Alþýðublaðið - 21.01.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.01.1941, Blaðsíða 4
MUÐJUDAGUR 21. JAN. 1941. DDAR SÓGUB vmsfraíga böfunda. 153KT------- ÞÝDDAB eftir 11 hennsfræga SÖGU ÞEIÐJUDAGUR Næturlæknir er í nótt María Hallgrímsdóttir, Grundarstíg 17, sími 4384. : Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnarapóteki. ÚTVARPIÐ: 20,30 ..Fundið Eldorado“, eftir Stephan Zweig. Upplestur (Pétur Pétursson bankarit- ari). Skíðaíæri var gott um helgina á Skálafelli og í Hengli. Fóru nokkrir K.R.- ingar á skíði og fengu bezta veður og færi. Forðum í Flosaporti, revyan 1940, ástandsútgáfan yerður sýnd annað kvöld kl. 8V2. Varðbáturinn „Óðinn“ kom nýlega inn til Hafnarfjarð- ar með vélbátinn „Vestra“ frá ísafirði. Hafði bilað vélin í „Vestra", en hann er gerður út frá Hafnarfirði, síðastliðna sunnu- dagsnótt. Hjónaband. Nýlega voru gefin saman í hjónaband á Húsavík ungfrú Hólmfríður Sigurðardóttir og Þór Pétursson útgerðarmaður á Húsa- vík. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú' Sigríður Helgadóttir og Hallgrímur Steingrímsson, Túnsbergi í Húsavík. F.U.J. Munið leikfimina í kvöld á venjulegum stað og tíma. inCHYSTJÓRNIN Frh. af 1. ;síðu. um, að Þjóðverjar krefjist nú ekki aðeins þess, að Laval verði aftur utanríkismálaráðherra, heldur og, að Pétain marskálk- ur leggi sjálfur niður völd og Flandin, núverandi utanríkis- málaráðherra taki við forsætis- ráðherraembættinu í hans stað. Fiskur lækkar mjög i verði. IDAG tilkynna fisksalar að fiskur lækki allvemlega í verði. Laekkar ýsa um 20 aura kg. og þorskur um 15 aura. kg. Hvort hér er um .'ækkun til frambúðar að ræða er ékki hægt að segja um, en vonandi er það samt. — Þá mun nú v ra heldur meira um fisk en verið hefir og mun það valda lækkuninni, enda er dágóður afli í öllum nær- liggjandi verstöðum. Siglt á togar- ann Skailagrím ISÍÐUSTU Englandsför togarans Skallagríms sigldi á hann ljóstlaust skip úti á reginhafi í myrkri og lask- aði hann. Ekkert slys varð á mönnum í sambandi við áreksturinn og gat Skallagrímur haldið áfram til Englands. Ekki er kunnugt .hvaða skip það var, sem sigldi á Skalla- grím. HITLER OG MUSSOLINI Frh. af 1. síðu1. lega einhver af æðstu herfor- ingjum Mussolini.s, en ókunn- ugt er, hvort það hefir verið sjálfur yfirhershöfðinginn, Ca- vallero, eða einhver annar. Mikið er rætt um það víðs vegar um heim, hvað þessi fund- ur einræðisherranna mimi boða, og þykir að minnsta kosti líklegt, að auknar hernaðaraðgerðir fari á eftir við Miðjarðarhaf, en um hitt, hvar það verði, eru uppi áðeins getgátur einar. Sumir ætla, að það verði á Balkaur/ skaga og að Hifler muni nú loksins gera alvöru úr ])vi, að senda her frá Rúmeníu yfir Búl- garíu til Cirikklands, til þess að koma hinum aðþrengda möndul- bróður sínium i Albaníu til hjálpar. En aðrir hyggja, að Hitler muni fyfst «m sinn láta sér nægja að hálda áfram loft- árásuuum á Malta og herskipa- flota Breta í Miöjarftarhafi, sem nú þegar öru byrjaðar. Bretar taka öllum fregnium um fyrirhugaðar * 1 hemaðarlegar að- gerðir við Miðjarðarhaf með ró, Þeir segjast vera við ölht búnir, hvar sem áfás yrði hafin. „HLIF“ í HAFNARFIRÐI Frh. af 3. siðu. þessari kaupdeilu ? Það hlauzt þú og Sjálfstæðisflokkurinn að vera, eftir ykkar eigin kenningum lum afstöðu Alpýðiflokksmanna til veakálýðsr.aálanna, það er að segja, ef þið eruð þessir miklu verkalýðsvinir. Eða kannske þú hafir trú á því, að það hefðu náðst betri samníngar, ef Alpýöu- flokkurinn hefði haft einhver af- skipti af kaupdeilunni? Komdu með skýr svöf við þessu. 