Tíminn - 30.07.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 30.07.1963, Blaðsíða 14
ÞRIÐJA RIKID WILLIAM L. SHIRER „Fyrir mig var tuttugasti og fjórði dagur tímamótanna," skrif- aði Sehuschnigg eftir styrjöldina. Hann. beið spenntur eftir við- brögðum foringjans við mótþróa- fullri ræðu hans. Papen sendi* skeyti til Berlínar næsta dag, og ráðlagði utanríkisráðuneytinu að taka ræðuna ekki um of alvarlega. Hann kvað Schusehnigg hafa látið í l'jós sínar fremur sterku þjóð- ernis tilfinningar til þess að ná aftur aðstöðu sinni innanlands. Ráðagerðir væru á döfinni. í Vín um að steypa honum af stóli vegna imdanlátssemi hans í Berchtes- gaden. Á meðan, sagði Papen í skeytinu til Berlínar, „heldur starf Seyss-Inquart . . . áfram eins og ætlað var.“ Næsta dag kvaddi Papen austurríska kanzlarann formlega og lagði af stað til Kitz- blihl til þess að fara á skíði, en hin löngu ár sviksamlegrar starf- semi hans í Austurríki voru í þann veginn að bera ákvöxt. Ræöa Hitl'ers 20. febr.úar, sem útvarpað hafði verið yfir austur- rískar útvarpsstöðvar, hafði komið af stað mótmælaöldu meðkl naz- ista um allt Austurríki. Á meðan á útvarpssendingu á svarræðu Schuschniggs stóð, 24. febrúar, hafði óður múgur 20 þúsund naz- ista í Graz ráðizt inn á torg borg- arinnar, rifið niður hátalarana og dregið niður austurríska flaggið og dregið síðan að húni swasttkufána Þýkalands. Þar sem Seyss-Inquart 61 ana með stefnu á ljósin í Mirknar. Diegó kallaði á hann. „Við kveðjumst nú“, sagði hann. „Við fáum ekki tíma til þess, þegar við komum að brúnni. „Gangi ykkur vel, vinir mínir.“ „Þakk“, sagði Reecher og þrýsti hönd Diegós. „Þegar ég get, ætla ég a ðkoma til Tangier og þá býð ég upp á glas. Mörg glös.“ „Það er ekkert að þakka. Gætið ykkar.“ Beint framundan bUkuðu blá Ijósin á bátabryggju Reina del Mar. Diego dró úr benzíngjöfinni og Diego kallaði til þeirra og sagði þeim að vera tilbúnum. Bryggjan var mannauð og dimm, en ofar sáu þau ljósin á veitinga- staðnum og hljómlisti.n barst nið- ur að sjónum til þeirra. Diego lagði upp að bryggjunni og Bee- cher reis upp og stökk i land. Hann greip um mittið á Ilse og sveiflaði henni upp á bryggjuna við hli.ð sér. Diego veifaði til þeirra og brosti breitt og síðan sneri Rosaleen aftur frá bryggj- unni og brunaði yfir ö|dutoppana á leið heim ... Beecher tók í hönd Ilse og þau gengu af stað upp eftir langri bryggjunni til lands. Reina del Mar-veitingahúsið var fagurt að sjá, þar sem það stóð stórt og langt í slakkanum um hundrað metra fyrir ofan fjöruna. Ljósið af opnum svölunum lýsti upp grænan vatnsflöt sundlaugar- innar og glampaði á malarstígun- um 1 garðinum. Hljómsveitin lék hátt, en við og við heyrðust raddir og hlátrasköll út úr húsinu. Beecher gekk upp dimman stíg, sem lá í gegnum garðinn. Hann vissi, að leigubílar voru fyrir framan klúbbinn, en hann vissi einnig, að sérhver leigubílstjóri í' Mirimar mundi bera kennsl á var sjálfur æðsti maður lögregl- unnar, var ekkert gert til þess að koma í veg fyrir uppþot nazista. Stjórn Schuschniggs var í þann veginn að falla. Ringulreiðin var að ná yfirhöndinni ekki aðeins á stjórnmálasviðinu, heldur einnig í efnahagsmálum. Stórar fjárfúlgur voru teknar út úr bönkunum bæði utanlands frá og af fólkinu sjálfu í landinu. Óróleg erlend fyrirtæki sendu af- pantanir á vörum í stríðum straum um til Vínar. Erlendir ferðamenn, einn aðaltekjuliðurinn í efnahag Austurríkis, höfðu verið hræddir í burtu. Toscanini sendi skeyti frá New York um, að han,n hefði „vegna stjórnmálaástandsins í Austurríki“ hætt við að koma fram á Salzburg-hátíðinni, sem