Alþýðublaðið - 15.04.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.04.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐURLAÐIÐ Fiskvinna. Nokkrar stúlkur geta fengið vinnu við íiskverk- un. Vinnan byrjar nú þegar. H. P. Duus. jKoIi konangnr. , Eftir Upton Sinclair. Önnur hók: Prcelar Kola konungs. (Frh.). sEn hvaða ánægju æ'ti eg að hafa af þvf, Cotton? Hefði eg viljað hverfa hé’lan, hefði eg get* að gert það, hvenær sem var, þessar átta eða tfu vikur, sem eg hffi venð hér.« sjá, þangað til þessa síðast- liðnu daga. Nó er það gert af tniskun að sh ppa yður.« ,0 geymið meðaumkun yðar,« sagði Hallur. sÞjer óskið, að verða laus við mig, og yður þætti ekk- ert að þvf að koma þvf í kring sem umsvifaminst fyrir félagið. En við leikum okkur ekki á þann hátt — þá hugmynd verðið þér þvf að hætta við « Hinn glápti á hann. sYður er þá alvara með það, að verða kyrrir?* sjí, einmitt hárréttl« sÞá eruð þér líka versti græn- inginn, sem jeg hefi fengist við.« sÞað er nú svo « sagði Hallur. sÞað er nú komið nóg af svo góðu, ungi maðurl Eg hefi ekki tfma til þess, að masa lengur við yður. Mjer er alveg sama hver þjer eruð, og mjer liggur það í léttu rúmi, með hverju þjer ógnið mér. Ég er eftirlitsmaður hjer í kolahjeraðinu, og eg á að halda uppi reglu. Þér skuluð héðan, segi °S þér verðið nauðugur v*lj- ugur að fara héðanlc sEn þrtta er bær, eins og aðrir bæir, sagði Hallur, sog eg hefi rétt til þess að ganga um göturnar, engu sfður en þér. Eg hefi rétt til þess að tala við verkamennina. Og þvf næst vitið þér, að eg er vogareftirlitsmaður, valinn af verkamönnunum. Eg á heimtingu á þvf, að fá aðgang að vogarskýlinu, og til þess, að líta eftir vigtinni. Hvort sem þér, eða aðrir hindrið mig frá því, varðar það refsingu. Ekki svo?“ sEg eyði tfmanum ekki í það, að rökræða við yður. Eg læt yður upp í bfl og ek með yður niður til Pedro.« sOg þá haldið þér, að alt sje i lagi?« sÞað held eg.« sEn setjum svo, að eg komi til baka með næstu eimlest?* sÞá fáið þér ekki leyfi til þess, að fara út úr hennic. "Setjum svo, að eg færi til amtmannsins, og krefðist þess, að hann lögsæki yðu> ?« sHann mun hlæja að yður". „En ef eg færi til landsstjór- ans?« sHann mun hlæja, enn þá hærrac. sjú, jú, Gotton, ef til vill vitið þér, hvað þér gerið, en mér þætti gaman að vita, hversu öruggir þér eruð. Efir yður aldrei dottið f hug, að yfirrnönnum yðar gæti litist miður vel a einræði yðar?< sYfirmenn mínir?« sEinn maður er til í ríkinu, sem þér verðið að bera virði-'gu fyrir — þó þér fyrirlftið bæði amtmanninn og rfkisstjórann. Það er Pétur Harrigan*. „Pétur Harrigan*. endurtók eftirlit-maðurinn og áttaði sig ekki fyrst. Svo skellihló hann. sO, jú, jú, þér eruð þó í sannleika talað kátur pilturl* Hallur horfði á hann ótrufiaður. sMér þætti gaman að vita, hvort þér eruð alveg öruggir. Ábirgist hann í raun og veru alt, sem þér gerið?« Sitt hvað úr sambandsríkinu. Samtaka þar. Fyrir nokkrum árum stóð spor- vagnaverkfall í Frederiksberg í Kaupmannahöfn. En starfsmenn sporvagnanna urðu alveg undir í verkfallinu sökum þess, að nógir menn fengust utan stéttarinnar til þess að gerast verkfallsbrjótar, og mistu um helmingur af starfs- mönnum sporvagnanna atvinnuna. í fyrra keypti Khafnarbær spor- brautir Frederiksbergfélagsins Risu þá upp starfsmenn við sporbrautir Khafnarbæjar og kröfðust þess að hinum gömlu verkfallsbrjótum yrði vikið frá, að öðrutn kosti legðu þeir niður vinnu. Varð bæjar- stjórnin að láta undan og keypti verkfallsbrjótana til þess að hætta atvinnunni. Þeim hefir samt ekki orðið vel ágengt með vinnu, því alstaðar hafa þeir verið þektir -— enginn heiðarlegur maður viljað vinna með þeim. Einn þeirra kvartaði sáran yfir þvf, við blaðið „Köbenhavn", að hann, frá i jútf til i. okt 1919, hafi fengið vinnu á 6 stöðum, en alstaðar orðið að hröklast buitu. T. d. sótti hann um stöðu sem dyravörður á verksmiðju. Hann talaði við verksiniðjustjórann, sem var fús til að veita honum at-i vinnu og kvaðst ekki hræðast hót- anir verkamannanna. Þeir sömdu um kaup og alt þar að lútandi og á ákveðnum tíma mætti maðurinn til þess að taka við stöðunni, en hálflima siðar voru allar vélar á verksmidjunni stöðvaðar. Einn verkamanna hafði þekt hann I L'tlu síðar kom néfnd frá þeim til forstjórans og krafðist þess að maðurinn yrði rekinn, ella myndu allir hættavinnu. Verksmiðjustjór- inn varð að taka þessu og segja nfanninum upp. -f- Blúr fraklii var tekinn í misgripum og annar skilinn eftir. Leiðréttist á Uppsölum. AlþbL kostar I kr. á mánuði. * Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.