8. Þú lýstir því hátíðlega yfir, þegar þú' varst nýkiominn í valdiar fetólmn 1 fyrra, að þú skyldir sjá um réttlátari vinnusikiptingu hér í Hafnarfirði, en veriS hefir. Hverjar eru efndirnar, verkamenn góðir? — Hlifarst jórnin hefir einmitt nú haft með höndum út- jhlutiuTi mikillar vinnu. Hafi -nokk- j um tíma. verið „sorterað" í vi,nnu, þá er það nú. — Eða vill Hermann Guðmunidsson :>g ísleifur Guðmiundsison halda ])ví fram, að við verkamenn tel'jum það réttláta vinnuskiptingu, sem nú hefir gilt í Bretavinnunni hér í haust? Er s'lík vinnumiðlun sú iréfta í augum Sjálfstæðisforingj- anna? Það þýðir ekkeft fyrir Hermann a'ð vera með þetta yf- irklór’ í Morguniblaðmu. Þaö veit’ allur bærinn, hver hefir haft út- hlutun þessarar vinnu með hönd- um, og það veit jafnframt állur' bærinn, hvefnig það heíir verið ■ NYJA BIO ■ [óað fljðga fleiri I en englar. Only Angels have Wings. Ameríksk stórmynd frá Columbia Film. Aðalhlutv.: Gary Grant, Jean Arthur, Rita Hayworth og Richard Barthelmess. Sýnd klukkan 7 og 9. BiCAMLA BIOBi Við hittnmst siðar! Skemmtileg og hrífandi fögur amerísk kvikmynd frá RKO Radio Pictures. Aðalhlutverkin leika hin- ir vinsælu leikarar: IRENE DUNNE og CHARLES BOYER. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Jarðarför okkar elskulega sonar og bróður, Lúthers Guðmundssonar, er létzt á Hafnarfjarðarspítala þann 12. þ. m., fer fram frá heim- ili okkar, Selvogsgötu 24, Hafnarfirði, fimmtudaginn 23. jan. kl. 1.30 e. h. Friðrikka Bjarnadóttir. Guðmundur Þorvaldsson og börn. FerðBH I Flosaporti ASTANDS-UTG verður leikið í Iðnó annað kvöld Aðgöngumiðar seldir frá kl. og eftir kl. 1 á morgun. — Sími Revyan 1940. gert. Ef hugmyndin hjá þér að framkvæma svona vinnuskiptingu ef þú hefðir aðstöðu til að út- hluta allri vinnu hér? i £g ætla nú ekki að veita þér jmeira ver'kefni í biii, þó að margt mætti enn tína til. — Þú virð- ist friða þíná samvizku með þvi að kenna öðium um ó- farirnar, sbr. gtein þín í Morg- uuhlaðinu. — Þa& á að 'vera meðál annars Dagsbrún aðkenna að ekki náðust betri samning- ar hér, — Kannski það hafi ver- ið henni að kenna líka öll hand- ýömmin i þessari deilu frá byrjun til enda? — Annars get ég nö orðið, því miður ekki tekiðDags- brún til neinnar fyrirmyndar, þeg- ar hún hefir nú á sér þann ó- lánsskugga að hafa grýtt Jón Báldvinsson og feomið honum á kné. ( Verkamaöur. 61. THEODORE DREISER: JENNIE GERHARDT Daginn, sem húsgögnin voru flutt inn, stóðu þær frú Gerhardt, Martha og Veronika tilbúnar að koma þeim fyrir og gera hreint. Þegar fjölskyldan sá þessi mörgu og stóru herbergi og flalega garðinn um- hverfis húsið, varð hún töfruð af hrifningu. En hve hér var fallegt. George athugaði nýju gólfdúkana, Og Ðas skoðaði þá með athygli. Frú Gerhardt gekk um sem í draumi. Hún gat ekki trúað því, að þetta væri veruleiki. Gerhardt kom síðastur. Og hann gat ekki heldur varizt hrifningu. Þegar hann sá ljósahjálminn yfir borðstofuborðinu gat hann ékki orða bundizt. — Þetta er nú ekkert smáræðis skraut. Og jafnvel Gerhardt var hæstánægour. v TUTTUGASTI OG SJÖTTI KAFLI. Það væri hinn mesti óþarfi að skýra frá atburð- unum næstu þrjú árin. Hagur fjölskyldunnar