Alþýðublaðið - 13.02.1941, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 13.02.1941, Qupperneq 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBR. 1941 Athugið! Vegna ráðstafana Barnaverndarnefndar í þá átt, að öll- nm börnum á skólaskyldualdri sé bannað að selja blöð, hefir skapast nýtt viðhorf hvað götusölu snertir, sérstak- lega í Reykjavík. Það er enn óráðið, hvernig reynt verð- ur að skipuleggja götusöluna í samræmi við hin nýju fyrirmæli, en hvernig sem úr því ræðst, þá leyfir Fáikinn sér að minnla á einföldujstu aðferðina til þess að fá blaðið. Og hún er þessi, hvað Reykvíkinga snertir: Símið eða komið á afgreiðslu blaðsins, Bankastræti 3, sími 2210, og Gerist áskriKeaður Ef ekki, þá kaupið blaðið á næsta útsölustað, en þeir eru þessir, í Reykjavík: Bókastöð Eimreiðarinnar Bókaverzlun ísafoldarprentsmiðju Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar Helgi Hafberg, kaupm. Laugaveg 12 Jafet Sigurðsson, Bræðraborgarst. 29 Sveinn Hjartarson, bakaram. Bræðrab.st. 1 Konfektg. „Fjóla“, Vesturgötu 29 Verzl. Vesturgötu 59 Hótel Borg Benedikt Friðriksson, skósm. Laugaveg 68 Kaffistofan, Laugaveg 72 Kaffistofan, Laugaveg 81 „Alma“ Laugaveg 23 Sælgætisverzl. Kolasund Bakaríið Miðstræti 12 Bókaverzlun Vesturbæjar, Vesturgötu 23 Verzl. „Drangey“, Grettisgötu 1 Framnesveg 38 Blómvallagötu 10 Hofsvallagötu 16 (brauðbúð) Hafnarstræti 16 Tjarnargötu 1 (brauðbúð) Verzl. Rangá, Hverfisg'tu 71 Njálsgötu 106 Leifsgötu 32 Verzl. Ásbyrgi, Laugaveg 139 Þorsteinsbúð, Hringbraut 61 Bergþórugötu 2 Laugaveg 45 • Heimskringla, Laugaveg 10 Fálkagötu 13 T'”! Verzl. Hjalta Lýðssonar, Fálkag'ötu 2 Ávaxtabúðin, Týsgötu 8 Matstofan, Hverfisgötu 32 Tóbaksbúð Áusturbæjar, Laugavtg 34 Þorgrímsbúð, Laugarnesveg. Vlkublaðið Fálkinn. ■■■■■■■■■■■■■■MHUnUHHUUUUUUMUUn Danskt tímarit lýsir núver > andi ástandi á íslandi. —......-♦-------- Það segir, að IfmiEKtánfðld veri^ hækkun á vörum sé ekki óalgeng. -------—....- ... IDÖNSKU vikuriti, „Kritisk Ugerevue“, birtist þ. 17. janúar bréf frá íslandi, sem vikuritið taldi hafa „sloppið fram hjá ritskoðun“. Er ástand- inu hér á landi síðan brezka setuliðið kom lýst á eftirfarandi hátt: „Á íslandi er nú urmull af enskum og kanadiskum her- sveitum. Innrásarherinn telur allt að 90 000, en það eru um tveir þriðju hlutar íbúatölu ís- lands, og á hverjum degi bæt- ast nýir hermenn við. í Reykja- vík, höfuðborginni, þar sem mannfjöldinn hefir tilfinnan-' lega aukizt, voru í nóvember í haust 37 000 íbúar og að auki 35 000 brezkir hermenn. Tilraun hefir verið gerð til þess að koma hersveitunum fyrir í hermannaskálum, sem hrófað hefir verið upp í flýti, en yfirmenn allir leigja í einka- húsum mapna, en afleiðingin er sú, að einkahús og íbúðir eru yfirskipuð, og hefir það stórum aukið á húsnæðisvandræðin, sem þjáð hafa íbúa landsins um tuttugu ára skeið. Húsnæðis- vandræðin, sem af þessu stafa í borgum og þorpum, hafa vald- ið íslenzku þjóðinni alvarlegu heilsutjóni, ekki sízt þar sem. ensku hersveitirnar, gagnstætt hinum kanadisku, sýna íbúun- um mikinn yfirgang. Alvarleg veikindi herja nú íslendinga, einkum hinar fá tækari stéttir. Berklarnir, sem tekizt hafði að vinna bug á eft- ir áratuga harða baráttu, hafa nú gosið upp aftur, og valda almennu heilsutjóni. Kvillar, sem hingað til hafa verið nærri því óþekktir á íslandi, hafa aukizt skyndilega, og er það af- leiðing af því, hve yfirmenn- irnir hafa lítið eftirlit með