Alþýðublaðið - 16.04.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.04.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Alþbl. kostar I kr. á mánuði. að eins féllu ekki í >kram< Mgbl. mundi það halda fram hinu sama. Því það er ætíð svo, að sá sem fyrstur gengur, brautryðjandinn, framfaramaðurinn, verður fyrir skellunum. Honum er álasað og hann er svfvirtur miskunarlaust af skammsýnum vesalingum, eða ill- viljuðum mammonsþjónum. Og það fer oft svo, að þeir sem lítið hugsa — oft vegna þræikunnar og i)lrar meðferðar í uppvextin- um — trúa betur illmælum um menn og Jymskulega lognum sög- um, sem hvað eftir annað eru endurteknar fyrir þeim, en því málefni, er hann berst fyrir. En það verður ekki til lengdar, ef sá, sem á er ráðist, fær að bera, eða getur borið, hönd fyrir höfuð sér, En flugumennirnir sjá oftast nær um það, að ekki sé auðvelt að hafa hendur í hári þeirra. Eins og venja er til hjá þeim, sem rita á móti jafnaðarstefnunni, klingir Mgbl. út með því, að hér séu engin þau skilyrði, sem skapa jafnaðarmensku í öðrum löndum, og hér sé engin örbirgð. Eru and- stæðingar stefnunnar ekki enn þá orðnir leiðir á þessari vitleysu f Þeir háu Morgunblaðsherrar ættu að gánga um kjallaraíbúðirnar hér í bænum og íhuga með opnum augum ástæðurnar hjá verkamönn- um, fara svo beina leið til efna- ttiannanna hér f hænum og bera saman. En hvað er eg að fara f Haldið þið að þeím flndist munurinn nokkurí Krásirnar á borðum efna- mannanna mundu fljótt blinda augu þeirra og loftslagið í kjöll- urunum mundi reka þá öfuga út, áður en þeir sæju þar nokkuð, sem þeim þætti benda á örbirgð. Meðan annarhvor verkamaður gengur ekki nakinn, ségja þeir að hér sé engin örbirgð. En fyr má nú rota en dauðrota. Og jafnað- arstefnan berst ekki aðeins gegn fátæktinni, heldur móti hverskyns andlegri og líkamlegri ánauð. Og fyrst og fremst gegn jafn rotnum hugsunarbætti og lágum hvötum, er alt of oft lýsir sér í greinum Morgunblaðsins. Kvásir. Frá írlaudi. Khö'fn 15. apríl. Símað frá London, að Sinn- Feinfangar, sem hafa svelt sig, hafl veriö látnir lausir. Allsherjarvelkfallinu aflétt. Danmerkurfregnir. Khöfn 15. apríl. Sjálfboðalið, varið af lögreglu- liði, vinnur að því við höfnina, að afferma korn ríkisins. 1 Ur H.alnarfirdi. Slys. í fyrra dag kom til Hafnarfjarðar enskur togari, sem gerður er út þaðan af Ágúst Fygenring 0. fl. Nýlega hafði það slys viljað til á togara pessum, að maður að nafni Sigmundur Jónsson, búsett- ur í Hafnárfirði, hafði mist fram- an af báðum höndunum. Var hann þegar fluttur til Vestmannaeyja, og vita menn eigi hvort hann hefir lifað þetta af, því ekki er hægt að síma til Eyjanna. Inflúenzan geysar nú í Hafnarflrði, en er fremur væg. Kíkhósti er þar og í börnum mjög slæmur, og hafa þrjú dáið úr honum. . Óhæfa. í gær, þegar ísland fór, bar mikið á því, hve jllá borgarbúum gengur að hlýðnast almennum reglum. Þar var bannað að hafa nokkur mök við skipverja eða farþega, sem komnir voru á skips- fjöl, vegna þess að skipið var sótfc* kvíað. Samt sem áður höfðu margir frestað að taka í hönd far- þega, þar til þeir voru komnir út á skipið. Lögregluþjónar þeir, sem gæta áttu reglna þessara, höfðu ekki við að ýta mönnum burtu. Og ef þeir sneru baki við, þutu menn fram með hlátri og fífl- skap. Svona framkoma er alls- endis óhæf, og væri rétt að þeir, sem helzt ganga fram í því, yrðu látnir sæta ábyrgð. Q. • Vel veitt. Fálkinn tekur sex togara í landhelgi. í nótt kom Islands Falk inn, og kom ekki tómhentur. Hafði hann staðið 4 enska togara að landhelgisveiðum, 1 þýzkan tog- ara og 1 franskan. Er þetta gott dæmi þess, hve togararnir eru uppivöðslusamir hér við land. Um dagínn og veginn. Veðrið í dag. Reykjavík............NNA, -V 4,2.. ísafjörður...........NNA, -t- 6,6. Akureyri ..... NNV, -t- 6,0. Seyðisfjörður ... N, -5- 3,5.. Grímsstaðir . . . . logn, -t- 7,5. Þórsh. Færeyjar . . NNA, hiti 4,5. Stóru stafirnir merkja áttina. -i- þýðir frost. Loftvog lægst suðaustur af Fær- eyjum, iítið eitt fallandi. Norð- austlæg átt með nokkru frosti. Hvass á Vestur- og Suðvesturlandi. öísli Sveinsson er vinsarpleg- ast beðinn að berja höfðinu enn- þá einu sinni við steininn og lofa mönnum að heyra tómhljóðið. Morgunblaðið veitir honum eflaust áheyrn. Þessi beiðni er sprottin af því,. að Sigurður iyfsali er í bænum og Mgbi. er þegar farið að birta skrif, sem eru svo gagnsýrð af almennri heimsku, að þau verða helst eignuð honum. Eiríkur S. Bech, gosdrykkja- fræðingur, var meðal farþega á Islandi. Ætlar hann að kynna sér nýjustu aðferðir í þeirri grein. Próf í Verzlunarskólanum hófst í gærmorgun. Undir próf

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.