Alþýðublaðið - 02.04.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.04.1941, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGtnt 2. APBBL XMl ALÞÝDUBLAÐIO Fnlltrúaráð Terkalýðsfélagaana i Reykjavlk Fullírúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík heldwr funri í Góð- íemplarahúsinu uppi á morgun, fimmtudag kS. 8.30 síðdegis. FUNDAREFNI; 1. Kosning stjórnar. 2. 1. maí. 3. Reikningar og skilagreinar. 4. Rauðhólar. 5. Önnur mál. STÓRNIN. Besta skemtun kvðldsins er að koma og sjá hið íÍölbreýttasnndmóTKTX í Sundhöllinni kl. 8.30. — Aðgöngumiðar seldir í dag í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Vissara að tryggja sér aðgöngumiða í tíma. STJÓRN K. R. ALÞÝÐDBLAÐID | fæst í j lausasðlu á eftfrtSldum stððnm: < AUSTURBÆR: Ávaxtabúðin, Týsgötu 8. Brauðsölubúðin, Bergþórugötu 2. Veitingastofan, Laugavegi 45. Alþýðubrauðgerðin, Laugavegi 61. Veitingastofan, Laugavegi 63.. Veitingastofan, Laugavegi 72. Veitingastofan, Laugavegi 81. Brauðbúðin Berg. 40. Stefáns kaffi, Skólavörðustíg 3. MIÐBÆR: Hótel Borg. Sælgætisbúðin, Kolasundi 1. Litla Tóbaksbúðin Tryggvagötu 15. VESTURBÆR: Konfektgerðin Fjóla, Vesturgötu 2». Veitingastofan, Vesturgötu 48. Veitingastofan Vesturgötu 45. fimleikakennara skólans, Björns Jakobssonar og Guðjóns Ingi- mundarsonar, fyrir fullu húsi áhorfenda. og við mikla hrifn- ingu. Bjami Bjamason skólastjóri bauð gesti velkomna og gat þess, að því miður gætu sýn- ingar þessar ekki verið fjöl- mennari, þar sem mikill hluti nemenda væri þegar farinn til filæsilegar igróttasýning ar Langarvatnsskólans. IGÆRKVÖLDI sýndu nemendur frá Laúgar- vatnsskólanum, um 40 piltar og 30 stúlkur, ur eldri og yngri deild skólans og íþróttaskólan- íum, fimleika í íþróttahúsi Jóns í>orsteinssonar, undir stjóm | heimkynna sinna að loknu vetrarstarfi. Sýningamar tókust yfirleitt prýðilega og voru skólanum og kennurum til hins mesta sóma. Sérstaka athygli vöktu fimleik- ar pilta, úr annarri deild og í- íþróttaskólanum, við áhöld og dýnu. Skólasýningar Laugarvatns- skólans eru nú orðnar fastur liður í íþróttaviðburðum bæj- arins á hverjum vetri, og er það vel farið. Hafið þökk fyrir komuna. Vigtxir Andréssou. Brezkar ílngrélar farnar að oota nýjar sprengjor. Sagðar valda ægilegri’eyði- leggingu. ITILKYNNINGU brezka flugmálaráðuneytisins í gær um loftárás á hafnarborg- ina Emden á Norðursjávar- strönd Þýzkalands í fyrrinótt var skýrt frá því, að brezku flugvélarnar hefðu í fyrsta skipti notað nýjar sprengjur, sem væru miklu kraftmeiri en nokkrar, sem áður hefðu verið notaðar. Flugmennirnir segja, að sprengjurnar hefðu valdið ægi- legri eyðileggingu. Stórbygging- ar hefðu gersamlega sundrast, rústirnar jpeyttst í háaloft, fiann- ig að bál, sean búið var að kveikja með elidsprengjum á jörðtu niðri, hurfu gersamlega sjónum flugmannanna í fullar tvær mínútiur. Segjast Jreir aidrei hafa séð slika eyðileggingu af völdum flug véiasprengja. STRIÐIÐ í AUSTUR-AFRIKU Erh. af 1 .síðu. miklar likur til þess, að Bretar verði búnir að taka þá borg fyrLr páska. ■ntottii hefir fengiö