Alþýðublaðið - 12.09.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.09.1941, Blaðsíða 4
FöSnjDAGUR 12. SEPT. 1941 UÞtBDBlADB) GAMLA BI6 8H FÖSTUDAQUR Næturlæknir er Pétur Jakobs- son, Vífilsgötu 6, sími 2735. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 19.30 íþróttaþáttur (Sigfús Hall- dórs frá Höfnum). 20,00 Préttir. 20.30 Upplstur: Úr Árbókum Es- pólíns (dr. Broddi Jóhann- esson). 21,00 Strokkvartett útvarpsins: Lítið næturljóð, eftir Mo- zart. 21,20 Hljómplötur: Lög leikin á ýms hljóðfæri. Hjónabanð. Síðastliðinn laugardag voru gef- in saman í hjónaband af séra Sig- urbirni Einarssyni ungfrú Kristín Aðalsteinsdóttir og Hallgrímur Pétursson. Heimili þeirra er á Vesturgötu 52 A. t sunnudags- matinn: Nýtt dilkakjöt Nýtt natitakjöt í buff, i gullash, í steik, Hakkað nautakjöt, Hakkað ærkjöt Allskonar nýtt grœnmeti. OkoyfifelcKyié Kjötbúðirnar, / MISKUNSAMI SAMVERJINN Frh. af 3. síðu. leika þirun., hönd þína. — Ef kirikj a/n beitír sér fyrir e'ða styður aið því að náð verði tíl einstaklíng- aama, sem haett eru kiomnir ætl- arðu þá að rétta út þína bró'ður- hönd? Ef kirkjain virunur að breyttu almeimingsáliti t. d. með prédikiuinium siinum, ætlarðu þá að teiða aðra með þér þaingað sem þær eru fliutt|ir? Ég sagði: „Ef kirkjan vtonur“. En ég þarf | ekkert „,ef“. Kirkjan hefir að i vísu uininið í veikleika, en á þeim j árum, sem Hollywood hefir ver- ! ið taiin dýrðlegri en Jerúsalem, ! og Hótel Borg hollari en Dóm- i kirkjain fyrir hugi æskulýðsilns, hefir kirkjan verið etos og hróip- andain röd|d * eyðimörku. I>að er engiin nýjuing, þó að kirkjan hafi forystuina í því flytja þjóðinini þá iífsskoðun og trú, sem frelsar helgar og blessar mannlífið. Kirkj an hefir prédikað Krist, og þvi mun hún halda áfnam. Húin hefir boðað þj’óðimar tíi bæinar og þjónustu. Því mun hún einnig halda áfram. Hið nýja verður ekki í því fólgið að kirkjain talii, hélduir að fólkið hlusti og söfnr uðtonir framkvæmi. Þegar aiiir vo.rir söfnuðto iiana af hendi lif- andi starf, mun kraftur Krists margfaldiast meö íslenzkri þjóið. Þá verður kirkjan fær um að senda heilain krossher misk- unsama Samverja út á veginn milii Jerúsatem og Jeríkó. Éf til vill byrjar sagan á því, að þú sjálfur kiomir eins og spá- maðurinin,’ sem sagði við guð sinin: „Hér er ég. — Send þú mig“. Barnakórinn Sólskinsdeildin vantar 3—4 fallegar barnaraddir. Sími 3749. NOREGUB Frh. af 1. síðu. ekki kominn til þess að hrinda | honum af höndum sér. En strax og nokkur von væri til þess að geta gert það, myndi greinilegt merki verða gefið um það. Lie sagði, að Norðmenn mættu ekki byrja að skjóta flugeldum sínum meðan dagur væri á lofti. Þeir yrðu að hafa þolinmæði til þess að bíða þar til nóttin væri skollin yfir Þýzkaland. SorgaratbSfn á bingi sænskra verkamanna Ársþing sænsku verkalýðsfé- laganna kom saman í Stokk- hólmi í gær. Við setningu þingsins var hinna myrtu norsku verkalýðs- leiðtoga og baráttu norska verkalýðsins minnzt á áhrifa- mikinn og hrífandi hátt. Norskur fáni var borinn inn í salinn sveipaður svörtum sorgarslæðum, en allur þing- heimur reis úr sætum sínum og hlustaði standandi á ræðu August Lindbergs forseta sænska Alþýðusambandsins. August Lindberg hyllti hinar norsku verkalýðshetjur og sagði meðal annars: „Við höfum djúpa samúð með bræðraþjóð okkar og við hörmum það að hafa ekki mögu leika til að ná sambandi við hina þýzku stéttarbræður okk- ar. Við munum aldrei, aldrei gleyma hinum norsku, félögum okkar.