Alþýðublaðið - 27.11.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.11.1941, Blaðsíða 4
FBiMTUöÁGm 27. JáóV. FJMMTUDAGUR MæturiæSaiir er Byþór Gunnars- son, Laugaveg 98, sími: 2111. NæturvörSur er í Reykjavíkur- og Iðunnarapóteki. ÚTVARPIÐ: 19.25 Hljómplötur: Couserto grosso eftir Vivaldi. 19.40 Lesin dagskrá næstu viku. 20.00 Fiéttir. 20.30 Minnisverð tíðindi (Axel Thorsteinsson). 20.50 Útvarpshljómsveitin: Aust- urlenzkur lagaflokkur rftir Popy. I ÖðÍTB uilaisokkarnir komnir í Veral. Goðafoss. | Langaveg5. Sími3436. t Nýkomið f Sængurvera-Damask og Lakaléreft. mLt? {fefn&ðarvðradeildin.) Greítisgðíu 57 Sfini 2849 21.10 Ljóðabálkur, IV: Úr kvæð- um Gríms Thomsens (Jón Sigurðsson írá Kaldaðarnesi) 21.30 HljómpJötur: Andleg tónlist. Jón Sígurðsson frá Kaldaðarnesi les upp í út* varpið í kvöld úr kvæðtjm Gríms Thomsen. Kongurinn á Gnllá líeitir nýútkomið ævintýri eftir John Ruskin í þýðingu Einars H. Kvaran. Bókin er prýdd myndum eftir frú Barböru Árnason, en út- gefandi er H. f. Leiftnr. •* Vikan, sem kom út í morgun flytur m. a. þetta efni: íslenzkur sendiherra í Washington, Wrufl — kallar! eft- ir Webb Waldron, Maria mey og trúðleikarinn, eftir Alexander Woollcott, Gamla konan á bekkn- um eftir Ingólf Kristjánsson frá Hausthúsum, Dularfullur atburð- ur, framhaldssagan eftir Agatha Christie o. m. fl. Daníel Ólafsson & Co, keypti hina nýju dælu slökkvi- stöðvarinnar frá Englandi. Ólafur Gíslason & Co. keypti hinsvegar slöngurnar. Dr. Símon Ágústsson flytur fyrirlestur í 1. kennslu- stofu háskólans í kvöld kl. 6.15. Efni: Um lestur böka. Öllum heim- ill aðgangur. Kvikmyndaleikarinn > Douglas Fairbanks yngri var staddur hér í baenum í gær. Hann er liðsforingi í ameríkska sjólið- inu og hefir komið hingað snöggv- ast einu sinni áður. Aðstoöarlæknisstaðan vlð Vifiistaðahæli er laus tii umsókoar. Umsóknir sendist til Stjórnarneindar rlkis- spitalanna Arnarhváli, fyrir 31. des. n. k. 26. nóv. 1941. Stjérnarnefnd ríklsspitálanna. Tfóa á naaavirbitiffl á SiBliflrií sikin veðarefsa. IFYBKINÓTT gorði af- spymu rok af horðaustri á Sigiufirði og olli það töluverðu tjóni á mannvirkjum. Fuku þök af njkkrum húsuin ruöuf brotnuöu. Skemmdist þak á einni af sildarverksmiðjum ríkisins, SR 30. Þá þrotnaöi gafl á síldarverksmiðjunni Rauöku og stykki fór úr þakinu. OfviðriÖ var mest kl. 1—5 um nóttina- Bátar, sem höfóu fariö í róður um kvöldiö, náöu sumir landi viö illan leik. BJðrn JóhannssoR verkamaðar 75 ára. Björn jóhannsson verkamaður Hverfisgötu 58 er 75 ára í dag. Hann er nú eftir langa og starfssama æ-fi hættur að ganga til vinnu enda farinn að heilsu og er við rúmið. Björn er alveg sérstakur maður sakir gleði sinnar og ljúflyndis. Man sá er 'þetta ritar ekki eftir hon- um öðruvísi en glöðum og bros andi. Björn hefir mætt á flest- um Dagsbrúnarfundum, sem haldnir hafa verið og sjaldan eða aldrei hefir hann látið sig vanta á fundi í flokksfélagi Al- þýðuflokksins, enda fylgir hann stefnu alþýðunnar af lífi og sál og hefir ekki sparað krafta sína til að vinna því máli gagn.'Við þökkum þér, ágtett samstarf, Björn — og óskum þér hjartan- lega til hamingju með afmælið. Flokksbróðir. Róííur til sölu ódýri vegna þrengsia. Hrmgbraut 178. \ HGAMU BfiÓ ■ Madminift frá Dakota. Ameríksk kvikmynd úr borgarastyrjöld Norður- Ameriku. WALLAGE BEERY, DOLORES DEL RIO, JOHN HOWARD. Böm ygnri en 12 ára fá ekki aðgang. Sýnd kl. 7 og 9. Áframhaldssýning kl. 3.30.6.30 Hræðilegur drawnur* NVM BM 1 Upprelsttln á Þrælaskipmu. (Mutiny the Black Hawk| Spennandi og æföntýrarfk mynd. Aðalhlutv. leiksr. RICHARD ABLEN, ANDY DEVINEP CONSTANCE MOOR, Börn £á ekki aðgang. Sýnd kl. 5, 7 og 9. (Lægra verð kl. 5.) Karlakórinn Fóstbræðnr. Söngstjóri: Jón Halidórsson. 