Tíminn - 01.09.1963, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.09.1963, Blaðsíða 2
BJARNI KONRÁÐSSON, LÆKNIR: SoSferino 1859 og stof nun Rauða krossins í næstum því 2 mánuði hafa hersveitir Austurríkismanna háð látlausar orrustur við lið Sardiníumanna, ítala og banda- manna þeirra, Frakka. 20. júní 1859 kemur velbúinn ferðalang- ur til vígstöðvanna. Það er hinn vellauöugi Genfarkaupmað'ur Jean Henri Dunant, sem ætlar að ná fundi Napóleons III, Frakkakeisara. Erindi hans er að fá heimild hjá keisaranum til þess að byggja kornmyllur í Alsír. Hinn ungi kaupmaður var á- kveðinn í að ná fundi keisarans hið fyrsta, og 24. júní kom hann til Castilione, kvöldið eftir hina mikla orrustu við Solferino, þar sem 300 þús. hermanna höfðu háð grimmilega orrustu og um 40 þús. manns lágu í valnum. Svona var þá styrjöld! Henri Dunant varð skelfingu lostinn. í fyrstu vissi hann varla hvert halda skyldi. Hvarvetna ómuðu angistaróp og stunur særðra og deyjandi manna. Dunant gleym ir öllu um tilgang ferðarinnar, myliunum og keisaranum og stekkur út úr þægilegum vagn- inum. Hann fer þegar að iíkna særð um og þjáðum með að'stoð sjálf- boðaliða og liðsinnir rúmlega 1000 særðum Austurríkismöntt- um, Frökkum og ítölum á 3 dög um og gerir ekki upp á milli vina og óvina, — þegar haft er orð á því við hann er svarið: „Við erum allir bræður.“ Þessi dagur varð honum ör- lagaríkur um alla framtíð. Þegar Henri kom til Genfar, tók hann að starfa af kappi fyr ir glæsilega, fagra hugsjón: Stofnun alþjóðlegs félagsskap- ar til hjálpar særðum hermönn um. Hann ritaði eftirtektarverða bók: Un Souvenir de Solferinon (Endurminningar frá Solferino) um atburðina þar. Vakti hún mikla athygli um alla álfuna, einkum meðal menntamanna og hástétta. Áhrifa hennar tók brátt að gæta meðal áhrifa- manna og varð það til þess að ýmsir þjóðhöfðingjar buðu Du- nant heirr. til skrafs og ráða- gerða og ferðaðist hann úr einu ríki í annað. Ýmsir málsmetandi menn sendu Dunant kveðjur og þakk- ir, m.a. rithöfundarnii Victor Hugo og Charles Dickens. Málið var nú komið á rekspöl, og fjórir svissneskir áhrifamenn ákváðu ásamt Dunant að láta nú til skarar skríða og stefna að því að fá alþjóða viðurkenn- ingu á stofnun félaga til hjálp- ar særðum hermönnum, þeir Guillaume Henri Dufour, hers- höfðingi frá Napóleonsstyrjöld- unm, Gustave Moynier, kunn- ur lögfræðingur, og tveir lækn- ar, þeir Théodore Maunoir og Louis Appia. Þeir hittust 17. febrúar 1863, og stjórnaði Du- four þeim fundi. Kölluðu þeir félag s.tr. ,Fasta alþjóðanefnd til aðstoðar særðum hermönn- um“. Misseri síðar, 28. ágúst, ákvað „nefndin" að kalla saman al- þjóðaráðstefnu til þess að „bæta úr skorti á læknisþjón- ustu við heri á vígvöllum". Hún hófst 26. október 1863, með þátt töku lækna og stjórnmála- manna frá 16 löndum, og stóð i 3 daga. Síðan bauð Sviss 25 öðrum rikjum þátttöku í ráð- stefnu í Genf 8. ágúst 1864, og þáðú 16 ríki það boð, og 22. ágúst, eftir sjö starfsama fundi, var undirritað „Samkomulag um aðstoð við særða menn á vígvelli“. Hin víðfræga Genfar- samþykkt var orðin að veru- leika. Áður ráðstefnunni lyki var ákveðið að gefa öllum ríkj- um, sem enn ekki höfðu stað- fest samþykktina, kost á að gera það síðar. Skömmu eftir þetta settist Henri Dunant að í París vegna gjaldþruts og bjó hann þar 1870 í fransk-þýzka stríðinu, og eftir orrustuna hjá Sedan, kemur hann því til leiðar að nokkrar borgir urðu friðhelgar sem „særðra manna borgir", og í kommúnu-óeirðunum árið eftir, hjálpar Dunant mörgum dauða dæmdum mönnum til undan- komu. En þessi starfsemi hans varð þyrnir í augum stjórnar- innar — og jafnframt hrakaði fjárhag þessa „mikla burgeiss“, sem áður hafði skipað heiðurs- sess við hirðir Evrópu. Hann vann á þessum árum að ýmsum menningar- og vel- ferðarmálum — m. a. gegn und- irokun Negra, ferðaðist víða, en settist loks að í Sviss 1887 í Heiden í Appenzell-fylki. — Hann var nú orðinn gamall um aldur fram og bjó við þröngan kost. Um þessar mundir gaf hann að nýju út Un Souvenir de Solferino, en fluttist nokkru síðar á elliheimili í Heiden, var þar sem einsetumaður í þröng- um, fátæklegum klefa. Hann hafði viðmót hins sið- fágaða heimsmanns, röddin var alúðleg, aagnaráðið blítt og ang- urvært, skeggið hvítt, herðar lotnar, og hinir fáu gestir kom- ust við af því að sjá hann. Eitt sinn rakst inn til hans blaðamaður, sem hélt hann löngu liðinn og vakti athygli umheimsins á honum á ný. Tók nú heimsóknum til hans að fjölga. Páfi sendi honum kveðju, og alþjóða læknaþingið í Moskvu 1897 sæmdi hann verð- launum, en stærstu viðurkenn- :ngu hlaut hann er honum voru veitt friðarverðlaun Nobels 1901, fyrstum manna. Þótt hann nú loks fengi um síðir verðskuldaða viðurkenn- ingu, urðu síðus.tu æyiárin full beiskju og vonbrigða. Hann and aðist 30. október 1910, — og fylgdi enginn einstæðingnum frá elliheimilinu í Heiden til grafar í litla kirkjugarðinum, manninum, sem öllum vildi hjálpa — honum, sem hermenn irnir við Solferino höfðu kallað frelsara sinn. Harmonikuleikararnir Steinar Stöen og Birgit Wengen HarmonikuhJljómleikar ( Austurbæjarbíói mánudaginn 2. sept, kl. 19. Aðgöngumiðar seldir hjá Lárusi Blöndal, Sigfúsi Eymundssyni og Austurbæjarbíói. AUGIÝSIÐ I IIMANUM Nú er tækifærið líííi.. WL. nmtt mm ““TTTTXTTJ. 4í! Notið frístundirnar Kennsla PITMAN hraðritun VÉLRITUN — blindskrift, uppsetning og frágang- ur verzlunarbréfa, samninga o. fl. ENSKA — Einkatímar. Le.s einnig með skólafólki. DAG- OG KVÖLDTÍMAR Upplýsingar í síma 19383 um helgar, annars kl. 7—8 e.h. GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA! Hildigunnur Eggertsdóttir Stórholti 27 — Sími 19383 Karlmannaföt - Frakkar - Jakkar STÚRKOSTLEE VERÐLÆKKUN ANDERSEN & LAUTH H.F. 2 T í M 1 N N, sunnudagur 1. september 1963. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.