tangaifaii. Fregnir frá Londion í morgun herma, að Mussolini hafí. nýlega fengið taugaáfall út af fréttun- lum af óförum ítala í Afriku, og hafi hiann ekki náð sér enn af þvi. íslenzkt __ smjor VERZL Æfintýri H. C. Andersen: Svinahirðirinn og Hans klaufi. —-----UM DAGINN OG VEGINN-------------------- Æfintýri skáldanna á gönguförinni. Varfæmi er nauðsynleg. Æfintýri fjórða stcáldsins. Iðnaðarmaður her sig illa. Loft- varnirnar og ástandið í loftvaraabyrgjunum. Fyrirspurnir um tryggingar á mönnunum í lijálparsveitunum. ------ATIIUGANIR HANNESAR Á HORNINU. --------- t'INTVKI SKÁLDANNA þriggja á göng-nförinni á sunnudaginn ætti að vera bending til manna um að gera ekki leik að því að vekja tortryggni á sér. Vit- anlega voru þeir Þórbergur í ein- lægu sakleysi sínu þarna suður frá og vildu sízt af öllu gera Bret- um mein, en „kíkirinn" þeirra var viðsjárverður og þegar þeir fóru að nota hann, voru þeir gripnir. Þetta sýnir að Bretarnir bérna hafa .svo .sem .auga .á .hverjum fingri —- og þeir fara ekki í mann- greinarálit, þegar um líkur fyrir hernjósnum er að ræða. Ég sagði við Þórberg í gær, að vænta mætti skemmtilegs kafla í næstu bók hans um þetta æfintýri. Ekki tókst honum að gera svo lítið úr stúku- fundinum forðum, en sá kafli er í síðnstu bókinni, „Ofvitinn." ANNARS VIRÐAST SKÁLDIN og rithöfundarnir vera helst um of nærgöngulir við stríðið og „á- standið“ þessa dagana. Steinn Steinar orti sitt mikla kvæði um Bretland, og sagði því næstum því stríð á hendur einu sinni í vet- ur. Jafnvel Theódór gamli Frið- riksson komst í hann krappann. Hann var á skemmtigöngu í ná- grenninu og fór sér ekki óðslega frekar en vant er. Hann var tek- inn höndum og færður fyrir for- ingja, sem athugaði hann gaum- gæfilega, spurði hann spjörunum úr og lét hann skrifa nafnið sitt á einhvern lappa. „Haim ýtti til mín blýanti og ætlaðist til að ég skrifaði nafnið mitt með honum,“ sagði Theódór, „en ég sagði nei, fletti frá mér jajkkanum, greip sjálfblekunginn minn og skrifaði með honum.“ Hann var spurður að því, hvað hann væri eiginlega að gera á þessum stað og hann svaraði, að hann væri að athuga hvort gott væri að vinna hjá þeim, því að hann væri í atvinnu- leit. „Þyí HAFA þeir víst ekki trú- að,“ sagði Theódór, „svona maður, feitur og pattaralegur." En þetta var þó satt. Nú er Theódór mikill vinur bandamanna og myndi á- reiðanlega fara í stríðið með þeim, ef úrslitin yltu á honum. Hann var líka gramur, þegar hann kom úr ’ yfirheyrslunum og sagði: „Ég ætti að berjast meira með Jóni Boía.“ f>að var von að hann segði það — og vera svo tekinn fastur eftir allt saman grunaður um „sérstakar athuganir.