Alþýðublaðið - 06.10.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.10.1941, Blaðsíða 2
j MÝ BÓK Æfisaga afíiífniMus: FOKKEE flugvélasmiður Hersteinn Pálsson biaðaniaður pýddi. Saga ævintýramannsms og snillingsins Fokker, sem'fann upp og smiðaði orustuflugvélina, sem hafði mest áhrif á sið- ustu heimsstyrjöld. Fokker var hollenzkur að ætt, fæddur í Java, nýlendu Holl- endinga. Hann segir í upphafi bókarinnar: „Meðan ég var óstyr- látur strákur og naut frelsisins meðai hinna hörundsdökku leik- bræðra rainna i Blítar, fanst mér sá staður beztur á jarðriki. „Eyjar hinna grunnu hafa“ voru paradis min. Malayarnir klifu upp trén, eins og apar og notuðu tæmar jafn firalega og fingurna. Móðir min lét mig einnig ganga berfættan, og ég hermdi efti$ Malayunum, svo að fætur mínír og öklar örðu ótrúloga liðugir. Ég gat næstum ’pví hlaupið upp trjástofnana, tekið upp nagla með tánum og leikið'að égjhefði iísig“.JJ<6Éai l«Ml ■ r •' ’í Fokker fluttist ungur heim til Holiands. Þar átti hann að ganga í skóla. En hann var litið hrifinn af bóknámi. Hugur hans var allur við smiði og tilraunir. Hann smiðaði sjálfur öll sin leikföng, og em ótrúlega skemtilegar margar tiltektir hans á peim ámm. En hann langaði mest til að fljúga. Og nú byrjaði barátta hans og frægðarbraut. Eins og jafnan áður, viidi hann sjálfur ráða gerð þeirra hluta, er hann hafði með höndum. Hann smið- aði j>ví sjálfur flugvélina sina. Og hún tók ðllum"öðrum fram, sem pá"voru tilT~Hann for með flugvélina heim tíl Hohands, til að sýna hana. Flugvélin min var sú fyrsta, sem flaug þarna i borginni. Og þegar mannfjöldinn sá mip fljúga í hring umhverfis tum hinnar frægu dómkirkju, sem er frá 16. öld, ætlaði allt um koll að keyra. Næsta dag sögðu blöðin, að eldabuskuraar hefðu látið matinn eyðileggjast, sporvagnaumferðin hefði stöðvast, og sjúklingar staulast út að gluggunum i herbergjum sinum, — pvi að allir vildu sjá og vera vitni að þessari einstöku og ótrúlegu sjón“. Fokker var í Þýzkalandi þegar ófriðurinn mikli braust út. Hann var þá á hátindi frægðar sinnar. Og nauðugur viljugur varð hann að smíða flugvélar fyrir Þjóðverja allan ófriðinn. Englend- ingar buðu honum þó tvær milljónir sterlingspunda, ef hann vildi smíða flugvélar fyrir bandamenn, en þau boð komust aldrei. í hans hendur. Fokker var tvígiftur. Síðari kona hans var íslenzk. Hét hún Violet Austmann, fædd í Ameríku. Foreldr- ar hennar voru hjóijin Snjólfur Austmann frá Krossi á Beruf jarðarströnd>» og Sigríður Jónsdóttir, ættuð úr Skagafirði-. Bókin er svo skemmtileg, að engin skáldsaga tekur henni fram. Hún er jafnt fyrir unglinga sem fullorðna. Fæst í öllum bókaverzlunum og kostar í góðu bandi a ð e i n s lOkrónur. tsafoldarprentsmiðja h. f. Vantar ungling helzt stúlku, til að innheimta reikninga. Matardeild Sláturfélags Suðurlands. sími 1211 HcllDSúlUBIRGDiR: ÁR N I JÓNSSON.H A ' NARS T. 5. RE YKJAV i K. O . ALÞYÐUBLAÐIO beEklavarnadagurinn Framhald af 1. síðu. Meðal {>eirra gjafa, sem bárust í gær, voru 400 kr. frá vinnu- ftokki verkamanna í Kirkjubóls- túni (og 110 krónur frá starfsfólki kústa- og burstageröarinnar. Tveir feðgar gáfu io,g dagkaup sitt og auk J>ess 10 kr. hvor; létu þéir jjað fylgja, að þeir myndu livor gefa 10 kr. á mánuði par ti 1 hælið væri komið upp. Er j>etta gott til eftirbreytni. Á Akureyri seldist allt upp á skömmum tima, og í Hafuarfiröi söfnuðust: um 1300 krómúr, en söfnun fór fram um land allt. Eins og kunnugt er, er þessi söfnun hafin til að koma upp vinnu- og hressingarhæli fyrir berklasjúkiinga. Er petta mikið nauðsynjamál — og vonaudi