Tíminn - 21.09.1963, Blaðsíða 13

Tíminn - 21.09.1963, Blaðsíða 13
STÓRMENNI Framhald af 7. síðu. þaðan lifandi aftur“. En fyrir milli göngu góðra vina var honum þó sleppt. Leið hans lá nú frá hinni sundur skotnu Berlínarborg til fæðingar bæjarins Dusseldorf, þar sem hon um bauðst staða leikhússtjóra við „Borgarleiksviðin'". f Þýzkalandi var aftur „ein deutsches Chaos“ — ólýsanleg ringulreið á öllum hlutum, hung- ursneyð og almenn örvænting. Gustaf Griindgens sviðsetti „Flugurnar“ eftir Sartre í Dussel- dorf; nafn hans var aftur á allra vörum, því að existencialisminn hélt með „Flugunum“ innreið sína í þýzk leikhús. Árig 1955 var hann kallaður til Hamborgar sem aðalleikhússtjóri „Þýzka leikhússins" þar, og þarna biðu hans enn nýir sigrar bæði sem leikstjóra og leikara: „Faust“ undir leikstjórn Grúndgens, og með Grúndgens sjálfum í hlutverki fjandans (Mephisto) hafði í engu misst aðdráttarafl sitt frá Berlín- arárum þessa mikla snillings, og „Þýzka leikhúsið" í Hamborg var oft útselt nokkrum vikum fyrir sýningarnar. París, New York og Moskva sendu Grúndgens heimboð. Gesta- leikur „Þýzka leikhússins“ til þess ara höfuðborga undir stjórn Gustafs Grúndgens var hin útrétta hönd þýzkra listamanna í sátta- og fyrirgefningarviðleitni við hina fornu fjandmenn Hitlers-Þýzka- lands. Bandaríkjamenn sem Rúss- ar jusu leiksnillinginn Grúndgens lofi, því að þrátt fyrir það að hið kjarnmikla og djúpvitra mál Goethes færi að mestu fyrir ofan garð og neðan hjá hinum erlendu áhorfendum, skildu þeir samt snilli hins mikla leiksviðstúlkara Grtindgens: New York og Moskva voru sammála: „Splendid!“, „Slé- stjasjij!" Gustaf Grúndgens er enn lítt tekinh ag lýjast, hann er einungis 63 ára, fullur af vinnuþreki og nýj um hugmyndum. „Mig hefur alltaf dreymt um ferg umhverfis jörð- ina“. — Þessa ferð ætlar hann að veita sér nú, þegar hann hættir störfum leikhússtjóra. „Minnst fimm mánaða flakk, og svo spán- nýtt hlutverk"! 47 leikár á hann þegar að baki. Eftir jól byrjar svo enn nýr þátt ur í listalífi hans, er hann hyggst snúa sér framar öllu að leikstjórn og kynningarstarfsemi þýzkrar leiklistar í ræðu og riti — og Þjóð verjar varpa öndinni léttar: Meph- isto kemur aftur fram á sjónar- sviðið næsta ár. H. Vilhj. SÆTUR MATUR (Framhald af 2. síðu) unarkúr heiaur var þeim sagt að borða mmna Þegar þeir höfðu hlýtt ráðleggingum prófessors- ins f é.tta vikur. höfðu þeir létzt um 7 kíló að meðaltali. Eng- in óþæg’jeg aukaáhrif komu í ljós með þessari aðferð. Dr. Moolure þessi er mjög hátt settur og virtur læknir í Banda- ríkjunum SNYRTISKÓLI Framhald af 2 síðu. Erla sagði, að það háði skól- anum mjög að engin hárgreiðslu kona væri þar enn þá, en von anværi á nenni bráðlega. Snyrti- kennari á námskeiðunum er ann ars Margrét Jónsdóttir, fyrir ut- an Erlu og er hún einnig lærð frá Max Factor. f samband' við Max Factor snyrtivömrnar, sagðist Erla vilja taka það fram, að púður- augnaskugginn væri alveg sér- _ stakur og mjög góður í meðför- um, þar sero hann rennur ekkert til og tafnframt væri von á mörgum fleir: nýjungum í sam- bandi við þessar snyrtivörur. Þegar nemendur útskrifast af SKUTU BJARNDÝR Framhald af 9. slðu. mundu Ásgeirsdóttur, er eitt ár á Fögrubrekku, en flyt svo til Borðeyrar og hef verið hér síðan og hvergi liðið betur. — Þá fluttirðu í þetta hús, sem áður var smíðahús Lýðs