini hættulegi. Hinir komust ekkert á- fram gegn hinni sterku vörn United. Manchester United er nú aftur komið í sviðsljós evrópskrar knattspyrnu með þátttöku í Evr- ópukeppni bikarhafa næsta keppn istímabil — ásamt öðru ensku liði, Tottenham. Evrópumeisturunum, — en vissulega er sú þátttaka trega blandin, þvi Munich-flug- slysið gleymist aldrei. Kaldan vetr ardag 1958 voru leikmenn á heim leið eftir frægan sigur í Júgó-| slafíu og brautin í úrslit Evrópu- keppninnar virtist greiðfær. En skyndilega steyptist flugvélin til jarðar eftir flugtak í Munich og þá slokknaði það ljós, sem nú hef- ur verið tendrað á ný. — hsím. HAFA KASTAÐ NÓTINNI Framhald af 8. síðu. stjórnmálaflokkum, kannski öllum. Þar með var forganga í þessu máli tekin úr höndum stjórnmála- flokka. Ég tók sjálfur þátt í þess- ari samtakastofnun, en ekkert veit ég um þátttöku A. S. Andstaða gegn hersetunni lifir enn, og það verður að segjast þótt Verkamann inum og Arnóri þyki það hart, að hún lifir ekki sízt með Framsókn- armönnum. Það vitum við mæta vel, sem ferðuðumst um fyrir svo sem tveim árum, fyrir Samtök hernámsand- stæðinga, og söfnuðum undirskrift um að áskorun til ríkisstjórnarinn- ar um uppsögn herverndarsáttmál- ans. Lagði A. S. það á sig? Mér er nær að halda, að andstæðingar hersetu séu ekki öllu færri innan Framsóknarflokksins heldur en Sósíalistaflokksins, og þeir eru að því leyti virðingarverðir, að þeir hafa tekið afstöðu sína óháðir, en ekki eftir forskrift flokksforystu, og enginn getur grunað þá um ann arleg sjónarmið í þessu máli. Þá er það heldur ekkert launungar- mál, að meðal samtaka hersetu- andstæðinga hefur sú skoðun ver- ið almenn, og um það talað opin- skátt, að hinzta sigurvon stefnunn- ar nú sé við það bundin, að Fram- sóknarflokkurinn sem heild gangi til fylgis við hana. Af öllu þessu má draga nokkr- ar ályktanir. Þegar Alþýðubandalagið nú ger- ir tilraun til að einoka hersetuand- stöðuna, er það að vinna gegn Sam tökum hemámsandstæðinga. Það er tilraun Sósíalistaflokksins að efla sig af atkvæðum hersetu- andstæðinga, þó að ópólitísk bar- átta gegn hersetunni sé þar með dæmd til dauða. Hið gamla slagorð Þjóðvamar, „Óskaandstæingur hernámsflokk- anna“, er enn í gildi, en nú heitir sá andstæðingur 2 nöfnum, Sósía- listaflokkur og Alþýðubandalag. — Þjóðvarnarflokkurinn er nú hluti af honum. Arnór Sigurjónsson vill hækka verðið í Framsókn, eins og hann orðar það. Það hyggst hann gera með því að halda frá honum eftir getu hersetuandstæðingum, þar á meðal fyrrverandi kjósendum Þjóð- varaarflokksins. Er það ekki kyn- leg fjármálapólitík? Eða er hann að leika sér að því að móðga þetta fólk? Mér þykir gott að fá tækifæri ttt að árétta það, að ég er ekki Þjóð- varnarmaður lengur. Ég hef ekki sagt, að ég væri það, og það hef- ur Dagur ekki heldur gert. Þeim kapítula er lokið. — En afstaða mín til hersetu og hemámssam- taka er þar fyrir óbreytt, því hef ég lýst yflr áður. Og ekki settu Framsóknarmenn á Norðurlandi það fyrir sig nema síður sé, er fulltrúar þeirra báðu mig einróma að vera í framboði fyrir þá við þessar kosningar. En hverjir báðu Arnór Sigurjónsson að koma hing- að norður til að abbast upp á inn- anhéraðsmenn? Ég veit, að veiðiáhugi Sósíalista er mikill og þeir telja sig hafa kast að nótinni af mikilli kunnáttu. En þó er ekki víst að mikið komi í bátinn þegar byrjað verður að háfa. STJORNMALAFUNDIR I NORÐUR- IANDSKIÖRDÆMI VESTRA SKAGASTRÖND; þriðjudaglnn 28. maí SAUÐÁRKRÓKUR: miðvikudaginn 29. maí HOFSÓS: fimmtudaginn 30. maí. SIGLUFJÖRÐUR: fimmtudaginn 6. júní Allir hcfjast fundlrnir klukkan átta sfðdegis. REYKIANESKJÖRDÆMI ALMENNIR kjósendafundir á vegum Framsóknarflokksins verða haldnir á eftirtöldum stöðum: Gerðahreppur: Miðvikudaginn 29. maí kl. 21. Hafnarfjörður: Fimmtudaginn 30. maí kl. 21 í Góðtemplarahúsinu. Keflavík: Föstudaginn 31. maí kl. 21 í Ungmennafélagshúsinu. GERÐAHREPPUR Almennur kjósendafundur verður f samkomuhúsinu Garði í Gerðum, miðvlkudaginn 29. maí kl. 21. — Frummælendur verða Jón Skaftason og Valtýr Guðjónsson. r Kosiiingaskrifstofur B-listans KEFLAVÍK — Faxabraut 2, HAFNARFJÖRÐUR — aðalskrifstofan er í Strandgötu 33, uppi KÓPAVOGUR — Álfhólsvegl 4a, ÓLAFSVÍK — Gerðartún 2 BORGARNES — Stúkuhúslnu, AKRANES — Framsóknarhúslnu, PATREKSFJÖRÐUR — fSAFJÖRDUR — Hafnarstrætl 7 HVAMMSTANGI — hjá Brynjólfi Sveinbergssynl BLÖNDUÓS — hjá Jónasi Tryggvasynl SAUÐÁRKRÓKUR — Aðalgötu 18 SIGLUFJÖRÐUR — Framsóknarhúsið, AKUREYRI — Hafnarstræti 95, og sími 1950 — 50039 — 16590 — 153 — 766 — 8 — 535 80 191 461 1443 2962 VOPNAFJORÐUR — hjá Kristjánl Víum EGILSSTAÐIR — hjá Magnúsi Einarssyni NESKAUPSTAÐUR - — 80 VESTMANNAEYJAR - Strandvegi 42 — 880 HVOLSVÖLLUR — hjá Einari Benediktssynl SELFOSS — húsl KÁ, efstu hæð, — 247 Stuðniugsfólk B-listans er hvatt til að hafa samband við skrifstofurnar og gefa þar upplýslngar sem að gagni mega koma i sambandi við undirbúnlng kosninganna. 6 TÍMINN, þriðjudaginn 28. maí 1963

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.