Alþýðublaðið - 19.03.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.03.1941, Blaðsíða 4
MTOVIKUDAGrR 19. MARZ 1941 MMMTUDAGUR Næturlseknir er Daníel Fjeld- sted, Laugavegi 79, sími 3272. Næturvörður er í Reykjavík- ur- og Iðunnar-Apótekum. Næturvarzla bifreiða: Bifreiða- stöð Reykjavíkur, sími 1720. ÚTVARPIÐ: 13.00 Þýzkukennsla, 3. fl. 18.30 íslenzkukennsla, 2. fl. 19.00 Þýzkukennsla, 1. fl. 19.25 Þingfréttir. 20.00 Fréttir. 20.30 Kvöldvaka: a) Karl Hall- dórsson: Um Jón S. Berg- mann og kveðskap hans. b) Jóhannes Davíðsson: Guð- mundur refaskytta. c) Guðni Jónsson: Smásaga eftir Ein- ar Þorkelsson. 20.50 Fréttir. — Dagskrárlok. Reykjavíkur Annáll h.f. sýnir revyuna ,„Hver maður sinn skammt“ í kvöld kl. 8. Söngfélagið „Harpa“ hefir samæfingu annað kvöld kl. 8.30 á venjulegum stað. Leiðrétting. í frásögn blaðsins af hæstarétt- ardóminum í máli Jóns Magnús- sonar fasteignasala gegn Stefáni Jóhannssyni, Sól. 8 A, hefir láðst að geta þess, að Stefán Jóhanns- son var dæmdur til að greiða samtals 600 króna málskostnað í héraði og fyrir hæstarétti. Föstnmessa verður í kvöld kl. 8.15 í frí- kirkjunni, síra Árni Sigurðsson. Fjórðu háskólatónleikar Árna Kristjánssonar og Björns Ólafssonar fara fram í hátíðasal háskólans kl. 9 í kvöld. Föstuguðsþjónusta verður í dómkirkjunni í kvöld kl. 8.15, síra Fr. Hallgrímsson. F.U.J. Talkórinn hefir æfingu ann- að kvöld (fimmtudag) kl. 8.30. Útbreiðið Alþýðublaðið! 3MENNTUN KENNáRá ' Frh. af 3. siðu. Lega litlu þarf við húsnæðið að bæta öðru en því, að skólastjóra yrði séð fyrir íbúð annars stað- ar. 1 þriðja Jagi vil ég ræða lítil- lega tillögur Gísla um 10 mán- aða námskeið á heitum stað. En ég vona, að -ég þuxfi ekM að vera langorður, til þess að mönn- um skiljist annmarkarnir á þvi fyrirkomulagi. í fyrsta lagi yrði dregið úr kennaramenntuninni, en hún ekki aukin, með því móti. Ég get vitnað til skólaskýrslna kennaraskólans, ef menn vilja kynna sér þá hluti nánar. í öðru lagi mundi kostnaðurinn verða margfaldur og í þriðjalagi mundu starfsskilyrði verða mjög erfið. Fyrst er að líta á kostn- aðinn. Reisa þyrfti byggingar bæði fyrir kennaranámskeið og barnaskóla, bústaði fyrir kennara, heimavistir bæði fyrir kennara- efnin og a. m. k. 100 börn og þar að auki starfsfólk. Þá getur slík menntastofnun illa starfað safna- laus. Til kennslu yrði miklu meira að kosta, þar sem skipa þyrfti fasta'kennara i miklu fleiri greinum en nú er. Þá mætti ætlá, að einhverjium kotbóndan- um þætti þrengt fyrir sínum dyr- um, ef honum væri gert að skyldu að kosta börn sín í slíkri stofnun 8—10 mánuði á ári í 6—7 ár. Það gætu orðið vandkvæ&i á því að smala börnum saman i nær- sveitum skólans og jafnvel farið svo, að sumir bekkir yrðu þunn- skipaðir. Og niðurstaðan af öllu þessu yrði svo sú, að menntun kennara yrði mun verr tryggö en nú er. Ég ætla, að þettanægi til þess að gera mönnum ljóst, að þetta er ekki þjóðráð. III. ' Ég geri ráð fyrir, að ýmsir lesendur mínir telji mig að svo komnu máli nokkuð íhaldssaman í tillögum mínum um endurbætur á menntun kennara og telji jafn- vel, að þar höggvi sá, er hlífa skyldi. Mér er það ljóst, að þetta er óviðunandi lausn, en ég hefi ekki lagt fram allar mínar tillögur. Mér er það áhugamál, að við háskólann komi upp deild í upp- eldisvísindum, en það getur orð- ið, án þess að öllum barnakenn- urum sé gert að skyldu að stunda þar margra ára nám. Verk- efni slíkrar deildar ætti að vera Umfram allt að stjórna