var vön að draga til .sín tugi þús- unda erlendra ferðamanna hvert sumar. Ástandið var að verða svo alvarlegt, að Otto af Habsburg, hinn ungi arftaki krúnunnar, sem var í útlegð í Belgíu, sendi þaðan bréf og grátbað Schuschnigg, eins og hann sagði frá síðar, og höfðaði til hollustueiðs hans sem fyrrver- andi liðsforingja í Keisarahernum að skipa hann sem kanzlara, ef hann áliti, að það gæti bjargað Austurríki. í þessari örvæntihgu sneri Schu- schni.gg sér til austurrísku verka- mannanna, én hann hafði haldið frjálsum verkalýðsfélögum þeirra og stjórnmálaflokki, Sósíal'-demó- krataflokknum, niðri, eftir að Dol- fuss hafði brotið hann niður á ruddalegan hátt árið 1934. Þetta fólk hafði verið 42 af hundraði kjósenda í Austurriki, og hefði kanzlarinn nokkru sinni síðustu fjögur árin verið fær um að líta lengra en að þröngum sjóndeild- arhring síns eigin kirkjulega-fas- istíska einræðis, og hefði hann leit að eftir stuðningi þerra við hæg- f.ara, and-nazstíska lýðræðislega samsteypustjórn, hefði auðveld- l'ega verið hægt að ráða við nazist- ana, sem voru tiltölulega lítill minnihluti.. En Schuschnigg hafði skort styrk til þess að stíga þetta skref. Hann hafði orðið heltekinn af fyrirlitningu á vestrænu lýð- ræði eins og svo margir aðrir í Evr ópu og upp fullur af áhuga á eins- flokksstjórn. Sósíal-demókratarnir komu nú 4. marz í hópum út úr verksmiðjum og fangelsum, en mörgum -þeirra hafði verið hleypt út um l'eið og nazistunum, og nú svöruðu þeir kalla kanzlarans. Þrátt fyrir allt, sem gerzt hafði, sögðust þeir vera reiðubúnir að hjálpa stjórninni tú þess a ðverja sjálfstæði ríkisins. Allt, sem þeir fóru fram á, var að fá það sama og kanzlarinn hafði þegar veitt nazistum: það, að hafa sinn eiginn stjórnmálaflokk og prédika sínar eigin skoðanir. Schusnigg samþykkti þetta.'en það var um seinan. Þótt undarlegt megi virðast, þá lítur út fyrir, að Schuschnigg og Mi'klas haf itreyst honum nær því til hins síðasta. Síðar viðurkenndi Miklas hafði treyst honum nær því eins og Schuschnigg, að hann hafi orðið fyrir áhrifum af þeirri stað- reynd, að Seyss „fór reglulega í kirkju“. Helzta undirstaða þess trausts, sem austurríski kanzlar- inn bar til mannsins, virðist hafa I verið hin kaþólska trú hans og jSÖmulei.ðis sú staðreynd, að hann eins og Schuschnigg hafði gegnt herþjónustu í týrólsku Kaiser- jagerJhersveitinni í fyrri heim- styrjöldinni, þar sem hann særð- ist alvarlega. Því miður var Schu- schni.gg algerlega ófær um að dæma mann á öðrum grundvelli. Ef til vill hélt hann, að hann gæti stjórnað hinum nýja nazista-ráð- herra sínum með því einu að múta honum. Hann segir sjálfur frá i’eim töfraáhrifum, sem 500 doll- t.rar höfðu haft á Seyss-Inquart árið áður, þegar hann hótaði að segja af sér embætti ríkisráðu- nauts, en tók þá ákvörðun sína til nánari yfirvegunar, eftir að hafa teki.ð á móti þessari auðvirðilegu upphæð. En- Hitler hafði hærri laun að rugla þennan þennan metnaðargjarna, unga iögfræðing með, eins og Schuschnigg átti fljót lega eftir að sannprófa. Hinn 20. febrúar hélt Hitler ræðu þá í Reichtag, sem svo lengi hafði verið beðið eftir og frestað hafði verið frá 30. janúar vegna BlombergFritsch-málsins og hans eigin vélabragða gegn Aust- urríki. Þótt hann talaði hlýlega um „skilning" Schuschniggs og um „hjartahlýjan vilja“ hans á að koma á betri sambúð milli Austurríkis og Þýzkalands — kjaft æði, sem hafði góð áhrif á Cham- berlain forsætisráðherra —, þá kom foringinn með aðvörun, sem menn skellu ekki skollaeyrunum 151 við í Vín — né í Prag — þótt menn í London létu hana sem vind um eyrun