Alþýðublaðið - 19.06.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 19.06.1942, Blaðsíða 7
ALÞYÐUBLAÐiP Föstudagur 19. júní 1942. i Bærinn í dagJ Næturlæknir er Þórarinn Sveins- son, Ásvallagötu 5, sími 2714. Næturvörður er í Ingólfs-Apó- teki. ÚTVARPIÐ: 12.10 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegisútvarp. 19.25 Hljómplötur: Ýms lög (tón- list flutt af konum). 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi og ávörp um mennta- mál kvenna: a) Frú Laufey Valdimarsdóttir. b) Frú Valborg Sigurðardóttir. c) Frú Katrín Viðar. d) Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir. Útvarpshljómsveitin leikur. 21.50 Fréttir. — Dagskrárlok. Skemmtifundur Alþýðuflokksfélaganna, sem auglýstur var í gær í blaðinu, — verður á laugardagskvöldið, en ekki í kvöld, eins og auglýst hafði verið. Dagskráin er óbreytt og verður auglýst í blaðinu á morgun. Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði heldur flokksfund n.k. laugardagskvöld kl. 8.30 í Leikfimihúsi Hafnarf jarðar. Helztu og beztu ræðumenn flokksins tala á fundinum. Sjötugur er í dag Egill P. Einarsson trésmiður, Hofsvallagötu 19. Kvennadagurinn er í dag og mun Kvenréttinda- félag íslands og Kvenstúdentafélag íslands minnast dagsins með erind- um í útvarpinu í kvöld. Þá verð- ur sameiginlegur skemmtifundur með kaffidrykkju fyrir félagskon- ur og gesti þeirra í Gólfskálanum í kvöld. Ilann vildi eignast eiginkonu, heitir ameríksk mynd sem Gl. Bíó sýnir núna. Aðalhlutverkin leika: Carole Lombard og Char- les Laughton. Framhaldssýningin í Gamla Bíó heitir Milljónamær- ingar í fangelsi. Ungbarnavernd Líknar er opin þriðjudaga og föstudaga frá kl. 3.15 til 4 til 1. ágúst. Fyrir börn, sem hafa kíghósta. Bólusetn- ing barna gegn barnaveiki fellur niður frá þriðjudeginum 24. þ.m. Vikan, sem kom út í gær, flytur m. a. þetta efni: Vegir og brýr tengja sveit við sveit, samtal við Geir Zoéga vegamálastjóri með mörgum myndum,Eldskírn, smásaga eftir Joseph Harrington, framhaldssag- an, Bréf drottningarinnar, Ein- kennileg tilviljun, frásögn um draum, sem bjargaði mannslífum, Leyndardómur hringsins, fram- haldssagan, myndir, smælki og margt fleira. Ekkja afbrotamannsins, heitir mynd, sem Nýja Bíó nú. Aðalhlutverkin leika: Bette Davi- es, Henry Fonda og Anita Louise. Ferðafélag íslands fer 2 skemmtiferðir um næstu helgi. Þjórsárdalsför. Lagt á stað á laugardag kl. 4 e. h. og ekið að Ásólfsstöðum. Sumir geta fengið gistingu, aðrir þurfa að hafa með sér tjöld og viðleguútbúnað. Á sunnudagspiorgun verður farið í bílum að Hjálparfossi og upp í Gjá. Þá gengið að Háafossi (414 fet) og niður með Fossá að Stöng og skoðaðar fornar menjar. Kom- ið heim aftur á sunnudagskvöld. Gönguíör á Skarðsheiði. Farið með E.s. „Alden“ kl. 10 á sunnudags- morgun til Akraness og ekið það- an norður yfir Laxá og gengið á Skarðsheiði og Heiðarhornið (1053 m.). — Farmiðar að Þjórs- árdalsförinni seldir í skristofunni Túngötu 5, til kl. 7 í kvöld, en að Skarðsheiðarförinni á morgun' kl. 9 til 12 og 6—8 e. h. Vopnakauplög reglunnar Frh. af 2. síðu. um þau, eða að mótmæla þeim, því að framkvæmd lögreglulaganna heyrðu undir dómsmálaráðherra. Mun þessi fregn vekja*'stór- furðu meðal allra landsmanna, en hún gefur dálitla hugmynd um það einkennilega ráðabrugg og brall, sem mörguró hefir á undanförnum árum virst vera milli fyrrverandi dómsmála- ráðherra og lögreglustjóra hans. Á það skal minnst í þessu sambandi, að Jón Axel Péturs- son ljóstraði þessum vopna- kaupum upp.