Alþýðublaðið - 13.02.1941, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 13.02.1941, Qupperneq 4
FIMMTUDAGUR 13. FEBR 1941 Bókin er Bokin er ÞÝDDAR S Ö G U R lif KWMiraf mXlDZl ÞÝDDAR SÖGUR eftir eftir 11 heimsfræga höfunda. mrnMMÆT A MáP 11 heimsfræga höfunda. FIMMTUDAGUR sögu fánamálsins. Útgefendur eru Égill Bjarnason, Guðjón Halldórs- son og Magnús Jónsson. Næturlæknir er Kristján Hann- esson, Mímisvegi 6, sími 3836. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ■ ÚTVARPIÐ: 18.30 Dönskukennsla, 1. fl. 19,00 Enskukennsla, 2. fl. 19,25 Erindi: Uppeldismál X, (dr. Símon Jóh. Ágústsson). 2Ó,00_ Fréítir. 20.30 Erindi: Sjúkdómar á styrj- aldartímum (dr. • med. Gunnlaugur Claessen). 21,00 Útvafpshljómsveitin: Laga- syrpa eftir Beethoven. 21,20 Minnisverð tíðindi (Sigurð,- ur Einarsson).’ 21,40 „Séð og heyrt“. 21,50 Fréttir. Dagskrárlok. Sjúkdómar á styrjaldartímum heitir erindi, sem' dr. med. • Gunnlaugur Claessen flytur í út- varpið kl. 20,30 í kvöld. Kirkjuhljómleika hélt karlakórinn Geysir, undir stjórn Ingimundar Árnasonar, s.l. sunnudag í Akureyrarkirkju. Kór- inn söng 9 lög. Tókst söngurinn vel. Einsöngvarar voru: Gunnar Magnússon, Hermann Stefánsson og Kristinn Þorsteinsson. En auk þeirra söng Þorsteinn Hannesson frá Siglúfirði þrjú lög með undir'- leik frú Jórunnar Geirsson. Að- sókn að hljómleikunum var svo mikil, að hvert sæti var skipað. Ágóðinn af hljómleikunum gekk til kirkjunnar. Hvítbláinn heitir nýútkominn bæklingur eftir Jón Emil Guðjónsson. Hefir pésinn inni að halda drætti úr Meira um kvenfólklö og setuliðlö kemur út i fyrramál ■ ið með myndum. (Teikningum). Les- ið nýjustu sögurn- ar um kvenfólkið. Söludrcngir! Há sölulaun! Kom ið í bókabúðina á Laugavegi 18 i fyrramálið og vinnið ykkur inn góð daglaun. Nýtt kvennablað, 6. tbl. fyrsta árgangs er nýkom- ið út. Efni: Auður Auðuns: Um barnsmeðlög, Ásta: Til fánans, kvæði: Þorsteinn Jónsson: Hús- mæðraskóli í Reykjavík, Oddný Guðmundsdóttir: Þáttur konunnar í menningarsögunni, María J. Knudsen: Frú Jónína Jónatans- dóttir o. m. fl. Hvöt, blað bindindisfélaga í skólum, 1. hefti þessa árgangs er nýkomið út. Efni: Helgi Sæmundsson: í tilefni dagsins, Jón Kr. ísfeld: Myndir — Minningar, Þorsteinn Þ._ Víglunds- son: Frelsi -— áþján, Guðmundur Sveinsson: Á öræfum, Magnús Jónsson: Tóbakið og S.B.S., Þor- valdur Sæmundsson: Verndum þjóðernið, Hverju svarar þú? kvæði eftir Halldór Kristjánsson, Guðjón Halldórsson: Sæluhús við þjóðbraut, Starfsemi S.B.S., Jón Emils: Tvær baráttuaðferðir, Halldór Kristjánsson: Guðsneist- inn í mannssálinni, Shimazeiki Toson: Siglt norður sundið, Guð- mundur Sveinsson: Hrannir tím- ans, kvæði. Alþingi verður sett n.k. laugardag. Guðs- þjónustunni verður útvarpað frá dómkirkjunni, en hún verður ekki opin fyrir almenning vegna sam- komubannsins. Séra Sigurbjörn Einarsson predikar. Flestir þing- menn munu nú vera komnir til bæjarins, nema Austfirðingarnir. Næturvarzla bifreiða: Aðalstöðin, sími 1383. Ðrykkjuskapur hefir verið óvenjulítill undan- farna daga. Tveir eða þrír menn ýoru teknir úr umferð í nótt og enginn í fyrrinótt. Með'Iimir Alþýðuflokksfélagsins, sem eiga ógreidd ársgjöld fyrir árið 1940, eru áminntir um að greiða þau sem allra fyrst. Skrif- stofa félagsins er í Alþýðuhúsinu, 6. hæð, opin 3—-7 daglega. TUSKUR. Kaupum hreinar ull- ar og bómtillartuskur hæsta verði. Húsgagnavinnustofan, Baldursg. 