Alþýðublaðið - 11.08.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.08.1941, Blaðsíða 2
MÁNUDAGlUi 11. AGCST 1911 ALí>V0UBLAÐIÐ mmrmnrmnmm l Beyhiavthnnnótið: Útlent Bón, margar teg. Skóáburður. Vindolin. Brasso. Silvo. Zebo. Taublámi. Gólfklútar. BRERKA Awranagttu 1. — SWI MM. nnnnnnnnmmn Að gefou tilefoi er öil berjatýnsla innan girðinga í Nesjalandi í Grafn- ingi stranglega bönmtð Gtmnþórunn Halldórsdóttin Guðrún Jónasson Nýhomið: Ferðasett, 4 manna. Sjússglos. Salt- og piparglös. Sparibyssur. Berjabox. Brauðkassar. Blikkbílar. Hárkambar, dökkir. K. Einarsson & BJörnsson Bankastræti 11. Nivea-creme er komið aftur. Chpettlsgðtu 57 Sfmi 2849 Odýrar vðrnr: NýlendDvorar, Mreinlætisirörar, Smávörnr, Vmnafatnadnr Tóbak, Tælgæti, Snyrtivörnr. Verzlnnin Framnes, frmBeivig 44. Síni 5791. K. R. vann Fram með tveimur gegn engn. ÞRIÐJI ieikur Reykjavíkur- mótsins var í gærkvöldi og léku Fram og K.R. Lauk leiknum með sigri þeirra síð- arnefndu með 2 mörkum gegn engu. Knattspyrnuvgður var siæmt, norðan strekkingur, kalí og sólskin, sem fór í augun á leikmönnum. K.R. lék undan vindi fyrri hálfleikinn. Var leikurinn þá jafn, áhlaup á báða bóga, en þó hættulegri af hálfu Framara. Kom það til af stuttum sam- leik, sem þeir náðu oft og er sérstaklega hentugur, enda skynsamlegt að nota hann á móti vindi. Ekkert mark var sett í þessum hálfleik. Lið K.R.-inga var eins skipað og í leiknum við Víking, þ. e. Haraldur Guðmundsson mið- framherji og Þórður Pétursson hægri bakvörður. í seinni hálf- leik var Haraldur hægri bak- vörður, en Þórður miðfram- herji. Um tíma var Þórður einnig vinstri innframherji og Óli B. miðframherji. í liði Framara vantaði Högna. Seinni hálfleikur virtist í fyrstu ætla að líkjast þeim fyrri, en þá tókst Þórði að skora fyrir K.R. og litlu síðar Haraldi Gíslasyni. Við það dró nokkuð af Frömurum. Mark Þórðar var laglegt skot í hægra horn marksins, og mark Haraldar var eitt af ,,trompum“ hans, þ. e. hann hljóp alla af sér, komst í dauðafæri og skaut laglegu skoti í mark. Beztu mennimir á vellinum voru þeir Óli B. Jónsson, Sæ- mundur og Birgir Guðjónsson. Léku þeir allir vel, Óli og Sæ- mundur í baksókninni og Birgir í vöminni. K.R. hefir nú fjögur stig eftir tvo leiki, Valur tvö eftir einn, hin félögin ekkert. Fjórði leik- urinn verður í kvöld milli Vals og Víkings. t---------- ------— HVENÆR VERÐUR KOSIÐ? Frb. af 1. síöu. um flokksstjórnunum þótt ó- skráð væri — að yrði þingsæti laust meðan samstarfið stæði, skyldi s£ flokkur, er þingsætið hefði átt, tilnefna í það mann, sem yrði þar kjörinn gagnsókn- arlaust af hálfu hinna stjórn- arflokkanna. Nú hafa atvikin hagað því svo, að annað þing- sæti til hefir „orðið autt“, og er það sæti þingmanns Norður- ísfirðinga. Ekki eru enn liðnir tveir mánuðir síðan sá þing- maður sagði af sér, en í gær krefst Morgunblaðið þess, að kosning verði þegar í stað fyrir- skipuð í því kjördæmi. Hvers vegna minnist Mgbl. ekki um leið á þingmannsleysi Snæ- fellingá í grein sirini um auka- kosninguna