Tíminn - 30.07.1963, Qupperneq 13

Tíminn - 30.07.1963, Qupperneq 13
VINNINGAR 1. Chevrolet-bifreið árgerð 1964. 300.000,00 2. Flugfar fyrir 2 til New York og herrn. 36.000,00 3. Flugfar fyrir 2 til Kaupmanna- höfn og heim. 16.000,00 4. Far með Gullfossi fyrir 2 til Kaupmannahafnar og heim. 14.000,00 5. Þvottavél. 20.000,00 6. ísskápur. 15.000,00 7. Hrærivél. 7.000,00 8. Borðstofuhúsgögn. 15.000,00 9. Dagstofuhúsgögn. 15.000,00 10. Vörur eftir eigin vali. 12.000,00 VerSmæti samtals kr. 450.000,00 DREGIÐ 23. desember 1963. VERÐ KR. 100,00 VINNINGAR SKATTFRJALSIR STYRKTARfELAG VANGEFINNA Miðarnir eru tölusettir og einkenndir með umdæmisstöfum bifreiða landsmanna, og hafa bifreiðaeigendur forkaupsrétt að miðum er bera númer bifreiða þeirra TIL LOKA SEPTEMBERMÁNAÐAR N.K. Happdrættið hefir umboðsmenn í öllum lögsagnarumdæmum landsins. Skrrfstofa féfagsins Skólavörðustíg 18 annast sölu miðanna í Reykja- I f vík, og geta bifreíðaeigendur í R?ykjavík keypt miða sína þar, eða hringt í síma 15941, ef þeir óska að fá míða sína heimsenda. BÍLAEIGENDUR! Látið ekki happ úr hendi sleppa. Kaupið miða og styðjið þannig gott málefni. HAPPDRÆTTI STYRKTARFÉLAGS VANGEFINA Skólavörðustíg 18. — Simi 15941. ÁTTRÆÐUR Framhald af 8. síðu. meg öllu sem gerist, einkum í ís- lenzkum stjómmálum og atvinnu- málum. Karl er mikill kúltúimaður — gæddar ræktunareldi — traust- ur þjóðfélagsþegn og reglusam- ur svo að af ber, en algerlega iaus við ranghverfuna á sumum reglumonnum, nöldur og dómgimi og afskiptasemi. Karitas og Karl Arngrímsson áttu barnaláni ag fagna. Alls eign- uðust þau 9 börn. Eina dóttur misstu þau, tólf ára ag aldri. Var hún foreldrum og systkinum mik ill harmdauði. Á lífi eiu: Þórður, verzlunarstjóri á Akureyri, kvænt ur Steinunni Jónsdóttur; Sigurður, iðnverkamaður á Akureyri, kvænt- ur Karlottu Jóhannsdóttur; Kristj- án, fyrrv. skólastjóri á Hólum, kvæntur Sigrúnu Ingólfsdðttur; Inga Dagmar, gift Nikulási Einars syni í Reykjavík; Guðrún kona, Sigurðar Garðarssonar, klæðskera a Akureyri: Arnór, verzlunarstjóri á Akureyn; Geirfinnur, verzlunar- maður á Ak.eyri og Jón, húsgagna- arkitekt, búsettur í Stokkhólmi, kvæntur Svönu Magnúsdóttur. Börn Karls hafa erft margt frá föður sinun: og raunar foreldrum, m. a. ráðdeildarsemi og ræktunar- hug. Móðir þeirra átti að heiman- íylgju iörðina Vegeirsstaðj í Fnjóskadal. Þar hafa þau ræktað víðlendan skóg og komig upp hin um feguista gróðurreit. Á afmæl- isdaginn var Karl saddur að Vegeirsstöðum og tók þar á móti hinum fjölmörgu vinum sín- um „í tilefni dagsins". Ingvar Gíslason. ATHUGASEMD Framhald af 8. síðu. Súðavík eða, að hann hafi dregið smokk fyrst á færi með krekju- önglasmokköngli, eins og Jóhann kennari Hjaltason hefur eftir hin- um alkunna greindar- og merkis- manni og kjarkmanni Kolbeini í Dal ( = Unaðsdal), sem er einn af þeim, sem dr. Bjarni segir að bezt hafi upplýst sig um fiskimál- efni við Djúpið. Ég spyr. Því minn :st Kolbeinn ekkert á Kristján. — Það eins og að þag sé einhver beygur í Jóhanni kennara, að hafa Kolbein fyrir þessari sögu, þar sem hann segir: ,Raunar er aldrei fyrir þag að spyrja, að eitthvað geti skolast í minni manna og það á skemmri tíma en 60 árum. Mað- ur spyr. Þar sem Jóhann segir að Kolbeinn hafi sagt þetta líklega nokkru eftir 1930. Þvi man Kol- beinn eða neinn af þessum 23 Djúpsmönrum, sem dr. Bjarni nefnir i skýrslunni að segja dr. Bjarna fia Kristjánj að hann hafi dregið fyrstur manna smokk á færi — ef þag hefði átt sér stað? Það finnst mér einkennilegt. En ,svari sá, sem til er fær“, sagði Hlíðar-Biami í vísunni. Vill Jó- hann kcnnari svara? Frá bikarnum sem þeir nyrðra við'Djúp gáfu Kristjánj fyrir að færa þeim þennan töfrasprota — (smokköngulinn) — frá Einari, sem Kristján lét svo Sumarliða gullsmig smíða öngla eftir, eftir því, sem Árni Gíslason yfirfisk- matsmaður á ísafirði segir í bók- inni „Gullkistan" (ártalið prent- villa sennilega), sagði mér Arn- grímur Bjarnason kaupmaður, er ég hitti hann fyrir nokkrum árum í Reykjavík. Sagði hann mér að hann hefði hitt Kristján Hjalta- son frá Súðavik fyrir alimörgum árum. Hefði hann þá sýnt sér bikarinn aietraðan. Ekki gat Arn- grímur um hvernig áletrunin hefði hljóðað. Einar Bogason frá Hringsdal. !TAPAZT HEFUR svart kvenveski á leiðinni frá Vík, Klaustur, Land- brot, Meðalland að Króki. — Finnandi vinsamlegast hringi í síma 19158. Fund- arlaun. Auður Eiríksdóttir, Drápu- hlíð 28. Skrífstofustjóri Viljum ráða skrifstofumann, vanan bókhaldi. Þarf að geta starfað sjálfstætt og annast skrifstofu- stjórn. — Umsóknir, sem tilgreina aldur og fyrri störf, sendist fyrir 10. ágúst tii kaupfélagsstjórans, sem gefur allar nánari upplj'singar. Kaupfélag SuSur-Borgfirðinga, Akranesi. Vélritunarstúlku Dóms- og kirkjumálaráðuneytið óskar að ráða stúlku til vélritunarstarfa í forföllum um nokkurra mánaða skeið. Sími 16740. Dóms- og kirkjumálaráðuneytiS. T f M I N N, þriðjudagarlnn 30. júlí 1963. — 13

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.