þjóta. — Yfir tíu milljónir Þjóðverja búa í tveimur ríkjum, sem liggja að landamælum okkar. . . . Það getur enginn vafi ríkt um einn hlut; stjórnmálalegur aðskilnaður frá Ríkinu getur ekki leitt til þess, að nrenn séu svipi,r réttinum — ; það er, hinum almenna sjálfsá- 1 kvörðunarrétti. Það er óþolandi 1 fyrir heimsveldi að vita, að það eru til kynbræður við hliðina á því, sern stöðugt verða fyrr þján- ingum vegna stuðnings eða sam- einingarlöngunar þeirra við alla þjóðina, örlög hennar og Welt- anschauun hennar (skoðun henn- ar á lifinu). Það er hagsmunamál þýzka ríkisins, að vernda þessar þýzku þjóðir, sem ekki hafa að- stöðu til þess að tryggja sér stjórn- málalegt og andlegt frelsi af eigin rammleik meðfram landamærum okkar. Þetta var skýr og skorinorð, op- inber yfirlýsing um, að héðan í frá liti Hitler á framtíð hinna sjö milljóna Austurríkismanna og þriggja milljóna Sudeta-Þjóðverja í Tékkóslóvakíu sem mál Þriðja ríkisins. Schuschnigg svaraði Hitler fjór. um dögum síðar — 24. febrúar_____ í ræðu í austurríska þinginu, en þingmennirnir þar, eins og í þýzka þinginu, voru valdir af einræðis- stjórn eins flokks. Enda þótt ræða Schuschniggs einkenndist af sáttfýsi, lagði hann áherzlu á, að Austurrki hefði gert allar þær undanþágur, sem gerðar yrðu, og nú „verðum við að nema staðar og segja: .Hingað og ekki lengra.* “ Hann sagði, að Austur- ríki mundi aldrei af frjálsum og fúsum vilja afsala sér sjálfstæði sínu, og hann lauk ræðu sinni með hrópinu: „Rautt-hvítt-rautt (aust hann. Og allir bæjarbúar 'hlutu að vita að hann var á flótta, eftir- lýstur morðingi. Loks voru þau á Spáni, þau höfðu spánska jörð undir fótum, en þau voru samt sem áður ekki hólpin enn. Hann vildi ekki eiga á hættu að hitta neinn, fyrr en hann hefði gefið sig fram við Don Juho, lögreglu- stjóra . . . Beecher greip fastar um hönd Ilse og leiddi hana upp bugðóttan stíg, er lá krignum veitingahúsið og upp að bílaplaninu. Þaðan gat hann séð dyrnar á veitingahúsinu, en staðið sjálfur í skugga nokk-| urra bíla. Hópur af leigubílstjór-! um stóð við bílstuðulinn fyriri framan dyrnar. Dyrnar á klúbbn-; um opnuðust og hópur af fólki, j körlum og konum, gekk út í bjart. skinið af lömpunum ofan við dyrn- i ar. Þau stóðu þar um stund og'; spjölluðu saman, á meðan einnj úr hópnum fór til að ná í leigu-1 bíl. Einn karlanna hl'ó glaðlega og kona sagði: „Hann var grænn. Á- reiðanlega grænn.“ Og allir ráku upp hlátur. Þegar bíllinn kom, þrengdu þau sér öll inn í hann og brunuðu af stað í bæinn. „Hvað eigum við að gera?-< spurði Ilse. „Það eru næstum fimm kíló- metrar heim til mín. Ég vil helzt ekki þurfa að ganga.“ „Ætlarðu að fara þangað?" „Já“. Beecher vildi helzt þvo sér og skipta um föt, áður en hann gæfi sig fram við Don Julio. Don Julio mundi ekki vera á skrifstofu siinni núna, heldur heima hjá sér^ og Beecher vildi ekki koma þang- að og líta út eins og argasti glæpa- ( maður. „Þú þarft ekki að verða samferða mér,“ sagði hann við Ilse. „Þú veizt, hvar vegurinn beygir upp að húsinu mínu. Hin- um megin við járnbrautina.“ ' FÖRUNAUTAR ÓTTANS W. P. Mc Givern Hún kinkaði kolli og brosti við honum og Beecher varð ljóst, að viðbrögð hennar hefðu orðið ná- kvæmlega þau sömu, þótt hann hefði sagt henni að fara til hel- vítis eða kasta sér í sjóinn. Hún brosti til þeirrar myndar, sem hún hafði gert sér af honum, þessarar ljómandi myndar í huga sér, og bros hennar var eins og manns, er lifir í draumi. „Hl'ustaðu nú á mig“, sagði hann og strauk henni blíðlega um kinnina með handarbakinu. „Þar er lítil krá, sem heitir Quita Pena. Hún liggur við veginn meðfram járnbrautinni. Þetta er fiskimanna krá, dimm, en rólyndisstaður. Þangað kemur enginn frá Mirimar. Ég skil þig eftir á svölunum. Þær eru ekki upplýstar. Og enginn 'kemur auga á þig. Fáðu þér glas af víni og bíddu mín þar.