í gær? Er nú ætlanin að það sam- komulag, sem gert var við stjórnarmyndunina, og minnzt er á hér að framan, verði svik- ið? Eigi að halda það sam- komulag, á Alþýðuflokkurinn einn rétt til framboðs af hálfu núverandi stjórnarflokka í Norður-ísafjarðarsýslu og Sjálf stæðisflokkurinn einn á Snæ- fellsnesi. Ríkisstjórninni er að sjálf- sögðu skylt að taka mál þetta nú upp til úrlausnar. Ekki tjá- ir að kjördæmi sé þingmanns- laúst þing eftir þing og ár eftir árx'eins og nú hefir verið um Snæfellsnessýslu. Það hefir nú þegar komið að verulegri sök fyrir tvö stærstu kauptúnin þar. Sand og Ólafsvík, að sýsl- ari hefir engan þingmann átt. Það er engin þingmennska fyr- ir kjördæmið, þó einhver í- haldsþingmaður úr nálægu hér- aði hafi verið „beðinn fyrir“ kjördæmið, en svo er sagt að verið hafi um Snæfellsnessýslu síðustu þingin. Er kjördæminu með slíku gerð minnkun, auk þess sem það er blátt áfram svift þýðingarmesta réttinum, sem héruð landsins eiga að rétt- um lögum. Hvorki stjórnarskráin né kosningalögin minnast berum orðum á hvorugt þeirra atvika, sem orðið hafa þess valdandi að þessi þingsæti losnuðu, þ. e. að þingmaður flytjist alfarinn af Iandi burt, en leggi ekki nið- ur þingmennsku né hitt, að þingmaður segi af sér þing- mennsku. Hins vegar gera kosn- ingalögin (135. gr.) ráð fyrir því að þingsæti geti af ýmusm ótil- teknum ástæðum „orðið autt“ og mæla þau þá svo fyrir, að ný kosning skuli fram fara fyr- ir þann tíma, sem eftir er af kjörtímabilinu. Ríkisstjórninni (dómsmála- ráðherra) ber því að lögum að fyrirskipa kosningar í báðum þessum kjördæmum og er ó- gerlegt að þær kosningar fari mikið seinna fram en í lok septembermánaðar. Þverskall- ist hins vegar ráðherrar eða miðstjóm Sjálfstæðisflokksins við að samþykkja nýja kosn- ingu á Snæfallsnesi og dóms- málaráðherra sjái sér ekki fært á eigin ábyrgð að fyrirskipa hana, og haga sér þannig eins og atvinnumálaráðherra gerði í síldarsölumálinu, er engin á- stæða til nýrrar kosningar í Norður-ísafjarðarsýslu. Ef al- þingi, ríkisstjórn og kjósendur kjördæmisins láta sár það líka, að nágrannaþingmenn séu „beðnir fyrir“ kjördæmin, svip- að og þegar menn eru beðnir fyrir bréf eða böggul til varð- veizlu, er rétt að hið sama gangi yfir bæði kjördæmin. Það er ekkert ólöglegra að Finnur Jónsson þingmaður ísfirðinga eða Ásgeir Ásgeirsson þingmað- ur Vestur-ísfirðinga séu „beðn- ir fyrir“ Norður-ísafjarðarsýslu á næsta þingi, eða næstu þing- um, en að Þorsteinn Dalasýslu- maður sé „beðinn fyrir“ Snæ- fellsnessýslu eins og verið hefir nú síðustu tvö þingin. Eðlilegast og sjálfsagðast er að kosningar fari fram í báð- um sýslunum nú í haust og haldist samstarf áfram með nú- verandi stjórnarflokkum, að þær kosningar fari þá fram samkvæmt því samkomulagi, sem um þessi mál var gert þeg- ar núverandi stjórn var mynd- uð. * I------- UM D AGINN OG VEGINN-------------------. f Heimsókn í svínastíuna undir lögreglustöðinni. Þar eru jafn < t vel hjónaklefar. Einn af Egilskyni skrifar um öldrykkju, of- | | drykkju og Iesningu fslendingasagna. < -------- ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU.---------- r EG fór að gamni mínu í gær og skoðaði svínastíuna undir lögreglustöðinni. Guðbjörn Hans- son sýndi mér hana. Klefarnir eru alls 11, en hægt er að koma fyrir í þeim 12 einstaklingum. Ég spurði: Hvað hafið þið að gera við tveggja manna klefa? Eru gestirnir ekki venjulega svo óðir, að þeir geti ekki verið tveir sam- an? Nei, ekki alltaf — og svo kemur það fyrir, að hjón eru tek- in úr umferð, sagði Guðbjörn. — Hjón? sagði ég — og rak upp stór augu. Já, það er ekki langt síðan að við stungum hjónum hérna inn og við lofum þeim að vera sam- an, þó að þau séu full. KLEFARNIR eru litlir og þröngir og dimmir. Allir eru þeir klóraðir, sundurtættir og að því er virðist jafnvel nagaðir. — .,..Þeir eyðileggja allt, sem þeir geta og þeir hafa eyðilagt margar vatnsfötur og drykkjar- könnur, sem látnar hafa verið inn til þeirra. Út um þessi göt heyrast öskrin, sem þú varst að tala um um daginn,“ sagði Guðbjörn, og benti til gluggaboru, sem var á einum veggnum. Annars er búið að setja net fyrir marga glugg- ana. Góð loftræsting virðist vera í klefunum, en ekkert frárennsli er úr þeim og þarf það þó að vera af skiljanlegum ástæðum. , ,Það þarf að stækka þessar vistarverur og fjölga þeim, það er að segja, ef aftur verður opnað í Hafnar- stræti,“ sagði Guðbjörn og það mun í ráði. „Borgin er nú allt önnur en hún var meðan opið var og minna að gera.“ „EINN AF EGILSKYNI“ skrif- ar mér: „30. júlí birtir þú kafla frá „Ölver,“ um ágæti öldrykkju og ofdrykkju. Segir þar meðal annars, að öldrykkja styrki menn andlega og líkamlega og geri þá nýíari og betri menn. Og enn seg- ir svo: „íslenzk alþýða þráir hið þjóðlega sterka öl, sem færir með sér andagift, karlmennsku og menningu.“ Mörgum mun finnast sem margt sé nú orðið furðulegt á landi voru á því Herrans ári 1941, ef alþýða manna þráir mest að hafa sterkt öl til að hella í sig sér til skaða og vanæru.“ „SVO LANGT GENGUR „Öl- ver“, að hann fullyrðir, að hinir hraustu og gáfuðu forfeður vorir rhafi sótt andlegan og líkamlegan styrk til ölsins. Nefnir hann nokk- ur kunn nöfn í því sambandi, og ekki sízt höfuðljóðskáld vort, Egil Skallagrímsson. Segir hann að Eg- ill hafi staðið sig ágæta vel í ut- anferðum sínum og ólíkt betur en sumir nútímamenn. Og mest er þetta að þakka hinni miklu öl- drykkju Egils, að dómi bréfritara. Það er alkunnugt, að Egill Skalla- grímsson, bóndi á Borg. er einn hinn mesti atgervismaður, sem lif- að hafi á landi voru. Á þetta jafnt við u mandlegt og líkamlegt atgervi mannsins. Ég er sammála bréfritara um það, að Egill stóð sig oftast ágæta vel í utanferðum sínum. Þó var öldrykkjan svo mikill ljóður á ráði hans, að stund- um varð til fullrar vansæmdar í þessum utanferðum.