5. Samsöngur í kvöld í Gamla Bíó kl. 11.30. Siðasta síkur. Aðgöngumiðar seldir í bókaverzl. Sigfúsar Eymunds- sonar og ísafoldar. Pantaðir aðgöngumiðar óskast sóttír strax' Jarðarför föður míns og tengdaföður, Karls Erik Hidland. sem lézt 22. þ. m., fer fram laugardaginn 29. nóv. 11 f. h. frá dómkirkjunni. Þuriður og Óskar Hídlund. Kransar og blóm afbeðið. Útbretðið Alpýðnblaðlð. W. SOMERSET MAUGHAM: Þrir biðlar — og ein ekkja. — Þarna er vegurinn! hrópaði hún skyndilega. En Rowiey var þegar kominn fram hjá! Hann stöðvaði bílinn .og ók aftur á bak þangað til þau gátu komist inn á veginn. Þau störðu út í myrkrið: Skyndilega ýtti Maria við Rowley og henti hon- um til vinstri. Hann fór út, til þess að aðgæta veginn betur. En þaraa var ekki svo breiður vegur, að hægt væri að aka efti.r honuim. Hinnsvegar var þykkt skóg- arkjarr þar og ágætur felustaður. Eftir fáeinar mín- útur kom hann að bilnum aftur. — Ég held, að hér sé góður felustaður. Hann hvísl- aði, enda þótt enginn maður væri sýnilegur neins staðar nálægt. — Hjálpaðu mér til ,þess að koma hon- um út. Ég ætla að reyna að 'bera hann inn í skógar- þykknið. Það er ekki vert að jþú farir inn í kjarríð, þú rífur fotin þín. — Það skiptir engu málá. — Það var ekki þú, sem ég var að hugsa um. En hvernig ætlarðu að útskýra það fyrir þjónustufólki þínu, ef þú kemur heim öll rifin og tætt? Ég býst við að ég geti borið hann einn. Hún fór út úr bílnum og þau voru að lyfta Hkinu út úr foílnum, iþegar Iþau sáu Ijós álengdar. Það var að koma bíll niður forekkuna. — Hamingjan góða! Við erum glötuð! Flýttu þéri fourtu Rowley, þú mátt ekki láta taka þig fyrir mín- ar sakir. — Engan þvætting. — Ég vil ekki, að þú lendir í vandræðum mm vegna. — Vertu ekki svona mikið fífl. Við lendum ekki í neinum vandræðurn, ef þú hagar þér skynsamlega. Við getum leikið é þá. — Nei, Rowley, það er úti um okkur. — Þegiðu og farðu inn í bílinn. Hann ýtti 'henni inn í foílinn og fór inn á eftir henni. Ljósin á foílnum, sem var að koma, sáust ekki andartak vegna beygju á veginum, en svo komu þau í Ijós á ný. — Hallaðu þér upp að mér. Þeir munu álíta, að við höfum hér stefnumót. Vertu kyr, hreyfðu þig ekki. Bíllinn færðist nú óðum nær. Eftir tvær eða þrjár mínútur myndi hann verða kominn til þeirra, og 'þá yrði hann að hægja ferðina, til þess að komast fram hjá. Rowley greip utan um hana og þrýsti ' henni fast að sér. , — Ég ætla að kyssa þig! Kysstu mig og látu sem iþér sé það ekki leitt. Bíllinn var nú komin mjög nálægt og svo virtist sem sá væri drukkinn, sem við stýrið sat, því að foíll- inn fór af annarri vegarlínunni á hina. Því næst heyrðu þau, að farþegarnir, sem í bílnum voru sungu fullum hálsi. — Hamingjan góða! Þeir eru víst allir fullir. Ég vona, að þeir komi auga á okkur. Það væri þokka- legt, ef þeir rækjust á okkur. Flýttu þér nú og kysstu mig. Hún rétti honum varirnar og svo virtist sem þau hugsuðu ekki nema um hvort annað og hefðu ekki hugmynd um foílinn, sem nálgaðist. Bíllinn virtist vera fullur af fólki og það söng, hrópaði og ærslað- ist. Ef til vill hafði verið brúðkaupsveizla niðri í borginni, og þettá voru brúðkaupsgestimir, seœ höfðu verið að skemmta sér fram undir morgunin og voru nú á leið heim til sín. Nú kom bíllinn eftir miðjum vegimum og það virtist óhjákvæmlegt ann- að en að hann rækist á hinn bílinn. En það var ekk- ert við þvi hægt að gera. Skyndilega heyrðist óp. Bílstjórinn í hinum bílnum hafði komlð auga á bíl Rowleys og Mariu. Svo heyrðist ýskra í hemlum og foíllinn hægði ferðina. Það hafði sýnilega runnið af bílstjóranum, þegar hann varð var við hættuna, því að hann ók mjög hægt. Þá tók einhver í aðkomu- foílnum eftir því, að fólk var í bílnum, sem engin ljós voru á, og þegar það var ljóst, að þarna voru mað- ur og kona í faðmlögum, varð hlátur mikill í aðkomu- ihílnum og einn fór að syngja hástöfum söngin úr Rigoletto eftir Verdi „Konan er kviklynd“, en hinir tóku undir. BílHnn rann fram hjá mjög hægt og Rowley veifaði hendinni til drukknu mannanna f (hílnum um leið og hann fór fram hjá. — Húrra! Húrra! hrópuðu þeir. Og um leið og þeir fóru fram hjá, hófu þeir aftur sönginn: „Konan er kviklynd.“ Svo hélt foíllinn áfram og eftir að hann var horf- inn úr augsýn, heyrðist söngurinn um stund.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.