heitins Sæmundssonar, þar sem hann smíðaði rokka sína og fleira. — Já, ég keypti þetta hús, sem þá var smíðahús og lét breyta því í búðarhús. — En þetta hús átti sér áður enn aðra sögu, ekki satt? — Já, hér í kjallaranum geymdi Þóra heitin Guðjónsdóttir veit- ingakona vínföng sín. Þá stóðu þar stórar tunnur á stökkum og kranar í. Þar var vöruval mikið, margar víntegundir á boðstólum. — Og enn leynist stundum glæta á glasi hér í þessu húsi. — Það kemur fyrir, auðitað ekki í kjailaranum. — En á hæðinni? Já, á hæðinni. — Það er sjaldan alveg þurrt, er það? — Það er sjaldan. — Ég hef það fyrir satt, að gamlir félagar þínir úr fjallgöng- um á Staðarhreppi hafi fært þér gjafir nokkrar til minningar um glaðar stundir á fjöllum. — Það er aiveg rétt. Tuttugu gamlir gangnafélagar sendu mér tvær íjósmyndir af safninu, komnu af heiðum Staðhreppinga á leið til réttar, ásamt fögrum vínfleyg. Á þessum fleyg hef ég alltaf dropa. Myndirnar lét ég inn ramma og þær hanga hér upp á vegg. — Skammt frá fleygnum? — Skammt frá brennivíns- fleygnum. — Þú munt nú hafa verið vei að þessari gjöf kominn, því að þú munt hafa farið í fleiri/göngur hér á heiðum heldur en nokkur nálifandi Staðhreppingur. — Það hygg ég, að rétt muni vera. 13 ára fór ég fyrst í göng- ur og alls mun ég hafa farið 50 sinnum í fyrstu leit i röð, að undanteknu einu hausti, fyrir svo utan aðrar leitir, bæði vor og haust svo og eftirleitir. — Hvar varstu þetta eina haust? — Á Stóra-Vatnsskarði i vega- vinnu hjá Jóhanni Hjörleifssyni. —( Skiptirðu ekki leit þar? — Jú, og var vel hress og vel menntur líka. — Hvar settirðu Jóhann þá? — í flárnar. — Mér hefur verið sagt, að það hafi verið siður þinn sem fjallkóngs að setja alla baldna stráka í flárnar, þar sem blautast var. Er það ekki rétt? — Jú, það gerði ég til að dasa þá. — Og eins hefurðu þurft að dasa Jóhann? — Já, já, það þurfti aö dasa hann. — I þessari Vatnsskarðsleit varð til ein staka, sem oft er kveðin hér í göngum og réttum. Manstu hana? — Já, hún er svona: Fjallkóngur fjallkónganna fallega raðað var. En konungur konunganna er kominn í leitirnar. — Þú varst 13 ára, er þú fórst fyrst i göngur. Manstu nokkuð sérstakt úr þinni fyrstu leit? — Ekki nema þegar ég heilsaði gangnastjóranum, Jónasi heitn- um Þorsteinssyni á Oddsstöðum. Ég var með sjóhatt á höfðinu. Ég heilsa -Jónasi að sveitasið og segir hann þá við mig: — Á námsksiðunum fa þeir afhent sérstaki spjaió þar sem gefin eru núraer og litir á þeim snyrti- 'örum, »,em nemendurnir þurfa að nota Enn fremur fá stúlkurn ar kennslj ’ handsnyrtingu. hverjum hrút er höfuðið stærst. Þetta fannst mér minnkun við mig og sat í mér. — Manstu eftir nokkru sér- stöku úr göngunum svona yfir- leitt? — Engu sérstöku. Við fengum stundum misjöfn veður, eins og eðlilegt er. Árið 1915 reif ofan af okkur tjöldin og við urðum að fara til bæja um nóttina og fram aftur um morguninn. Stundum lentum við í illviðrum og vatna- gangi, þannig að ár og lækir urðu erfið yfirferðar, en aldrei urðu nein slys á mönnum og yfirleitt ekki heldur á skepnum. Maður telur ekki smáóhöpp, sem alltaf geta viljaö til í göngum. — Þú varst lengi leitarstjóri, eins og áður er komið fram. — Gekk það ekki vel? — Jú, það gekk ágætlega, mennirnir ágætir. — Manstu eftir skurðinum við tjaldið? — Jú, ég man vel eftir honum. Karlarnir voru að reyna að stökkva