Alþýðublaðið - 08.05.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.05.1941, Blaðsíða 4
RMMTUDAGUR 8. MAÍ 1941 AIÞTÐUBIAÐIÐ FIMMTUDAGUR Næturlæknir er Kristbjörn Tryggvason, Skólavörðustíg 33, «mi 2581. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 19,25 Þingfréttir. 19,40 Lesin dagskrá næstu viku. 20,00 Fréttir. 20,30 Minnisverð tíðindi (Sigurð- ur Einarsson). 20.50 Hljómplötur: íslenzk lög. 21,00 Erindi: Á ritstjórnarskrif- stofu dagblaðs (Þorsteinn Jósefsson blaðam.). 21,20 Útvarpshljómsveitin: Lög eftir Offenbach. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Ármenningar og aðrir, sem ætla að iðka róð- ur í sumar, tilkynni þátttöku sína á skrifstofu félagsins. íþróttahús- inu, kl. 8—9 í kvöld og annað kvöld. E.s. Sððin vestur um í strandferð 13. þ. m. Vörumóttaka á venjulega viðkomustaði á laugardag og fram til hádegis á mánudag. Farseðlar sækist á mánudag, annars seldir öðrum. Bátsterð verður á föstudagskvöld til Arnarstapa, Sands, Ólafsvíkur, Stykkishólms og Búðardals. Vörumóttaka fyrir hádegi á föstudag. tStbrdm Alþýðobla&fð! Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Silla Gunnlaugsdótt- ir, Æsustöðum, og Jóhannes Trap, garðyrkjumaður, Sólvöllum í Mos- fellssveit. Félag Reykvíkinga heldur skemmtifund annað kvöld í Oddfellow í tilefni af árs afmæli félagsins. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur í kvöld kl. 9 í Hljóm- skálagarðinum, ef veður leyfir. Happdrættið. Aðeins tveir söludagar eru eft- ir. Gleymið ekki að endurnýja! Næturvarzla bifreiða. Bifreiðastöð fslands. sími 1540. Tónlistarfélagið og Leikfélagið sýna operettuna ,,Nitouche“ annað kvöld kl. 8. Reykjavíkur Annáll h.f. sýnir revyuna „Hver maður sinn skammt" í kvöld kl. 8. Þetta er skemmtilegasta revyan, sem hér hefir verið sýnd lengi, og bráð- um verður hætt að sýna hana. Menn ættu því að nota tækifærið meðan tími er til. Hsegan nú, dóttir góð, heitir ameríksk skemmtimynd frá Warner Bros, sem Nýja Bíó sýnir núna. Aðalhlutverkin leika Priscille Lane, Jeffrey Lynn, Ro- land Young og May Robson. Kirkjuhljómleikar í Fríkirkjunni verða í kvöld kl. 9. Karlakór Reykjavíkur syngur, Dr. von Ur- bantschitseh leikur á orgel og Dr. Edelstein leikur á cello. Esja fer næstkomandi laugardag austur um land til Akureyrar. UMRÆÐUR BREZKAA ÞINGS- INS Fxih. af 1. siöu. Hann sagði, að Bretar hefðu fram að þessu engan banda- mann átt í baráttunni um At- lantshafið, en núna, eftir ræðu Stimsons, væri það bersýnilegt, að Bandaríkin væru að koma. Nokkrir fleiri þingmenn komu með uppástungur um það, hvernig stríðinu skyldi haldið áfram. Ræða GiiurcSilSis. Winston Churchill hóf ræðu sína á því að segja, að umræð- urnar hefðu borið vott um mikla ábyrgðartilfinningu. — Þingmenn hefðu skilið. það, að of frjáls gagnrýni kynni að verða misskilin í löndum, þar sem lítið frelsi væri. Viðvíkjandi gagnrýni Lloyd Georges sagði forsætisráðherr- ann, að ómögulegt væri að birta sumar staðreyndir. Til dæmis væri margt hægt að segja um Rússland, en það væri alls ekki víst, að Rússar yrðu sérlega þakklátir fyrir það. Að einu leyti var forsæíis- ráðherrann saniþýkkur gagn- rýnendum: þessari umræðu ætti að ljúka með