Tíminn - 27.07.1963, Blaðsíða 15

Tíminn - 27.07.1963, Blaðsíða 15
BYGGING GASVERKSM. FraiiihalJ ai 16 síðu reist. Vonir standa hins vegar til að framkvæmdir hefjist mjög bráð lega, alla vega í sumar, enda iðn- aðinum mikið nauðsynjamál, að verksmiðjan verði endurreist sem fyrst. Sérfræðingur fi'á sænsku AGA- verksmiðjunum hefur dvalizt hér- iendis undanfarið og rannsakað orsakir brunans. Eins og Tfminn sagði frá um daginn eru ýmsir van trúaðir á það, að kviknað hafi í út frá heitum lykli, eins og pilti þeim, er við vinnu var, virtist. — Athuganir sænska sérfræð'ingsins hafa heidur styrkt menn f þeirri trú, að orsakir brunans séu ó- íundnar. Hefur hann meðal ann- ars borið heitan lykil að gas- streymi og kviknaði ekkj í þvi, fyrr en Iykillinn var glóandi, þ. e. heitari en gera verður ráð fyr- ir að margumræddur lykill hafi getað verið. Þá er aðeins einhvers konar sjálfsikveikju til að dreifa, og getur hún hugsanlega hafa inyndazt við mjög hratt útstreymi úr gaskútnum, ef pakkningin hef ur sprungið, en eins og menn muna l.ak einn kúturinn, er pilt- urinn ko n inn utan úr smiðjunni. Fleiri hugsanlegar orsakir koma til greina og verða rannsakaðar. Niðurstöður rannsóknanna liggja væntanlega fyrir innan mánaðar. GÓÐ SÍLD Framhilri af 16 síðu. Tólf bátar hafa komið með síld tíi NorSfjarðar, samtals 5000 tunn ur. í kvöld var búið að salta í 4000 tunnur, og 100 höfðu farið í fryst ingu. Síldin er góð til söltunar. Fjölmörg skip háfa komið inn til SeyðisfjarSar í dag og þar hef- ur verið saltað á 6 stöðvum. Síldin fer mest öll í söltun, enda er hún nokkuð góð, frá 20—23% fett. — Veðrið hefur verið gott í dag, en nú er byrjað að bræla á suðaustan. Til_Eskifjarðar komu 4 &kip með *• síícTog var afli þeirra samtals 2300 tunnur. Síldin var söltuð og . - fryst. í kvöld er von á einu skipi *- með 1200 tunnur. Mikið er um að • - vera á Eskifirði, en þó vantar meiri síld. Veðrið var gott í morgun, en f kvöld var að þykkna upp og byrjað að rigna. HESTAKONA Framliald af 1. síðu. fyrir því, hvað á daga hennar hefði drifið. Þó er það ljóst, að þessi nær sjötuga kona hefur legið úti í hríðarveðrum á ör- æfum, án tjalds og svefnpoka, flestar næturnar, sem hún var týnd, en líkur benda til þess að sunnudags og mánudagsnæt- urnar hafi hún dvalizt í gangna mánnakofum. Hún var matar- laus orðin er hún fannst, en enn þá er ekki ljóst, hversu lengi hún hefur verið það, en hún hafði nokkurt nesti, er hún lagði af stað. Hún var al- veg ómeidd og ekki sjáanlega lasin, er hún fannst, en mjög utan við sig, eins og fyrr segir. Þó telur hún, að hún hafi misst Ljóma sinn frá sér á þriðjudaginn, og hafi hann þá stokkið frá henni. Hún kveðst hafa heyrt í flugvél, en á ekk gott með að átta sig á því, hve- nær það hafi verið, en líkur benda til, að það hafi einmitt verið í gær. Er Sigríður Jóna hafði jafn- að sig nokkuð, vildi hún helzt halda áfram á Ljóma sínum áleiðis til Hveravalla. Þó féllst hún fljótlega á það, að slást í för með leitarmönnum niður að Klamannstungu. Fréttamaður Tímans er staddur í Kalmannstungu og mun eiga þar viðtal við Sigríði Jónu, er hún kemur til byggða í nótt og verður unnt að segja nánar frá ævintýrum hennar í blaðinu á sunnudaginn. Badenhoffmálið nú fyrir rétt Aðiis, Kaupmh. 