Alþýðublaðið - 03.09.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.09.1941, Blaðsíða 4
'\ •MIÐVIKUDAGUR 3. SEPT. 1941 AiÞYÐUBLAÐIÐ MIÐ¥I KUDAGUR i Næturlæknir er Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 19.30 Hljómplötur: Lög leikin á ýms hljóðfæri. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Að ferðalokum (Gl. Rósinkranz yfirkennari). 20.55 Hljómplötur: Sönglög, eftir Schubert og Schumann. 21.10 Auglýst síðar. 21.30 Einleikur á celló (Þórhallur Árnason): Schubert: a) Ave Maria. b) Vorið. c) Litanei. d) Vöggulag. Ólafur Þorsteinsson læknir verður fjarverandi í hálfan mánuð. Á mðan gegna þeir læknarnir Gunnlaugur Einarsson og Ólafur Helgason læknisstörfum hans. II. fl. mótið. Valur og' Víkingur kepptu í gærkveldi og vann Valur með 1:0. Er því Víkingur úr mótinu og er aðeins eftir úrslitaleikur milli K. R. og ;VaIs. Að loknum leik Vals og Víkings háðu utanbæjarfélögin — Háukar og -Knattsípyrnufélag Vestmannaeyja, aukaleik. Unnu Vestmannaeyingar með 3:0. Ólafsfirðingar náðu stórri hvaljitorfu í gær. — Voru þrír fiskibátar frá Ólafsfirði í róðri í gærmorgun úti fyrir mynni fjarðarins og sáu þá hvala- torfuna. Tókst þim að reka hval- ina inn í fjörð og komu þá fleiri bátar í reksturinn. Gátu þeir rek- ið flesta hvalina á land og voru þeir á þriðja hundrað. Fréttakvikmyndin með íslenzku blaðamönnunum í London var sýnd í Nýja Bíó í gær að viðst. sendiherra Breta, Mr. Howard Smith og fleiri meðlim- um sendisveitarinnar. Þá voru og viðstaddir blaðamenn og gestir þeirra. xmnnnmmmmn ÚtbrelðlO Alftýðnblaðið jaiaiaaiaiaffiaiaÉiaö Éonna roðdin f Mzka Atvarpinn. LONDON í morguii. MíIRI fjöldi fólks en nokkru sinni á&ur hlustar nú á útvarpsstöðina „Deutschlandsend- er“ síðan hin ókun/na rödd byrj- a&i að gripa fram í fréttir og fyrirlestra. Er miklum getum að því leitt, hvernig standi á rödd þessari, sem svaTar áróðurslyg- um Goebbels fullum hálsi áhans eigin tungUmáli. Þykir einna lík- legast, a& Rússar séu hér að verki iog er giskað á, að sterikri Rússneskri stöð hafi tekist að útvarpa svo nákvæmlega ábylgju lengd ,,Deutschlandsenders“ að enginn framandi sónn heyrist eins og venjulega þegar tvær stöðvar eru á sömu bylgjulengd. Það vekur mikla eftirtekt, að út- varp „raddarininar“ er undirbúið tog algerlega eftir því, hvað „Dautscland9e*nder“ segir í það iog það skiptið. Mörg tilsvörio eru mjög meinfyndin. Stærsta kvikmFndiD Ar styrjðldinni. LONDON í niiorgun. COLUMBIA Picture, ameríska kvikmyndaféiagið, hefir ráð- ið Noel Coward, heimsfrægan leikritahöfund sem leikara og leikstjóra til að stjóma kvikmynd um afrek Loiuis Mountbatten lá- varðar í striðinu. Miountbatten, sonlur Kan- adalandsstjóra, hefir nýlega ver- ið gerður höfuðsmaður flugstöðv- arskipsins „Iliustriouis'1. Haen og Játvarður fyrrverand'i Bretakon- ungur ,ei'u systkinasynir. Mount- batten hefir tékið þátt í mörg- um merkUm sjóorustum. Hann stjórnaði tu’ndurspilliinum „Javel- in“, sem var sökkt, í orust- unlum um Dunkirk og víðar. Nioel Coward