atkvæða- greiðslu um traustsyfirlýsingu. Stjórnin yrði að vita, hvert fylgi hún hefði. Um gagnrýnina á upplýsinga þjónustunni brezku sagði for- sætisráðherrann, að nægar upp- lýsingar hefðu borist um það, hvað væri að gerast á Balkan og brezku stjórnmálamennirn- ir hefðu haft nóg að gera. Því næst gaf Churchill yfirlit yfir styrjöldina í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins. — Hann lauk máli sínu á því að segja, að það væri mikið í húfi í Nílardalnum. Það yrði þungt áfall fyrir Breta, ef þeir misstu Suezskurðinn. En nú væri ó- hætt að skýra frá því, að Wa- vell hershöfðingi hefði nú undir stjórn sinni 500,000 menn og nægar birgðir af hergögnum. Að lokum minnti Churchill áheyrendur sína á það, að hann hefði aldrei lofað neinu öðru en blóði, tárum og svita, en hann væri þess fullviss, að Bretar ynnu sigur að lokum. * I GAMLA BSOa My Hardy uýtnr lifslns. Ný Metro Goldwyn Mayer kvikmynd um nýjustu æf- intýri Hardy-fjolskyld- unnar. Aðalhlutverkin leika: MICKEY ROONEEY og LEWIS STONE. Sýnd kl. 5, 7 og 9. 1 NYIA Blð SB flægan nú dáttir géð! (Yes my darling daughter.) Hressilega fjörgu amer- íksk skemmtimynd frá Warner Bros. Priscilla Lane, ■ Jeffery Lynn, Roland Young Aukamynd: Merkisviðburðir árið 1940 (Review of the Year 1940). Sýnd klukkan 7 og 9. Reykjavíkur Annáll h.f. Revyan sýnd í kvöld kl. 8. Lægra verðið. Aðeins fáein skipti enn. Tónlistarfélagið og Leikfélag Eeykjavíkur. SÝNING ANNAÐ KVÖLD KLUKKAN 8. Aðgöngumiðar seldir frá klukkan 4 til 7 í dag. ATH. Frá kl. 4—5 verður ekki svarað í síma. Tjrrhir lejrfðn Wóð- verjnm að sigla n OardaneilasflBd! Upplýsinger Lloyd fieorge i brezka pinginn i gær. Af> hefir hvarvetna vakið mikla athygli, að Lloyd George upplýsti í ræðu sinni í brezka þinginu í gær, að tyrk- neska stjórnin hefði látið það viðgangast, að þýzk herflutn- ingaskip færu frá Svartahafi í gegnum Bosporus, Marmarahaf og Dardanellasund til árása á grísku eyjarnar í Eyjahafi vestur af strönd Litlu-Asíu. Churchill sagði í sambandi við þessar upplýsingar Lloyd George, að tyrkneska stjórnin hefði samkvæmt Montreaux- sáttmálanum frá 1936 ekki neina heimild til þess að banna Þjóðverjum siglingar um sund- in meðan Tyrkland sjálft væri hlutlaust land. 116 THEODORE DREISER: JENNIE GERHARDT yztu æsar vegn þess, að Vesta og Jeannette voru viðstaddar. — Ég .gæti leigt mér lítið hús einhvers staðar, sagði hún og vonaði, að hann væri nú búinn að jafna sig. — Ég vil ekki vera hér. Hvað á ég að gera með svona stórt hús, þegar ég er ein með Vestu litlu? — Ég vil ekki, að þú talir meira um þetta, Jennie, sagði hann. — Ég er ekki í því skapi núna. Og ég veit ekki ennþá, hvað ég geri. Vesta litla, sem var vönust tþví, að stjúpi hennar væri mildur í skapi, varð undrandi yfir því, að sjá hann svona æstan. Jennie hafði það á vitundinni, að hún gæti hald- ið honum, ef hún vildi, vegna þess að honum gekk svo illa að taka ákvörðun. En henni vax það jafn- frasnt ljóst, að hún myndi ekki halda í hann. Það var ekki rétt gagnvart honum, og ekki heldur gagnvart henni sjálfri. — En þú verður að gera eitthvað, sagði hún í bænarrómi seinna, þegar þau voru orðin tvö ein. — Ég skal hætta að tala um