Alþýðublaðið - 28.04.1941, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 28.04.1941, Qupperneq 4
•UMUDAOtm M. AMJL 1*41. 2MÁNUDAGUR Ifæturlæknir er Karl Jónasson, IiCMlfásvegi 55, sími 3925. Næturvörður er í Reykjavíkur- •C Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: ao.80 Um daginn og veginn — (Bjarni Ásgeirsson alþingií- maður). 20.50 Útvarpshljómsveitin: Hol- lenzk þjóðlög. Einsöngur: (Ólafur Magnússon): a) Sveinbj. Sveinbjörnsson: Sprettur. b) Sigv. Kalda- lóns: Lofið þreyttum að sofa. c) Karl O. Runólfsson: Hirð- inginn. d) Sigf. Einarsson: Þei, þei og ró, ró. e) Rob. Schumann: Ferðasöngur. 21.20 Upplestur: Úr kvæðum Magnúsar Gíslasonar (Sig, Skúlason mag.) Kvenfélag Alþýðuflokksins heldur fund í kvöld kl. 8V2 í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Fjölmennið, félagar. Skýrsla Menntaskólans á Akureyri, 7. írg. er nýkomin út. Auk nem- endaskrár yfir alla bekki skólans •g skýrslna um störf hans er í ritinu hin snjallasta ritgerð eftir •kólameistarann, Sigurð Guð- mundsson, sem hann nefnir Kraftúð og mannúð. Ljósið, sem hvarf heitir myndin, sem Gamla Bíó sýnir núna. Er hún gerð samkv. •káldsögunni „The light that fai- l«d.“ STÚKAN IÞAKA nr. 194. FSandur þriðjudagskvöld kl.8,30 Hagmefndaratriði: ! &éra Jakob Jónsson flyrtkur er- jWÍ. og sýndar veröa myndir frá Vesturheimi. — Kaffikvöld. Fefagar, fjölmeimið! ST. VERÐANDI nr. 9. Fuindiur annað kvöld kl. 8'/2 stundvísl. í salntum uppi. Inntaka nýrra meSlima. Saimarfaguaður stúk- wnnar hefst kl. 9. (Sjá nánar í ' aatglýsingu héír í blaðinu. RÆÐA CHURCHILLS Fih. af 1. síðu. gerði Júgóslavía líka, en það var aðeins of seint. Hún bjarg- aði heiðri. sínum og framtíð, þó að hún missti land sitt í bráð. Júgóslavía fékk ekki einu sinni tíma til þess að hervæðast. Churchill minntist því næst á heillaóskaskeyti það, sem Mus- solini hefði nú sent her sínum á Grikklandi. í allri veraldar- sögunni sagði hann væri ekk- ert dæmi til um eins hlægilegt og fyrirlitlegt raup. ðoBHiin við lg ptslauí. Churchill minntist því næst á þá viðburði, sém hefðu gerzt samtímis árásinni á Grikkland. Þjóðverjar hefðu ráðizt á Cy- renaica með meira liði en ibúizt var við að þeir hefðu í Afríku. Aðeins ein fámenn brezk her- deild hefði verið til varnar þar, en þrátt fyrir það væri To- brouk enn í höndum Breta. Og Churchill sagðist ekki vilja óska Wavell hershöfðingja að vera í þeirri aðstöðu, sem her- sveitir ítala og Þjóðverja væru nú í í Cyrenaica. Bretar ráku ítali úr Cyren- aica í vetur, og þeir munu einn- ig reka Þjóðverja þaðan, þótt þeir geti það ekki strax. í styrjöldum koma mörg óhöpp fyrir og margar vitleysur eru gerðar. Ef til vill hefir það ekki verið minnsta vitleysan í þessu stríði, þegar Þjóðverjar réðust á Grikkland. Orastan m Atlaodshal. Churchill minntist því næst á möguleikana fyrir því, að stríðið brytist út við Miðjarð- arhaf, eins og áður hefir verið frá sagt. Hann sagði, að það yrði ekki gert út um stríðið þar, heldur í orustunni um Atlants- hafið. Og ef Hitler ætlaði sér að vinna þetta stríð, þá yrði hann að ráðast á Bretland sjálft. í febrúar í vetur hefðu marg- ir haldið að innrás í England væri yfirvofandi. En hún væri ekki komin enn. Varnir Breta heima á Englandi væru nú öfl- ugri en nokkru sinni