Tíminn - 27.07.1963, Blaðsíða 9
i Á?) ' ' ■
samvinnu
— Jú, það er til dæmis verið
að undirbúa síldarsöltun hér,
af hlutafélaginu Arnarey. Við
tengjum vonir við sölfcunina ef
vel tefcst til og síldin verður
hér á svipuðuim slóðum og hún
var t.d. í fyrrasumar. Þó er
þetta erfiðleiikum bundið, þar
setn hér er engin sfldarbrœðsla
og sigla verður með úrgang
langar fceiðir, — alla leið
norður til Fáskrúðsfjarðar.
Kaupfélagið byggir
upp atvinnulífiS.
— Tekur kaupfélagið ekki
eWhvem þátt í atvinnumálum
staðarins?
— Jú, það er eiginlega aðai
aðilinn { uppbygginigu atvinnu-
lífsins hér á staðnum. Til dæm
is gerir það út „Tindana" báða,
rekur frystihús, beinamjölsverk
smiðju og lýsisbræðslu. Þá rek
ur það einnig sláturhús og
mjólkursaimlag. Mjólkursamlag
ið var teklð í notkun árið 1962
í janúarmánuði. Það er mj'ög
tO hagsbóta fyrir fbúa staðar-
ins og eðlilega mikil lyftistöng
fyrir bændur sveitanna.
— Kemur mjólk til búsins
víða að?
— Hún kemur af bæjum í
Geithelinahreppi, Berunes-
hreppi og Breiðdalshreppi.
— Hefur ekki mjólkurfram-
leiðsla sveitanna þá aufcist síð-
an búið tók til starfa?
— Jú, hún hefur aukist þó
nokkuð mikið. Eg er nú ekki
alveg kunnugur hve mikið, en
hins vegar þarf hún að aukast
enn meira og gerir það vafa-
laust eins og ails staðar þar sem
farið hefur verið út á þessa
braut.
— Unnið að vatnsveitu.
Vatn skortir til mikils baga
— Jæja, Kjartan hvað er svo
annars helzt á döfinni hjá
lireppsfélaginu um þessar mund
ir?
— Það er tvímœlaláust vatns
veitan. Vatnsskortur hefur
hrjáð kauptúnið hingað til og
þá sérstaklega eftir að reis upp
frystihúsiðnaður.
Nú er hins vegar hafin lagn
ing vatnsleiðslu. Lögnin verður
um 8 km. innan af Búlandsdal,
en þar verður vatnið tekið úr
lindum, en ekki úr sjálfri ánni.
Þetta verður feiknarlega dýrt
og erfitt mannvirki vegna þess
hve landið er erfitt, jarðvegur
grýttur og erfitt er að grafa.
Athuganir og undirbúningur
verksins hafði staðið yfir í þrjú
ár, og þetta reyndist einasta
færa leiðin, þótt erfið sé.
Baett hafnarskilyrði varða
mjög framtíð Djúpavogs.
— Djúpivogur virðist nú, þeg
ar á allt er litið, byggja af-
komu sína að mestu á því, sem
úr sjónum fæst. Hvað viltu þá
segja okkur um hafnarmál stað
arins?
— Hafnaraðstaðan í dag er
hér ákaflega erfið, því hagar
svo tii' hér að innsiglingin er
ferkar grunn. Á fjöru eiga t.d.
stærri skip ekki gott með að
koma hér inn á voginn. Þó hafa
nú strandferðaskipin öll komið
hér inn að bryggju í góðum
veðrum, þegar vel hefur staðið
á sjó, og það án þess að nokk-
uð hafi komið fyrir þau. Bryggj
tir hér inni eru tvær, önnur
byggð 1948, en hbi 1959. Það
eru allsæmilegar bryggjur.
Þegar á allt er Utið, þá stend
ur áistandið í hafnarmálunum
þróun byiggöanlagsins mjög fyr-
ir þrifum og er mjög aðkallandi
að leysa þau mál, t.d. með dýpk
un innsiglingar og hafnarinnar
í heild.
— Hvemig er þá botninn
með tilliti til dýpkunar?
— Botninn er góður inni á
höfninni — leirbotn, sem dýpka
mætti allt aff 3 metrum. Á botni
innsiglingarinnar eru hins veg-
ar klappir. Fyrir nokkrum ár-
um fór kafari niður til að rann
saka botninn. Honum taldist svo
til að sprengja þyrfti 4 til 500
tonn af grjóti. Það er mikið
verk og mjög dýrt. Svo þynfti
að steypa vamargarð upp
í svokallað Skútusund milli
Jónshólma og Svartaskers til að
útiloka ölduna, sem leiðir þar
inn.
— Er lausn þessara mála e.t.
v. á næstu grösum, Kjartan?
— Nei, þetta er eitt af fram
tíðarvandamálunum.
Samgongur viS Djúpavog
eru alltof stopular.
— Segðu mér eitt, Kjartan,
hvemig eru yfirleitt sam,göng-
ur við Djúpavog?
— Á sjó eru þær nú heldur
stopular og mjög erfitt að fá
flutt. Flutningaþörfin er mikil
og virðist svo sem Ríkisskip
geti alls ekki annað henni. Fólk
hér er ákaflega krítiskt á þess-
ar hringferðir Herðubreiðar. —
Mönnum Jinnst sem meiri þjón
usta fengist út úr því að láta
skipin snúa við, t.d. á nyrstu
höfninni sem það afgreiðir, með
viðkomu á öllum höfnurn í báð-
um leiðum.
