Tíminn - 27.07.1963, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.07.1963, Blaðsíða 5
1 M? §! ÍÞRDTTIR nn í MOTINU RITSTJÓRI HALLUR SIMONARSON Karlaflokkur: FH 2 110 63—42 3 Vikingur 2 10 1 28—29 2 KR 2 10 1 34—51 2 ÍR 2 0 11 37—40 1 Kvennaflokkur: r'H 3 3 0 0 35—16 6 Valur 110 0 10— 1 2 Víkingur 2 10 1 18—17 2 Breiðablik 2 0 0 2 10—27 0 Þróttur 2 0 0 2 5—25 0 í dag heldur mótið áfram á Hörðuvölluim í Hafnarfirði. Þá leika í kvennaflok'ki Breiðablik }g Valur og í karlaflokki leika KR og ÍR. — Fyrri l'eikur hefst kl.15.30. Á sumnudaginn fara þrír leik ir fram. — Þá leika í kvenrna- flokki Víkingur og Valur og Þróttur mætir Breiðabliki. í karlaflokki leika FH og Víking- ur og veTður það ef að líkum lætur, úrslitaleikur. í kvennaflokki eru línurnar nokkuð skýrar, en þar heyja FH og Valur aðalbaráttuna. Á mánudaginn fara síðustu leik- imir í mótinu fram. í kvennaflokk! sigraði Valur Breiða- blik með miklum yfirburðum eða 10—1. Hér sést Hrefna, Val, skora eitt markanna fyrir félag sitt. öheppnin elti ÍR-inga - áttu 12 stangarskot Alf.-Reykjavík, 26. júlí. EFTIR aS hafa séð FH mala KR mélinu smærra, gerði ég mér satt að segja ekki neinar vonir um, að leikur ÍR og FH á fimmtudagskvöldið myndi hafa upp á eitthvað að bjóða og ÍR-ingar myndu hljóta eitt- hvað svipaða meðferð og KR- ingar. — Og ég held að flestir hinna örfáu áhorf- enda, sem hýrðust í kulda- nepjunni umhverfis Hörðu- velli, hafi verið á sömu skoð- un. ÍR-ingar áttu þó engu að síður eftir að koma á óvart. Þeir léku skínandi góðan hand knattleik og þegar yfir lauk máttu íslandsmeistararnir úr Hafnarfirð: hrósa happi yfir að ná jafntefli, sem Páll Ei- ríksson tryggði aðeins 3 sek- úndum fyrir leikslok með föstu skoti af línu. — Jafntefli milli ÍR og FH á handknattleiksmótinu utanhúss. FH jafnaði 3 sek. fyrir leikslok. stig gegn Yal? EINN LEIKUR fer fram í I. deildar keppninni í knatrspyrnu um helgina. -- Það eru Valsmenn og Kefl- víkingar, sem leiða saman hesta sína á Laugardalsvell- inum á sunnudaginn. Og það er ekki laust við, að maður bíði eftir þessum leik með talsverðri eftir- væntingu. Að mörqu leyti óvæntur vinningur Keflvík- inga gegn Fram um síð- ustu helgi — oq tap Akur- eyringa fvrir Akranesi, or- sakar það, að nýr farvegur opnast fyrir Keflavík og fall niður í II. deild er ekki lengur eina leiðin fyrir lið- ið. — Með þessu eru Akur- eyrinqar einnio orðnir bátt- takendur í fallbarátfunni. Leikurinn á sunnudaginn er því þýöingarmikill í tvöföldum skilningi Valur með aðens 5 leiki að baki í deildinni, getur blandað sér inn í baráttuna um efsta sætið — og má því að sjálfsögðu illa vig að tapa leikn um. Keflvíkingar berjast hins vegar íyrir tilveiu sinni í deild inni og geta með að vinna leik- inn náð sömu stigatölu og Ak- ureyri, eða sex stigum. Maður hefur ekki ség Vals- menn leika í langan tíma og þeir cru í rauninni stórt spurn ingarmeiki. — Frammistaða þeirra í keppnisferðalaginu í Noregi og Danmörku nú nýver- ið var góð og bendir til þess, að liðig sé í góðir æfingu. Þótt flestir reikni með Val sem sigurvegara í leiknum á sunnudaginn, er eitt víst, að leikurinn verður geysimikill baráttuleikur, og Keflvíkingar gefa áreiðanlega ekkert eftir. Eftir þvi sem við bezt vitum, verður Keflavíkurlið'ið óbreytt frá síðasta leik, og Valsliðið skipað sömu mönnum og leikið hafa með liðinu í mótinu til þessa. Leikurinn á sunnudaginn hefst ki 20,30 Staðan í 1. deild fyrir leik- inn á sunnudaginn er þessi: Akranes 9 5 1 3 22:16 11 K R 7 4 12 13:11 9 Fram 8 4 1 3 9:12 9 Akureyri 8 2 2 4 15:18 6 Valur 5 2 12 10:8 5 Keflavík 7 2 0 5 11:15 4 11. ágúst fara tveir leikir fram í 