Tíminn - 28.05.1963, Qupperneq 14

Tíminn - 28.05.1963, Qupperneq 14
V ÞRIDJA RÍKIÐ WILLIAM L. SHIRER íramtíð Þýzkalands." Röhm bauð Hitler að ræða við S.A.-foringjana, áður en hann fór| frá Berlín. Viðræðurnar skyldu! fara fram í bænum Wiessee í nánd1 við Miinchen, 30. júní. Hitl'er sam-| þykkti þett'a fúslega og stóð vi'ðj það að koma, þó ef til vill ekki á þann hátf, sem Röhm hefði með nokkru móti getað ímyndað scr. Ef til vill heldur ekki á þann hát't, sem Hitler sjálfur hefði getað séð fyrir, þegar hér var komið sögu. Því eins og hann síðar viður- kenndi fyrir þinginu, hikaði hann „hvað eftir annað, áður en hann tók lokaákvörðunina . ! . ég von- aði enn innst inni, að ég gæti los- að hreyfinguna og S.A. við þá! skömm, sem slíku ósamkomulagi j fylgdi og að hægt yrði að komastj hjá tjóni, án mikilla átaka“. „Þó verður að viðurkenna“, ] bætti hann við, „að síðustu dag- ana í maí skutu fleiri og fleiri óþægil'egir hlutir upp kollinum“. En gerðu þeir það í raun og veru? Hitler sagði síðar, að Röhm og samsærismenn hans hefðu undir- búið töku Berlínar, og setja hann sjálfan i gæzluvarðhald. En ef þetta var í rauninni rétt, hví fóru þá allir S.A. foringjarnir frá Ber- lín snemma í júní, og — það, sem er enn mikilsverðara — hvers’ vegna fór Hitler frá Þýzkalandi á þessu augnabliki, og veitti með því S.A. foringjunum tækifæri til þess að ná völdunum í ríkinu í sín i ar hendur í fjarveru hans? Því foringinn flaug einmitt til Feneyja 14. júní til þess að hitta þar í fyrsta skipti fasistafél'aga sinn og einræðisherra Mussolini. Það vildi nú svo ti'l, að fundurinn heppnaðist ekki sérlega vel, hvað þýzka foringjanum viðkom, sem var klæddur í sína skítugu regn- kápu og með þvældan hattinn. Hann virtist ekki vera fullkom- lega hann sjálfur í návist hins reyndari Mussolinis, sem glitr- aði allur og glampaði í fasistaein- kennsbúningnum sínum, öllum þöktum í orðum, og Mussolini hætti líka til að láta gest sinn finna, að hann stóð honum ekkii jafnfætis. Hitler sneri aftur til j Þýzkalands í töluverðum æsingi og kallaði saman fund flokksforingja sinna í smáborginni Gera í Tiiring- en. Fundinn átti að halda sunnudag inn 17. júní, og Hitler skyldi flytja skýrslu um viðræður sínar við Mussol'ini og ræða hið versnandi ástand heima fyrir. Örlögin réðu því, að annar fundur var haldinn þennan sunnudag í garnla háskóla- bænum Marburg, og hann vakti miklu meiri athygli í Þýzkalandi og reyndar í heiminum yfirleit't og þessi fundur hjálpaði til þess, að hið alvarlega ástand náði hámarki sínu. Viðvaningurinn Papen, sem Gör- ing og Hitler höfðu ýtt harkalega t'il ihliðar, en var þó enn að nafn- inu til vara-kansl'ari óg átti enn trúnað Hindenburgs, safnaði nú í sig nægilegum kjark til þess að mótmæla opinberlega öfgum stjórnarinnar, sem hann hafði lagt sig svo í framkróka um að svíkja inn á Þýzkaland. í maí hafði hann fylgt forsetanum gamla, þegar hann hélt til Jvíeudeck — það var í síðasta skipti, sem hann átti eftir að sjá verndara sinn á lifi — og þessi gráhærði en þróttlausi gamli marskálkur hafði sagt við hann: „Það gengur ekki vel, Papen. Sjáið, hvað þér getið gert til þess að kippa hl'utunum í lag“. Eftir þessa hvatningu hafði Papen tekið boði um að halda ræðu við háskólann í Marburg hinn 17. júní. Ræðan var að mestu leyti skrifuð af einum 'af ráðgjöf- um hans, Edgar Jung, gáfuðum lögfræðingi og rithöfundi frá Múnchen, sem sömuleiðis var mót- mælandatrúar, enda þótt hluti af því sem í ræðunni stóð hafi komið frá einum af riturum