Ekkert farþegaflug er til
Suö-Austurlandsins.
— Hvert sækið þið í flug?
— Aðallega til Homafjarðar.
— Löng leið?
— Það em 90 kílómetrar.
— Illfært á vetrum?
— Jú, það er það nú, svona
frekar. Þó fer það nú nokkuð
eftir árferði. f góðum vetram
getur verið fært miikinn hluta
vetrar.
Suð-Austurlandiö er
útundan um flugsam-
göngur.
— Hefur hvergi verið athug-
að með flugvallarsvæði hér á
Suðurf j örðunum ?
— Hér eru sjúkraflugvellir
á nokkrum stöðum, m.a. hér
á Djúpavogi. Um farþegaflug
hingað er hins vegar ekki að
ræða. Um þessi mál er hins
vegar mikið rætt hér og áhugi
mi'kill fyrir því, að farþegaflug
verði hafið hingað til Suð-Aust
urlandsins. Skilyrði fyrir því er
hins vegar, að fyrir hendi sé
flugvöllur. Við hér á þessum
slóðum álitum það mjög nauð-
synlegt að gerð verði athugun
á flugvallarsvæði milli Breið-
dalsheiðar og Lónsheiðar.
Ég vil sérstaklega leyfa mér
að undirstrika það og beina
þeim tilmælum til réttra affila,
sem þessum málum ráða, að
Pramhald A 13 sfðu
T f M I N N, laugardagurinn 27. júlí 1963. —
Hér á Jandi hiefur mikið
verið um það síðustu árin,
aff settir hafa verið litaðir
myndagluiggar í ýmsar
byggingar, og er þess
skemimst að minnast, að
slfkir skrautgluggar voru
settir í Skálholtskirkju. —
Allir þesisir gluggar hafa
verið gerðir í Þýzkalandi,
en í eftirfarandi grein er
frá því sagt, að þessi list-
grein, sem varð til á mið-
öldum, er í miklum blóma
í Bandaríkjunum.
Á öld vaxandi sjálfvirkni og
fjölframleiðslu er gerð skraut-
glugga úr lituðu gleri ein af
fáum handiðnum, sem haldið
hefur velli, og er raunar unnt
að starfrækja með ábata.
Litaða glerið, sem löngum hef
ur verið kallað hiú arkitektsins,
hefur á ný hafizt til vegs og
virðingar, svo að notkun þess
telst nú aftur til einnar hinnar
fremstu lista byggingariðnaðar
ins. Enda þótt litað gler sé
fyrst og fremst notað til skrauts
í kirkjum, enn sem komið er,
fer útbreiðsla þess á öðrum svið
um byggingarlistarinnar óðum
vaxandi. Eru það einkum ails
konar opinberar byggingar,
seen skreyttar eru með lituðu
gleri.
Þinghús og ráðhús víðs veg-
ar um Bandaríkin, bókasöfn og
listasöfn, dómhús og skólar
leita í vaxandi mæli til þessarar
Ustgreinar til að auka litas'krúð,
hlýju og virðuleika innan
veggja sinna og utan. Jafnvel
á einkaheimilum er gripið til
þessarar fornu listar til skrauts
og er altítt að Utað gler sé not-
að í veggihlífar við eidstæði,
skilrúm milli herbergja eða her
bergishluta og til skrauts á
veggi, þótt ekki sé þar um
glugga að ræða.
Fjölmarglr starfandi
í iðúaðl.
Svo mikill gróandi hefur ver-
ið í þessari fornu listðnaðar-
grein í Bandaríkjunum á undan
förnum árum, að þar era nú
hvorki meira né minna en 200
verkstæði eða fyrirtæki, sem
vinna við framleiðslu skraut-
glugga með litgleri. í mörgum
þessara verkstæða er aðeins
eúm maður starfandi, en önnur
eru „risavaxin", ef svo má að
orði kveða um slík fyrirtæki í
landi fjöldaframleiðslunnar,
þar sem starfandi eru 30 manns
eða fleiri. í slíku fyrirtæki af
meðalstærð ern að jafnaði starf
andi 10—12 listamenn og hand
iðnaðarmenn. Og enginn skyldi
ætla, að þarna sé unnið með
þeim hraða, sem einkennir svo
mjög margvíslega framleiðslu í
Bandaríkjumnm. Því fer fjarri,
því að þarna verður að vinna
hægt, láta vandvirknina sitja í
fyrirrúmj í hvívetna og ag því
leyti hefur engin breyting á orð
ið í þessu efni frá því fyrr á
öldum, þegar þessi list varð
til og náði hæst, eins og svo
margar kirkjur I fjölmörgum
löndum eru gleggst vitni um.
Gömul list með nýju lagi.
Aðferðir þær, sem notaðar
eru nú á dögum til framleiðslu
á skrautgluggum, eru í öllum
undirstöðuatriðum hinar sömu
og þær, sem fullkomnaðar voru
fyrir 800 árum. Endurbætt verk
efni og ný efni hafa gert hin-
Framhald á 13. slðu.
Nokkur sýnishorn af gripum þelm, er hafðir voru tll sýnls f Washington fyrr á árinu, þegar efnt var
til sýningar á skrautgluggum, er ungir nemendur i listiðntnni höfðu gert.
LITGLUGGAGERD ER BLOM-
LEG ATVINNUGREINIUSA