“ „Já, Mike“, sagði hún og brosti enn við honum. „En þú verður að segja mér, hvað ég á að hugsa upp, á meðan ég bíð. Og hvort ég á að vera alvarleg eða brosa og hvenær ég á að drekka af glasinu. Ég verð alveg eins og barn án þín.“ „Þú skalt bara njóta vínsins og söngva fiskimannanna,-1 sagði Bee- cher. „Og horfa á mánann.“ „Nei, áður en þú kemur aftur, vil ég ekki njóta neins,“ sagði hún. Beecher andvarpaði veikt. Hann gat ekki fellt sig fyllilega við að njóta aðeins líðandi stundar. Hin „fullkomna framtíð“ hlyti líka að eiga rétt á sér. Hann sneri sér snögglega við, | þegar hann heyrði skrækan, en velþekktan hlátur frá dyrum veit- ingahússins. Polly gamla Soames, sem hann hafði þekkt og metið mi'kils þann tíma, sem hann hafði verið á Spáni, var á leið heim. Hún gekk niður. flísalagðar tröppurnar með dálítið óöruggum virðuleika í fasi og hélt fast í járngrindverkið, urn leið og hún fetaði sig varlega áfram. Hún var í rauðgylltum kjól, sem flaksaðist um bústinn líkam- ann og það glitti á úfið, rautt hárið í mánaljósinu. Hún flissaði og tautaði við sjál'fa sig á leiðinni að bílnum sínum. Eitthvað virtist vera í ólagi í heimilinu, ef dæma mátti af ruglingslegum athuga- semdum hennar um griðkonur, garðyrkjumenn, fasteignasala og járnsmiði. „Hirða peningana mína og eyðileggja hlutina í stað þess að gera við þá. Fleygja þeim öll- um niður í svartasta díki, það yrði rétt á þetta pakk!“ hrópaði hún kát, um leið og hún fann hand- fangið á bíldyrunum. Beecher tók undir arm Ilse. „Komdu“, sagði hann og leiddi hana í skugganum í átt að bíl Polly. Polly mundi aka þeim til Mirimar. Það var hennar stærsta ánægja að hjálpa öðrum. En það, sem var mikilvægast var að hún mundi ekki minnast þess eftir á. Og það voru líkur til að hún hefði ekki hugmynd um þá klípu, sem Beecher var í, jafnvel þótt hún hefði ekki komizt hjá að hlusta á bæjarslúðrið. Polly Soames var stórkostlegur kvenskörungur, en eftir fjögur hjónabönd, tólf barn- eignir og þúsundir veizlna og kok- dillisboða, ástarævintýri og annað þvílíkt, var hún löngu hætt að halda nokkru til haga. Hún ruglaði öllu saman, nútíð og framtíð, göml um eiginmönnum og nýjum friðl- um, timburmönnum og fylliríi og allt fór í einn alls herjar hræri- graut, sem hún hvorki vildi né 'nennti að finna haus eða sporð á. Beecher kall'aði á hana, um leið og hún togaði i bíldyrnar. „Fjandinn eigi það, Stutz, þetta dugar ekki“, tautaði hún og reyndi að opna dyrnar á Mercedes sfn- um. Hún sneri sér við og starði á hann stífum augum. „Guð hjálpi mér, Mike Beecher!“ sagði hún. „Ég hélt þú værir farinn. til Palm Beach. Einhver var að tala um Palm Beach. Fjörlegur staður. Fullt af ítölskum golflejkurum." Beecher spurði, hvort hún vildi aka þeim til bæjarins og Polly sagði: „Já, auðvitað, auðvitað. Kom ið ykkur inn í. Fjandinn eigi það.“ Hún hallaði höfðinu eins og for- vitinn fugl og áreynsltan olli henni augsjáanlega þrautum. Ennið varð eins og þvottabretti. „Það var eitthvað alveg dásamlegt Ég man, hvað ég hafði gaman af því.“ Skyndilega potaði hún fingrinum í brjóst hans. „Þú rændir flugvél, það var einmitt það, sem þú gerð- ir.“ Hún hallaði höfðinu aftur og hló hvellt. „Dásamlegt. Þú hefur náttúrulega ekki nennt að bíða eftir áætluðum brottfaratíma.“ 14 T f M I N N, þriðjudagurinn 30. júlí 1963. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.