þetta, en þú verður að gera eitthvað. Á hverjum degi var þetta vandamál rætt. Jennie þjáðist, ag það var hægt að sjá það á henni. Hún var orðin sannfærð um, að hægt væri að neyða hann til að taka ákvörðun. Núna, þegar hann var orðinn vingjarnlegur við hana, var hún sannfærð um, að hann myndi bráðlega taka ákvörðun. Hún vissi ekki, hvernig hún átti að fá hann til að taka úrslitaá- kvörðun. Hún fullvissaði sjálfa sig um það, að hún yrði hamingjusöm, ef hún vissi, að hann væri ham- ingjusamur. Hann var góður maður, töfrandi mað- ur, en hann elskaði hana ekki, jafnvel ekki eftir að þau höfðu búið svona lengi saman. Og fjölskylda hans hafði tekið ómjúkt á honum, og það hafði haft áhrif á hann. Það gat hún vel skilið. Hún vissi, að hann barðist við sjálfan sig. Hann var alltof góður maður til þess, að honum dytti í hug að skiljast illa við hana og of göfuglyndur til þess, að horfa einungis á sinn eigin hag. — Þú verður að taka' ákvörðun, Lester, sagði hún oft. — Þú verður að lofa mér að fara. Hvers virði er ég þér? Ég get áreiðanlega séð um mig. Þegar búið er að koma þessu í kring þá langar þig ef til vill til mín. En þá veiztu líka, hvar mig er að finna. — Ég get ekki tekið ákvörðun strax, svaraði hann alltaf. — Ég veit ekki einu sinni, hvort ég vil skilja við þig. Þessir peningar hafa auðvitað sína þýð- ingu, en peningar eru ekki allt. Ég get vel lifað á tíu þúsund dollurum á ári, ef það er nauðsynlegt. Ég hefi gert það áður. — Já, Lester, ég veit það, en nú horfir allt öðru- vísi við. — Þú getur ekki lifað á þessari upphæð núna. Athugaðu bara, hvað það kostar að halda þessu húsi við. Og ég vil ekki eiga sök á því, að þú verðir af hálfri annarri milljón dollara. Þá fer ég heldur leiðar minnar. — Hvert myndirðu fara, ef til þess kæmi? spurði hann forvitinn. — O, ég myndi finna nóga staði. Manstu eftir litla þorpinu Sandwood, hérna megin við Kenosha? Ég hefi oft hugsað um það, að yndislegt myndi vera að búa þar. — Mér er ekki um það, sagði hann allt í einu. -— Það er ekki rétt gert gagnvart þér. Atvikin hafa alltaf verið okkur móthverf. Ég hefði átt að ganga að eiga þig strax. Mér þykir leitt, að ég skyldi ekki gera það. Jennie þagði, en það kom kökkur í hálsinn á henni. *— En þar með verður þetta mál ekki til lykta leitt, sagði hann að lokum. Honum datt í hug, að ef til vill myndi óveðrið líða hjá .Og þegar hann væri búinn að ná í peningana, þá væri óvandari eftirleikurinn. En honum var illa við að hafa brögð í frammi. Smám saman komu þau sér saman um það, að í lok febrúarmánaðar skyldi hún fara til Sandwood og athuga hvort hún fyndi þar íbúð handa sér. Hann sagði, að hún skyldi fá svo mikla peninga sem hún vildi. Og þegar liðinn væri lítill tími gæti hann skroppið til hennar stöku sinnum og heimsótt hana. Og hann var ákveðinn í því, að ná sér niðri á þeim, sem höfðu valdið honum þessum áhyggjum. Hann ætlaði innan skamms að gera boð eftir O’Brien og ræða málið við hann. Honum yrði það sönn ánægja að segja honum, hvaða álit hann hefði á honum. Um leið varð honum hugsað til frú Gerald, hinnar töfrandi, lífsreyndu og auðugu konu. Hún kom oft

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.