Alþýðublaðið - 25.04.1941, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.04.1941, Blaðsíða 1
•'i:' r ¦% mm • •••.-• — ¦ ' ¦ W VW F "" l'IVffll J AI. bV FIIIkI lAIiTII nlilr IJ 10 UÐ1 JAlllII í i ¦ ' ¦ bitstjóri: stefán pétubsson ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN ¦ XXII. ABGANGUR FÖSTUDAGDR 25. APRÍL 1941. 1 97. TÖLUBLAÐ Orustan um Atlantshafið: Við loftvarnabyssurnar á brezkum tundurspilli. Amerfsk herskipavernd fyrlr vopnaflutnlnga til Englands? .........? ¦ Cordell Hull og Frank Knox segja, að Bandaríkin verði að sjá til þess að vopnin komist til Englands TF^| AÐ er nú álitið, að þess muni ekki verða nema mjög *" ** skammt að bíða, að Bandaríkin veiti vopnaflutning- unum frá Ameríku til Englands herskipavernd. I sambandi við umræður, sem nú fara fram um þetta í Was- hington, vöktu tvær ræður, sem fluttar voru í gærkveldi, önnur af Cordell Hull, utanríkismálaráðherra Roosevelts, hin af Knox, flotamálaráðherra hans, stórlcostlega athygli. Báðjr ræðumennirnir sögðu, að Bandaríkin yrðu að sjá fyrir því, að sú hjálp, sem ákveðið hefði verið að veita Bretum, kæm- ist á ákvörðunarstað og yrði þeim að notum. Cordell Hull skoraði á þær 139 milljónir manna, sem lifa í Bandaríkjunum, að ,búa sig undir það að verja land sitt. Enginn mætti ímynda sér það, að útilokað væri, að Þjóðverjar jfætu kojnizt yfir Atlantshaf, þó þeim hefði ekki tekizt enfi að komast yfir Ermarsund, og Bandaríkjamenn yrðu að gera sér það ljóst, áður en það væri of seint, að þeir væru beinlínis að verja sitt eigið land með því að veita Bretum alla þá aðstoð, sem unnt væri. Knox sagði, að það væri ekki hægt að ætlast til þess, að aðrar þjóðir berðust fyrir Bandarík- in. Þau yrðu sjálf að taka þátt í baráttunni og finna ráð til þess að koma þeirri aðstoð, sem Bretum hafi verið lofuð, á á- kvÖrðunarstað sem allra fyrst. Roosevelt og ráðnnantar hans á fundi í gær. RooseveLt kallaði alla helztu Frh. á 14 síðu. Umræður um slgllng* arnar standa enn yllr. --------------------------1—*—;---------------------------- Fulltrúar sjómanna á verzlunarskip- uni leggja fram tillogur sínar í dag. K. R. vann tfðavaifls blaupið. Fyrstur varð Óskar L Signrðs- son úr K. R. RÍKISSTJÓRNIN kvaddi á sinn fund í gær full- trúa sjómanna og útgerðar- manna og ræddi við þá um siglingarnar. Stóð sá fundur alllengi. Var fyrst og fflemst rætt uim siglingar verzlunarskipanna. Full- trúar sjómanna á verzlnnarskip- unum hafa fyrir nokkm lagt fyr- ir útger&armenn tillogur sínar um aiuki& öryggi og hafa þær ver- ið ræddar af aðilum. "^ ' 1 dag er líklegt að sömiu full- trúar muni leggja fyiflr útgerðar- menn nýjar tillogMr um stri&s- tryggingar og aukna stri&shættu þóknun. Verða þessar ti'llogur síð an ræddar af fulitrúum beggja. Engin ákvörðun hefir hinsveg- ar enn verið tekin lum sigling- arnatr. ; ; < : >¦ i i • VÍÐAVANGSHLAUPEB fór fram í gær og tóku þrjú félög þátt í því, þau K. B., Ár- mann og Ungmennasamband rvjalnesinga. Úrslit urðu þau, að K, R. vann. • Fimmtán menn voru skrá&ir til leiks, en aðeins tólf mættu, fjórir frá K. R., íimm frá Armanni og þrir ftá U. S. K. : : ' i • rK- R- vann hlalupið með 10 stigium, átti 1., 2. og 7, mann. Pá var Armann með 14 stig, átti 3., 5. og 6. mann, og lioks U. S. K. með 21 stig, átti 4., 8. og 9. mann.. Fyrstur að marki varð óskar Á. Sigurðsson úr K. R. Rann hiann skeiðib á 14,36,7, annar var InÚ- riði Jónsson úr K. R. á 14,41,0 Og þriðji Haraldur Þóir&arson úsr Ár- manni á 15,8,2. Vega'engdin, sem hlaupin var, var 41/2 km. Hófst hláupib fyrir fratnan alþingishúsib. Þaban var hlaiupib vestur Kirkiustræti, suð- iur Su&urgötu, á Melana su&ur fyrir háskóla, þaöan