Tíminn - 30.07.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.07.1963, Blaðsíða 7
Útgefcindi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. _ Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Krisljánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrif stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 65.00 á mán. innan- lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. — 9000 krónur EINS og áður hefur verið sagt frá hér í blaðinu, urðu umframtekjur ríkissjóðs á slðastliðnu ári 310 millj. kr. Þetta svarar til þess, að umframgreiðslur hafi num- ið nær 1800 kr. á hvern íbúa landsins eða nær 9000 kr. á fimm manna fjölskyldu. Verkamaður hefur þurft að vinna talsvert á annan mánuð á síðastliðnu ári til þess að fá þessar 9000 kr. í kaup. Þetta skýrir það vel, hve þungur baggi umfram- greiðslur hafa verið á almenningi. Ef tollar og söluskattur hefðu verið lækkaðir um þessar 310 millj. kr., sem umframtekjurnar námu, hefði dýrtíðin minnkað að sama skapi og þörfin fyrir þær kauphækkanir, sem hafa verið knúðar fram á þessu ári, orðið minni. Þá hefði verið hægt að hefja viðnám gegn dýrtíðinni og treysta verðgildi peninganna. Með því að innheimta í ríkissjóðinn 310 millj. kr. meira en Alþingi gerði ráð fyrir og taldi nauðsynlegt, jók rikisstjórnin dýrtíðina að sama skapi eða sem svaraði 9000 kr. á fimm manna fjölskyldu. Nauðvörn launþega og verzlana hefur verið að hækka kaup og verðlag. Þannig verður hóflítil skattpíning hins opinbera til þess að auka dýrtíð og verðbólgu. Skattpíningin, ásamt gengisfellingunum, hefur verið meginorsök hinnar hröðu aukningu dýrtíðar og verðbólgu undanfarin misseri. Ef hefja á viðnám gegn dýrtið og verðbólgu, verður hið opinbera að ganga á undan, hætta að hækka álögur og draga heldur úr þeim. Þessa stefnu verður að taka upp strax á næsta þingi. Hinar miklu umframtekjur rík- isins seinustu misserin, sýna ljóslega, að þessi stefna er ve.l framkvæmanleg. Stjórnin vantreystir frjálsri verzlun í BLAÐl Sjálfstæðisflokksins, Vísi, birtist .nýlega grein, þar sem borið var mikið lof á ríkisstjórnina fyrir að hafa dregið úr innflutnings- og gjaldeyrishöftum, auk- ið vöruframboðið og gert verzlunina frjálsari á þann hátt. En Vísir gleymdi að minnast á tvennt í þessu sam- bandi: Vísir gleymdi að minnast þess, að á góðæristímum, þegar útflutningstekju'r stóraukast af völdum bættra aflabragða og hækkandi verðlags á útflutningsvörum, er það ekkert þakkarvert, þótt eitthvað sé dregið úr inn- flutningshöftum. Vísir gleymdi jafnframt að geta þess, að hvarvetna í nágrannalöndum okkar hefur verið dregið úr verðlags- höftum jafnhliða og vöruframboð hefur aukizt. Þar hafa stjórnendurnir treyst því að frjáls verzlun og samkeppni tryggði heilbrigðasta verzlunarhætti og neytendum hag- stæðast verðlag. Hér keppist ríkisstjórnin hins vegar við það að halda í verðlagshöftin, þrátt fyrir hið aukna vöruframboð. - Ástæðan getur ekki verið önnur en sú að forvíg- ismenn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins hafa annað og verra álit á íslenzkum kaupmönnum en ríkis stjórnir verkamannaflokkanna hafa á kaupmönnum ann ars staðar á Norðurlöndum. Forvígismenn Sjálfstæðis flokksins og Alþýðuflokksins vantrevsta frjálsrj verzlun Þess vegna halda þeir dauðahaldi í verðlagshöftin. Er munur á Stalín og Krústjoff? í utanríkismálum munar litlu á stefnu þeirra. ÞEIRRI SPURNINGU hefur oft verið varpað fracn á undan- förnum árum, hvort utanríkis- stefna Sovétríkjanna hafi ekki tekið verulegum breytingum síðan á dögum Stal'ins eða sagt með öðrum orðum, hvort utan- ríkisstefna Krusfjoffs sé ekki frábrugðin utanríkisstefnu Stal ns, og því séu t.d. meiri mögu- leikar fyrir vesturveldin til að ná samnngum við hann en við Stalín á sinni tíð? Sennilega mun þessi spurn- ing verða enn áleitnari eftir íamkomulag Rússa og vestur- í-eldanna um tilraunabannið. Þess verður ekki sízt spurt, hvort Krustjoff sé ekki annar og betri en Stalin, og því verði auðveldara að semja við hann. FYRIR nokkru síðan kom út bók í Bandaríkjunum, þar sem m.a. var reynt beint og óbeint að svara þessari spurningu. Bók þessi heitir: „Stalins For- eign Policy Reappraised“ og er eftir Marshall D. Shulman, sem um