tilraunum og rannsóknum fyrir barnaskól- ana og veita þeím leiðbeiningar, auk þess sem kennumm gæfist kostur á að stunda þar fram- naldsnám. Jafnvel mætti gera slíkt framhaldsnám að skilyrði fyrir skólastjórastöðum við hina stærri skóla eða fyrir nokkrum kennaraembættum/sembetur yrðu launuð en önnur. En framhalds- námið þarf heldur ekki að mið- ast við próf. Kennarastarfi nú er þannig háttað fram yfir flest- ar aðrar starfsgreinar, að kenn- arar finna sífellt þörf á því að auka menntun sína, og leggja þeir margir i ærinn tilkostnað til þess. Þess vegna er þaðmjög æskilegt, að hásikólinn gæti orð- ið þeim að liði i þessu efni. — Framfarir á sviði uppeldis- mála gerast ekki nema eftir langvinnt og þaulhugsað starf. Reynslan ein getur úr því skor- ið, hvort einhverjar kennsluað- ferðir eða fyrirkomulag séheppi- legt. Hér koma því vísindaleg vinnubrögð að mjög góðu haldi. Með rannsóknum og tilraunum |er hægt að koma í veg fyrir, að mörg víxlspor séu stigin, ogþað eru öruggustu leiðirnar til þess að finna, hvernig skólastarfinu yrði bezt hagað. Leikíélag Reykjavíkur hefir frumsýningu annað kvöld á leikritinu „Á útleið“, eftir Sutt- on Vane. Hefir Leikfélagið áður sýnt þetta leikrit við ágætan orð- stír. Hljómsveit undir stjórn Dr. Urbantschitsch aðstoðar við sýninguna. wm nýja bíó m Ósýnilegi maðurinn kemnr aftnr. Crtie invisible man returns). Sérkennileg og hrikalega spennandi amerísk mynd. Gerð eftir nýrri sögu um Ósýnilega manninn, eftir enska skáldið H. G. Wells. Aðalhlutverkin leika: Sir Cedric Hardwicke, Nan Grey og Vincent Price. Sýnd kl. 7 og 9. Börn innan 16 ára fá ekki aðgang. PiGAMLA BIÓB laldrakarlfnB 1 Oz (THE VIZARD OF OZ.) Stórfengleg söng- og æf- intýramynd, tekin í eðli- legum litum af Metro Goldwyn Mayer. Aðal- hlutverkin leika: JUDY GARLAND, FRANK MORGAN og RAY BOLGER. í Sýnd klukkan 7 og 9. Beykjavíkur Annáll h.f. Revyan í kvöld kl. 8. LÆGRA VERÐIÐ. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. A ÚTLEIB eftir Suton Vane. FRUMSÝNING ANNAÐ KVÖLD. Hljómsveit undir stjórn Dr. V. Urbantschitsch aðstoðar við sýninguna. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7 í dag. Börn innan 16 ára fá ekki aðgang. RÖSKAN sendisvein vantar strax. TólakseÍBkasalan. ST. FRÓN nr. 227. Fundur ann- að kvöld kl. 8y2. Dagskrá: 1. jUpptaka nýrm félaga. 2. Önnur mál. — Fræðslu- og skemmti- atriði: a) Karlakvartett. b) 'Tvisöngur. c) Upplestur. — Reglufélagar, fjölmennið og mætið annað kvöJd kl. 8y2 stundvíslega. 93 THEODQRE DREISER: JENNIE GERHARDT en maður, sem var honum vinveittur gerði sér það ómak að senda honum blaðið og hafði strikað undir Iþað, sem hann áleit áð við ætti. Þetta olli honum töluverðra óþæginda, því að hann áleit, að hér væri um gjaldþvingun að ræða. En hann vissi ekki vel, hvað hann átti að taka til bragðs. Honum var það ljóst, að ef hann gerði eitthvað í þá átt að stöðva útbreiðslu þessa óhróðurs, þá yrði málið ennþá al- varlegra. Þess vegna lét hann sem ekkert væri. Auð- vitað tóku hin blöðin eftir klausunni í Budget. Það leit svo út, sem þetta væri ágætis blaðamatur og út- gefanda sunnudagsblgðs eins datt í hug að búa til úr þessu góða frétt. í blaði hans kom heillar síðu frá- sögn um málið með yfirskriftinni „Fórnar miljón- um fyrir ást sína til þjónustustúlku.