varakanslar- ans, Herbert von Bose, og frá Er- ieh Klausener, foringja Kaþólsku hreyfingarinnar — þessi samvinna 'átti eftir að kosta þá alla þrjá lífið innan tíðar. Þetta var hugrökk ræða, og þakkað sé Jung, mjög vel skrifuð og virðuleg. Krafizt var endaloka byltingarinnar, hætt yrði ódæðisverkum nazista, endurreisn ar al'menns velsæmis og mönnum yrðu veitt aftur ýmiss konar frelsi, eins og t. d.. prentfrelsi.i Papen ávarpaði dr. Göbbels, áróðunsráð- herra og sagði: Drengilegar viðræður fyrir opn- um dyrum myndu vera þýzku þjóð inni til meira gagns en t. d. ástand ið, sem nú ríkir í þýzku blaðaút- gáfunni. Stjórnin ætti að minnast gamla orðatiltækisins: „Aðeins heiglar þola ekki gagnrýni“ . . . Stórmenni eru ekki sköpuð með áróðri . . . Ef maður óskar eftir nánu sambandi og tengslum við fólkið, má maður ekki vanmeta skilning þess. Það má ekki enda- laust halda í tauminn . Engin skipulagning, enginn áróður, hversu góður, sem hann annars er, getur einn haldið við trúnni þegar til lengdar lætur. Það er ekki með áeggjunum . . . og ekki með hótun- um gegn hinum hjálparlausa hluta þjóðarinnar, heldur með þvi að tala um hlutina við fólk, að hægt í 100 er að viðhalda trausti og trúnaði Fólk, sem farið er með eins og I andlega aumingja, hefur ekkert traust af að miðla . . . Það er tími til kominn að sameinast í bróður- legu vinfengi og virðingu fyrir öll- um okkar löndum, að sneiða hjá því að trufla störf alvarlega þenkj andi manna og þagga niður í of- stækismönnum. Þegar ræðan barst út, var hún básúnuð út um allt Þýzkaland, en hún féll eins og sprengja á hinn litla hóp nazistaforingja, sem voru samankomnir í Gera, og Göbbels var fljótur á sér að gera það, sem í hans valdi stóð, til þess að sem minnst af ræðunni bærist út. Hann bannaði að útvarpað yrði upptöku ræðunnar, sem ákveðið hafði ver- ið að gert yrði sama kvöldið um leið og hann bannaði að ritað yrði um hana í blöðunum, og skipaði lögreglunni að taka öll eintök af Frankfurter Zeitung, sem þegarj var komið á göturnar með úrdrátt úr-jæðunni. En öll völd áróðurs-| ráílTiérrans nægðu ekki til þess að' koma í veg fyrir að þýzka þjóðin og umheimurinn fengju að vits um innihald þessarar mótþróa- fullu ræðu. Hinn brögðótti Paper hafði látið erlendum fréttamönn' um og stjórnarerindrekum í Ber lín í té afrit af ræðunni fyrir fram og nokkur þúsund eintök voru prentuð í miklum flýti í prent- smiðju dagblaðs Papens, Germania og þeim síðan dreift með leynd. Þegar Hitler frétti um Marburg ræðuna, varð hann ofsalega reið- ur. í ræðu sama dag í Gera réðist hann gegn „dvergnum, sem ímynd aði sér, að hann gæti stöðvað með fáeinum setningum hina geysilegu endurnýjun lífs heillar þjóðar“. Papen varð æfur líka, yfir því að ræða hans hafði verið stöðvuð. Hann flýtti sér til Hitlers 20. júní og sagði honum, að hann gæti ekki þolað slí'kt bann „undirráð- herra“, og hélt því fram, að hann hefði talað sem „fulltrúi forset- ans“, og lagði þá á stundinni fram lausnarbeiðni sína og bætti um leið við viðvörun um, að hann „myndi skýra Hindenburg frá þessu þegar í stað“. Þetta var hótun, sem greinilega gerði Hitler órólegan, því að hann hafði frétt, að forsetinn var svo óánægður með ástandið, að hann væri að hugsa um að setja herlög í land'nn og fá hernum völdin í hendur Til þess nú að komast að raun um, hversu mikil hætta væri á því að af þessu yrði og þá um leið yrði bundinn endir á tilveru nazistastjórnarinnar, flaug hann til Neudeck næsta dag, 21. júní, til þess að hitta Hindenburg. Mót- tökurnar