áður, og þegar hann bæri þær saman við varnir þær, sem þeir hefðu haft í fyrrasumar, þá fyndi hann, að Bretar hefðu ástæðu til að vera þakklátir fyrir margt. Orustuna um AtLantshafið, sagði Churchill — yrðu Bretar að vinna á sjónum, og pess vegna væri þeim það svo mikið fagn- aðarefni, að Bandaríkin skyldu nú hafa tekið þá þýðingarmiklu ákvörðun, að teka að sér eftirlit með siglingunum á Atlantshafi, allt austur að sjálfu ófriðansvæð- ínu, því að það gerði Bretum unnt að safna Uði sínu til bar- áttu við kafbátana á þrengra svæði en nokkru sinni áður. Or- ustunni um Atlantshafið væri enn hvergi nærri lokið, en aðstaða Breta í henni hefði nú batnað, og á þessUm vettvangi, i vestri, en ekki í austri, myndi styrjöldin verða háð til úrslita. K. R. vann drengjahlaupið DRENGJAHLAUPIÐ fór fram í gær kl. 11 f.h. Þátt takendur voru þrettán frá þrem félögum, Ármanni, K.R. og í. R. Sex vom frá Ármanni, fjórir frá í. R. og þrír frá K. R. K. R. vann hlaupið með 11 stig- um. Þá var Ármann með 14 stig, en önnur sveit Ármanns hafði 27 sþg. Loks var í. R. með 28 stig, Fyrs:ur varð Árni Kjartansson, Árm., 8,24,2, annar Friðgeir B. Magnússon, K. R., 8,31,2, og þriðji Sigurgísli Sigurðssion, 1. R., 8,31,5. Vega’.engdin, sem hlaupin var, var 21/2 km. SGAMLA BÍÚ I Ljðsið sem hvarf („The Light that failed.“) Aðalhlútverk: RONALD COLMAN. Aukamynd: Ikveikjuárás á London. Sýnd kl. 7 og 9. B NÝJA Blð Spelliirkjaroir (Spoilers of the Range). Spennandi og æfintýrarík amerísk kvikmynd frá Columbia-film. Aðalhlutverkið leikur kon- ungur allra Cowboykappa CHARLES STARETT. Aukamynd: Brezk hergagnaframleiðsla. Börn yngri en 16 ára fá ekki aðgang. Sýnd kl. 7 og 9. Jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa, Lofts Jónssonar, fer fram frá dómkirkjunni þriðjudaginn 29. þ. m. og hefst með húskveðju að heimili hins látna, Vegamótum, Seltjarnarnesi, H. 1 eftir hádegi. Börn, tengdabörn, barnabörn. Hafnarfjörður. Hafnarfjörður. Dagheimili Hafnarfjarðar verður starfrækt í sumar ef næg þátttaka fæst. Allar nánari upplýsingar veita undirritaðar. Sigurrós Sveinsdóttir, Guðrún Nikulásdóttir, Austurg. 26. Öldugötu 19. Sigríður Erlendsdóttir, Kirkjuveg 10. Sendisvelnn óskast Verzlun O. Ellingsen h. f. EGIPTALAND Fih. af 1. síðu. Ekki er enn vitað, hvort hér er um meiri háttar tilraun a§ ræða til innrásar í Egiptaland. llö THEODORE DREISER; JENNIE GERHARDT Ég hefi verið strangur, en nú er ég orðinn gamall maður. Geturðu fyrirgefið mér? — Ó, faðir minn, þetta máttu ekki segja, sagði hún. Tárin drupu af augum hennar. — Þú veist það rel, að það er ekki ég, sem á að fyrirgefa. Það var ég, sem gerði þér órétt. — Nei, nei, sagði hann og hún kraup á kné við rúmið hans og grét. Hann lagði magra hönd sína á höfuð hennar. — Svona, svona, sagði hann. — Það er margt, sem ég skildi ekki áður. Menn verða ritrari, þegar árin færast yfir. Hún fór út úr herberginu, til þess að geta grátið út í næði. Fyrirgaf hann henni að lokum? Og hún, iem hafði skrökvað að honum. Eftir þessa sætt þeirra virtist hann vera hamingjusamari og þau töluðu oft saman. Einu sinni sagði hann við hana: — Mér flnnst ég vera orðinn ungur í annað sinn. Jennie brosti með tárin í augunum: — Þér batn- ac áreiðanlega, sagði hún. — Og þá fer ég með þig í