stjórnar töku kvikmyndarinnar, sem verður mesta kvikmynd þessa stríðs og Verða í henni rauinveTUlegar kvik- myndir af mörguim frægum sjó- orustum. Ef til vill leikur hann sjálfur hlutverk lávarðarins. DtanbæjarmenB tðp- nðn II. flokbs mótinD SL. SUNNUDAG voru háð- ir þrír fyrstu kappleik- irnir í haustmóti II. aldurs- flokks í knattspyrnu. Taka sex félög þátt í mótinu. Var fyrsti kappjeikurinn miili Hauka úr Hafnarfirði og Víkings og vann Víkingur með einu marki gegn engu. Annar leiku’rinn var milli Fram og K. R. og vann K. R. með fjórinn mörkium gegn engu. Þriðji leikulriinn var milli Vals og Vestmannaieyinga og vann Valur með þrem mörkium gegn tveimur. Keppninni eT þaunig hagað, að það félag, sem tapar leik, er þar með úr mótinu. E!r því ár- angurinn sá, að Víkingur, K. R. og Valur halda velli, en Haukax, Fram og K. V. eru úr mótinu. H3GAÍVBLA BÍÓ_ Eellie hav (PRIMROSE PATH) Amerísk kvikmynd. GINGER ROGERS og JOEL McCREA. Sýnd. kl. 5, 7 og 9. Convoy Ensk stórmynd, er gerist borð í brezku herskipi, er fylgir kaupskipaflota yfir Norðursjóinn. Aðalhlutverkin l'eika: CLIVE BROOK, JUDY CAMPBELL, JOHN CLEMENTS. Börn fá ekki aðgang. Sýnd kl. 7 og 9. Ásta Sylvia, dóttir okkar, verður jarðsungin frá dómkirkjunni föstudaginn. 5. þ. m. kl. 11 fyrir hádegi. Margrét og Magnús Sigurðsson. Fraasbr. tiaifar, BMnifar, Skeiðar, Efnifar, Vasahnifar, Teskeiðar. vBa.gr Gfettisgöta 57 Siioi 2849 fSLENZK ÐLL Snðnrgðtu 22, nppi Reykjnvík. „Vinnum ull hún verður gull“ Konur eldri og yngri geta fengið atvinnu við fram- leiðslu á markaðsvörum úr ísl. ull, bæði handprjón allskonar og vélprjón. Upplýsingar daglega frá kl. 2—5 nema laugardaga. Yélskðlinn i Reykjavík tekur til starfa 1. okt. Umsóknir sendist skóla- stjóra fyrir 20. sept. Um inntökuskilyrði, sjá lög nr. 71,.23. júní 1936 um kennslu í vélfræði, og. reglugerð Vélskólans frá 29. sept. 1936. Skólastjórinn. 51 VICKI BAUM: SUMAR VIÐ VATNIÐ sem Lenitscka bar upp að trýninu á gyltunni, áður en hún lét hann í körfuna. Svo fór gyltan aftur að stynja. Hell fékk ,það skyndilega á vitundina, að ein- hver leyniþráður tengdi saman þessi þrjú, Puck, gömlu barnfóstruna og gyltuna. Og þesssi tilfinning hans fékk útrás í orðunum: — Það er hægt að bera virðingu fyrir þessu. — Já, sagði Puck, og augu hennar ljómuðu. — Finnst þér það ekki. Hell hló. — Þú ert sannarlega dálítið skrýtin, Puck litla, sagði hann og lagði höndina á höfuð henni. — Ég er ekkert skrýtin, sagði hún alvarlega. — Heldurðu, að mig langaði ekki líka til að eignast tólf böm. Allt í einu leit hún upp og horfði á Hell athyglis- augum. — Hvers vegna ertu svona dapur? spurði hún. Þú ert svo niðurdreginn. — Hvað er að þér? — Það gengur ekkert að mér. Finnst þér ég vera dapur? — Ertu svangur? — Nei, svaraði Hell. — í dag hefi ég einmitt borð- að mikið, alltof mikið. Suma daga fær maður miklu meira að borða en maður hefir lyst á, en aðra daga fær maður ekki neitt, og þannig getur liðið heil vika. Það er einmitt óþægilegast, þegar svo er. Hell