styður almenningur pað á allan ErlendiF borgarar eða stofnanir mep ehki eiga norsk fyrirtæki. NORSKA stjórnin í London gaf á síðasta fundi sínum út lög, sem banna erlendum borgurum eða stofnimum að vera eigendur eða meðeigend- ur í norskum fyrirtækjum, sem þeir eða þær hafi náð eignar- haldi á eftir 9. apríl 1940. Sá, erlendur borgari, sem hefir eignast þau eða hlut í þeim, eftir þann tíma verður að afhenda þau endurgjalds- laust. Erlendar íþróttafréttir. n/f ILLILANDAKEPPNI í knattspyrnu fór fram í gær í Stokkhólmi milli Svía og þýzkra nazista. Úrslit urðu þau, að Svíar sigruðu með 4:2. Sænski útvarpsþulurinn skýrði frá því, að um 40 þús undir áhorfenda hefðu horft á keppnina og var svo mikil keppni um að ná í aðgöngu- miða, að þeir miðar, sem áttu að kosta 15 krónur, voru seldir fyrir 80 krónur. Ennfremur sagði hann, að fólkið hefði hegðað sér vel, þrátt fyrir andúð sína á nazistum. Þá keþptu þýzkir nazistar í gær í Finnlandi í knattspyrnu og unnu Þjóðverjarnir með 6:0. í Kaupmannahöfn var í gær millilandakeppni í handknatt- 'Heik milli Danu og ^Svía og unnu Danir með 17:9. Stúlkur, sem hafa í hyggju að taka að sér aðstoðarstörf á heimilum hér í bænum eða ut- anbæjar, ættu í tíma að leita til Ráðningarstofu Reykjavík-' urbæjar, þar eru úrvals stöður á beztu heimilum fyrirliggjandi á hverjum tíma. Ráðningar- stofa Reykjavíkurbæjar, — Bankastræti 7, sími 4966. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína ungfrú Svava Eyþórs Sandgerði og Thomas Wiíliam Grey. MÁNUDAGUR 6- OKT. 1941 r-------UM DAGINN 'OG VEGINN’-------------------{ 3 ► j Dásamleg bók, skrifuð af litlum dreng um styrjaldarógnirn- ; 1 ar. íþróttamennirnir og setuliðið. Sjúkrasamlagið og rétt- J 1 indin. Verkamaður skrifar um vinnustaði. : I ! -------- ATHUGANIR HANNESAR A HORNINU.----------- SYSTIR MÍN OG ÉG er sér- kennileg bók. Þetta er dag- bók 12 ára gamals drengs, sem hefir upplifað ógnir loftárása og annarra nýtízku hernaðarlista, sem hefir flúið heimili sitt og ver- ið meðal þúsundanna, sem æddu eftir þjóðvegum Niðurlanda i fyrravor. Hann hefir í kolamyrkri farið á smáskipi yfir Ermarsund, flúið til Englands og haldið það- an til Ameríku. Litla systir hans, aðeins 9 ára gömul, var alltaf í fylgd með honum, en móðir hans fórst og faðir hans varð eftir í hernum. Frændi hans, gamall og sköllóttur, er hetja lians, og það er þessi frændi, sem bjargar börnunum út úr landinu. VIÐ LESUM daglega um styrj- öldina. Það eru þaulvanir blaða- menn, sem segja frá, lærðir sér- fræðingar í hernaðarlist nútímans, eða sjómenn, sem eru harðir í horn að taka og láta sér fátt fyrir brjósti brenna. En hér er það lítið barn, sem segir frá, bersýnilega gáfað og næmt fyrir áhrifum, og lýsingar þess eru alveg ógleyman- legar. Það er oft þannig, að þegar stórfenglegum atburðum er barna- lega lýst, fæst jaínvel miklu betri og glöggari lýsing, en þegar sérfræðingar skýra frá. SYSTIR MÍN OG ÉG hefir komið út í mörgum upplögum í Englandi og í Ameríku. Og alls staðar hefir bókin vakið mikla athygli. Þó var það aðeins til- viljun, að hún komst nokkru sinni fyrir augu almennings. Drengurinn var að föndra við dag- bókina sína á skipinu sem flutti hann til Ameríku og skipstjórinn komst í hána. Er hann hafði lesið hana, hvatti hann idrengiran til að endurbæta hana og koma henni síðan á framfæri við útgefendur. Þessi bók kemur á bókamarkað- inn hér í þessari viku og má bú- ast við að hún verði mörgum kær- komin. L. S. SKRIFAR MÉR. ;)Af því okkur er báðum heldur vel til íþróttamannanna, þá get ég ekki látið hjá líða að víta framkomu nokkurra