Alþýðublaðið - 28.04.1941, Síða 1

Alþýðublaðið - 28.04.1941, Síða 1
r RITSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXD. ÁRGANGUR MÁNUDAGUR 28. APRÍL 1941. 90. TÖLUBLAÐ Stríðið getur breiðst út við Miðjarðarhaf segir Churchill -----4----- Em eltt er vfist, að Hitler getur aldrei unnlð nelnn ilrslitasigur á peim slóðum. AÐ er hugsanlegt, að stríðið eigi eftir að breiðast út við Miðjarðarhaf. Hitler kann að senda her yfir Spán til Marokko. Hann kann að ráðast á Tyrkland. Og það er ekki útilokað, að hann sölsi undir sig kornhéruðin í Ukraine og olíulindirnar í Kákasus. Það er ekki hægt að spá neinu um það, hvaða rás viðburðirnir taka á þessum slóðum. En eitt er hægt að segja með fullkominni vissu: Hitler vinnur ekki stríðið með neinum nýjum herferðum við Miðjarðarhaf eða í hinum nálægari Austurlöndum. Til þess að vinna það verður hann að leggja undir sig Bret- land sjálft eða loka samgönguleiðunum milli þess og Banda- ríkjanna í Norður-Ameríku. Orustan um Atlantshafið stendur nú yfir. Þá orustu verðum við að vinna á sjónum jafnrækilega og við unnum orustuna um Bretland í loftinu í fyrrahaust.“ CHURCHILL Stalin og Matsaoba skiptast ð heillaóska skeytnm. Sn kommúnistablaðið i Moskva lýsir yfir samúð með Kína! IPKAVDA, aðalblaði rúss- neska kommúnistaflokks- ins og alþjóðasambands kom- múnista í Moskva var í gær lýst yfir samúð með baráttu kín- versku þjóðarinnar gegn Jap- önum. Um sama leyti í gær voru Stalin og Matsuoka að skiptast á heillaóskaskeytum í tilefni af því, að hinn nýi vináttusamn- ingur Rússa og Japana hafði þá verið staðfestur bæði í Moskva og Tokio og þar með genginn í gildi! Iveifélag Alþýða- flokknins heldnr fnnd í kvðld. KVENFÉLAG Alþýðuflokks- ins, heldur fund í Al- þýðuhúsinu í kvöld kl. 8.30. Á dagskrá fundarms eru ýms félagsmál, en auk þess flytur Ragnar Jóhannesson erindreki er- indi og Einar Magnússion m»nn[askó;akennari sýnir skugga- myndir. Þá verður sameiginleg kaffídrykkja. Afmælisfagnaður Sálarrannsóknafélags íslands er í Oddfellowhúsinu í kvöld kl. 8V2. Þetta sagði Churchill forsætis- ráðherra Breta í útvarpstræðu, sem hann flutti um stríðið, í gær- kvöldi. Hann byrjaði ræðu sína á því, að segja að það væri hvatning og uppörvun að tala við fólkið í borgum Bretlands, sem undan- farið hefði orðið að þo.Ia hinar ægiiegu loftárásir Þjóðverja. Og hann vildi ráðleggjia öllum, sem nú væru kvíðandi að ta!a við pað. Kjarkur pess væri óbugaður. Það pekkti enga aðra hugsun en f>á að sigra eða deyja. Stríðlð á Salbanskaga. Churchdl snéri sér því næst að Viððurðunu'm í Afríku og á Balk- anskiaga. Hann upplýsti, að það hefði verið ðtrúlega lítið lið, sem Wavell hershöfðingi hefði haft á að skipa til sóknarinnar í Libyu. Það hefðu aðeins verið tvö herfylki, 30,000 menns, sexn hefðu rekið her Mussolinis úr Cyrenaioa. En þegar Bretar hefðu verið komnir til Benghazi hefði þeim borist hjálparbeiðni, sem þeir hefðu ekki getað látið ó- svarað. Hit'.er hefði sent her manns til liðs við Mussolini í Grikklandi. Og þó að Grikkir hefðu verið ráðnir í því að verja hendur sín- ar, hvort sem nokkur kæmi þeim til hjálpar eða ekki, þá hefði það verið skylda Breta að hjálpa þeim, enda þótt þeir vissu það fyrirfram, að sú hjálp yrði ó- fulinægjandi. Heiður Bretlands krafðist þess, að það væri gert. Og sú smán, sem það hefði haft af því að láta Grikki hjálparlausa á stund hættunnar hefði hakað því meira tjón en það, sem það hefir haft af bardögunum í Grikklandi Það var Ní’arherinn, sem var sendur til GrikkLands. Af hon um var ekki nema heimingurinn Bre:ar, hitt vom Ástralíumenn og Nýsjálendingar. Þessa staðœynd hafa Þjóðverj- ar reynt að notfæra sér til þess að sá tortryggni meðai Ástralíu- manna í