ökuferð. Lester var mjög vingjarnlegur við gamla mann- ima. — Jæja, hvemig líður honum í dag? spurði hann alltaf, þegar hann kom heim. Og rétt áður en borðað rar gekk hann inn til gamla mannsins til þess að vita, hvernig honum liði. — Hann er bara hress, eagöi hann atundum. — í þínum sporum myndi ég vera áhyggjulaus. Vesta var líka oft inni hjá afa sínum, því að henni var farið að þykja mjög vænt um hann. Hún kom inn til hans með skólabækurnar sínar, ef það olli honum ekki of miklu ónæði, og las námsgrein- ar sínar upphátt. Stundum opnaði hún dyrnar að herberginu hans og lék fyrir hann á orgel. Lester hafði líka keypt handa henni fallega spiladós, sem hún kom stundum með inn í herbergi hans og spil- aði fyrir hann. En stundum var hann þreyttur á öllu og öllum nema Jennie, og þá langaði hann til þess, að hún væri ein inni hjá sér. Þá sat hún þögul við rúmstokkinn hans og saumaði. Henni var það ljóst, að 'ekki.var langt efitr. Það var samkvæmt eðli og hugsunarhætti Ger- hardts að hugsa um öll smáatriði í sambandi við andlát sitt. Hann vildi láta jarða sig í litla, lút- herska kirkjugarðinum og hann vildi láta eftirlætis- prestinn sinn halda líkræðuna. — Ég vil, að allt sé svo óbrotið og einfalt, sem hægt er, sagði hann. Jennie bað hann áð tala ekki um þetta, en hann vildi það nú samt. Dag nokkurn um klukkan fjögur varð hann skyndilega mjög máttfarinn og klukkan fimm var hann andaður. Jennie hélt um hendur hans og horfði á dauðastríð hans. Stundum opnaði hann augun og brosti við henni. — Mér þykir ekk- ert fyrir því að deyja, sagði hann. — Ég hefi gert það, sem ég gat. — Talaðu ekki um að þú deyir, faðir minn, sagði hún. — Ég dey áreiðanlega, sagði hann. — Þú hefir verið mér góð. Þú ert væn kona. Þetta voru síðustu orðin, sem hún heyrði af vör- um hans. Lát föðurins hafði mjög mikil áhrif á Jennie. Hún var tilfinninganæm kona og henni hafði þótt mjög vænt um föður sinn. Hún sá hann nú í réttu ljósi, vinnusaman, heiðarlegan og ráðvandan mann, sem hafði gert það sem hann gat til að ala upp stóran barnahóp á heiðarlegan hátt. Reyndar var það hún, sem hafði valdið honum mestum trega á lífsleiðinni, og hún hafði aldrei verið hreinskilin við hann, jafnvel ekki meðan hann lá banaleguna. Hún hugsaði um það, hvort hann gæti nú vitað, þar sem hann var, að hún hafði sagt honum ósatt. Og myndi hann fyrirgefa henni? Hann hafði sagt, að hún væri góð kona. Öllum systkinunum var sent skeyti. Bas svaraði og sagðist mundu koma daginn eftir, og hann kom. Hin svöruðu og sögðust ekki geta komið, en báðu Jennie að skrifa sér, og Jennie skrifaði þeim. Það var sent eftir lúterska prestinum og hann kom. Hann bað fyrir hinum látna og ákvað svo greftr- unardaginn. Feitur og pattaralegur grafari tók að sér að sjá um jarðarförina. Fáeinum vinum í hverf- inu var boðið og á þriðja degi frá láti Gerhardts var hann jarðsunginn. Lester fór með Jennie, Vestu og Bas til litlu lútersku kirkjunnar og hlustaði á leiðinlega líkræðu. Hann hlustaði á langa frásögn um lífið hinum megin og dýrð þess, en hann varð dálítið óþolinmóður, þegar presturinn fór að tala um helvíti. Bas leiddist líka, en hann sat hinn ró- legasti. Hann leit á föður sinn sem hvern annau

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.