Alþýðublaðið - 29.04.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.04.1941, Blaðsíða 2
1 f '.t-VÐUBLADIÐ ÞEIDJUDACUR 29. APKSL 1941., Fyrsta maí verður verkamannavínna ekki unnin í Reykjavík og nágrenni samkvæmt samþykkt Dagsbrúnar. Félagið tekur að þessu sinni engan þátt í hátíða- höldmn né merkjasölu dagsins, enda eru úti- fundir bannaðir. Stjéraft Verkamannafélagsins Dagsbrún. Bann. Stranglega er bannað að ganga yfir tún okkar og girð- ingar, sem liggja meðfram flugvallarsvæðinu, sem eru Vatnsmýrarblettirnir nr. 8, 13, 15, 17, og 21. Þeir, sem ekki hlýða þessu banni, verða látnir sæta ábyrgð eins og lög standa til. Hjörleifur Guðbrandsson. Gísli Jónsson. SAMKOMDAG UM SIGLING- ARNAR Á KAUPSKIPUNUM Frh. af 1. siðii. 5. Á kjölum björgunarbáta skulu vera handföng eða listar, svo að auðvelt sé að rétta þá við í sjó. 6. í hverjum björgunarbáti sé haglabyssa með minnst 100 skotum. I, 1 og 2, II, 2, 3 bg 5, m< 2, 3, 4 og 6 sktulu einnig gilda um siglingar hérlendis með ströndum frarn. Á skipum, sem flytja farpega í strandferðum, skal ekki flutt sprengiefni. Séu einhverjar vörur (fiuttar á þilfari skal þeim þannig komið fyrir, að ekki hindri að- gang að bjöigunarflekum. III. Útbúnaðiu- um borð í skip- unum. 1. Loftskeytastöðvar eða tal- stöðvar séu hafðar á tveim stöðum í skipinu, með því fyrirkomulagi og á þeim stöðum, sem skipstjóri og loftskeytamenn koma sér saman um. 2. Loftskeytaklefi og stýrishús , skulu varin gegn skotum með ekki lakari útbúnaði en nú er tíðkanlegur á farskipum, er sijgla til landsins, t. d. á Brúarfossi. Stýrishúsið rúmi alla þá, sem á verði þurfa að vena á srtjómpálli, og sam- ^ band sé vxð véLarrúm þaðan. 3. Varðtunna skal vera í mastri. '4. Skipin séu útbúin ieykbomb- lum og flugdiekum. 5. Tveir loftskeytamenn skulu vera i Utanlandssigiingum, á hverju skipi, ef þeirra er kostur. 6. Skipin séu útbúin morse- Tjóstækjum með speglum, sem einnig er hægt að nota að degi til. 7. Fl öka-b jörgunarvesti hamda 'hverjum einstökum manni skaT vera um borð í skipinu. 8. Á þiifari skulu ekki fluttiar eldfimar vöiur eða vörur, sem geta váldið sprengingu. Séu einhverjar ®<'ðrar vörur flutfar á þilfari, skal þeim þannig komið fyrir, að ekki hindri aðgang að björgunar- flekum. 9. Skipverjar, sem búa framí skuTu, er skipin sigla um . hættusvæðin, fá íbúð afturí ’t eða miðskips. Ef ekki leynist unnt að full- nægja í einu eða öðru efni ör- yggisráðstöfunum þessum áður en skipin láta úr höfn héðan, skal bætt úr því, sem á skortir í fyrstu endahöfn erlendis. Ofanritaðar öryggisráðstafanir Æsftnlýðnrinn ondir hoka hrossmerkino. Allar þýzkar stúlfcur, sem vilja vinna fyrir sér við iðnað eða framleiðslustörf, verða áður en þær fá leyfi til þess, að inna af hö'ndUm eins árs skýlduvinnu annað hvort við landbúniað eða hússtjórnarstörf. En ungar stúlk- ur sem geta lifað á peninigum foreldra sinna þurfa ekki að inna af hendi slíka þegnskyldu. 