Alþýðublaðið - 27.11.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.11.1941, Blaðsíða 2
 vaamjDAQUB m, mv. mi. . 1 ■ I " —” ■—r Loftvarnaæfing. LoVfvarmsBnefniS hcfir ákvaðii að Soft- vemaœVing verði haldin Vðstvdaslnn 28. névember n. k. Er hér með brýnf Vyrir naðnnnm að Vara efiir geVnnm leiðbeinlngnm og Vyrirmælnm, og verða þeir, sem brjéta seftar reglur, látnir sæta ábyrgð. Sérstaklega er alvarlega brýnt Vyrir nsönnnm að gæta pess, að biVreiðum sé ekki lagt pannig, að nmferð teppisf. ¥erði Eoftvarnamerkið gefið á peim tíma er lfés skuln vera á bifreiðnsn, er bér með lagt Vyrir stfórnendnr blf- reiða að sfá svo int, að bifreiðar séu ekki með lfósnm, par se*a pser standa meðan æfing fer fram. Loftvarnanefnd. ♦—— --1--------—------------------*----* Málmrannsóknir. Áríð 1938 efndi undirritaðnr tií fjársöfntmar í því skyni að rannsaka málmmöguleika iandsins. Með þvi að þátttaka varð með öilu önóg og að fé það, sém safnaðist, nam aðeins kr. 1100,00 en kostnaður á innfluttum rannsóknarefnum varð mikið hærri, reyndist ókleift með öllu að geríi éins við- tækar rannsóknir og gert hafði verið ráð fyrir. Þar sem að rannsóknir þær, er framkvæmdar hafa verið, hafa ekki borið árangur, gefst þeim, er fé iögðu tii þeirra, kostur á að fá það endurgreitt, Eru það því vinsamleg tilmæli min, að þeir sendi mér póstkröfur fyrir tiiiögum sínum, sem alira fyrst, Svo þakka ég þeim, sam sýndu málefni þessu vel- viid og hjáipfýsi, og vona fastlega að í framííðinm opnist leiðir, til þess að rannsaka málmmögu!eika tslands til hlítar. Virðingarfylist. EINAR ÞORGRÍMSSON. ♦— --------. ' .——— .........;------—----------♦ iðvornn til eigenda fardræktarhréfa og irepgnlánasléOsbréfa. Athygli Skal vakin á því, að vextir verða eigi greiddir af jarðræktarbréfum eða kreppulána- sjóðsbréfum eftir gjalddaga þeirra. Eigendur slíkra bréta eru því áminntir um að athuga útdráttarlista þá um jarðræktarbréf og kreppu- lánasjóðsbréf, sem birtir eru í Lögbirtingablað- inu ár hvert og fást hjá oss og útbúi voru á Akureyri. BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS. Ókeypis fá nýir kaapendur að Alþyðublaðinu, biað- ið tíl næstu mánaðarmóta, Mringið í simst 4900 og 4906. HMtTOiWBIMhPiP STittÐIÐ I IÍBYU Frii. á 1. sífta. Brétar tilkynntu í morgun, að búið væri að skjóta niður 150 þýzkar ogi ítaískar flugrvélar síðan sókn þeirra inn í landið hófst. Tedja Bretar sig hafa al- gerlega yfirhöndina í loíti og benda á. til merkis um það, að flugvélar Þjóðverja og ítala reyni engar árásir á bækistöðv- ar og birgðarstöðvar Breta aust an vio landamærin. Hinsvegar eru látlausir bar- dagar háðir í lofti yfir vígvöll- unum í Libyu. Dan&Srk og Finn- land pátttnkendar í nýskipnu Itiers. Sár voDbrigði í Stokkhðkni 06 í Lodúoo. SÚ FREGN, að Danmörk og Fixmland hafi við endumýjun hins svokallaða Antikommternsamnings Hit- lers gerzt aðilar að honum ásamt ýmsum öðrum her- teknum löndum á megin- landi Evrópu, hefir vakið hin sámstu vonbrigði í Stokkhólmi og í London eft- ir fregnum, sem hingað bár- ust í gær. Rákisútvarpið hér skýrði frá skeyti, sem þvi hefir borizt frá Stokkhólmi, þar sem skýrt er frá, að sænsk blöð komizt svo að orði um þessa frétt, að þau skilji að vísu hina erfiðu að- stöðu bræðraþjoSanna í Dan- mörku og á Finnlandi, en telji þá ákvörðun, sem stjórnarvöld þeirra hafa tekið, engu að síð- ur hið alvarlegasta áfall fyrir Norðurlönd. í fregn frá London var skýrt frá ávarpi, sem ráð frjálsra Ðana þar í borginni hefir gefið út í tilefni af ákvörðun dönsku stjórnarinnar um að gerast að- ili að ,,nýskipun“ Hitlers, og var þar faxið hinum hörðustu orðum um Eric Scavenius, nú- verandi utanrákismálaráðherra