“ Myndir voru birtar af Lester, Jennie og höllinni í Hyde Park, verksmiðju Kanes í Cincinnati og hinum miklu sýn- ingaskálum verksmiðjunnar á Michigan Avenue. — Þessi frétt hlaut að draga að sér mikla athygli. Kane félagið auglýsti ekki í neinu blaði. Blöðin þurftu því ekki að taka neitt tillit til hans. Ef Lester hefði vitað um þetta fyrirfram, þá hefði hann getað komið í veg fyrir að málið yrði opinbért, með því að auglýsa í bíaðinu eða snúa sér beint til útgefandans. En nú hafði hann engan grun um þetta og gat því ekki hindrað það. Ritstjórinn gerði mikið veður út af þessu máli og þyrlaði upp miklu moldviðri. Frétta- ritarar blaðsins í Cincinnati, Cleveland og Columbus fengu skipun um að rannsaka fortíð Jennie í þess- um borgum. Spurzt var fyrir um það hjá Brace- bridge, hvort Jennie hefði nokkru sinni verið þar. Frá Columbus kom rangsnúin frásögn um Gerhardts fjölskylduna og nú var sagan samin. Ritstjórinn hafði ekki haft það í hyggju að fordæma þessa framkomu, heldur hrósaði hann Lester fyrir að fórna miljónum á altari ástargyðjunnar. Vesta litla var ekki nefnd á nafn. Tilgangurinn var sá, að búa til sögu á borð við söguna um Romeo og Juliu. Lester var gerður að fórnfúsum elskhuga, sem gekk að eiga fátæka verk- smiðjustúlku. Og blaðaljósmyndari hafði náð mynd af Jennie, þar sem hún var á skemmtigöngu. Og þannig varð þetta á almanna vitorði. Lester var gerður að hetju, en á bak við sáust skuggarnir, sem þessu máli voru samfara. Jennie sá ekki grein- ina strax. Lester rak strax augun í myndskreyttu síðuna og reif hana út. Hann varð sem steini lostinn. Hann fór heim til sín, til þess að þurfa ekki að vera á almanna færi. Hann sneyddi hjá þeim hverfum borg- arinnar, sem þéttbýlust voru, einkum kaupsýslu- hverfinu. Meðan hann sat í sporvagninum var hann að velta því fyrir sér, hvað vinir hans myndu hugsa — þeir Dodge, Burnham Moore og Henry Aldrich og hinir allir. Þetta var sannkallað hneyksli. Það eina rétta, sem hann gat gert, var að sýna þeim, að hann iðraðist ekki neins. En,eitt hafði hann strax ákveðið. Hann ætlaði að koma í veg fyrir, að fleiri greinar birtust af þessu tagi. Hann var rólegur, þegar hann fór heim til sín. Hann hafði aftur öðlast jafnvægi. En hann beið mánudagsins með óþreyju, þegar hann gæti náð í málafærslumann sinn, Mr. Wataon. En þegar þeir hittust urðu þeir fljótt ásáttir um það, að heimskulegt væri að höfða mál. Það væri skyn- samlegra að skipta sér ekki af því. En hann ætlaði ekki að þola þetta eftirleiðis. — Ég skal sjá um það, sagði málafærslumaður- inn. Lester stóð á fætur. — Þetta er hræðilegt. — Það er þokkalegt land, sem við eigum heima í, hrópaði hann. — Að maður skuli ekki fá að vera í friði með einkamál sín. í fjóra daga fékk Jennie ekki að sjá þessa grein eða frétta neitt um hana. Lester hafði ekki þrek til þess að minnast á þetta að fyrra bragði, og Gerhardt las aldrei sunnudagsblöðin. Loks bar svo við, að kunningjakona hennar, sem átti heima í hverfinu, sagði henni frá því, að hún hefði séð þessa grein. Fyrst skildi Jennie ekki neitt í neinu. — Er það saga um mig? hrópaði hún. — Já, um yður og herra Kane, sagði gestur henn- ar. Það er um ástaræfintýri yðar. Jennie blóðroðnaði. — Þessa grein hefi ég ekki séð, sagði hún. — Eruð þér sannfærð um, að greinin sé um okkur? — Já, það er ég sannfærð um, sagði frú Sten- dahl. — Hvernig hefði mér átt að missýnast? Ég hefi blaðið heima hjá mér. Ég skal senda Maríu með það, þegar ég kem heim. Myndin af yður er svo f alleg. Jennie hrökk við. — Já, viljið þér gera svo vel og gera það, sagði hún dauflega.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.