1 bréfum frá stúlkum, sem eru í- þegnskylduvinnu, er talað um slaem svefnherbergi, lítinn og lé- legan mat og erfiða vinnu, að því er vinnUmiðlunarskrifst. segir í skýrslu sinni, sem nær yfir þrjú ár. Nazistayfirvöldin reyna að hindra það, að stúlkumar strjúki úr vistinni með því að láta for- eldra þeirua borga kostnaðinn, sem vinnumiðlunarskrifstofan þarf að borga við að útvega aðra í staðinn. En bað er Upphæð, sem fáir foreldrar, sem ekki hafa annað en vinnu sína til að lifa á, geta borgað. Og ef einhver strykur úr vistinni, gildir ekki sá þegnskyldutími, sem búið var að vinna, heldur verður að byrja á nýjan leik. Þrátt fyrir allar tilraunlr eru það áðeins 8—10% þessara kvenna, sem éru kymar við sveita eða hússtjórnarstörfin að skyldu- timanum loknum. F'estir foreldrar eru mjög mót- hverfir skylduvinnunni, þótt hún standi ekki nema eitt ár, hvað þá ef dætur þeirra eiga að setjast að í sveitinni, fjarri foreldrum sínum, til ævidvalar. Ýmislegt, sem skeð hefir í sam- bandi við skylduvinnuna, hefir orðið til þess að auka andúð á henni. Margar stú’.kur höfðu kom- ist að samkomulagi við húsmæð- tur sínar um það, að þær fengju feinu sinni í viku að taka þátt i námskeiði í hraðritlun og véfntun, svo að þessum tíma yrði ekki vaiið tii einskis. En atvinnumálaxáðuneytið bann- aði þeim að taka þátt í slikum námskeiðum, því að það drægi hug þeirra frá skylduvinnunni. Af þessu og ýmsu öðru hefir þýzka þegnskylduvinnan orðið mjög óvinsæl og kveður svo rammt að þessu, að þýzku ýfir- völdin í Póllandi, Hollandi og Noregi hafa fengið skipun um að reyna að útvega stúlkur til heimilisstarfa í Þýzkalandi. (ITF) Forðabúr. ¥ SLANDI er þannig í sveit komið á hnettinUm, að ekki verður komizt að því eða frá nema eftir háloftaleiðum og hin- Uim bneiða, vota vegi, sem liggur Út frá því í allar áttir. Við ráðUm ekkert við Umferð á þessum víð- áttUmikla þjððvegi og höfum þar engin tök á áð tryggja vegfar- endum hættulaus ferðalög. I forn- öld kom það fyrir, að almanna- leiðir yfir fjöll og heiðar á Skan- dinaviiuskag-a lögðust af vegna illvirkja, sem sáfu þar fyrir ferða- mönnum og rændu þá og drápu. Nu er svo komið, að hlrðstæðir ilhdrkjar liggja á vegum úti kringum ísland, sem hafa aðstöðu Til að komía í veg fyrir allax sam- göngur við önnur lönd. Vel get- Ur því farið svo, að við verðum af þessUm ástæðuim að leggja niður fexðalög og flutninga trl anma«a þjóða, jafnvel um lengri tíma, eða svo árum skiftir. Er þegar fuil ástæða til, að gera ráð fyrir aðsteðjandi hættum, sem rás viðburðanna bendir á að ekki verði umflúnar. Hér skal bent_ á eitt atriði, sem vert væri að athuga í sanrhandi við algert siglingabann og hungursneyð, en það er að stofna matarfiorðabúr á nokkrum stöðum í hvexri sýslu eða jafnvel eitt í hverjum hreppi á landinu. Þangað skyldi safna eins til tveggja ára forða af ís- lenzkum og erlendum matvæla- ■tegtundum, sem til eru í landinu eða jafnóðum og þeirra er aflað. En frá þeim þyrfti að ganga svo, að auðvelt væri að verja þær skemmdUm. Þær ætti síðan að skammta fólkinu, eftir því sem þörfin kallar að. Sennilega hefði aldrei þurft að koma til hung- ursneyðar hér á landi, ef menn hefðu haft slíka fyrirhyggju á fyrri öi'.dUm, er harðindin keyrðu úr hófi. I kaupstöðum þyrfti að undir- búa aimenningseldhús og hafa til taks, ef á þarf að halda. Gem má ráð fyrir, að styrjöildin sé enn á byrjunarstigi og að við eigtum eftir að finna enn betur til hennar en