25. júlí. Mál Helmuth Badenhoff sýn ingarstjóra verSur nú teki'ð 'fyrir rétt og öll vitni yfirheyrð en málið er eitthvert umfangs mesta f jársvikamál, sem nokkru simni hefur komið' upp í Dan- mörku. Ba-denhoff er sagður hafa svikið út 44 miljónir danskra króna á óheiðarlegan hátt. Sjálf ur hefur hann nú farið fram á að gert verði út um málið á grundvelli játningar hans og því verði hraðað, en ríkissak- sóknarinn vill halda því fram, að málið hafi enn ekki upplýst nægilega með játningu Baden- hoffs varðandi falskar undir- skriftir. Dönsku blöðin halda því einn ig fram, að ekki sé hægt að ljúka málinu með játningunni. Hafa þau sagt, að í því séu allt of margir dökkir punktar og gruggug viðskipti, og Baden hoff hafi varla sagt allan sann leikann, þar eð enn séu margir hlutir, sem svör hafa etoki feng izt við. Meðal annars spyrja blöðin hvernig á því standi, að bank- arnir veiti stórlán, án þess að leggja það á sig, að athuga undirs'toriftir ábyrgðarmann- anna. Annars er þess krafizt, jafnvel þegar scnálán eru veitt, að ábyrgðarmennirnir komi sjálfir í bankann til þess að Skrifa undir. f þessu tilfelli hef ur enginn Iagt það á sig að athuga undirskriftirnar og fjár- svikin hafa haldið áfram í 10 ár. Það hljómar satt bezt að segja ótrúlega og efcki er hægt að afgreiða málið meö fullyrð- ingunni um sigur „snobbsins" eða virðingu almúgamannsins fyrir fínu nafni. Þá segja blöð in, að önnur og betri skýring hljóti að vera fyrir hendi og nauðsynlegt sé vegna réttarfars legt öryggis Danmerkur að sannleikurinn komi fram í dags ins Ijó-s. Það er einn möguleiki í því, að þetta geti gerzt nú þegar málið verður tekið ná- kvæmlega fyrir. í réttinum verður hægt að yfirheyra cnörg vitni, m.a. lán veitendur og lögfræðinga þeirra og auk þess Chr. Moltke léns- greifa, en nafn hans hefur verið misnotað í sambandi við mörg glæpsamleg lán. Aðalfundur Lands- sambands veiði- félaga Landssamband veiðifélaga hélt aðalfund sihn í Borgarnesi 20. júlí s.I. Fundinn sátu fulltrúar veiðifél'aga úr þremur landsfjórð- unum. Veiðimálastjóri, Þór Guð- jórnsson, flutti erindi um veiði- mál og sýndi litskuggamyndir. Rætt var meðal annars um endur- skoðun laxveiðilaganna. Fundur- inn þakkaði Alþingi og ríkisstjórn fyrir framtak við byggingu Lax- eldisstöðvarinnar í Kollafirði. Jafn framt skoraði hahn á ríkisstjórri- ina að auka verulega fjárframlög til Veiðimálastofnunarinnar til þess að hún geti mætt ört vaxandi þörf fyrir leiðbeiningastarfsemi, og rannsóknir í þágu veiðimála. Á fundinum ríkti mikill áhugi fyrir eflingu samtakanna, og taldi hann þörf á að stofnuð yrðu veiði félög við vatnasvæði þar, sem þau væru ekki fyrir. Stjórn Landssambands veiifélaga var endurkosin, en í henni eiga sæti, Þórir Steinþórsson, skóla- stjóri, Reykholti, formaður, Hinrik Þórðarson, Útverkum, og Óskar Teitsson, Víðidalstungu. (Frétt frá Landsambandi veiðifélaga.) LEITAR- Ai.f-Rjeykj-avík, 26. júlí. Seint í kvöld vildi það óhapp til, að lítill mótorbátur slitnaði upp í Kópavoginum og rak frá landt Eigandi bátsins, sem var þarna nærstaddur, fór við annan mann á bát út á fjörðinn á eftir hinum frárekna báti. Vildi þá svo illa til, að kaðalspotti festist í skrúfuna og rak bát þeirra einnig út fjörð- inn. Slysavarnafélaginu var gert viðvart, og sendi það þegar björg- unarbát til aðstoðar, en ekki var FURÐULAX Framhald af 1. síðu. en fyrst, þegar við sáum hann datt okkur í hug, að þarna væri kominn einhver Kyrrahafslax. Enn fremur sagði veiðimálastj., að fyrst um sinn yrði þessi lax ekki skorinn í sundur og rannsak- aður nánar, þar sem einhverjir hefðu e. t. v. áhuga á að skoða hann, en það verður gert síðar. DÝPST 220 METRAR Eramhai.: al 16. síðu tekin í gærmorgun. — Sigurjón og félagar sáu fjórar toppend- endur á Öskjuvatni og kvað Sigurjón sér ekki kunnugt um, að þær hefðu sézt þar áður. fþróttir mátti Hjalti sækja knöttinn í net- ið. Það var Gunnar Sigurgeirsson, sem skoraði þetta 21. mark ÍR. Örfáar sekúndur voru eftir. ÍR- ingar voru heldur seinir að koma sér í stöðurnar og Hafnfirðing- arnir notuðu þetta síðasta tæki- færi veL Knötutrinn gekk hratt frá manni til manns upp hægri vænginn — og aðeins þremur sek- úndum fyrir leikslóks, fékk Páll Eiríksson knöttinn á línunni og gat óhindrað skorað jöfnunar- markið fyrir FH. Þetta var eina markið, sem Páll skoraði í leikn- um, en jafnframt það langþýðing- armesta. ÍR-íngar voru nær sigri i þess um leik. Það er langt síðan ég hef séð þá leika jáfn árangursríkt. Það er engnin vafi á því, að afturkoma Péturs i liði.