gerðu ekki annað en auka á ótta hans. Von Blomberg hershöfðingi lók á móti honum, og Hitler sá fljótt, að hin þjónslega framkoma varnarmálaráðherrans hafði skyndilega breytzt. Blom- berg var þess í stað orðinn hinn 10 ihundar Don Willies lágu á teppi framan við arininn. Stærð þeirra var gífurleg, vógu minnst fimmtíu kíló hvor og sterklegir vöðvarnir bylgjuðust undir svartgljáandi húðinni. „Þetta eru börnin mín“, sagði Don Willie við Lauru, þegar hundarnir lötruðu hlýðnir í átt til húsbónda síns. „Finnst yður þeir ekki fallegir? Og gáfaðir eru þeir. Þeir læra með mér ensku. Lítið þér á! „Hann benti yfir að arninum. „Verið þið nú góðu börnin og leggið ykkur, „og hund- arnir hölluðu höfðinu, sneru aft- ur og lögðust með hausinn milli framlappanna. „Nú skal ég sýna yður húsið mitt“, sagði Don Willie. Hann var augsýnilega stórhrifinn af Lauru og dró hana á eftir sér herbergi úr herbergi, dansaði eins og skóg- arbjörn af stolti og hamingju. Húsið var ríkulega búið húsgögn- um og borðin voru þakin alls kyns minjagripum og skarti. Don Willie sýndi þeim jafnvel inn í klæða- skápana og dró fram alls kyns fatn að, en slí'kt skort hann augsýni- lega ekki. Beecher létti, þegar þau gengu aftur út á svalirnar. Þau litu yfir Ijósum prýddan garðinn og niður á sléttan hafflötinn, sm glitraði í mánaskininu. „Þetta er stórkostlegt", sagði Laura. „Jafnvel of fallegt til að vera raunverulegt". Don Willie virtist mjög hrærð- ur yfir gullhömrum hennar. Hann dró djúpt að sér andann og stoltið í augnaráðinu leyndi sér ekki, um leið og hann sagði: „Allt eru þetta mín handaverk11, sagði hann og sveiflaði út arminum. Raunar náði hann Miðjarðarhafinu og allmikl- um hluta Norður-Afríkustrandar- innar með í armsveiflunni. „Hing- að kom ég sárfátækur. Lítilsigld- 14 ur, einmana og fátækur og allt þetta hef ég reist úr engu. Og nafn mitt er mikilsmetið. Helzta ]og fínasta fólk Spánar sækir veizl ur rtiínar. Það er fínt, finnst ykk- ur ekki?“ Hann deplaði augunum. „Nú verðum við að fá eitthvað að drekka. Hvað vil'jið þér? Þér getið fengið hvað sem þér viljið“. Laura bað um daiquiri, Beecher um koníak og vatn. Um leið og þeim voru færð glösin, spurði Don Willie, hvort hann mætti kynna Lauru fyrir hinum gestunum. Hann hló við, sló á öxl Beechers og sagði: „Ég stel ekki frá yður stúlkunni". „Farðu með honum“, sagði Beecher við Lauru, sem horfði á hann brosandi. „Ég finn þig fljót- lega aftur“. Beecher sá þau hverfa niður í garðinn og gaf sig á tal við spánska vini sína og rölti síðan í áttina að hljómsveitinni. Hann náði sér í annað glas hjá einni stúlkunni. Englendingurinn Lynch veifaði til hanS. Fjöldi fólks stóð á milli þeixra og Lynch hrópaði: „Svo að þér komuð þrátt fyrir allt. Það var gott. Frískar upp golf- kunnáttuna að bregða sér á leik endum og eins“. Beecher lyfti glasi sínu. „Ég geri það, sem í mínu valdi stend- ur“, sagði hann og ruddi sér braut í gegnum mannþröngina niður aS garðsendanum. Ung stúlka, klædd hvítri blússu og rauðu pilsi stóð við sundlaug- ina og reykti sígarettu. Þetta var Ilse, unga, austurríska stúlkan, sem bjó með Don Willie. Hún stóð þarna ein og sneri sér við, er hún heyrði fótatak Beechers Hún brosti og sagði. „Halló, Mike“. „Halló, Tlse. Þú virðrst í þung- um þönkum". „O, nei, nei. Alls ekki. Ég naut tónlistarinnar og útsýnisins yfir hafið. Það kemur mér á óvart að sjá þig hér“. „Ég trúi því.