blygðaðist sín ekki gagnvart Puck. Hann hafði aldrei verið hræddur við að trúa henni fyrir áhyggj- um sínum. — Nei, það er allt annað, sem að mér gengur. — Get ég hjálpað þér? Er nokkuð sem þig vantar? spurði Puck og horfði á hann. Hell svaraði ekki strax, en reikaði milli básanna í gripahúsinu. — Ég get ekki sagt þér frá því, sagði hann. Þau gengu út í garðinn og Hell greip í, trjágrein. — Ég sakna stúlku, sagði hann. Puck kinkaði kolli. Það fór ofurlítill titringur um hana. Inni í íbúðarhúsinu var hringt bjöllu. — Nú á að fara að borða, viltu ekki koma með inn? spurði Puck. — Nei. þakka þér fyrir, sagði Hell. Hann kveið því, að þurfa að sjá frú Bojan. — Komdu, þá skulum við fela okkur, sagði hún og tók í hönd honum og hljóp með honum heim að karlmannaskálanum. — Geturðu opnað þessa hurð? spurði Puck og stanzaði fyrir framan stóra timburhlöðu. — Þetta er kornhlaðan, það er svo þægilegt að vera þar inni. Hell skaut stóra slagbrandinum frá hurðinni. — Hann fann ofurlítið til í handleggnum, þar sem rispan var. Svo marraði hurðin á hjörunum og að innan barst þefur úr hlöðunni. — Komdu inn, sagði Puck, þegar Hell hikaði við — það er svo þægilegt og viðkunnanlegt hér inni, þetta er einn af felustöðum mínum, þegar ég vil vera ein. Fram með öllurh veggjum og milli stoðanna var korninu hlaðið alveg upp undir þak og á miðju hlöðu gólfinu stóð þreskivél, eins og risavaxið dýr frá fyrri jarðtímabilum. Puck hljóp út í eitt hornið, en þar var knippi af höfrum. Hún reyndi að taka hand- fylli sína af kjörnunum, en þeir runnu milli fingra hennar. — Reyndu að taka handfylli þína, sagði hún við Hell. Hann stakk hendinni ofan í hrúguna, það var svalandi, hressandi og notalegt, og hann lang- aði til að grafa sig á kaf ofan í hafrahrúguna. Puck horfði ofurlitla stund alvarleg á hann, svo lagðist hún í bynginn og dró hann með sér. Þetta var mjög: þægilegur og viðkunnanlegur hvíldarstaður. Hell. gróf höndina ofan í bynginn og rakst þar á höndina á Puck. Hann tók um hönd hennar og hélt fast í. hana. Puck varp öndinni, svo færði hún sig nær Hell og lagðist til hvíldar fast hjá honum. Hell lá graf- kyrr og færði sig ekki undan. Hjarta hans sló ró- lega. Hann gat nærri því heyrt rólegan hjartslátt sinn. Það fylgdi því kyrrlát gleði og unaður að hvíla hér í höfrunum við hliðina á Puck. Það var eins og að renna undan lygnum fljótsstraumi á sijmarkvöldi, þegar vatnið var hlýtt. Þegar varir hennar voru komnar nálægt vörum hans, fór hann að hreyfa sig. Hann hugsaði um May, og villtur mótþrói vaknaði í honum, en varir Pucks bældu óðara þennan mót- þróa. Hún kyssti ekki á réttan hátt, því að hún hafði aldrei kysst áður. Varir hennar hvíldu við varir hans, eins og varir barns, sem er að drekka mjólk. Hell tók báðum höndum um grannt mitti hennar og gafst upp. Honum fannst hann vera að fremja hræðilega synd, en þessi synd var svo sæt. Það var svo freist andi að syndga. Hann kyssti Puck, en hugsaði um May.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.