Alþýðublaðið - 08.01.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.01.1941, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 8. JAN. 1941. Bókin er ÞÝDDAB SÖGUR eftir 11 heimsfræga höfunda. AIÞÝÐUBLAÐIÐ Bókhi er ÞÝDDAR SÖGUR eftir 11 heimsfræga höfunda. MIÐVIKUDAGUR Næturlæknir er Theódór Skúla- son, Vesturvallagötu 6, sími 3374. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 18.30 íslenzkukennsla, 1. fl. 19.00 Þýzkukennsla, 1. fl. 19.25 Hljómplötur: Lög úr óperett- um. 20.00 Fréttir. 20.30 Kvöldvaka: Alfreð Andrés- son — Friðfinnur Guðjóns- son — Pétur Jónsson söngv- ari. Árni Jónsson frá Múla kynnir. 22.00 Dagskrárlok. Næturvarzla bifreiða: Bæjarbílastöðin, sími 1395. Skagfirðingafélagið efnir til skemmtikvölds í Odd- fellowhúsinu í kvöld kl. 8.30. — Verða þar ræður, söngur og dans. Forðum í Flosaporti, revyan, 1940, ástandsútgáfan, verður sýnd í kvöld kl. 8.30. Bæjarstjórnarfundur verður haldinn á morgun kl. 5 I mj UDÍKWTÍlKYNNlNGflR 'NDh ST. FRÓN nr 227. — Fundur annað kvöld kl. 8V2. — Dag- skrá: 1. Upptaka nýrra fé- laga. 2. Ýms önnur mál. — Fræðslu- og skemmtiatriði: a) Sveinn yfirlögregluþjónn Sæmundsson: Erindi. b) Frónbúi. c) Óvæntur þáttur. — Reglufélagar, fjölmennið og mætið annað kvöld kl. 8 % ; stundvíslega. í Kaupþingssalnum. 12 mál eru á dagskrá. Þar á meðal er kosning borgarstjóra. Kosningar í nefndir. 1. umræða um fjárhagsáætlun bæj- arins fyrir árið 1941 o. fl. Ingólfsbakarí heitir nú brauðgerðarhúsið í Tjarnargötu 10, áður bákarí Kerffs og Hákansons. Ingolf Petersen veitir bakaríinu forstöðu. Ungbarnavernd Líknar, Tenlplarasundi 3: Bólusetning gegn barnaveiki fer fram á -börn- um á mánudögum og fimmtudög- um kl. 5—6. Jólatrésfagnaðnr Al- gýðnflobksfélagsins. Alþýðuflokksfé- LAG REYKJAVÍKUR hefir jólatrésfagnað fyrir hörn félagsmanna og gesti þeirra næstkomandi föstudag, 10. jan. Aðgöngumiðar á 2,00 krónur verða afhentir í Alþýðubrauð- gerðinni, Lvg. 61, afgreiðslu Al- þýðublaðsins og skrifstofu Al- þýðuflokksfélagsins til kl. 12 á föstudag. KOMMÚNISTAR OG DAGS- BRÚNARSTJÖRNIN Frh. af 1. síðu. indi tii af mönnum, sem önniur eins fjörráö hafa á samvizkunni 'gagnvart Dagsbrún, að stimpla stjómarmeðlimi hennar sem júdasa. Engir piga í þessu máli Júdas- arnafniö skilið aðrir en bomrn- únistar. Revyan 1940. Ferðam í Flosaporti ÁSTANDS-ÚTGÁFÁ leikið í Iðnó í kvöld kl. 8.30. — Aðgöngumiðasala hefst kl. 1. — Sími 3191. LÆKKAÐ VERÐ EFTIR KL. 3. Aðalfudnr i tveim verialjrðsféiögtsm. AÐALFUNDUR í Verkalýðs félagi Grindavíkur var haldinn nýlega. t stjóm voru kosnir: formaður: Svafar Ámason, ritari: Árni Helgason, gjaldkeri: ívar Magn- ússon. t ; Þá var aðalfundur verkalýðs- félagsins „Esja“ í Kjósarsýslu einnig haldinn nýlega. Kosnir Vioru; í stjóm: formaður: Brynj- ólfur Guðmundsson, Miðdal í Kjósarsýslu: 1 Gísli Andrésson', Hálsi, Kjós, og gjaldkeri: Gunn- ar Þorvarðarson, Bakka, Kjalar- nesi. | \ \ I............... ....."