garð Breta. Ég læt Ástralíu um það, sagði Churchill, að svara slíkum áróðxi. Þó að vitað væri, að sú hjálp, sem Bretar gátu sent Grikkjum, væri ófullnægjandi, var hægt að gera sér vonir um það, að hún yrði til þess, að einnig nágrannalönd Grikk- lands kæmu því til hjálpar. Það (Frh. á 2. síðu.) Utgáfa Þjóðviljans stððvuð af Bretum Ritstjórarnir teknir fastir og fluttir til Englands. ---------4--------- EIR VIÐBURÐIR gerðust hér í gærkveldi, að lögregla brezka setuliðsins stöðvaði útgáfu blaðsins „Þjóð- viljinn“ og tók fasta þrjá starfsmenn þess, ritstjórana Einar Olgeirsson og Sigfús Sigurhjartarson og blaðamanninn Sig- urð Guðmundsson. Jafnframt mun hafa verið gerð húsrannsókn á heimil- um þeirra og í ritstjórnarskrifstofum og afgreiðslu blaðsins. Voru hinir handteknu fluttir um borð í brezkt skip í gærkveldi og farið með þá af stað til Englands strax í nótt. Yfirforingi brezka setuliðsins gaf í morgun út svofellda yfirlýsingu um þessar ráðstafanir: „Yfirforingi brezka hersins á Islandi tilkynnir, að hann hafi verið neyddur til að banna blaðið „Þjóðviljann“ og senda af landi burt þá þrjá menn, sem aðallega starfa við það. Jafnvel þótt blað þetta hafi þegar í nokkra mánuði sýnt fullan fjandskap gagnvart Bretum, þá hefir vilji þeirra til að leyfa mönnum eins mikið prentfrelsi, og mögulegt er, af- stýrt því, að slíkt skref hafi verið tekið, fram til þessa. En frá áramótum hefir blaðið auk áróðurs síns gagnvart Bretum, gert alvarlega tilraun til að eyðileggja hernaðarað- gerðir, sem eru nauðsynlegar til að verja landið, með því að æsa upp verkamennina, sem vinna að þessum aðgerðum, og með því að stuðla að tilraunum til uppreisnar meðal her- mannanna. Slík verk sem þessi, sem ekki eru annað en raun- veruleg aðstoð við názista, eru óþolandi. Verkamennirnir í Bretavinnunni fá ágætt kaup og þvert ofan í hinar ósönnu staðhæfingar Þjóðviljans er hagsmuna og velferðar þeirra vel og samvizkusamlega gætt af herstjórninni. Yfirforinginn vonar, að ekki þurfi að gera frekari ráð- stafanir, en vill um leið taka skýrt fram, að þótt Stóra-Bret- landi sé jafn umhugað um frelsi íslands og sitt eigið frelsi og allra annarra þjóða, þá verður og skal allt, sem talizt getur til hjálpar við möndulveldin, bælt niður.” Aþenuborg í hðndum Þjóð- verja siðan í gærmorgun. ---«-- BrottSluftningur lilnna brézbn og ástrSl- slku liersvelta frá ©rlbMamdi ernúliafinn JÓÐVERJAR tóku Aþenuborg í gærmorgun og var svo frá skýrt í Berlínarútvarpinu að hakakrossfáninn hefði verið dreginn að hún upp á Akropolis, hinni forn- frægu háborg Aþenu. Þýzkum hersveitum tókst einnig í gær að komast yfir Korinthuflóa suður á Pelopsskaga og náðu þær hafnarborg- inni Patras þar á vald sitt. Fregnir frá London í morgun herma, að byrjað sé að flytja hinar brezku og áströlsku hersveitir burt frá Grikk- landi og fari brottflutningur þeirra skipulega fram. Bretar hafa nfi tekið Dessie i Abessinía. Fregn frá London í morgiun hermir, að hersveitir Breta og Suóur-Afrítoumanna hafi nú tekið Dessie í Abessiní'u, sem látlaust hefir verið barizt Um síðan höf- uðborgin, Addis Abeba var tekin en Dessie var aðalvarnarvirki Itala á leiðinni milli Addis Abeba og Adua. í síðustu viðuneigninni um bæinn féllu 200 manns úr liði Bieta, en 600 ítalir vonu teknir til fanga, og er nú verið að elta uppi leifarnar af her Itala Verjast Italirnir nú aðeins á tveimur stöðum í Abessiníu, í Gondar norðan við Tanavatm og í Gimma suðvestur af Addis Abeba_ Ný sfikn aO byrja gegn Eglptalanði? Fregnir frá London í gær- kveldi sögðu, að tvö ítölsk véla- herfylki hefðu brotist yfir landamæri Egiptalands fyrir sunnan Sollum. Frh. á 4 síðu. '

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.