hafði nú batnað stórum og hún hafði öðlast það sjálfs- traust, sem hún hafði aldrei átt meðan skorturinn svarf að. Auðvitað var það Jennie að þakka og manni þeim,, sem hún elskaði. Stöku sinnum sáu þau Lest- er, það var þegar hann kom í verzlunarerindum til Cleveland. Kom hann þá oft ásamt Jennie og' bjuggu þau þá í beztu herbergjunum uppi á loftinu. Hún varð þá oft eftir um tíma, en svo kom skeyti frá þonum og varð hún þá að fara til hans, hvort sem hann var þá staddur í Chicago, St. Louis eða New York. Ein helzta skemmtun hans var sú, að fara með hana til hinna frægu baðstaða, St. Clemens, eða Saratoga. Þar dvöldu þau stundum í hálfan mánuð eða mánuð. Honum var það Ijóst, að hann leiddi vandræði yfir hana með þessu háttalagi sínu, en hann gat ekki séð, hvernig fara ætti að því að losa hana við þá erfiðleika, sem voru samfara samlífi þeirra. Gerhardtfjölskyldan undi þessu vel fyrst í stað. Jennie hafði sagt heima hjá sér, að hún væri gift, að vísu hafði hún ekki sýnt giftingarvottorðið, en hún hagaði sér eins og g-ift kona. En hún fór aldrei til Cincinnati, þar sem fjölskylda hans bjó, og eng- inn af ættingjum hans heimsótti hana nokkru sinni. Auk þess var hann mjög einkennilegur eiginmaður. • Ilann var svo sjaldan hjá konu sinni. Stundum liðu vikur og mánuðir þannig, að hann sá hana ekki. Og stundum fór hún til hans og dvaldi hjá honum aðeins í örfáa daga. Bas, sem nú var orðinn 25 ára gamall, hafði kaup- sýslumannshæfileika og langaði út í heiminn, hafði grun um, að ekki væri allt með felldu. Hann hafði nú hlotið töluverða lífsreynslu og hann hafði eitt- hvert hugboð um, að ekki væri allt eins og það ætti að vera: Georg, sem var orðinn 19 ára og hafði fengið .nokkurn veginn örugga stöðu og hafði fram- tíðarvonir, var líka órólegur. Hann -fann, að eitthvað var að, þótt hann gæti ekki gert sér neina grein fyrir því, hvað það væri. Marta, Í7 ára gömul, var enn þá í skóla ásamt þeim William og Veroniku. Þau höfðu öll fengið að læra eins lengi og þau lysti, en þau fundu, að ekki var andrúmsloftið gott á heim- ilinu. Og nágrannarnir höfðu sínar grunsemdir. Þeir vissu um það, að Jennie átti barn. Og að lokum fekk Gerhardt sjálfur grun um, að eitthvað væri bogið við sambúð þeirra. Hann langaði stundum til að spyrja hana, hann hélt að hann gæti haft áhrif á, að þau höguðu sér öðruvísi — en það versta var, þegar skeð. Og nú var allt undir þessum manni komið að hans áliti. Nú var frú Gerhardt farin að reskjast. Alla ævi hafði hún verið heilsuhraust. En nú fór heilsan að bila. Hún var mjög þreytt á kvöldin og átti erfitt með að ganga upp stiga. Mér líður ekki vel, sagði hún oft — ég held að ég sé að verða veik. Jennie varð nú óróleg og stakk upp á því, að hún skyldi fara á baðstað, sem var þar nálægt. En frú Gerhardt vildi það ekki. — Ég held, að það komi ekki að neinu gagni, sagði hún. Hún gat setið auðum höndum stundum saman og stöku sinnum fór hún í ökuferð með dóttur sinni. En haustdrunginn gerði hana þunglynda. Ég þoli ekki að vera veik á haust- in, sagði hún. — Þegar ég sé blöðin falla, þá hugsa ég sem svo, að ég komizt aldrei á fætur aftur. — Ó, mamma, þetta máttu ekki segja, sagði Jennie. Og hún var mjög krædd. Bas hafði hugsað sér að ganga í hjónaband og yfir- gefa heimilið, en nú hætti hann við það. Gerhardt

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.