...... LIBYA { Frh. af I. síðu. Sprengjuflugvélar. Breeta halda nú uppi látlausum loftá- rásum á Tobrouk, Derna og Tripolis. Er Tripolis stærsta hafnarborgin í Libyu og hafa verið gerðár loftárásir á hana tvær síðustu næturnar í röð. Hafa bæði hafnarmannvirki borgarinnar og skip á höfninni orðið fyrir ógurlegu tjóni af á- rásunum. Bretar segjast nú hafa tekið samtals 70 þúsund ítali til fanga síðan sóknin í Afríku hófst. En auk þess segja þeir, að 24 þúsundir hafi fallið eða særst af ítölum, þannig að alls hafa ítalir misst 94 þúsundir manna í bardögunum í Libyu. Er það að minnsta kosti þriðj- ungur alls þess liðs, sem þei-r höfðu þar- HIÐ NÝJA GRIKKLAND Frh. af 2. síðu. fremUr heima en í Aþemi á frið- artímum. Það er staðreyud, að hinir vingjarnlegu og alúðlegu í- búar borgarinnar eru mjög vin- veittir Stóra-Bretlandi. NYJA BIO Juarez Söguleg stórmynd frá Warner Bros, er sýnir mikilfenglega þætti úr ævisögu Benito Juarez, frelsishetju Mexico. Aðal- hlutverk: PAUL MUNI, BETTE DAVIS, BRIAN AHERNE, CLAUDE RAINS. Sýnd klukkan 6,30 og 9. Börn fá ekki aðgang. OAMLA BIO ■ Koindn, ef (ð Þorlr! (Stand up and fight). Amerísk stórmynd, tekin af Metro G'oldwyn Mayer. Aðalhlutverkin leika: WALLACE BEERY og ROBERT TAYLOR. Bönnuð börnum innan 14 Sýnd kl ’ 7 og 9. ára. Jarðarför okkar hjartkæra sonar og bróður, Þorsteins Guðlaugssonar frá Hellusandi, sem andaðist 1. janúar, fer fram fimmtudaginn 9. janúar og hefst með bæn í líkhúsi Landsspítalans kl. 1. Jarðað verður frá Þjóðkirkjunni. Dagbjört Þorsteinsdóttir. Kristjana Guðjónsdóttir. Jarðarför föður okkar og tengdaföður, Jóns Ólafssonar, fer fram frá fríkirkjunni þann 9. þ. m. og hefst með bæn frá heimili hans, Bergþórugötu 16 A, kl. 1 e. h. Athöfninni verður útvarpað. Eydís Jónsdóttir. Ástríður Jónsdóttir. Anna Jónsdóttir. Helga og Gunnar Rocksén. Jón Tómasson. Sigurður Kjartansson. Gunnar Jónasson. Guðjón Jónsson. Móðir okkar og tengdámóðir, Margrét Hinriksdóttir, verður jarðsungin frá fríkirkjunni föstudaginn 10. þ. m. Athöfnin hefst með húskveðjú frá Elliheimilinu Grund kl. 1 e. h* Kransar og þlóm afbeðið eftir ósk hinnar látnu. 1 >. Börn og tendadætur. Sigríður Matthíasdóttir frá Holti lést um áramótin í Kaupmannahöfn. Systkinabörn. 52. THEODORE DREISER: JENNIE GERHARDT ég vil ekki, að þú þurfir að þola skort. Og ég vil ekki heldur, að foreldrar þínir þurfi að þola skort. Augu hennar lýstu þakklæti, og hún beit sig í varirnar. •— Ég veit ekki, hvernig ég get þakkað þér, sagði hún. — Þú þarft ekki að þakka mér, sagði hann. — Mér er meiri þökk á þessu en þér. Það máttu vera viss um. Hann þagnaði og horfði á hana- Hún horfði ofan á borðplötuna og var að hugsa um, hvað næst myndi ske. — Hvernig myndi þér lítast á það, að fara úr vistinni og vera heima hjá þér? Þá ættirðu frjáls- ara líf. — Það get ég ekki, sagði hún. — Faðir minn myndi aldrei leyfa það. Hann veit, að ég þarf að vinna. — Það er satt, sagði hann. — En þú vinnur þér svo lítið inn í þessari stöðu, sem þú hefir núna. Að- eins fjóra dollara á viku! Drottinn minn