forystumanna þeirra ný- verið og biðja þig fyrir þessar línur ef verða mætti að þær gætu orðið til viðvörunar. — Mér varð gengið fram hjá Garðyrkjuskál- anum eitt kvöldið og var þá hluta- velta þar. Varð ég þess þá var að umsjónarmenn hlutaveltunnar létu gjallarhorn glymja með auglýsing- um á íslenzku og ensku. Þótti mér og fleirum þetta ótilhlýðilegt af íþróttómönnum að ganga þannig í berhögg við fyrri samþykktir sínar um það að hafa engin mök við erlenda setuliðið hér. Vona ég að íþróttamenn sjái þetta sjálfir og láti það ekki endurtaka sig“. ÚT AF ÞESSU BRÉFI vil ég segja þetta: Mér finnst framkoma íþróttamanna í afstöðinni til setu- liðsins verið heldur kjánaleg. Það hefir verið ákveðið að taka ekki þátt í kappleikjum með því. Hvers vegna ekki? íþróttakappleikir eru heilbrigð skemmtun og íþrótta- menn okkar gátu að líkindum lært ýmislegt af setuliðsmönnum. Mér finnst það líka dálítið hjákátlegt, iþegar slíkt er bannað en ýmsir forystumenn íþróttamálanna sækja hin vegar íþróttaboð setuliðsins. Engin merkilegheit. Við eigum að vera frjálsmannlegir og taka þátt í kappleikum við setuliðsmenn. Það getur engin ill áhrif haft. ' VERKAMAÐUR segir í bréfi til mín: „Ég er nú búinn að vera í Sjúkrasamlagi Rvíkur síðan það var stofnað, sem félagsskapur. í gamla samlaginu vissi maður allt- af hvaða styrks maður varð að- njótandi í veikindum sínum, en síðan hið nýja hóf göngu sína finst mér aldrei vera hægt að fá ákveðið hvaða styrk maður nýtur þegar veikindi ber að höndum, því alltaf er verið að kvarna utan af hlunnindunum t. d. sum lyf verður maður að greiða að fullu, sum að V2 og svo önnur að % hl. síðan gjöldin hafa hækkað eins og’ raun ber vitni virðist mér enn hafa dregið úr hlunnindum fólks, svo að ég' er farinn að halda að eitthvað sé orðið bogið við þetta allt saman“. ANNAR VERKAMAÐUR segir: „Mig hefir oft langað til að skrifa þér, en aldrei orðið úr því fyr en nú. Ég veit ekki betur, en að Dags- brún sé skyldug til að sjá svo um, að á hverjum vinnustað séu sóma- samleg’ skýli, þar sem verkamenn geti verið í kaffi og matartímum. Ég hefi nú unnið í flugvellinum síð- an í aprílbyrjun og hef oftast orðið að drekka og borða úti undir ber- um himni, hvernig sem viðrar. Að vísu eru til á flugvellinum tveir eða þrír braggar, sem ég held að sé ætlaðir verkamönnum til afnota, en þeir eru varla bjóðandi mönn- um og eru auk þess alltaf yfir- fullir af hermönnum. Og hvernig ættu fleiri hundruð manns að komast þar fyrir? Það er ekki verið að draga, að taka Dagsbrún- argjaldið af mönnum, en um rétt- indi þeirra er minna hirt“. ÞAÐ ER EKKI beinlinis rétt að Dagsbrún beri skylda til að hafa slík skýli á vinnustöðunum. Hins vegar ber stjórn Ðagsbrúnar að vinna að því að atvinnurekendur hafi slík skýli uppi, það er siðferðis leg skylda þeirra og eftir því sem ég bezt veit hafa íslenzkir atvinnu rekendur séð um það. |In hitt er rétt að Dagsbrún virðist ekki gera nóg fyrir meðlimi sína. Ef stjórn hennar væri nú eins og hún var hér fyr á árum, áður en íhalds- menn náðu tökum á félaginu, þá myndu verkamenn í Reykjavík ekki þurfa að hafa þá aðbúð sem þeir hafa nú á margan hátt. En þetta er mál, sem félagarnir verða að gera upp við sjá'lfa sig. Það eru þeir sem hafa komið íhaldinu til valda í félaginu. Hannes á horninu. Kunihohn ræðismaður Bandaríkjanna fór héðan af landi burt í gær. „Esja“ 7 Burtför Esju er frestað til kl. 9 annað kvöid (priðju- | dagskvöld) Kven-sloppar hvítir og mislitir eru komnir aftur. firottisgðtn 57 Sfml 2849 (V efnadarvörudeild)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.