skeið var sérstakur ráðunautur Dean Achesons, er hann var utanrikisaráðherra, en varð síðar forstöðumaður þei.rrar deildar Harvardháskóla, sem fæst sérstaklega við mál- efni Sovétrikjanna. Nú er Shul- man prófessor í alþjóðastjórn- málum við einn helzta háskóla Bandaríkjanna á því sviði, Fletcher School of Law and Diplomacy. -c-. ' . Þessi bók Shulmans hefur vakið verulega athygl'i, enda er hann maður, sem hefur mikla þekkingu á þessu sviði og leit- ast við að dæma málin án hleypidóma Hér er ekki rúm til að rekja efni þessarar bókar, og verður látið nægja a-ff segja lauslega frá efni hennar. í STUTTU MÁLI má segja, að það sé meginniðurstaða Shulmans, að Krustjoff fylgi í stórum dráttum sömu utanríkis stefnu og Stalín, sé raunar ekk- ert annaö en arftaki hans á því sviði. Stefna Stalíns eftir styrjöld- iná var að leita, þar sem hann gat að snöggum blettum hjá vesturveldunum og færa sér veikl'eika þeirra í nyt hvar- vetna þar sem því varð komið við. Strax og honum var veitt hæfileg mótspyrna, lét hann undan síga. Hann gætti þess vandlegt að láta aldrei koma til stórátaka. Yrði hann að gefast upp á einum vett- vangi, hóf hann sókn á öðrum. Stalín hugðist ætla að neyða vesturveldin til uppgjafar í Berlín með flutningabanninum. en gafst síðan upp fyrir „loft brúnni“. Hann studdi uppreisn kommúnista í Grikklandi, en lét undan síga, er vesturveldin skárust í leikinn. Hann flutti rússneska herinn frá íran eftir mikið samningaþóf. Hann sætti sig við vopnahlé í Kóreu eftir að honum varð ljóst, að ekki yrði lengra komizt. Þannig má rekja þetta áfram. Hann tefldi oft á fremstu nöf, en gætti þess vel að fara ekki fram af. Krustjoff hefur : stórum dráttum fylgt þessari stefnu Hann hefur teflt djarft. eins og í Kúbudeilunni, en hörfað Frá sjötugsafmæli Stalins 17, des. 1949, er leiðfogar kommúnista komu saman í Kreml til aS hylla hann. eins og Stalín, þegar hann sá sitt óvænna. Shulman rekjur með fjölmörg um dæmum, að utanríkisstefna Krustjoffs sé hin sama og Stal- íns var. HVAÐ er það, sem réði mestu um utanríkisstefnu Stal- íns og ræður mestu um utan- ríkisstefnu Krustjoffs? Er það áhugi á útþenslu kommúnism- ans eða áhugi á eflingu Sovét- ríkjanna sem heimsveldis? Svar Shulmans er í stuttu mál'i það, eins og svo margra annarra, að þegar hagsmunir heimsbyltingarstefnu kommún. ismans og hagsmunir Sovétríkj- anna hafi rekizt á, hafi þeir Stalín og Krustjoff jafnan met- ið hið síðarnefnda meira. Með því er hins vegar ekki sagt, að þeir hafi fallið frá heimsbylt- ingaráformum kommúnjsta. heldur talið nauðsynlegt að bíða betra tækifæris. Það, sem hefur verið fram- tíðarmark beggja, er að koma á kommúnisma í heiminum und ir forustu Sovétríkjanna. Að ferðirnar hafa verið svipaðar hjá báðum. Báðir hafa gætt þess að forðast stórátök við vesturveldin, og þá einkum Bandaríkin. Það hefur ekki þýtt að þeir hafi verið hættir við áform sín, heldur tabð réttar að bíða betra tækifæris. Stalín vildi t.d. ekki síður en Krust- joff komast hjá kjarnorku- styrjöld. EN HVER verður stefna þess eða þeirra, sem taka við af Krustjoff? Því getur verið örð- ugra að svara. TVennt hefur komið til sögunnar, sem getur breytt miklu. Annað er það, að Kína er orðið stórveldi og gerir sig þess albúið að taka við af Sovétríkjunum sem forusfcuríki hins alþjóðlega kommúnisma. Þetta var aðstaða, sem Stalín bjó ekki við og Krustjoff hefur ekki þurft að glíma við að ráði fyrr en nú Hitt er það, að undir stjórn Krustjoff hefur orðið mikil breyting heima fyr- ir í Sovétríkjunum. Þau eru nú ekki sama lögregluríkið og í tíð Stalíns, lífskjörin hafa farið batnandi og kröfurnar um bætt kjör aukast stöðugt. Þetta get- ur haft mikil áhrif á stjórnar- farið. En eitt mun þó lítið breytast, en það eru hagsmunir Sovétríkjanna sem stórveldis Þegar til kastanna kemur, munu þeir áfram ráða mestu um utanríkisstefnu Sovétríkj- anna. Meðan forráðamenn Rússa ala þá drauma, að Sovét- ríkin geti orðið forusturíki í kommúnistískum heimi. mun það áfram marka utanríkis- stefnu þeirra innan þess S ramcna, er mótast af sérhags- 1 niunum Sovétríkjanna á hverj I um tíma. Þ.Þ. ■ T í M I N N, þriðjudagurhin 30. júlí 1963. ?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.