30 . KJÖTVERÐIÐ Frh. af 3. síðu. neytendur, að ákveða verðið á kjöti: i eitthvað lægra hér innan- lands í haust, en gert var, og selja jieim mun meira af því á innlendum markaði, heldur en að spénna verðið hér heima upp úr öllu valdi og auka með því dýr- tíðina, en verða síðan að flyfja kjötið út fýlir miklu lægra verð, eins og inú hefir verið viðurkennt. Það virðist að minnsta kosti sízt sitja á þeim mönnum, seni fyrir slíkri verðhækkunarskrúfu á kjötinu/nafa genigizt, að koma nú fram fyrir almenning með kvartanir og kvein yfir fyrirsjá- anlegri hækkun kaupgjaldsins við landbúnaðarvinnu. Því að hverjum er um hana að kenna, öðrum en þeim sjálfum og þeixri svikamyllu, sem þeir hafa haft í framrni til þess að hækka verðið á kjötinu og öðruni innlendum lífsnauðsynjum almennings? BRETAR GREIÐA UPPBÓT Á ÚTFLUTTAR AFURÐIR Frh. af 1. síðu. pr. stk. Ull I. fl.: Kr. 6,50 pr. kg. Verð á öðrum ullarflokkum tilsvar- andi.“ Fylgir tillögunni alllöng greinargerð. (Sjá enn fremur leiðara blaðsins í dag.) nmmuuuumiuu Dtsgleg stálka vön matartilbúningi ósk- ast til norska sendiherr- ans 1. marz. Snúa ber sér persónulega til frú Es- marck, Hótel Borg. mmxkmmámzm Útbreiðið Alþýðublaðið! Auglýsing. Vegna inflúenzufaraldurs hefi ég, samkvæmt ósk hér- aðslæknis, ákveðið að banna allt skólahald og allar almenn- ar samkomur hér í umdæminu frá og með deginum í dag, . unz öðru vísi verður ákveðið. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu, Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, 10. febrúar 1941. BERGUR JÓNSSON. Msmæðraskóli Rvík- ir hefir keypt hðs. Sólvallag. 12 fyrir 100 þús. kr. ÚSMÆÐRASKÓLI Reykjavíkur hefir fest 1 aup á húsinu Sólvallagötu í 2. Er það mikið hús og veg- legt. Kostaði húsið 100 þús. kr. og var útborgun 30 þús. kr. Þegar hafa safnast til skól- ans um 23 þúsundir króna, en auk þess mun bæjarstjórn og ríkisstjórn styðja að málinu. Fjársöfnunin heldur hins vegar áfram og hefir nefndin ákveðið að safna um 50 þús. kr. Baráttan fyrir húsmæðra- skóla í Reykjavík er gömul. Hefir Alþýðuflokkurinn hvað eftir annað flutt tillögur ura þetta mál í sambandi við fjár- hagsáætlun Reykjavíkur. Soffía Ingvarsdóttir bæjar- fulltrúi hefir ritað margar greinar hér í blaðið um þetta mál. Æfiníýri H. 0. Andersen: Svinahirðirinn og Hans klaufi. Bókav. ísafoldarprentsmiðju Jarðarför elsku litlu dóttur <)kkar og fósturdóttur Agnesar Hafdísar fer fram n.k. föstudag og hefst með bæn á heimili hennar, Vest- urgötu 33 B kl. 3 sd. • ^ ■ Halldóra Jónsdóttir. Anna Jónsdóttir. Sigurður Benediktsson. Þorvaldur Valdemarsson. 77 THEODORE DREISER: JENNIE GERHARDT Lestr átti erfitt með að koma orðunum upp. Systir hans horfði rannsóknaraugum um herberg- ið og sá, að hér var mjög heimilislegt. Einn af kjól- um Jennie hékk þar á stólbaki. Ilún leit á bróður sinn, og sá, að hann var einkennilegur á svipinn. Hann. var kuldalegur og þrjózkufullur á svipinn. — Þú hefðir ekki átt að koma hingað, sagði Lest- er, áður en systir hans fengi ráðrúm til að bera fram spurninguna, sem brann á vörum hennar. — Hvers vegna mátti ég það ekki?. hrópaði hún undrandi yfir þeirri óskammfeilni, sem bjó í orð- um hans. — Þú ert þó bróðir minn, eða er ekki svo? Hvers vegna ættirðu að vera að fela þig fyrir mér? Þetta er þokhalegt, það verð ég að segja, — og þetta býðurðu mér. — Klustaðu nú á mig, Louise, hélt Lester áfram og hagræddi sér í rúminu. — Þú