dönsku stjórnarinnar, sem réði stefnunni, sem nú hefir verið tekin, og hefði svikið þjóðina. Torrgfiredsted: Degar drengnr vill. ISAFOLDARPRENTSMIÐJA hefir nýlega sent á markað- inn dængjasögiu frá Korsíku: Þegar dnengwr vill, eftir Torry Gredsted- Aðalsíemn Sigmunds- son kennari hefir íslenzkað. Petta er hin skemmtilegasta og ævintýralegasta frásögn, >yg er ekki vafi á því, að unglingar gleypa við henni. Aða'lsteimi Sig- mundsson vandar vel málfar sitt, og er skemmst að minnast hinn- ar vandviik nis úgu þýðdngarr hans á færeysku skáldsögunni: Far verö’d þinn veg. Það er líka ó- hætt að fá unglingum þessa bók i hendur; hún spillir ekki mál- smekk þeirra. Skarlatsótt hefir undanfarið gengið á Siglu- firði og hafa 12 hús verið sett í sóttkví. UM ÐAGINN OG VBGINN ------------------- | Útlitið breytist við Ingólfsstræti. I»að xná ekki hekica kHt> | j ritam í útvarpinu. Aukaþingið og trónaSarbrotið. Femriia- | ! útgófan. Sérfræðingur í meðferð penínga skirfar athyglis- | 3 vert bréf um það mál. jt -------ATHLGANIR HANNESAR Á HORNINU. --------- ALLMIBXAR aðgerðir standa nú ytiv Safnahússmegin við Ingólfsstræti. Ég hygg, að þarna sé verið að byrja á þeim steinvegg, sem garðyrkjuráðunautur bæjar- ins lofaði mér bátíðlega einu sinni í siunat. Þessi garður á, að því er ég bezt veit, að koma báðum megsn við Ingólfsstræti, og jafnvel niður með Hverfisgötu. Verður hann um hálfur meter á hæð, eða jafnvel hærri. Ég hlakka til að sjá þennan garð, því að hann verður mikil umbót frá því, sem verið hefir. VIÐ, SEM SÆKJUM dálítið kvikmyndir, höfum orðið vör við það, að' myndirnar fara hríð versn- andi. Ástæðan mun vera sú, að erfitt er að fá betri myndir. Hins vegar verður að vænta þess, að forstjórar kvikmyndahúsanna geri allt, sem í þeirra valdi stendur, til þess að fá betri myndir, því að það er ekki hægt að una við þær mynxiir, sem undanfarið hafa ver- ið sýndar. ÉG MÓTMÆLI ÞVÍ ALVEG, að færri leikrit verði leikin í útvarp- ið í vetur en undanfama vetur. Það er alveg að fara í öfuga átt við það sem rétt er. Leikritin eru tvímælalaust vinsælasta útvarps- efnið, sem til er. Nauðsynlegt er, að gera allt, sem hægt er, til þess að halda fólki á heimilum sínum, það er frá götunni og danz-sölun- um. Útvarpið getur einmitt gert þetta með þvi að auka sem mest það efni, sem vinsælast er. Ég hef áður minnst á þann grun minn, að fjárhagsáætlun ríkisútvarpsins sé of knöpp. Sé svo, er slíkt óhæfa. Það er nauðsynlegt, að útvarpið sé ekki félaust, að það geti eytt all- miklu fé í gott efni. Þetta er miklu nauðsynlegra fyrir okkur öll, en margan ef til vill grunar nú. H. S. SKRIFAB: „Mér kom til hugar að senda þér nokkrar línur varðandi aukaþing það, sem ný- lega hefir setið á rökstólum í þinghúsi voru, þeirri virðulegu stofnun, sem þjóðin hefir alltaf litið upp til og borið virðingu og lotningu fyrir.“ „ÓHÆTT ER AÐ SEGJA, að margir munu óánægðir með það þing og fárast yfir aðgerða- og úrræða-leysi þess, og það með nokkrum rétti, því að lítið hefir rætzt úr vandamálum þjóðarinn- ar, þó að aukaþingið hafi haft þau mál til meðferðar.“ , „VIÐ ÞEKKJUM máltækið, sem segir, að allt sé gott, ef , endirinn sé góður. — Það stendur líka oft heima og a. m. k. hefði aukaþing- ið annan og betri svip í augum al- þjóðar, ef málalok þingsins hefðu orðið önnur en raun bar vitni um, en því var nú ekki að heilsa. Á ég þar einkum og sér í iagi við trúnaðarbrotið, sem framið var á aukaþinginu, og hvernig tökum Alþingi tók því máli, sem sé, að láta fcita hlaupa í það, og taka það út af dagskrá rétt fyrir þing- slit.