í vetur fyrir bæj- arstj órnarkosningarnar, en þá .hélt Morgunblaðið því fram að upplýsingar Jóns væru rangar. Nú sannast hinsvegar að Jón Axel hafði rétt fyrir sér. HÚSNÆÐISMÁLIN. Frh. af 2. síðu. að það jullnægi þörfinni.“ Þetta sagði Jón Axel Péturs- son við umræður um húsnæðis- málin á bæj arstj órnarfundi í gær. Það var lögð rík áherzla á það við umræðurnar, að rann- sókn yrði látin fara fram um húsnæðisleysið um eða eftir mánáðamót. Var það álit margra bæjarfulltrúa, að ef til vill yrði að grípa til skömmt- unar á húsnæði í haust. Þá var rætt um það á fund- inum, að herstjórnin hefði mælt svo fyrir, að rífa skyldi 25 eða jafnvel 40/ hús í Skerjafirði, án þess að hún vildi byggja húsin upp að nýju. Var samþykkt tillaga um að ráðinn yrði sérstakur fulltrúi bæjarins til þess að vera mönn- um, sem eiga lóðir og fasteign- ir, og lenda í viðskiptum við setuliðið, til aðstoðar. dómur hafi látið nota sig til þess að troða þessum kommún- istaforsprakka á Akureyri inn í félag verkamanna þar að þeim nauðugum. Telnr sér deiluna við Eimskip óviðkoraandi. AGSBRÚN hefir nú svar- að bréfi þvi-frá Vinnuveit- éhclafélagi íslands, sem birt var hér í blaðinu í fyrrad. þar sem 'farið var fram á að félagið hót- aði verkamönnunum brott- rekstri, ef þeir féllu ekki frá kröfum sínum á hendur félag- inu. Neitar Dagsbrún öllum af- skiptum af málinu og tekur sér þáð óviðkomandi. Svar Dags- brúnar er svohljóðandi: „Vér höfum móttekið bréf yðar, dags. 16. júní 1942, þar sem þér teljið, að kröfur, sem verkamenn hjá Eimskipafélagi íslands hafa gert til nefnds fé- lags og teknar eru upp í bréfi yðar svo og neitun verkamanna að vinna hjá Eimskipafélagi ís- lands 11. og 12. þ. m. sé brot á samningi milli Vkm. Dagsbrún og Vinnuveitendafélagi íslands, dags. 9. jan. 1941, og krefjist svo í framhaldi af þessari skoð- un, að stjórn Verkamannafél. Dagsbrún brýni fyrir verka- mönnum að „brjóta ekki nefnd- an samning,“ og leggi svo ríka áherzlu á þetta, að stjórnin hóti verkamönnum að hún muni „leggja til, að þeim verði vikið úr félaginu, ef þeir brjóti samn inginn frekar en orðið er.“ Afstaða Dagsbrúnar í þessu máli er skýrt tekin fram í bréfi til Eimskipafélags íslands, dags. 11. þ. m„ sem vér sendum yður hér með afrit af. í samræmi við þá afstöðu teljum vér, — að hvorki þér né Dagsbrún séu að- ilar þessa máls og sjáum því ekki ástæðu til að ræða það frekar.“ í gærkveldi kallaði Guðmund- ur Vilhjálmsson forstjóri Eim- skip fulltrúa verkamanna á sinn fund, en ekki er vitað, að til neins samkomulags hafi dregið. t* Dýzfc flnpél yfir Grlise^. Alþý-ðublaðinu; hefir borizt eftirfarandi til- kynning frá ameríkska setuliðinu: BÚAR í GRÍMSEY hafa skýrt setuliðinu frá, að flugvél, sem bersýnilega hafi verið þýzk, afi flogið í hring yfir eynni eftir hádegi 'síðast- liðinn sunnudag. Hvarf hún síðan í suðurátt. Rúmlega hálfri stundu síð- ar sást óþekkt flugvél 16 km. norður af Raufarhöfn, og flaug hún þá í austurátt. Er líklegt, að þar hafi farið sama flug- vélin og flaug yfir Grímsey. Árás á Sigurð Einarsson Frh. af 2. síðu. flokks í landinu skuli geta lagst svo