Alþýðublaðið - 25.01.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.01.1941, Blaðsíða 2
/ LAUGARÐAGUR 25. JAN. 1941. ALÞÝÐUBLAÐBÐ CWIE HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Verð hlutamiða og upphæð vinninga hækkar um þriðjung. Vinn ingar verða @000« auk 30 ankavinníngay en voru áður Vinningafúlgan verður 1 millj. 400 þús. í stað 1 miiij. Vinningar hækka« sem segir: Vinningar áður: Vinningar nú: Þar af aukavinningar: 1. flokkur 200 36200 kr. 357 85000 krónur •7 9400 krónur 2. — 250 47000 — 353 86300 — 3 4400 — 3. — 250 48800 — 402 87700 — 2 400 — 4. — 300 56600 — 402 90600 — 2 400 — 5. — 300 63400 — 402 91900 — 2 400 —— 6. — 350 71600 —r 452 100100 — 2 400 — 7. — 400 83400 — 502 110500 — 2 400 ■ . ■ 8. — 450 90200 — 552 117300 — 2 400 —■ 9. — 500 103900 — 602 130600 — 2 400 •V'J 10. — 2000 448900 — 2000 500000 — 6 3000 Ætissagii ákvæilai um skatffrelsi viuninga. Sala hefst i dag. ----— UM DAGINN OG VEGINN------------------ Bréf og samtal um kosningarnar í Dagsbrún. Álit tveggja verkamanna. Skammirnar í blöðunum og hinar tilhæfulausu úylgjur. Enn um kolaverðið. ------ ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. ------ VIÐTAL VIÐ HAR. GUÐM. Frh. af 1. síðu. lýðsfélög eiga að staxfa. — Mér bykir rétt að taka það fram, að ég tel sjálfsagt, að ákvörðun um inngöngu í Alpýðusambandið verði ekki. á annan hátt tekin af félaginu en með allsherjarat" kvæðagreiðslu." 'LOIíD HAIJFAX. Frh. af 1. síðu. an um það, að aldrei hafi sendiherra erlends ríkis verið sýnd önnur eins sæmd og Roosevelt sýndi honum með því að fara sjálfur til móts við hann á snekkju sinni. Wendel Willkie, keppinautur Roosevelts í forsetakosningun- um, kom tíl Lissabon í gær á leið til Englands. Er búist við, að hann mun.i aðeins hafa stutta viðdvöl í Portúgal og íara þaðan being leið til Bretlandseyja. fyrirspsri m her- nðm Islends í nedri deiiðlrezkahinisins AetkMf Eden svaraði. A© va sagt frá því í einu blaði hér í Reykjavík fyr- ir skömmu, að fyrirspurn heföi komið fram í neðri málstofu brozka þingsins um kostnaðinn við hernám íslands, og um það, hvort ekki þætti tiltækilegt að fá Bandaríkin til að taka þátt í hernámi landsins, eða jafn- vel að taka það algerlega á sín- ar herðar. Nánari fregnir hafa nú borizt hingað af þessari fyrirspurn og þvi svari, sem gefið var við henni. Það var jækktur þingmaður, Josiah Wedgwood höfuðsmaður, sem gerði fyrirspumina, og var hún á þá leið, hvort hermálaráð- herrann vildi gefa málstofunni skýrslu um kostnaðinn af her- námi ísiands, og hvort hann væri reiðubúinn til þess að íhuga möguleika á því, að Bandaríkin tækju þátt í hernáminu, eða kæmu alveg í stað Breta hvað það snerti, til J>ess að hægt væri að draga úr útgjöidum Bneta við hernániið og leysa her þeirra á íslandi af hólmi. Það vaT Anthony Eden, þáver- andi hermáiaráðherra, en núver- andi utanríkismálaráðherra, sem varð fyrir svörum, og var svar hans mjög stutt. Hann sagðist ekki vera reiðubúinn tii að gefa neina opinbera skýrslu ems og ta'að væri Uim í fyrri hluta spum- ingarinnar, og það sem síðari hluti spurnjngarinnar fjallaði um, kæmi ekki til greina undir núver- andi kringumstæðuni. Fyrirspumin er ekki sögð hafa vakið neina sérstaka athygli í bnezka þinginu. SKÓLAFÖTIN úr , FATABÚÐINNI. Auglýsið í Alþýðublaðinu. DAGSBRÚNARKOSNINGARN AR eru að vonum mjög' til umræðu manna á meðal, enda er hér um að ræða kosningar í fjöl- mennasta stéttarfélagi landsins og þó að ég geti ekki séð að það sé neitt skemmtiverk að eiga að taka við stjórn á þessum félagsskap, þá eru kosningarnar sóttar fast. ÉG FÉKK BRÉF í gær frá verkamanni um þetta mál og seg- ir hann meðal annars í bréfinu, sem er því miður svo langt, að ég get ekki birt það í heild hér: „Ég hefi aldrei skrifað blaðagrein, en mig hefir þó aldrei langað eins mikið og nú til að segja félögum mínum í Dagsbrún álit mitt. Ég held að ógæfa okkar verkamanna og tap okkar t. d. núna stafi af því fyrst og fremst, að við höfum sjálfir eltki haft einurð til að stjórna félagsmálum okkar.