her- mönnunum. Að hernáminu loknu verða íslenzku læknarnir að byrja aft- ur þar sem þeir voru staddir í byrjun áldarinnar. Hækkandi vöruverð hefir einnig áhrif á heilsufar almenn- ings. Það er ekki sjaldgæft, að verð á vörutegundum hafi hælckað um 1400—1500%. Syk- ur kostar nú kr. 6,40 kg„ en kostaði kr. 0,40 fyrir stríð, og saltið, sem er nauðsynlegt vegna fiskframleiðslunnar, kostar nú kr. 400,00, sama magn og áður kostaði kr. 30,00. Það er almenn skoðun á ís- landi, að hernám Breta hafi verið undirbúið löngu áður en það var framkvæmt." Þess er rétt að geta í sam- bandi við þetta bréf í „Kritisk Ugerevue1 að það tírHarit hefir aldreí þótt merkilegt. Og að sjálfsögðu hefir því ekki farið fram við það, að þýzku nazist- arnir hertóku Danmörku. Svar tii veitinga- búseiieadanna. ÚT AF YFIRLÝSINGU nokkurra veitingamanna í Morgunblaðinu í morgun um það, að ég undirritaður ásamt þeim stúlkum, sem eru í samn- ingahefnd Sjafnar höfum í þeim samningaumleitunum er fram hafa farið ekki viljað í neinu víkja frá þeim kröfum, sem fyrst voru fram settar, vil ég taka fram eftirfarandi: 1. Eins og ég tók fram í Al- þýðublaðinu þ. 8. þ. m. lýsti ég því ákveðið yfir á þeim fyrsta og einasta sameiginlega fundi, sem við áttum saman, og á sátu flestir, ef ekki allir þeir veit- ingamenn, sem setja nafn sitt í Mgbl. í morgun, að þær kröf- ur, sem gerðar voru, væru að- eins frumdrög að samningi og væri tilætlun okkar, að slaka til á hinum ýmsu liðum, sem og hefði verið gert, ef veitinga- menn hefðu viljað koma á móti að einhverju leyti. 2. Eftir að ríkissáttasemjari tók málið að sér og fór að leita sátta, sagði ég honum einnig, að tilætlunin væri að slaka til á kröfunum. 3. Á þeim síðasta fundi er við vorum kölluð á til sáttasemj- ara, ásamt veitingamönnum, vorum við ákveðin í því að koma með tiiboð er fól í sér lækkun á kröíunum, til veit- ingamanna, þrátt fyrir það, þótt þeim hefði borið samkvæmt þeirri venju er skapast hefir, að koma með tilboð fyrst. En vegna þeirra fáránlegu skilyrða sem veitingamenn settu þá, um að við yrðum að láta allar fé- lagsbundnar stúlkur hætta alls- staðar, áður en við okkur yrði rætt um þessa hluti af hálfu veitíngaimanna, kom þetta til- boð okkar aldrei til þeirra, en við vorum hins vegar búin að tilkynna sáttasemjara þessa á- kvörðun okkar, Síðan þetta gerðist, hefir ver- ið samið við Ingólfs Café, Iðnó, Central og Hvol, og er „Sjöfn“ að sjálfsögðu reiðubúin til þess að gera í öllum höfuðatriðum sams konar samninga við hin FjðlritarioD, aem nnd irrótnrsbréfið var fjðlritað ð. Yfirlýsing frá stjórn Sam- bands fsl. berblasjáklinga. ALÞÝÐUBLAÐINU hefir borist leftirfarandi yfirlýs- ing frá miðstjóm Sambands ísl. berklasjúklinga: „Sökurn þess að Alþýðublaðið hefir tvívegis fullyrt, að dreifi- bréf það, sem málaferli hafa nú risið út af, hafi verið fjölritað á fjölritara ,sem sé eign Sam- bands íslenzkra berklasjúklinga og lánaður af skrifstofu þess, vill miðstjórnin taka fram eftir- farandi: 1. Sámbandið hefir ,enn sem komið er enga skrifstofu. 