Alþýðublaðið - 16.04.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 16.04.1920, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið CrefiÖ út af AJþýðuflolcknum.. 1920 Pöstudaginn 16. apríl 84. tölubl. ]flllsherjarver!c|all með járnbrautarmönnum Norður-Ameríku. Khöfn 14. apríl. Frá London er símað, að járn- hrautarþjónar hafi gert allsherjar- verkfall í Norður-Ameríku, og faætta sé á að öll viðskifti lamist við það. Stjórnin hefir gefið heim- ild til þess að taka verkfallsmenn fasta. Ivska verkfallið. Khöfn 14. apríl. írska allsherjarverkfallið breiðist tit. Vopnum er smyglað inn í stórum stíl. Æsing er mikil í Belfast. Frakkar færa sig upp á skaftið. Khöfn 14. apríl. Frá Berlín er símað, að Frakk- ar færi út kvíarnar, og setjist í hlutlausu héruðin (í Þýzkalandi). Pólmjar og Bússar. Khöfn 14. apríl. Símað er frá Helsingfors, að Pólverjar hafi stöðvað framsókn Rússa í Suður-Póllandi og Podo- líu og tekið mikið herfang. TJtan- ríkisráðherra Pólverja hefir neitað að semja um vopnahlé við Tchitch- «rinn (sem er utanríkisráðherra Hússa). JVýkcomiii Nýkomin dönsk Org-el-Harmoníum; eru bezt og ódýrust. Kaupið að eins í sérverzlun. Hljödfseralius ífceykja-víkuir. jííiklir menn erum við Ijrélfur minn! Sumum mönnum virðist sérstak- íega sýnt úm, að láta aldrei neitt orð út úr sér, nema krydda það með öfgum og staðleysum. Einn af slíkum mönnutn hefir í gær, í Morgunblaðinu, ungað út langri ritsmíð, er hann kallar: »Jöfnuð- urinn og samvinnan.e Þó greinin í sjálfu sjér sje ekki svaraverð, þá skal, mönnum til fróðleiks, vikið að nokkrum örgustu vit- ieysunum. Upphaf greinarinnar, sem er á- rás á samvinnustefnuna, sem Mgbl. fínnst komin út í öfgar hér á landi, verður ekki svarað hér, þótt þar sé öllu snúið öfugt. í greininni segir: að ekki sé undarlegt, þótt menn taki eftir jafnaðarstefnunni, sem ætli sér ahvorki meira né minna en um- bylta öllu þjóðfélagi íslendinga á fáeinum árum, og það helzt með verkföllum,, æsingafundum og öðrum >moderne< umbóta-aðferð- um.c En sú vizka 11 Hvenær hefir þetta komið fram meðal jafnaðar- manna hér? Hvenær hafa þeir ætlað sér að >umbylta öllu þjóð- félagt íslendinga á fáeinum ár- umí« Og það með þessu móti, sem hér er talað ura. Aldrei. Svona tala ekki menn, sem rjett- sýnir eru, um jafnaðarstefnuna. Hvernig ætlast Morgunblaðið til þess, að stefna, sem jafn á- þreifanlega kemur við hinn við- kvæmasta streng auðugra manna hér á landi: aurahrúguna og eigin- girnina, — vinni sér fylgi alþjóðar á svipstundu? Það er kunnara en frá þurfi að segja, áð allarstefnur sem miðað hafa til þjóðþrifa, hafa átt erfitt uppdráttar, og þar sem jarðvegurinn, fyrir nýjar og göf- ugar stefnur, er eins lélegur og hér, þar sem alls kyns óáran hefír haldið við hinum lægri hvötum manna, er engin furða þótt hægt gangi. Þó Mgbl. huggi sig með því, að shreyfingin muni litlu öfí- ugri nú en í byrjun,< þá er það skammgóður vermir, því jafnaðar- stefnunni eykst fylgi hér daglega, engu síður en annarsstaðar. En við eitthvað þurfa börnin að hugga sig. Ummæli blaðsins um þingmann þann, er jafnaðarmenn áttu á þingi, eru ekki svaraverð. Að jafnaðarmenn hafi komið sex mönnum í bæjarstjórn, »með miklum harmkvælum og gaura- gangi,< getur ekki síður átt við þá »helgu< Sjálf*tjórnarmenn, sem þangað hafa komist. En við jafn- aðarmenn teljum það nú góða framför frá því, sem áður var, að þessir 6 menn taka þátt í stjórn bæjarins. Og það má Mgbl. vita, að þrátt fyrir allar sínar lygar og svívirðingar um fullrúa verka- manna, fer svo að lokum, að verkamenn verða f meiri hluta í bæjarstjórn. Það er mjög auðvelt að halda því fram, að jafnaðarstefnan öðl- ist ekki fylgi hér á landi, meðan þeir menn standa fremstir, sem nú eru það. En því getur enginn neitað, að alveg stæði á sama, hvað þessir menn hétu, ef þeir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.