Alþýðublaðið - 12.03.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.03.1941, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 12. warz 1«41 Nokkra fraiparU af vænu ærkjöti seljum við næstu daga í heilu lagi fyrir kr. 1,80 pr. kg. PR¥ STIHÚSiD HERÐUBREIÐ, SÍMI 2678. bíður yður fjölbreyttustu vörurnar Uverpool uppfylllr kröfur fjðldans. Liverpool er búðin, sem yður hentar best að versla i. Alþýðusambandið 25 ára. framhald af 1. síðu. hugi um stofnun sambandsins- Stofnfundur Alþýousam- bandsins, sem um leið var fyrsta þing þess, var settur í Báruhúsinu 12. marz 1916 kl. 3¥a síðdegis af Jónasi Jónssyni frá Hriflu. Fundarstjóri var kjörinn Þorleifur Gunnarsson og ritari Jón Baldvinsson. Stofnþingið sátu 22 fulltrúar frá 7 félögum, en þau voru: Verkamíinnafélagið Dagsbrún, ALÞYSUBLAÐÉÐ Verkakvennafélagið Framsókn, Hásetafélag Reykjavíkur, Hið islenzka prentarafélag, Bókbandssveinafélag Reykja- víkur, Verkamannafélagið Hlíf í Hafn- arfirði og Hásetafélag Hafnarfjarðar. Af þessum stofnfélögum eru nú 5 í Alþýðusambandi íslands, sum með breyttum nöfnum. Fulltrúar á stofnþinginu voru þessir: Frá Dagsbrún: , Otto N. Þorláksson, Halldór Jónsson, Kjartan Ólafsson múrari, Jens Jónsson trésmiður, Helgi Björnsson skipstjóri, Jónbjörn Gíslason verkstjóri, Guðmundur Davíðsson kenn- ari. 'l Frá Framsókn: . Jórúna Jónatansdóttir, Carólína R. Hendriksdóttir, María Pétursdóttir, Elka Björnsdóttir. Frá Hásetafélaginu: Hannes Ólafsson sjómaður, Jónas Jónsson frá Hriflu, kennari, Ólafur Friðriksson ritstjóri, Jón Bach sjómaður. Þriír aðrir fulltrúar frá Há- setafélaginu sátu ekki þingið, voru úti á sjó, þeir Guðleifur Hjörleifsson, Eggert Brandsson og Guðm. B. Kristjánsson kenn- ari. Frá Hinu íslenzka prentarafé- lagi: Jón Baldvinsson, Pétur Lárusson. Frá Bókbandssveinafélaginu: Þorleifur Gunnarsson, Gísli Guðmundsson- Frá Hlíf í Hafnarfirði: Davíð Kristjánsson, Sveinn Auðunsson. Frá Hásetafélagi Hafnarfjarðar Jón Sveinsson. Á öðrum fundi stofnþingsins var fyrsta stjórn Alþýðusam- bands Islands kosin, en þá höfðu lög þess hlotið samþykki þingsins, með lítilli breytingu frá því, sem undirbúnings- nefndin hafði lagt til. í stjórnina voru kosnir: Fyrsti forseti: Otto N. Þor- láksson. Annar forseti: Ólafur Frið- riksson. Gjaldkeri: Helgi Björnsson. Ritari: Jón Baldvinsson. Meðstjórnendur: Jónína Jóna- tansdóttir, Sveinn Auðunsson og G’ uðm. Davíðsson. Varastjórn: Þorleifur Gunnarsson, Jónas Jónsson frá Hriflu, Davíð Kristjánsson. Áður en gengið var til kosn- ingar á stjórn var samþykkt svohljóðandi tillaga frá Otto N. Þorlákssyni: ,,Þeir, sem kosnir verða í sambandsstjórnina, mega á meðan þeir sitja í stjórn ekki í neinu öðru pólitísku félagi vera.“ Þessi ályktun lýsir betur en nokkuð annað hvers konar samtök verið var að stofna. Stofnun Alþýðusambandsins var einnig stofnun Alþýðu- flokksins. Þessu fyrsta þingi lauk ekki fyrr en 27. maí og hafði þá haldið 5. fundi. Gengið var frá stefnuskrá sambandsins, undir- búinn listi til landkjörs og ýms fleiri mál- Næsta þing sambandsins skyldi haldið um haustið sama ár. Hófst það 19. nóv. Á því þingi var kosin stjórn til tveggja ára. Hlutu þá kosningu: Jón Baldvinsson forseti. Davíð Kristjánsson varafors. Helgi Björnsson gjaldkeri. Jónas Jónsson ritari. Og meðstjórnendur: Jónína Jónatansdóttir, Sveinn Auðunsson, Ólafur Friðriksson, í varastjórn: Guðm. Davíðsson, Eggert Brandsson, Gísli Kristjánsson, Hafnarf. Á stjórnarfundi 3. des. baðst Jónas Jónsson undan því að starfa í stjórninni og var það veitt. í hans stað kom Guðm. Davíðsson sem ritari sambands- ins. Hér hefir verið að nokkru skýrt frá undirbúningi og fyrsta starfsári sambandsins og hverjir helzt komu þar við sögu. Fyrstu starfsárin mótast mjög af pólitískum viðfangs- efnum- Verkalýðsfélögin eru veik og ekki vel skipulögð til harðsnúinnar launabaráttu. Mikill fjöldi verkamanna og sjómanna er utan við samtök- in. Atvinnurekendur