hingað ti)l. Arásir á skip, sem fdytja vömr að og frá landinu, hafa háskalegar afleið- ingar. Jafnframt þvi sem manns- lífin em í veði er nauðsynjavör- Um, sem ætlaðar erp þeim, sem fjær standa hættunni, sökkt í sæ. Þetta getur svo valdið hungri í iandinu. Ríkisstjómin ætti að hafa heim- ild til að taka í sínar hendur einkasöilu á öllum nauðsynja- vöiUm, innilendum sem erlendum, meðan á stríðinu stendur, og sjá Um jafna og réttláta dieifingu á þeim, þar sem jMjrfin er mest. Flakið af ítalskri flugvél í E1 Aden hjá Tobrouk. Fótgöngulið frá Ástralíu í eyðimörkinni. Hún þyrfti einnig að hafa vaLd til að banna innflutning og sölu á óþarfia og gagnslausum vömteg- undum. Þegar lum lífið er að tefla kaupir sér enginn tousn með vin í koillinum, vindling í munninium eða sillkisokka á fótunum. G. Enn elnn pélsknr verka lýBsforingi myrtnr. N\SISTAR hafa myrt enn þá einn pólskan verkalýðsfor- ingja í Knaká, Josef Janta. Janta var ritari, miðstjórnar félags námuverkamanna í Efri-Slesíu. Þegar hann var ungur starfaði hann í ýmsUm námum á æsku- stöðvUm sinum og var seinna gerður að ritara námumanna- sambandsins og enn fremur ritara pólska jafnaðarmannaflokksins. Hann var og Um mörg ár rit- stjóri blaðs félags námuverka- manna og fyrir striðið var hann fulltrúi pólskra námuverkamanna á alþjóðaþingi námUverkamanna í LUxemburg. Sem starfsmaður verkalýðsfé- lags barðist Janta gegn aftur- haldsöflunum í Póllandi og eftir árið 1933 barðist hann gegn er- indiekUm Hitlers í Efri-Slesíu. Þegar þýzku hersveitirnar komu þangað fór Janta til Kraká, en þar tók þýzka lögreglan hann fastan. Nú er tilkynnt, að hann, ásamt fleiri flokksbræðrum sínum og samstarfsmönnum, hafi verið myrtur. (ITF.) Hnngnr í Belgfn. IÞVí SKYNI, að gera Dön- um það skiljanlegt, að þeir hafi komist hjá ýmiskoner' hnjaski með því að sýna þýzkiS innrásarhemum » engan mótþróa, hafa þýzku yfirvö'ldin leyft dönskl um blöðum að birta gieinar um éstandið í hinUm herteknu löud- unum, sem þau myndu ekkiTeyfia- undir öðrum kringumstæðum. — Þannig birti blaðið „Jydska Tid- énd“ í Kolding 19 janúax síðast- liðinn bréf frá Belgíu Þar stóð meðal annars: „Fyrir nokkru síð- an viarð 10 ára gamall diengur allt í einu veikur í skólanum og séldi upp — kartöftuhýði. Þeg- ar kennarinn spurði, hversu marg ix af nemendunum fengju ekkS kartöflur “í hádegismat, rétti hélmingurinn af drengjunum upp hendurnar. Og átta af þrjátíu nem endum urðu að láta sér nægja kartöflUhýði. Eitt pund af kartöfluhýði kost- ar þar jafnmikið nú og tvö pUni af kartöflUm fyrir stríðið. í Liege fengust naumast nokkrar kartöfl- ur frá því um miðjan nóvem- ber til desemberloka, og í Bruss- el var ástandið þannig í lok des- embermánaðar, að einUngis vai' hægt að fá eitt pund á mfinm annan hvem dag út á skömmt- Unarseðil. Auk þess var brauð- skammturinn aðeins 225 grömm. Makkarónur fengust einungis út á brauðkort. Og þeir, sem enga peninga áttu urðu að láta sér níegja kartöfluhýði. (ITF.) Byggingarfélag Alþýðu Aðalfundur verður haldinn í kvöld kl. 8V2 í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. DAGSKRÁ samkv. félagslögum. STJÓRNIN. I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.