“ „ÞAÐ ER EKKERT VIT í ÞVÍ fyrir okkur að þola það, að kom- múnistarnir vaði eins uppi á fund- um okkar og raun hefir verið á. Það er áreiðanlegt, að starfsemi þeirra er undirrót alls þess illa, sem hent hefir félagsskap okkar." „EN FYRST TÓKST ÞEIM að koma tilgangi sínum fram þegar þeir fengu Héðin til að bíta á sam- fylkingaragnið. Með aðstoð hans tókst um stund að riðla þann hóp, sem áður hafði staðið saman sem heild og verndað félagsskapinn. Þegar þessi maður brást, í. þeirri miklu trúnaðarstöðu, sem hann var, komst ringulreið á allt og sendlingar atvinnurekenda innan félagsins, skoðanabræður og sam- herjar ',,strækubrjótanna“, seni við áttum mest í höggi við, hugsuðu sér til hreyfings, menn eins og Ax- el Guðmundsson og Gísli Guð- mundsson, sem eru ekki annað en skítpliktug þý vinnukaupenda." „ÉG HYGG að nú sé hins vegar að byrja að rofa til. Línurnar hafa skýrst. Kommarnir halda við sína gömlu stefnu, að sundra og splundra. Héðinn og íhaldið hafa beinlínis gert skriflegan samning um, að Dagsbrún skuli halda á- fram að niðurlægjast og einangr- ast, en við, sem erum í Alþýðu- flokknum, krefjumst að upp sé tekin gamla stefnan, sem allt af gafst bezt, þegar á reyndi, stefnan sú, að Dagsbrún sé í Alþýðusam- bandinu og starfi með öllum öðr- um verkalýðsfélögum. — Ég skora því á alla verkamenn, sem nokkuð hugsa um framtíðina og næstu kröfur okkar, að kjósa B-listann.“ FYRIR NOKKRUM ÁRUM var oft alað um það að tónninn í blöð- unum þyrfti að batna og að skammirnar og aurkastið ætti að minnka. Ég held að blaðamennsk- an hafi mikið batnað hvað þetta snerti um líkt leyti og núverandi stjórnarsamvinna hófst. (Engar kröíur í þessu efni er hægt að gera til kommúnista.) NÚ HELD ÉG að allt sé að fara í sama horf. Við skulum taka til dæmis dylgjur Mgbl. og Vísis um að Alþýðuflokkurinn og Alþýðu- blaðið hafi haft fjárhagsleg not af þjófnaðarmálinu í Dagsbrún og einnig af því að Bretar tóku í sín- ar hendur útborgun vinnulaun- anna. Slíkt er sorpblaðamennska af versta tagi. Ég fullyrði líka, að ritstjórar þessara blaða allir, Val- týr Stefánsson, Jón Kjartansson og Kristján Guðlaugsson, eru sann- færðir um að þessar dylgjur séu ástæðúlausar og að það sé helber lygi að Alþýðuflokkurinn hafi haft nokkur afskipti í þessa átt af þess- um málum. Og hvað segja mennt svo um að birta slíkt samt sem áður á sína ábyrgð? VERKAMAÐUR sagði í gær við- mig: „Alveg held ég að kommarn- ir séu vitlausir. Þeir halda að viS' verkamenn teljum það heppilegt, að' velja 'flokksmenn þeirra tii. að semja við atvinnurekendur um kaup og kjör, t. d. Breíana. Það lýsir heimsku þeirra að halda að við teljum það heppilegt, að senda menn eins og Zóphónías og Ed- vard til að semja við brezka setu- liðið, en það er nú stærsti at- vinnurekandinn hér, hvort seni það líkar betur eða verr.“ „EN ÍHALDSMÉNN?" sagði ég. „Héðni treysti ég aldrei og hinum á listanum treysti ég heldur ekki af þeirri einföldu ástæðu, að þeir höfðu ekki síðastliöið ár og hafa ekj<i aðra skoðun á neinu máli ea húsbændur þeirra í Sjalfsiæðie- flokknum — atvinnurekendUrnir.t£: „VINUR VERK AM ANNSTN skriíar mér út af bréfi verka- manns um kolir. og verðið á þeím: „Með því að verkamaður sá, er skrifar í dálki þínum um kolin og telur nauðsyn á að verðlagsnefnd athugi innkaupsverð á kclum þeim, er korna hingað til kola- verzlana með togurunum, virðist. ekki vera þessum málum kunnug- ur, langar mig til að .gefa honum og öllum þeim, er þeíta kunna að lesa, þær upplýsingar, að mikið af þeim kolum, er koma með togur- unum og flutt eru í port kolaverZl- ana, eru tekín til geymslu, en þá er togaraeigendur hafa. selt verzl- unum kolin, eru skilmálar þeir, að- verð verði endaniega akveðið þeg- ar næsta verðjöfnun fer fram. A£ þessu má sjá að innkáupsverð þessára lcola fer áreiðanlega ekéi fram hjá veról.agsnefnd. frekar ert öhnur innkaúþ.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.