þekkir lífið jafn- vel og ég. Það er engin ástæða til þess, að við íörum að rífast. Ég hafði ekki hugmynd um, að þú værir kornin. Þá hefði ég tekið á móti þér annars staðar. Ég hefði þá hagað þessu öðru vísi. — Hagað þessu öðru vísi, sagði hún háðslega. — Já, ég held, að það hefði líka verið skynsamlegra af þér. Hún var mjög leið yfir því að hafa gengið í þessa -gildru. — Ég held, að það sé ekki skynsamlegt af þér að taka þessu svona, sagði hann og var nú farinn að roðna í kinnum. — Ég afsaka ekki framkomu mína. Og mér dettur ekki í hug, að biðja fyrirgefningar. Ef þú hneykslast á þessu þá ræðurðu því. Þú mátt það fyrir mér. — En, Lester Kane, hrópaði hún eldrauð í fram- an af æsingi. — Reyndar hefði ég álitið, að þú hag- aðir þér betur en þetta. Ég hélt, að þú myndir blygð- ast þín fyrir að lifa opinberu frillulífi. Og vinir okkar, sem eru hér um alla borgina. Þetta er hræði- legt. Ég hélt, að þú bærir meiri virðingu fyrir sjálfum þér. — Virðingu fyrir sjálfum mér! Þvættingur! hróp- aði hann fokvondur. — Ég hefi sagt þér, að ég bið ekki fyrirgefningar. Ef þér geðjast ekki að fram- komu minni, þá veiztu, hvað þér ber að gera. — Jæja, sagði hún. — Og þetta átti ég eftir að heyra af vörum bróður míns! Og það vegna þessarar manneskju! Og hver á þetta barn? spurði hún bál- reið, en þó forvitin um leið. ( — Það skiptir engu. En ég á það ekki. Og þó svo væri, að ég ætti það, þá skiptir það engu máli heldur. Ég bara kæri mig ekki um, að þú sért að skipta þér af mínum einkamálum. Jennie, sem hafði verið inni í hinni stofur.nl og heyrt það, sem systkinunum fór á milli, titraði af angist og kvíða. — Láttu þér ekki detta í hug, að ég skipti mér af einkamálum þínum framar, svaraði Louise. — En ég hafði hugsað mér, að þú, einmitt þú, hefðir litið svo stórt á þig, að þú gætir ekki farið svona að ráði þínu. Ög það er svo sem auðséð af hvaða. sauðahúsi hún er. Og ég sem hélt, að þetta væri aðeins ráðskonan þín. — Mér er nákvæmlega sama, hvað þú hélst, sagði hann. — tlún er betri en flestar hinar, sem þykjast þó hafa fengið einhvern snefil af svokallaðri mennt- un og eiga ríka ættingja. Ég veit vel, hvað þú hugsar. En það kemur í sama stað niður. Ég haga mér eins og mér sýnist, og þú mátt hafa það álit á mér sem þér þóknast. Ég ber ábyrgð á gerðum mín- um og hafðu engar áhyggjur út af mér. — Nei, láttu þér ekki detta í hug, að ég hafi áhyggjur þín vegna framar, svaraði hún. — Það er auðséð á öllu, að þú hugsar ekki um fjölskyldu þína. En ef þú hefðir borið einhvern snefil af vírð- ingu fyrir sjálfum þér, þá hefðirðu ekki látið systur þína ganga í þessa gildru. Ég er reið við þig, og það verða fleiri, þegar þeir fá að heyra þessa þokka- legu sögu. Hún snerist á hæli og gekk hnarreist. út. Um leið og hún fór fram hjá Jennie leit hún háðslega til hennar. Vesta litla var horfin. Jennie kom iim skömmu seinna og lokaði hurðinni á eftir sér. Hún, vissi ekki, hvað hún átti að segja. Lester hallaði sér aftur á bak á svæfilinn og þykkt hár hans var kembt aftur. Hann var þungbúinn á svipinn. — Fjandans óheppni var þetta. hugsaði hann. Nú myndl hún flýta sér heim og segja foreldrum hans cg systkinum frá þessu. Faðir hans myndi frétta þetta, móðir hans, Robert, Imogene, Amy — allir myndu frétta þetta. Og hann gæti ekki borið fram neina afsökun — hún hafði séð það sjálf. Hann starði á

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.