niðu'r á Vatnsmyrartún og yfir á Laufás- veg, að Kennaraskóíanum, Bar- ónsstíg, Bergstaðastræti, Skóla- vörbiuistíg, Bankastræti, Austar- 'stræti og numiö staðar fyrir framan afgrei&slu MoigunbJaðs- ins. Gíflurlegur mannfjöldi safnab- fet saman í Bankastræti, AUstur- stræti og nærtiggjandi götum me&an h'Iaupið fór fram. Virtist mörgum þa& mjög ein- 1 Frh. á 4 si&u. AðalatrlOlð fyrir Breta að draga styrjílflina á langinn ? — Brezk blaðaummæli um óf riðarhorf urnar OLL HERSTJÓRN OKKAR verður að miða að því, að draga stríðið á langinn. Við megum ekki loka augunum, fyrir þeim möguleika, að ekki vinnist meira með hernaði okkar á árinu 1941, þar á meðal einnig með hinni harðvítugu baráttu okkar fyrir því að halda opnum siglingaleiðunum yfir Atlants- haf, en það, að stríðið verði dregið á Ianginn meðan Ameríka er að ljúka stríðsundirbúriingi sínum, sem nú er meiri nauðsyn á að verði notaður til varnar frelsinu í heiminum, en nokkru sinni áður." Þannig skrifaði Lundúna- blaðið „Times" í mjög eftirtekt- arverðri grein um stríðið síð- astliðinn miðvikudag. „Hitler er undir það búinn," skrifaði annað Lundúnablaðið, „Evening Standard", sama dag, „að notfæra sér á þessari stundu allar þær hráefnabirgð- ir, sem hann hefir safnað, og senda allan þann mannafla, sem hann hefir á að skipa, á vígvöll- inn. Og hann mun gera það, því að hann veit, að hann muni aldrei aftur geta neytt þess afls- munar, sem nú er, vegna þeirra miklu vopnabirgða og þess mikla hermannafjölda, sem hann á nú á að skipa." „Á þessari stundu," segir „Evening Standard" enn frem- ur, „verður gamla Bretland að sýna heiminum það einu sinni enn, að það er byggt af mikilli þjóð. Á þessari stundu verður hið unga lýðveldi í Vesturheimi einnig að rísa upp og taka á þeim miklu kröftum, sem því standa til boða." Breytingar á brezkn i aðsini? Það er nú yfirleitt mikið rætt |um ófriðarhorjurnialr í Lonldíon og gerir töluverð gagnrýni vart vi& ¦sig. Hore-Belisha, fyrrverandi her- málará&herra, hefir fariö fram á það, ab brezka þdnginu verbi gef- in skýrsla ttm vibburðina á Bal- kanskaga há& allra fyrsta, en Churchill hefir lýst því yfir, a& stjðrnin yr&i að velja tímann til þess sjálf með tilliti til ástands- ins á vjgstö&vunum. Töluver& gagnrýni hefír komið fram á einstökum rá&hertiuin, svo sem Anthony Eden utanríkis- málará&herranum, og jafnvel einnig Ernest Bevin, verkamála- ráðherranUm, sem þó er talinn einn mesti kraftur stjórnarinnar. Er þess jafnvei getiö til, að veru- legar breytingar kunni að verða ¦gierðarájstjörninni innan skamms. Einku'm er talab um ab erwiur- Frh. á 4 síðu. Kyrrð á nndan storminnm á hinnm níjn vigstððvum. ----------------«---------------- Til átaka hef ir þó þegar komið í Lauga- skarði suðvestan við Lamiaflóann. ENGIR stórviðburðir hafa enn gerzt á hinum nýju vígstöðv- um í Grikklandi. f herstjórnartilkynningum Breta og Grikkja í gærkveldi er talað um framvarðaskærur, en sókn Þjóðverja virðist ekki vera byrjuð enn af fullum krafti. Sagt er, að þýzkt fótgöngulið hafi þó gert áhlaup á her- sveitir Breta í Laugaskarði (Thermophyle) suðvestur af Lamia- flóa, en að því hafi verið hrundið. Þýzkar fregnir síðan á laugardag um það, að hin nýja her- lína Bandamanna hafi verið rofin, eru sagðar algerlega tilhæfu- lausar. Settur forsætisráðherra Ástr- alíu sagði í ræðu í gær, að það væri ekki hægt að gera sér von- ir um, að hernaðaraðstaðan á Grikklandi breyttist eftir þetta Bandamönnnm í vil. Til þess 1 væri liðsmunurinn of mikill. „Það, sem við horfum nú upp á, er aðeins síðasti þátturinn í ífrækilegri vörn á undanhald- inu," sagði ráðherrann. Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.