“ Ærsladrósin heitir myndin, sem Gamla Bíó sýnir núna. Aðalhlutverkin leika Bing Crosby, Franciska Gaal, Akim Tatoiroff, Shirley Ross, Edward Everett Norton o. fl. I Walterskeppnin. Annar leikur fer fram á morg- un. Dómari Þráinn Sigurðsson. Ærsladrósii. (PARIS HONEYMOON.) Paramount mynd. Aðal- hlutverkin leika: Bing Crosby, Franciska Goal, Akim Taminoff, Stanley Ross. Sýnd klukkan 7 og 9. Tfelr tslendingar fórnst með „Sessn“ AÐ er nú orðið upplýst, að tveir íslendingar hafa far- izt með e.s. Sessu, sem sökkt var 17. ágúst s.l. 300 sjómílur suðvestur af íslandi. Héitu þeir Þorvaldur Aðils og Stetoþór Weudel, báðir frá Rvik. Þorvaldur AðHs var sonur Jóns ■ NÝJA BtÖ 9 Frægðarbrantin (ROAD TO GLORY.) Ameríksk stórmynd, er gerist á vígvöllunum í Frakklandi 1914—18. Fredirc March, Warner Baxter, Lionel Barrymoore, June Lang. Sýnd klukkan 7 og 9. Börn fá ekki aðgang. Aðils sagnfræðtogs, fæddur 20. marz 1907, hefir dvalið lengi er- lendis. Stemþór Wendel var sonur Jóns Etolkssonar skipstjóra á Lagarfossi, fæddur 1. júní 1921. Hafði 'hann veiið í siglinguin undanfarið. Klæðaskápm* 2- eða 3 settur, óskast til kaups. Uppl. í sima 4905. S.G.T. eingöngn eldri dansarnir verða í G.T.-hásinu laugardaginn 13. þ. m. kl. 10 e. h. — Áskriftarlisti og aðgöngu- miðar í GT-húsinti frá kl. 2, sími 3355. SGT-hljómsveitin. Örfáhús með lausum íbúðum eru til sðlu. l I ' Fasteigna* og Verðbréfasalan (Lárus Jóhannesson, hrm.) Suðurgötu 4. Stmar 4314, 3294 54 VICKI BAUM: SUMAR VIÐ VATNIÐ um skjálfandi um miðjar nætur og snsri sér í rúm- inu. Hann fann til í handleggnum, þar sem hann hafði rifið sig. — Joð, sagði doktor Mayreder, sem var að borða kálfasteik, þegar Hell sofnaði aftur. Svo dreymdi hann Schwoisshackel. I miðri stof- unni stóð stórt borð hlaðið mörgum fötum og upp úr hverju fati barst matarilmur og gufa. — Þetta eru allt 'saman steikur, sagði Vefi. Hún sat í fangi hans og hallaði sér upp að honum. Hann langaði til þess að borða, en gat ekki losað handleggina á sér og hann kvaldist af hungri rétt fyrir framan fulla diskana. Þegar hann vaknaði var súrbragð í munn- inum á honum, eins og jafnan er, þegar menn eru svangir. Svo drakk hann vatnssopa og sofnaði aftur. — Ég fer að borða, sagði hann daginn eftir við herra Birndl, sem stóð úti í rigningunni mjög á- hyggjufullur. Og herra Birndl tautaði eitthvað við sundkennarann sinn. Til hvers var að hafa góðan sundkennara, þegar allir gestirnir voru flúnir undan rigningunni. Gistihúsið Stóri Pétur var gersamlega mannlaust. Einhvern daginn hlaut að reka að því, að hljómsveitinni yrði sagt upp. Hell gengur fram og aftur fyrir framan veitinga- hús Schwoishackels og lætur sem ekkert sé. Hann ætlar að kafna, þegar hann finnur angandi bauna- lyktina. Hann biður