beita öll- um ráðum til þess að hefta þróun þeirra, nota verkfalls- brjóta í launadeilum og útiloka forystumenn verkalýðsfélag- anna frá störfum. Auk þessa er beitt miklum áróðri í blöðum atvinnurekendanna gegn hinni nýju hreyfingu og forystu- mönnum hennar. Verkefni hins nýstofnaða sambands beindist því á næstu árum að stofnun nýrra verka- lýðsfélaga, baráttu gegn dýrtíð og atvinnuleysi, sem hvort- tveggja voru fylgihnettir stríðs- ins. Stofnun Alþýðubrauðgerð- arinnar árið 1917 var veiga- mikill þáttur í baráttunni gegn dýrtíðinni. Á þessum byrjunarárum var vakin hreyfing fyrir mörgum þjóðnytjamálum og ýmsum nýjungum í atvinnulífi, stjórn- arfari og menningu þjóðarinn- ar, sem ávalt síðan, hafa verið stefnumál Alþýðuflokksins. Mörg þeirra hafa nú náð fram að ganga fyrir atbeina flokks- ins. Önnur hafa náð fylgi þjóð- arinnar á þann veg, að borgara- I flokkarnir hafa séð þann kost ' vænstan, að gera þau að sínum málum. Þrðnn sambaDdsins. Ár Tala félaga Tala fél.manna 1916 7 ca. 1400 1918 12 ca. 2000 1920 15 ca. 3500 1922 17 3901 1924 24 4803 1926 29 4848 1928 32 5204 1930 36 5952 1932 52 9105 1934 65 10216 1936 89 12231 1938 122 15384 1940 118 15509 Samkvæmt þeirri breytingu, sem fram fór á Iögum Alþýðu- sambandsins s.l. haust,xeru nú aðeins talin stéttarfélög, en þau voru 98 að tölu með 13683 íé- lagsmönnum- Af skýrslu þessari má sjá, á hvaða árum vaxtarskilyrðka eru mest, og á hvaða árum þró- unin er hægust. Þetta mætbi skýra með mörgum staðreynd- um úr sögu sambandsins. þessa er ekki kostur í stuttri blaðágrein. Þó skulu aðeins dregin fram nokkur atriði. Fram til ársins 1924 er mikil f járhagskreppa í landinu og þar af leiðandi mikið atvinnuleysi við sjávarsíðuna, sem hefir lamandi áhrif á verkalýðs- hreyfinguna. Sambandið er fjárvana til þess að halda uppi áróðursstarfi úti um landið. Innbyrðis deilur stjórnmálalegs eðlis (fyrstu sundrungartilraun- ir kommúnismans) hafa lam- andi áhrif. Þessari hreyfingm eykst nokkuð fylgi árin 1926-« 30 og hún endar með því, a4 kommúnistar kljúfa sig út úr Alþýðusambandinu og Alþýðu- flokknum 1930. En þá hefst nýr þáttur í sögu sambandsins. Sambandsþingið 1930 samþykkti ýmsar breyt- ingar á starfi og skipulagi sana- bandsins: 1. Fjölgað í stjórn sambands- ins úr 9 upp í 17, með fulltrú- um úr landsfjórðungunum. Ár- ið 1919 hafði verið fjölgað í stjórninni úr 7 upp í 9. 2. Myndað er verkamálaráð til að stjórna verkalýðsmálun- um. 3. Aðgreindur fjárhagur milli starfs í þágu verkalýðsmála og stjórnmála- 4. Mörkuð sú stefna, að skylda meðlimi verkalýðsfélag- anna ekki til þess að vera í neinum ákveðnum stjórnmála- flokki. Félögin urðu þó að senda Alþýðuflokksmenn sem fulltrúa á sambandsþing. Var sú ráð- stöfun gerð fyrst og fremst vegna kommúnista, sem höfðu gert sig bera að niðurrifsstarfi innan hreyfingarinnar og sýnt sig óstarfhæfa á þingum og ráð- stefnum sökum ofsa síns og klofningsstarfs. Á hinu sama þingi voru lögð drög að auknu starfi. Skattar til. sambandsins voru hækkaðir, skrifstofa sett á stofn. Fyrsta skrifstofan var í Aðalstræti 9, opnuð 27. jan. 1931, með frú Svövu Jónsdóttur sem starfs- manni. Erindrekstur hófst út um land um svipað leyti. Björn Bl. Jónsson fór nokkrar ferðir, heimsótti félög og stofnaði ný. Fastur erindreki var þó ekki ráðinn fyrr en í marz 1934. Valdist til þess starfs Jón Sig- urðsson sjómaður, ungur á- hugasamur maður. Gegndi hann starfi þessu til nóvember- loka 1940. Fadtur framkvæmdiastjóri var fyrst ráðinn í ársbyrjun 1936. í þann starfa valdist Jón Axel Pétursson hafnsögumað- ur. Hafði hann þá tvö undan- farin ár verið formaður verka- málaráðsins og reynzt þar á- hugasamur og duglegur. Fram- kvæmdastjórastarfinu gegndi hann til ársins 1938, í febrúar, en þá tók við Óskar Sæmunds- son fyrrverandi bílstjóri. Gégndi hann starfinu til nóv- emberloka 1940. Árangurinn af starfi þessara Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.