1. deild. — KR og Valur leika í Reykjavík og Keflavík leikur á Alcureyri. — Menn bollaleggja eðlilega mikið um úrslit í deildinni. Eitt er víst, að úrslit hafa aldrei verið eins óviss, — bæði hvað viðvíkur toppi og botni. Óheppnir. elti ÍR-inga allan leik- inn út. — ÍR-ingar áttu ekki aðeins i glímu við óvenjulega góð- an markvöið FH, þar sem Hjalti Einarssou var, en í leiknum varði hann meistaralega og oft þannig, að undrun sætti, heldur voru markstengurnar ÍR-ingum einnig til mikilla trafala og ekki sjaldnar en 12 sir.iium hristist mark FH eft- ii skot, sem höfnuðu í stöng. — Annars va> leikurinn skemmtileg- ur — og spennan sem ríkti síðustu mínúturnar hefur áreiðanlega ylj- ag mörgum. Hraðinn einn dugði FH ekki að þessu sinm ÍRingar voru eldfljót- ir aftur í vörnina eftir misheppn- uð upphlaup — en sýndu kannski fullmikla hörku, þegar þeir tóku a móti Ragnari, Birgi og Erni, sem þutu eins og pílur í áttina að ÍR- markinu. Örn skorað' fyrsta mark- ið í leiknum fyrir FH, en Gunn- I laugur svaraðj fljótlega. Og þeir bræðurnir Gunnlaugur og Gylfi sáu um að skora fyrir ÍR í fyrri hálfleiknum — Gunnlaugur fimm sinnum og Gylfi fjórum sinnum. ÍR náði forustu fljótlega, en um miðjan hálfleikinn komst FH yfir og í hálfleik skildu tvö mörk á milli, 119 Þegar Ragnar Jónsson skoraði L2. markið fyrir FH strax í síðari hálfleiknum, hélt maður að ÍR-ing- ar myndu gugna. En þeir pössuðu sig vel og híeyptu ekki upp nein- um hraða. Þeir smám saman sigu á og þegar 15 mínútur voru liðn- ar jafnaoi Þórður Tyrfingsson fyr ir ÍR, 15 15. Þrátt fyrir að ÍR ætti við erfiðan andstæðing að etja, þar sem Hjalti var í markinu, áttu FH-ingar ekki síður í erfið- leikum með að skora fram lijá Finni Karlssyni, markverði ÍR- inga, en '• leiknum stóg hann sig prýðisvel. Síðustu 15 mínúturnar voru æsi spennandi ÍR náði forustu, 16:15, Guðlaugur jafnaði fyrir FH, 16:16. Ragnar skoraði 17 mark FH, en Þórður .lafnaði. Þá komu tvö mörk FH í röð — öm skoraði fyrst og síðan Birgir. Gunnar Sig- urgeirsson skoraði laglega af Línu 18. mark ÍR og rétt á eftir jafn- aði Gunnlaugur. Tvær og hálf mín- úta voru eftir. Dómarinn Karl Jó- hannsson úr KR dæmdi vítakast á ÍR — og þegar mest lá við. varði Finnur markvörður frá Ragnari, sem aðeiins í þetta eina skipti brást bogalistin. Knötturinn gekk. hratt fram að FH-markinu — og Pétur Sigurðsson, hinn litli og snaggaralegi Iínuspilari, náði for- ustunni fyrir ÍR með skoti, sem Hjalti réð ekki við. FH átti eftir að jafna — og það á ódýran hátt. Birgir Björnsson tók aukakast, sem smaug í gegnum vörnina hjá ÍR, alveg við jörðu og fram hjá Finni. — ÍR-ingar byrjuðu með knöttinn á miðju og fyrr en varði, Framhald á 15 síðu. VALUR OG FH SIGRUÐU í kvennaflokki vann Valur stór- an sigur yfir Þrótti á Handknatt- leiksmótinu í fyrrakvöld, skoraði 10 mörk gegn 1 Þróttar. Það var Sigríður Sigurðardóttir, sem átti stærstan þáttinn í sigrinum og skoraði flest mörkin. FH vann éinnig Breiðablik í kvennaflokki í fyrrakvöld og var munurlnn þrjú mörk, eða 12:9. Nýlega er lokið Reykiavíkurmóti 3 flokks a í knaítspyrnu. Sigurvegari varS knattspyrnufélagið FRAM. Pllt. arnir úr Fram sigruSu með miklum yfirburðum i mótinu og unnu alla sína leiki. — Myndin að ofan er af flokkn- um. Affari röð frá vlnstri: Arnar Guðlaugsson, Magnús Sverrisson, Gunnar H. Guðmundsson, Anton Bjarnason, Baldur Jónsson, S’gurdór Guðmundsson og þjálfarinn Skúii Nielsen. — Fremri röð:: Sigurbergur Sigstelnsson, Pétur Böðvarsson, Þorbergur Atlason, Gunnar Guðmundsson og Bragi Björnsson. T í M I N N, laugardagurinn 27. júlí 1963. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.