“ „HVÍIÁK MÁLALOK! Hvernig á þjóðin að skilja, hver meining er í slíku fólgin, og hvað hugsa full- trúar erlendra ríkja hér, er þéir hlusta á slíkan málarekstur Al- þingis? Trúnaðarbrotsmálið á aukaþinginu var meira mál en það, að það þyldi slíká afgreiðslu, og því miður mun það seint firn- ast úr hugum manna, á hvern veg aukaþingið afgreiddi málið." „JÓN Á BAUNINNI" skrifar: „Hvernig stendur á því, að upp- lagið af bókum fornritaútgáfunn- ar er haft svo lítið? Það selst upp svo til jafnóðum: Nú er ekki hægt að fá sumar bókanna (Egils sögu, Laxdælu og Eyrbyggju), þótt boð- ið væri stórfé. Mönnum ákildást i upphafi, að þessi vandaða og áýre. útgáfa, ætti að fullnægja eftör- spuminni næsta mannsalduriim, Hvar eiga unglingar, sem nú og á næstu árum eru að komast é/ þann aldur, að kunna að mete fornrítin, að fá þær og eignast? Er ekki stjórn útgáfmmar fuli- rög, að upplagið skuli haft svo lítið?“ „MÉR FINNST annað ófor- svaranlegt en prentaðar séu upp þrjár hinar nefndu bækur inna* skamms, þótt kostnaður hljóti eðlilega að vera meiri en ef fram- sýni útgefenda hetfði gætt svo sem vera bar. Sömuleiðis þarf a§ hatfa í huga framvegis, að þessunt. bókum er ætlað að verða almenn- ingseign, en ekki aðeins sew „sjaldgæf eintök“ hjá söfnurum.“ OG ENNFREMUB skrifar „Jób á Bauninni”: „Ég vinn hjá stóru fyrirtæki, og geri oft upp kassann. Við það óhreinlega verk, hefi ég oft hugsað um, hversu menn íara misjafnlega með peninga — í bók- staflegum skilningi. Sumir gera sér far um að vel fari um seðlana í veski sínu eða buddu: seðlarnir koma aldrei frá þeim öðruvísi e» sléttir og hreinlegir. Þessir menn biðjast jafnvel afsökunar, ef þeir greiða með óhreinum seðli, sem þeir hafa einhvers staðar hreppt. Aðrir hafa þann sið, að fara sem verst með seðla og þykjast meiri menn fyrir. Þeir troða þeiœ kæruleysislega í hnuðli í budduna -í- eða og vasana.“ „GRÁTBROSLEGT er að sjé þessa menn kaupa hlut og ætla svo að borga hann. Rjúka þeir úr einum vasanum í annan, kannske 10—12 vasa, vandræðalegir og bjálfalegir í senn, draga sinn smá- peninginn úr hverjum og finna loks það, sem þeir héldu sig leita að, seðlahnippi, óhreint og snúið sem roð í hund, oftlega innan um miður hreina vasaklúta og annað dót, er menn safna í vasa sína, þarft og óþarft: Engin afsökun er, að seðlarnir séu gamlir og slitnir — og er það augljósast, þegar nýir seðlar koma á markaðinn, t. d. krónuseðlarnir um daginn. Áður en sólarhringur var liðinn, vora sumir þeirra óþekkjanlegir,“ „MENN ÆTTU AÐ VITA, að auk þess, sem hið opinbera kostar miklu til að gefa út seðla og hvera þeirra kostar fé að framleiða og þess vegna skylda hvers borgara að fara vel með þá ■— þá er sjálf- sögð hreinlæisregla að hafa pen- inga ætíð í hreinlegri buddu, eða veski, en alls ekki lausa í vösun- um. Menn athugi, að hver fimm- krónu-seðill fer margra á milli, áður en lýkur, og er órannsakað- að ég held, hvort sjúkdómssmitun eigi sér ekki oft stað vegna sóða,- legrar meðferðar á peningum. Loks ber þess að gæta, að pening- ar vilja oft týnast með öllu, ef þeir eru hafðir lausir í vösum.“ ,,ÉG HEFI ORBIÐ VAR við, að það þykir hjákátlegt að hafa pen- inga í buddu. Þvílikur hégómii Fínt þykir aftur á móti að hafa peninga lausa í vösunum. Á þetta einkum við unga rnenn, sem ocft þykjast þurfa að grípa til smá- auranna vegna þjónsins við borðs- hornið. Þetta er víst tízka, en ósiður samt, svo sem að ofan er sýnt. 'Buddur, sem nota má bæði fyrir smáaura og seðla, án þess að þeim sé kuðlað saman, eru þéegS- legar og sjálfsagðar fyrir alla, sem að jafnaði hafa litla peninga með- ferðis. Hinir þurfa frekar veski. Það er alla vega ávinningur að fara snyrtilega með penlnga.“ Hannes á hornina.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.