“ Eina bótin er að hann hefir séð hann svartan fyrr, verið á hákarlaveiðum, við námugröft og tvíhent flatnings- hnífinfi í fjölda vertíða í Vest- mannaeyjum. IÐNAÐARMAÐUR sendir mér eftirfarandi: „Ég er í öngum mín- um út af því að ég týndi úrfest- inni minni. Ég lánaði litlu dóttur minni hana, af því að hún var svo óróleg í vagninum sínum. — Við hjónin litum af henni og á meðan notaði hún tækifærið til þess að lauma henni útbyrðis, blessunin. Mér er ekki sama um festina, því að pabbi og mamma gáfu mér hana þegar ég varð útlærður í minni iðn. f>að var ekki merki- legt efni í henni, þótt hún væri gyllt, og ég hefi efni á að fá mér aðra, en eins og þú skilur, kunn- ingi, þá er það ekki það, sem á- bjátar, heldur hitt, að foreldrar mínir gáfu mér hana, hrifnir yfir því að ég „varð að manni,“ sem þau efuðust um, þegar ég byrjaði námið. Ég bið þig fyrir þessar lín- ur, ef finnandinn læsi þær, og þær væri hvöt fyrir hann að skila festinni til lögreglunnar og fá fundarlaun. Þú getur þess, góði, að ég var að vafra á Laugavegin- um, þegar þetta vildi til.“ EG TALAÐI við marga menn í gær og allir voru þeir sérfræð- ingar í loftárásum og loftvörn- um. Ég skammaðist mín, þegar ég heyrði, hvað gott vit þeir höfðu á öllum þessum málum. En einn sagði þó nokkuð, sem ég held að sé rétt að drepa á. Hann sagði: „Það þarf að verða gjörbreyting á næturlífinu hér í Reykjavík. Ég þaut í loftvarnaskýli, þegar merkið var gefið. og þajngað streymdu margir. En ég varð ekki lítið undr- andi, þegar ég varð var við að þarna var fullt af rónum, sem voru fuílir og allmikið af hálf- fullum stelpum og kerlingum. — Þetta fólk er vitlaust og gerir aðra vitlausa, þegar svona stendur á.“ ÉG TRÚÐI VARLA þessari sögu, en hann fullvissaðí mig um að hún væri sönn og' rétt, enda verð ég að játa, að ég hef orðið var við fólk, sem er orðið blind- fullt klukkan 9 á morgnana, og ef til vill hefir þannig ásigkomið fólk verið á kendiríi alla nóttina. Ég get trúað því, að það sé enginn fögnuður að hafa slíkt dót í loft- varnaskýlum, ef loftárás stendur yfir. En hvað á þá að gera við það? ANNAES VILDI ég beina þeirrí fyrirspwrn til loftvarnanefndar — hvort að þeir menn, sem eru í hjálparsveitunum eru nokkuð tryggðir. Margir þessara manna eru fátækir barnamenn og úttaún- aður þeirra er vægast sagt mjög lélegur. Þeir eru kvaddir til að hjálpa, ef mikla hættu ber að höndum, og gera verður ráð fyrir því, að þeir verði í miklu meiri hættu en allur almenningur. — Virðist því sjálfsagt, að þeir séu sérstaklega tryggðir. Þætti mér vænt um, ef loftvarnanefnd vildi svara þessu um leið og hún svarar þeirri fyrirspurn minni, hvort ekki verði gefinv nánari leiðbeining til bifreiðastjóra viðvíkjandi umferð um vissar götur. Auglýsing sú, sem gefin var út fyrir nokkru, var ekki fullnægjandi. Hannes á horninn. „E s j aM Áætlað er að skipið fari héðan í hraðferð til Akur- eyrar tniðvikudag 9. apríl kl. 6 og komi aftur að morgni þriðjudags 15. apríl Komið við á Patreksfirði, ísafirði og Siglufirði í báðum leið- um. Farþegar á skíðavikuna á ísafirði fá merki skíðavik- unnar, sem gildir sem að- göngumiði innifalið í far- gjaldi með skipinu fram og til baka. Skíðafélag ísafjarðar vill reyna að greiða fyrir því, að skíðafólk fái gistingu þar á staðnum og óskar að fólk láti vita, þegar það pantar far, hvort það er aðstoðar þurfi í þessu efni. Vörur óskast afhentar og pantaðir farseðlar sóttir í síðasta lagi á þriðjudag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.