Tíminn - 03.07.1963, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.07.1963, Blaðsíða 1
Sumar- vinna í Jökiil- heimum MB-Reykjavík, 2. júlí. EINS og lesendur hafa sjálfsagt veitt athygli eru nú lesin veður- skeyti frá Jökulheimum í veður- lýsimgartíma Veðurstofunnar í út- varpinu. Mun svo verð'a í sumar, enda hefur Jöklarannsóknafélagið fengið styrk til þess að gera þess- ar athuganir. Jökul'heámar eru, eins og kunn- ugt er, skáli JöklarannsóiknarEélag-s ins uppi við Tungnaárjökul. Blað- ið innti Jón Eyþórsson veðurfræð- Framhald á 15. síðu. Þórunn og Askenazy komu loks til London í gær og koma hingað á fimmtudag YILJA NU SETJAST AÐ AUSTUR í SOVÉT FB-Reykjavík, 2. júlí. Þórunn Jóhannsdóttir og Viadimir Askenazy miaður henn ar komu loks til London í dag og sögðust hafa ákveðið að setj- ast að í Sovétríkjunum og búa áfram í Moskvu eins og þau hafa gert fram til þessa. Frá þessu skýrði Þórun.n í viðtali við blað- ið, en vildi ekki gefa neinar skýringar á því, hvers vegna þau hjón hefðu tafizt svo lengi í Sovétríkjunum, en þangað fóru þau 14. maí, og höfðu að- einis ætlað sér að dveljast þar í 10 daga. Um miðjan apríl var Asken- azy á hljóml'eikaferð um Bret- land, og þá ákváðu hjónin, að þau ætluðu að setjast að í Bret landi. Þórunn sótti um landvist- arleyfi fyrir ínann sinn, og var honum veitt leyfið sem pólitísk- um flóttamanni. Daginn -eftir að frá þessu var sagt, 17. apríl, lýsti píanóleik- arinn því yfir á blaðamanna- fundi í Liverpool, að það væri fjarstæða, að hann hefði sótt um landvistarleyfi sem pól'itísk- ur flóttamaður. Hann kvaðst hafa rætt málið við sendiráð Sovétríkjanna í London, og það hefði virzt skilja aðstæður hans, og ekkert haft á móti því, að hann settist að í Bretlandi. Mundi hann hafa áfram sovézkt Framhald á 15. síðtl. ÞÓRUNN ASKENAZY Vítissódamálið verður stöðugt umfangsmeira kerfið BÓ-Reykjavík, 2. júlí Símaskráin nýja verður igefin út í 50 þúsund eintökum. Prent- un fer fram í Leiftri og Odda, en bandið í Hólum. Prentun er nú hálfnuð, en skránni verður dreift í október n. k., samkvæmt upplýsingum Landssímans. Um l'eið verður Kópavogsstöðin tekin í notkun, og allir Kópavogsbúar fá ný sima- númer, sem byrja á 40—41. Þá bætast við 800 simnotendur í Kópavogi og 2200 í Reykjavík, 500 í Hafnarfirði (auk þeirra 500 númera, sem nú eru hálfsjálfvirk), Akranes kemur í sjálfvirka kerf- ið með 1400 númer og Vestmanna eyjar mð 1400 númr og Selás með 200 sjálfvirk númer. 2. vél. BÓ-Reykjavík, 2. júlí Það sem hingað til hefur verið kallað „slysið“ við Hafnarbúðir Uðfaranótt 22. fyrra mánaðar er nú orðlið mjög alvarlegt mál, svo sterkar líkur benda til að maðurinn, sem lézt af vítisóda- brunanum, hafi orðið fyrir lík- amsárás, sem orsakaði dauða hans. Magnús Eggertsson, varð'stjóri hjá rannsóknarlögreglunni, stað- festi í dag, ag meiðslin (höfuð- kúpubrot) væru talin það mikil, að þau gætu ekki orsakazt af falli. Blaðið fékk í dag vitneskju um, að hendur mannsins voru óbrunn ar, þrátt fyrir að 60—70% lík- amans brenndust af vítisódanum. Aðspurður sagði Magnús, að þetta væri rétt. Blaðinu er kunnugt, að þetta síðar talda atriði hefur öðru fremur valdið grunsemdum lög- reglunnar og aðstandenda manns- ins. Af því mátti draga þá álykt un, að sódanum hafi verið skvett á hann. Það verður að teljast með ólíkindum, að maðurinn hafi komizt í þá snertingu við sódann, sem raun var á, án þess að skaða hendurnar. nema fyrir tilverkn- að annarra. Ekki er vitað til, að maðurinn hafi borið hanzka um kvöldið, hanzka er ekki saknað úr fórum hans og hanzkar af hon um hafa ekki fundizt við Hafn- arbúðir. Blað'ið innti Magnús Eggerts- son eftir ferð hans vestur í Búð ardal í sambandi við þetta mál, en hann hagði að þar hefði ekki verið búizt við sérstökum árangri heldur farið til að kanna viss at- riði. Magnús taldi óheppilegt að skýra frá nafni mannsins eins Framhald á 15. síðu. Austuriandsvegur tepptist í 7 tíma KH-Reykjavík, 2. júlí. Stór flutningabíll með 5—6 tonna þunga á palli lenti út af á fölsku útskoti á Austurlandsvegi á laugardagin.n var og tafðist um- ferð um veginn í heila sjö tíma. Litlir bílar gátu smeygt sér fram hjá, en þegar flutningabíllinn loks náðist upp, hiafði myndazt röð stórra bíla báðum megin. Vegagerðin hafði verið að vinna á Mývatnsheiði fyrir helg- ina, og m. a. hafði verið grafið burt útskot þar, en útskotsmerk- ið stóð enn á sínum stað. Um kl. 12,30 á laugardag mætti stór flutn ingabíll frá Seyðisfirði litlum fólksbíl þar á heiðinm og vék, eins og lög gera ráð fyrir, en fólks bílstjóranum þótti plássið ekki nóg, svo að hinn varð að bakka Framhaid á 15. siðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.