dýri! Ég myndi gefa þér fimmtíu sinnum hærri upphæð, ef ég héldi, að þú þyrftir á því að halda. Harm drap fingurgómunum á borðbrúnina. — Ég get ekki þegið svo mikla peninga, sagði hún. — Ég veit ekki heldur, hvað ég ætti að gera við þá. Fólkið heima hjá mér myndi fá slæman grun. Ég neyðist til að segja móður minni frá þessu. Á því, hvernig hún sagði þetta, skildi hann, að trúnaður var milli þeirra mæðgnanna. — Það er ekki nema um eitt að ræða, sagði hann. — Þú getur ekki verið lengur í þessari stöðu. Þú ert alltof fíngerð til þess. Komdu með mér til New York. Ég skal sjá um þig- Ég elska þig og þrái þig. Og þú þarft engar áhyggjur að hafa af foreldr- um þínum. Það er hægt að leigja handa þeim hús með fallegum húsgögnum. Þú getur sjálf valið hús- gögnin. Hann þagnaði, og Jennie varð snöggvast hugsað til móður sinnar. Alla ævina hafði móðir hennar talað um það, að hana langaði til að búa í fallegu húsi með fallegum(húsgögnum, og fallegum trjágarði í kring. En hve hún yrði þá hamingjusöm. Hann þagði stundarkorn og bætti svo við: — Ef til vill væri bezt, að þú létir mig sjá um það. — Það væri dásamlegt, sagði hún. — En það er ekki hægt. Ég get ekki farið að heiman. Faðir minn myndi fá að vita, hvert ég færi. Og ég veit ekki — hvað ég ætti að segja. — Hversvegna gætirðu ekki sagt, að' þú færir ásamt frú Bracebridge til New York? sagði hann. — Þau gætu ekkert haft að athuga við það. — Nei, ef þau komast ekki að hinu sanna, sagði hún. En þau myndu komast að sannleikanum. — Nei, það gera þau ekki, svaraði hann rólega- Þau hafa ekki hugmynd um, hvað frú Bracebridge tekur sér fyrir hendur. Það eru svo margar frúr^ sem fara með þernum sínum í ferðalög. Hvers vegna getur þú þá ekki sagt, að hún hafi heimtað að þú færir með sér — og farið svo. — Héldurðu, að ég gæti það? spurði hún. — Já, það er áreiðanlegt, sagði hann. — Hvað ætti að geta hindrað það? Hún velti málinu fyrir sér, og henni fannst ráða- gerðin framkvæmanleg. Svo horfði hún á hann og henni datt í hug, að sambúð hennar við þennan. mann yrði sennilega þess valdandi, að hún yrði móð- ir á ný. En það fylgdi því töluverð ábyrgð að ala barn, og hún vildi ekki eiga það á hættu að eiga annað barn við sömu skilyrði og áður. Hún gat ekki talað um barn sitt, en samt varð hún að láta í ljós, það sem hún hafði í huga. — Ég .... sagði hún, en gat svo ekki lokið setn- ingrmni. — Já, sagði hann — hvað langar þig til að segja? — Ég vil ekki eignast börn, sagði hún að lokum og leit niður. Hann starði á hana og hreinskilni hennar fékk mjög á hann. — Þú ert ágæt stúlka, Jennie, sagði hann. Þú ert töfrandi. En þú skalt engar áhyggjur hafa út af þessu atriði. Það eyu til mörg ráð við því. Þú þarfi ekki að eignast barn, nema þú viljir það sjálf, og og ég skal ekki neyða þig til þess. Hann sá, að hún var mjög undrandi á svipinn. . — Já, svona er það, sagði hann. Þú trúir méc ekki. Heldurðu að mér sé þetta ekki kunnugt..

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.