“ Honum leið ekki rétt vel. „En einu sinni verður allt fyrst“. „Hvers vegna er þér í nöp við Don Willie? Hann vill vera vinur allra“. „Kannski er það einhver öfug kirtlastarfsemi, sem veldur því‘;. „Nei, Mike, ég sþyr í alvöru“. „O, það er ekkert,jsem orð er á gerandi“, sagði hann. „Við erum bara ekki á einu máli um, hvernig ofnar og gaddavír verða bezt hag- nýttir. Það er allt og sumt“. „Það er stríðið, sem þú átt við“, sagði hún hægt. „Hættu nú. KvÖldið er allt of fagurt til þess að tala um slíka hluti". „Þá það. Ég sá ungu stúlkuna, sem þú komst með hingað. Hún er falleg. Er hún amerisk?“ „Já“. „Flestar amerískar konur líta út eins og gluggaútstilling", sagði Ilse. „En þessi er öðru vísi. Hún virðist hafa peru. Og persónu- leika". Beecher brosti til hennar. Ilse var um það bil tuttugu og tveggja ára, lítil og fíngerð. Andlitið var vellagað, en deyfðarlegty Honum féll vel í geð nöpur, hispurslaus framkoma hennar. „Hvar hefurðu séð þessar heimskulegu, amerísku konur“, spurði hann. „Þar sem þær stigu út úr stór- um, amerískum bílum í Þýzka- landi“, svaraði hún. „Hefurðu ekki séð þær? Með rúllur í hárinu og handklæði sveipað um höfuðið? Þær ganga í síðbuxum hvar sem er með fangið fullt af brauði og niðursuðudósum". Hún herpti sam an varirnar. „Þessar sigrihrósandi amerísku húsfreyjur! Þær líta út eins og matráðskonur“. i Beeeher sagði alvarlegur: „Þær eru þær einu, sem við hleypum út fyrir landamærin. Betri tegund- inni höldum við eftir heima“. „Þar sem þær geta lifað rólegu, kyrrlátu og öruggu l'ífi? Það væri yndislegt, að eiga slíkt líf“. „Hvers vegna ertu þá hér?“ Hún leit snöggt á hann og svart- ur hárlokkur féll niður á ennið.1 „Þú veizt hvers vegna ég er hér“,1 sagði hún og strauk hárið frá enn- inu snöggt og gremjulega. Augu hennar skutu gneistum í fíngerðu, bleiku andlitinu. ■ „Ég bý hjá Don Willie“. „Já, ég veit það, Ilse“, svaraði hann rólegur. „Og þér finnst smán að því, ekki satt? Það finnst öllum hér. Þú ert hissa á því, að ég skuli standa hér ein. Spönsku konurnar láta sem þær sjái mig ekki. En erlendu kon urnar eru verri, þær vorkenna mér. Þær unnu í giftingarhapp- drættinu. Þær giftust ríkum, göml urn skröggum, sem drápu sig úr ofþreytu þeirra vegna. Og síðan lifa þær í vellystingum praktug- lega með þjón á hverjum fing'ri og franska elskhuga. Þeim finnst að ég gæti krækt mér í einhvern skárri en Don Willie. Ef ég mál- aði mig og klæddist réttum föt- um, gæti ég farið til Rivierunnar og fundið einhvern miklu betri en Don Willie. Einhvern, sem stæði nær grafarbakkanum en hann. Þá gæti ég einnig átt mitt hús, bíl og franskan elskhuga. Er það ekki svona, sem þær hugsa. En þú getur reitt þig á, að ég læt mér á sama standa". En Beecher sá ljóslega, að henm stóð ekki á sama. Varir hennar skulfu og barmur hennar reis og hneig undir hvítri blússunni af geðshræringu. Hún leit út eins og sært barn og dökk augu hennar loguðu. „Ég veit ekki, hvað þær halda um þig“, sagði hann. „Eg um- gengst þær aðeins sáralítið“. „Það var gáfulegt af þér. Þær eru bæði vondar og heimskar. Hef urðu séð, hvernig karlmennirnir brosa til mín. Fyrst Don Willie getur það, hvers vegna þá ekki ég, hugsa þeir“. „Annað fólk hugsar ekki nærri eins mikið um okkur, eins o£ við höldum“, sagði Beecher. „Hver og einn hefur eigin vandamál að leysa. Eigum við ekki að setjast og hlusta á tónlistina. Eða viltu dansa?“ „Ég vil frekar setjast11, sagði hún. „Eg er með höfuðverk". Þau settust á lágan steinbekk og Beecher lagði glasið frá sér á gras flötina og kveikti sér í sígarettu. TÍMINN, þriðjudaginn 28. maí 1963 —

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.