2. Sambandið á engan fjölrit- ara, og hefir aldrei átt. I miðstjóm S. í. B. S. Reykjavik, 8. febrúar 1941. Kristinn Stefánsson. , Oddur ölafsson. Jón Rafnsson. Andrés Straumlaand. Gísli Guðmundsson. Sigurleifur Guðmimdsson." Frambnrður finlrésar Stranmlands. Alþýðublaðið skilur það vel, að stjóm Sambands íslenzkra berkla- sjúklinga vilji gjama halda sam- bandinu utan við þetta leiðáinlega mál. En það verður þó að teljast furðulegt, að hún skuli gefa þanuig orðaða yfirlýsingu, þar sem henni mun vera fullkunnugt um það, sern formaður sambands- ins, kommúnistinn Andrés Straumland, hefir’ borið fyrir rétti um fjölritarann, sem undiTróðurs- bréf kommúnista var fjölritað á. En fyrst að stjöm Sambands íslenzkra beikla'sjúklinga lætur svo í yfirlýsingu sinni, að henni sé ekki kunnugt um þenrian framr burð, þá vi'll Alþýðublaðið hér tmeð gera það heyrinkunnugt, að Andrés Straumland var kallaður fyrir rétt 20. jan. s. 1., eftir að Eggert Þorbjamarsioin hafði lýst þvi yfir, að hann hefði fengið fjölritarann hjá honum. Og er bókun réttarins um framburð hans á þessa Leið: „Vitnið Andrés Straumland: Fyrir um ári síðan hafði hann undir hönduim fyrir samband ís- lenzkra beiklasjúklinga fjölritun- aráhald, er rnaður á Akranesi ætlaði að selja sambandinu, en aldrei hefir orðið úr kaupum á. Eggert Þorbjamarsion ætlaði að reyna að geria við fjölritunar- áhalidið og fékk það í hendur, og mun það vera í hans vörzlum enn, eftir því sem vitnið bezt veit.“ önnur veitingahús, vitanlega þó að því tilskildu, að veitinga- menn taki aftur til vinnu þær stúlkur, sem hjá þeim voru, þegar vérkfallið hófst, ef þær þá óska þess. Vil ég ennþá taka það fram, að það, sem ég hefi áður sagt í þessu máli, er rétt, og vísa ég hérmeð ummælum téðra veitingamanna aftur heim til föðurhúsanna sem algerlega^ó- sönnum. Jón Sigurðsson. WILLKIE Frh. af 1. síðu. mönnum með sérþekkingu, að Bandaríkin gætu vel séð af slíkum tundurspillafjölda til Breta. Willkie sagði þetta í ræðu, sem hann flutti í New York í gærkveldi. Hann sagðist vera nýkominn frá landi, þar sem frjálsir menn berðust nú fyrir því, að varðveita framtíð lýð- ræðisins í heiminum. Það væri skylda Bandaríkjanna »6 styðja þá í þeiri baráttu. Gætu Bandaríkin, spurði Willkie, varðveitt lýðræðið hjá sér, ef það yrði myrt í Noregi, Dan- mörku, Hollandi, Belgíu, Frakk landi og — Englandi? Ég efast um það. Dýrtíðaruppbót hinni epinbern starfs- manna. Á hverjnm stendnr? IGREINARSTÚF um launauppbót opinberra starfsmanna í Vísi í gær, sem heildsalablaðið segir vera eftir „einn af starfsmönnum hins opinbera“, segir: „Vakti það furðu mína, er Al- þýðublaðið fyrir skömmu gerði tilraun til þess, að kenna fjár- málaráðherra um, að ekki er búið að taka ákvörðun enn um kröfur starfsmanna ríkisins." Um þetta er það að segja, að Alþýðublaðið hefir að vísu ekki gert neina slíka tilraun. En það hefir bent á það, að dýrtíðar- uppbót opinberra starfsmanna sé mál, sem heyri undir fjár- málaráðherrann, og spurt, hversvegna hann hefjist ekki handa um útgáfu bráðabirgða- laga til þess að opinberir starfsmenn fái nú þegar fulla dýrtíðaruppbót á laun sín eins og aðrar launastéttir landsins. Greinarhöfundurinn í Vísi viðurkennir, að „dýrtíðin er svo þungbær orðin, að þeir — þ. e. opinberir starfsmenn — þurfa fullrar uppbótar, ekki síður en aðrar stéttir, og án þess þetta dragist lengur.“ En hverjum er um dráttinn að kenna hingað til? Á hverjum stendur? Það er fjármálaráðherrann, sem mál- ið heyrir undir. Hvers vegna hefst hann ekki handa? É dýr t Hveiti bezta tegund, 60 aara kg. Hveiti 7 lbs. 2,25 pokinn. Hveiti 10 lbs. 3,45 pokinn. Flórsykur 0,65 au. 1/2 kg. Kokosmjöl 1,50 au. V2 kg. Síróp, dökt og iljóst. Gerduft. Ný egg. Tjarnarbúóin Tjaruargötu 10. — Sími 3576L BREKKA Ásvallagötu l. — Sími 1678.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.