um þríréttaða máltíð, mjög ákveðinn á svipinn. Þessar fáu mínútur, sem hann verður að bí,ða, þjáist hann mjög. Hann verður alltaf að kingja munnvatni sínu, og það er einhver kyn- legur krampi í vélindanu á honum. Að lokum stend- ur hann á fætur, tekur hveitibrauð af öðru borði og gleypir það í sig. — Gerið svo vel, segir Vefi og lætur baunadiskinn á borðið fyrir framan hann. Hún er laglég stúlka, með hvítar tennur og svart, bylgjað hár. Hell blygðast sín fyrir það, að hníf- urinn og matkvíslin skulfu í höndum hans, 'meðan hann borðaði. Þriggja daga hungur nægir til þess að gera hvern meðalmann að skynlausri skepnu. En þegar hann var orðinn mettur herti hann upp hugann. Hann gaf Vefi merki um að koma, og hún gekk til hans brosandi út að eyrum. Það var alltaf eldhúslykt af henni. — Var maturinn góður, herra' Hell? spyr hún. Svo gat Hell stunið því upp: — Vefi, ég hefi gleymt peningabuddunni minni, sagði hann glaðlega. — Þér verðið að eiga þetta hjá mér þangað til á morgun. — Einmitt, já, já, en munið þá eftir því, segir hún og leggur höndina á handlegg hans. Hell flýtti sér burtu. Regn, regn, regn. Einu sinni fann Hell þurrt brauð og súra mjólk í herberginu sínu. Þetta var nafnlaus gjöf frá Matz litla, sem hafði skipt fátæk- lega matarskammtinum sínum nákvæmlega í tvo jafna hluta. Því að þótt Matz væri aðeins barn að aldri í alltof stórum buxum,— þá hafði hann hjartað á réttum stað og hann vildi ekki láta «und- kennarann sinn svelta. En fjórum dögum seinna var Hell jafnnær. Hann læddist út úr herbergi sínu og hann var fölur í and- liti, lagaði hálslínið sitt og lagði af stað til Schwoiss- hackel. Hann bað urn súpu og kjötbollur og fór að glettast við Vefi. Og Vefi sezt við hlið hans á bekk- inn og sléttar, rjóðar kinnar hennar urðu ennþá rjóðari en áður. Henni hefir lengi litizt vel á Hell, hann er alveg eins og hún vill að karlmenn séu, og þegar slíkir menn biðja um eitthvað, þá er erfitt að neita. En þegar Hell skýrir henni frá því, að hann eigi ekki heldur peninga í dag, hrekkur hún við og færir sig ofurlítið fjær honum. Svo flýtir hún sér að leggja handlegginn urn hálsinn á honum. •— Það gerir ekkert til, segir hún. — Þér hafið peninga á morgun. — Já, ef veðrið batnar, segir Hell og flýtir sér út. Nú er hann bara að bíða eftir góðu veðri. Hann er ekki að bíða eftir milljónunum lengur, og hann er ekki heldur að bíða eftir því að komast upp í fjöllin í skemmtiferð. Og hann á ekki von á bréfi frá May Lyssenhop. í hellirigningunni gengur hann að lpftvoginni og slær í glerið. — Ég verð að segja- yður ofurlítið, herra Hell, hvíslar Vefi að honum fáeinum dögum seinna og teymir hann með sér inn í gang að baki veitinga- salnum. — Gestgjafinn vill ekki lána yður lengur. Þess vegna þori ég ekki að bera á borð fyrir yður, fyrr en skuld yðar er borguð. — Jæja, sagði Hell. Hann var utan við sig og stóð kyrr stundarkorn. Hann hafði kvalir í mag- anum. Vefi þrýstir sér upp að Hell. — Mig langar til þess að hjálpa yður, herra Hell, tautar hún feimnislega. En Hell snýr á braut þegjandi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.