“ „ÞVÍ MIÐUR er langt frá að al- þýða manna lesi nú fornrit vor eins mikið og áður var. Hin ágæta útgáfa Sigurðar Kristjánssonar sést óvíða og hin myndarlega nýja útgáfa af fornritum vorum hefir verið töluvert keypt til tækifæris- gjafa, en því miður lítið lesin af almenningi. Og þegar svo er kom- ið, að yngra fólk er ekki eins hand gerigið sögum vortun og áður var, en greinar birtast í víðlesnum blöðum, þar sem reynt er að telja fólki trú um það, að Egill hafi sótt sóma sinn til öldrykkjunnar og þess vegna ekki sízt framast svo mjög í utanferðum, þá er ekki úr vegi að rifja lítils háttar upp hversu þessum mikla afreksmanni fórst ,er hann sv’alg ofmikið af miði þessum. Segir Egla svo frá Vermalandsför Egils, er hann heimsótti Ármóð skegg:“ „ÞVÍ NÆST VAR ÖL INN BORIT, ok var þat hit sterkasta mungát. Var þá brátt drukkinn einmenningr. Skyldi einn maðr drekka af dýrshorni. Var þar mestr gaumr at gefinn, er Egill var ok sveitungar hans, at þeir skyldu drekka sem ákafast. Egill drakk ósleitilega fyrst langa hríð. En er förunautar hans gerðust ó- færir, þá drakk hann fyrir þá, þat er þeir máttu eigi.“ Lýsir sagan þessari eftirminnilegu ofdrykkju með fleiri orðum, þó eigi séu hér tilfærð. En svo segir sagan um að- farir skáldsins, er hann hætti að þola drykkinn: „Egill fann þá, at honum mundi eigi svá búit eira. Stóð hann þá upp ok gekk um gólf þvert, þangat sem Ármóðr sat. Hann tók höndum í axlir hon- um og kneikti hann upp at stöfum. Síðan þeysti Egill upp ór sér spýju mikla og gaus í andlit Ármóði í augun ok nasarnar ok í munninn. Rann svá ofan um bringuna, enn Ármóði var við andhlaup, ok er hann fékk öndinni frá sér hrundit, þá gaus upp spýja, en allir mæltu, er hjá voru, húskarlar Ármóðs, at Egill skyldi fara allra manna arm- astr, ok hann væri hinn verstr maðr af þessu verki, er hann. skyldi eigi ganga út, er hann vildi spýja, enn verða eigi at undrum inni í drykkjustofunni.“ „MÉR FINNST að sá maður muni vera furðulega gerður, sem telur höfundi Sonatorreks og Höf- uðlausnar öldrykkjuna hvað helzt til ágætis. Er það þó mála sannast, að þótt þessi ósómi kæmi fyrir Eg- il hjá Ármóði, þá þoldi hann öl- d’rykkju öðrum mönnum hetur, vegna hreysti sinnar og karl- mennsku. Mundi smámennum l£tt henta að ganga í spor hans þar frekar en annars staðar. Er hætt við að slíkir drykkju sig fljótt f hel, þótt „Ölver“ láti mikið af ágæti ölþambs, einnig fyrir hina geikgerðu nútímakynslóð.“ --------- VðrabíliBaH seinkar Þfiflgja mannanefnd skip uð til að úthiuta Þeim. En nofn nefndarmanna verða ebki birt. KOMU hinna 250 vöru- flutningabifreiða hing- að frá Ameríku seinkar verulega- Ástæðan er sú, að skip, sem ætlað var að fengjust til að flytja bifreiðarnar hingað. fengust ekki þegar til kom. Nú hefir sendimanni íslands í New York verið falið að leigja tvö skip til flutninganna. Vörubifreiðarnar liggja til- búnar til afgreiðslu vestra. Ríkisstjórnin hefir skipað nefnd þriggja manna til að hafa á hendi úthlutun vörubifreið- anna, en sagt er að ekki eigi að skýra frá nöfnum þessara manna. Mun starf þeirra verða vandasamt, því að þeir eiga að velja úr 700—800 umsækjend- um eina 250.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.