ð hefur góð áhrif. Hraðanum er stillt í hóf í sókn- arleiknum — það er reynt línuspil og í þetta skipti voru hornin vel nýtt. Gunnlaugur og Finnur voru beztu menn liðsins, en þeir komu ekki langt á eftir þeir Gylfi, Pétur, Gunnar og Þórður. — Mörkin fyrir ÍR skoruðu Gunnlaugur 10, Gylfi 4, Þórður 3, og Pétur og Gunnar 2 hvor. FH hélt uppi miklum hraða í' þessum l'eik, en ÍR fann svar viðj honum. Að ósekju hefðu því FH- ingar átt að halda boltanum meira. Hjalti í markinu var langbezti maður liðsins, en einnig áttu Örn, Ragnar og Birgir ágætan leik. — Mörkin fyrir FH skoruðu Örn 6, Ragnar 5, Birgir 4, Guðlaugur 3, og Páll, Kristján og Auðunn 1 hver. Dómari var eins og áður segir Karl Jóhannsson og dæmdi vel. Félagsdómur um mál verkfræðinga BÓ-Reykjavík, 25. júlí. Verkfræðingafélagið hefur nú fengið málið vegna stöðuumsókna verkfræðinganna fjögurra hjá vegagerðinni, í hendur lögfræð- ingi, og verður það lagt fyrir fé- lagsdóm. Júlíbiað Skákas' NÝLEGA er komið út fjórða lölublað tímaritsins SKÁK, júlí- ölað. Eins tg fyrr er blaðið vand- a? — bæði að frágangi og útliti. M. a. efniis i blaðinu að þessu sinni er grein um heimsmeistarann Pet- rnsjan og birtar nokkrar skákir hans í einviginu viið Botvinnik með skýringum Friðriks Ólafsson- ar. — Þá eru m. a. greinar „Lærið að kombinera“. — Hve góður skák stjóri ertu — o. fl. Ferðamenn í árekstri JK-Reykjavík, 25. júlí. Fjórir erlendir ferðamenn lentu í allhörðum árekstri í Norðurmýr- inni á tíunda tímanum í kvöld. Þeir voru á bílaleigubíl, Volkswag en, og komu á talsverðri ferð vest- ur Flókagötuna, gættu ekki að vinstrihandarakstrinum hér og fóru í veg fyrir Skodabíl, sem kom norður Gunnarsbraut. Skodabíll- inn fór á miðja hlið bílaleigubíls- ins og skemmdi hann svo alvar- lega, að hann er talinn ónýtur. Sjálfur er Skodabillinn lítið skemmdur. Frakki ók bílaleigu- bílnum og var með þrjá Belgíu- menn með. Farið var með ferða- mennina í Slysavarðstofuna, en þeir reyndust litið meiddir. Öku- maður hins bílsins slapp ómeidd- ur. 6V2 íerm., ásamthitadunk og kyndingatækjum til sölu. — Upplýsingar í síma 34743. OXLAR með fólks og vörubflahjólum. Vagnbeizli og beizlisgrindur fyr ir heyvagna og kerrur. Notað- ar felgur og ísoðin bíladekk, til sölu hjé Kristjáni Júlíussyni, Vesturgölu 22, Reykjavfk, sími 22724. — Póstkröfusendi. Hjartans þakkir færi ég fjöiskyldu minni, starfs- fólki Olíufélagsins h.f., og öðrum vinum mínum, sem heiðruðu mig á 70 ára afmæli rninu 17. júlí s. 1. með heillaskeytum og höfðinglegum gjöfum. Sérstakar þakk- ir færi ég forstjórum Olíufélagsins h.f. Lifið heil. Þórður H. Jóhannesson, Snorrabraut 36. Kærar þakkir sendi ég öllum þeim, sem vegna 30 ára starfafmælis míns sýndu mér vinsemd og virðingu á afmælisdegi mínum, með heimsóknum, skeytum, blómum og góðum hugsunum. Guð blessi ykkur öll. Sigurður Pálsson, prestur, Selfossi. blaðinu kunnugt um síðast þegar fréttist, hvernig mönnunum reiddi af. Hjartkær eiginkona mín og móðir HREFNA BRYNDÍS ÞORARINSDÓTTIR, Safamýri 56, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, mánudaginn 29. júli kl, 10,30. — Athöfninni verður útvarpað. 1 Sigurður Guðmundsson Sigurður Þór Kristjánsson. Eiginmaður mínn HARALDUR INGVARSSON, fyrrverandi bifreiðastjórl, Reynimel 58, lézt 25. þ.m. — Jarðarförin ákveðin síðar. — Fyrir mína hönd og annara vandamanna Laufey Guðmundsdótiir. TÍMIN N. butfflrdjijijiriiin 27 iiilí 10fi2. ______________ 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.