yfir hann, en voru þung- ir á sér sumir hverjir og drógu ekki yfir og lentu þá í skurðin- um. Þetta var drulluskurður og sást það glöggt á þeim, er i hann fóru. — Og nú ertu hættur gangna- ferðum í Staðarhreppi. — Já, ég á kindur hér á Borð- eyri og þarf að smala hér sama dag og leitað er í Staðarhreppn- um. — Og þú hefur verið varðmað- ur með sauðfjárveikigirðdngun- um. — Ég hef farið nokkur sumur með giröingunni frá Valdasteins stöðum að Skeggjagili tvær ferðir í viku. — Og eitt sumar varstu vörður með girðingunni úr Dældinni og norður i Skeggjagil. — Já, þar var ég eitt sumar með Jóni Marteinssyni, sem var hliðvörður í Dældinni, þar til nú í sumar. — Og hann mundi eftir þér í dag, gamli maðurinn. — Já, hann mundi eftir mér og sendi mér stöku. Hún er svona: Þess ég óska og einnig bið, ekki er það til baga. Að þú getir glatt þig við gamla leitardaga. — Og þetta afmæli þitt er senn afstaðið og er hér meira fjöl- menni samankomið en menn eiga að venjast hér í afmælum. Hvað heldurðu að hér sé mannmargt i dag? — í gestabókina, sem mér var gefin i dag, hafa ritað nöfn sín 114 manns. Mig langar til að biðja ykkur að færa öllu þessu fólki beztu þakkir fyrir komuna I dag, svo og öllum öðrum þeim. sem á einhvern hátt glöddu mig f dag — Þú ert búinn að lifa langa og viðburðarika ævi. Ertu sáttur við lííið? — Já. — Og ef þú mættir nú snúa aftur til æsku þinnar. Vildirðu lifa ævina upp aftur eins og hún hefur verið? — Sumt. ekki allt — Og mundirðu nú, ef þú værir ungur maður i dag, gerast bóndi? — Já, það heíd ég. Mér hefur alltaf þótt vænt um skepnurnar og jörðinni ann ég lfka. Til þess að fá notið þess unaðar. sem hjá iörðinni og skepnunum er að finna er bóndastarfið öruggasta lejðin Við þökkum Einari fyrir rabbið og óskum honum allra heilla i nútíð og framtíð og vonumst til að njóta tiérvistar hans enn um langa Hríð Jónas R. Jónsson, Melum. Skrifstofustölka óskast Búnaðarfélag íslands óskar að ráða stúlku til skrif- stofustarfa frá 1. okt. Umsókn sendist skrifstofu félagsins. Búnaðarfélag íslands Framkvæmdastjórastaða við samvinnufélagið HreyfiJ er laus frá 1. janúar 1964. Umsóknir um starfið ásamt kaupkröfu og upplýs- ingum um fyrri störf, sendist skrifstofu félagsins fyrir 1. okt. n.k. SAMVIÍifíVPÉlAcij), URE VFIU BLIKKSMIÐIR OG AÐSTOÐARMENN Blikksmiðir og aðstoðarmenn óskast nú þegar. BLIKKSMIÐJAN SÖRLI S.F. Hringbraut 121 — Sími 10712 Uppboð verður haldið að Hrísbrú i Mosfellssveit laugar- dagirin 28. sept. ri.k. kl. 2 30 e h. Seldar verða 17 kýr, 3 kvígur og 2 gyltur Hreppstjörí Mosfellshrepps LOFT PRESSUR 7 cu fyrirliggjandi s HÉÐINN 5 Vó/overz/un simi 24860 Iþróttir ■nesta uppbæð, sem félagið hefur greitt fyru leikmann Árið 1954 keypti Leicpstei Andy Graver frá trncoin C)ty fyrir 29.500 pund. sem tram að bessum kaupum á Robert er mesta upphæð, sem Leicester hefur grcitt. Þess má ?eta, að Grave- náði sér aldrei á ■> rik iijá Leicester og var fljót- ega aftuv 'eldur til Lincoln fyrir um heimmg fyrri upphæðarinn- tr Þá ma get„ þess að lokum, að vc ítölsk félög falast nú eftir Itaupum á Albert Quixall, inn- nerja Manch CJtd., sem nú er á sölulistanum. og er líklegt að hann fari fyrtr um 40 þús. pund. hsím. SPARIÐ TlMA 0G PENINGA Leiííð fil okkar BÍLASALINN VIÐ VITATORG tTmTnTn laugardaglnn 21. september 1963 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.