lágt. Alþýðublaðið fyrirlítur slík- ar bardagaaðferðir í stjórn- málabaráttunni. En það skulu þeir Framsóknarherramir fá að vita, að ef þannig verður haldið áfram í Tímanum, og þeir ætla sér að taka upp slíkan eiturgashernað í íslenzkum stjórnmálum, þá mxm þeim verða svarað í sömu mynt, og þá einnig athugað, hvort einka- líf Sveinbjarnar Högnasonar hafi undanfarin ár verið með þeim hætti, að það sitji á hon- nm eða flokksblaði hans, að svívirða pólitíska andstæðinga með ásökunum um drykkju- skap og aðra óreglu. NoregssðfDanÍD bom in bpp i 111 nús. brónnr. AT OREGSSÖFNUNIN er nú komin upp í kr. 111.648,00 samtals og hafa eftirfarandi gjafir bæzt við: Safnað af skátafél. Stafnv. fyrir forgöngu Vald. Össurar- sonar, Sandgerði 1.166. J. N. 500. Starfsfólk Sænsk ísl. frysti- hússins 125. N.N: 15. Olíuv. ísl. 3.000. Þ. H. 100. Svava Þórh. 30. Safnað af Leifi Ásg., skóla- stj., Laugum, 470. Safnað af sr. G. Árnasyni í Bólstaðarhlíðar- hreppi, 466.50. Safnað af Einari Júlíussyni, Seyðisfirði, 1.597. Ágóði af skemmtun á Seyðisf; á 17. maí 232.50. Ágóði aj. kvik- myndasýningu á Seyðisf. 17. maí, gefið af H.f. Herðubreið og starfsmönnum, 327. N. N. Seyðisfirði 100. Safnað af Höllu og Öllu á Eskifirði, 1.314. Ól. i Finsen, fyrrver. héraðsl. Akra- | nesi, 25. Eimskipafélag Reykja- | víkur, 1.000. Dæmdur inn í verkalýðsfélag (Frh. af 2. síðu.) ekki vildu láta einangra sig frá allsherjarsamtökum verkalýðs- ins í landinu, sögðu sig úr Verkamannafélagi Akureyrar og stofnuðu Verkalýðsfélag Ak- ureyrar. Kommúnistar sýndu brátt, að þeir voru allsendis ó- færir um að stjórna gamla fé- laginu og veslaðist það hægt og hægt upp, en hið nýja Verka- lýðsfélag Akureyrar óx og efld- ist undir stjórn Alþýðuflokks- manna að sama skapi. Hefir það fyrir löngu fengið forystu um öll hagsmunamál verkamanna á staðnum. Hefir kommúnista- forsprakkinn sjálfur, Stein- grímur Aðalsteinsson, síðustu árin hvað eftir annað beðið um upptöku í nýja félagið, en fé- lagar þess ekki viljað veita hon- um viðtöku eftir það skemmd- arstarf, sem hann var búinn að vinna í verkalýðshreyfingu Ak- ureyrar. Hefir Steingrímur þó, sem og aðrir meðlimir gainla verkamannafélagsins, notið fullra vinnuréttinda á Akur- eyri og nýja félagið aldrei gert neinar tilraunir til þess að úti- loka þá frá vinnu. Nú hefir endirinn orðið þessi: Eftir að kommúnistaforsprakk- inn hefir árum saman lítillækk- að sig þannig, að biðjast upp- töku í það félag, sem Alþýðu- flokksmenn stjórna og hann ætlaði að kyrkja í fæðingunni, hefir hann nú tæmt bikar niður- lægingarinnar í. botn með því að ákalla vinnulöggjöfina frá 1938 til þess að fá sig” dæmdan inn í Verkalýðsfélag Akureyr- ar, en eins og kunnugt er, hafa kommúnistar kallað vinnulög- gjöfina ,,þrælalög“ og öllum ill- um nöfnum og óteljandi sinnum hvatt verkamenn til að kveða hana niður. Betur en með þessum mála- rekstri Steingríms Aðalsteins- sonar hefðu kommúnistar ekki getað auglýst ósigur sinn fyrir Alþýðuflokknum í félagsmálum verkalýðsins, enda þótt félags- Dagsbrún visar brðfn Vinnuveitendafé- lagsins á bng 7 61 árs í fyrstu l flugferð sína. T TILHELMINA, Hollands- ® drottning er komin til Ottawa í Kanada, og er utan- ríkisráðherra hollensku stjórn- arinnar í London í för með henni. Fór hún flugleiðis yfir Atlantshafið. Drottningin er 61 árs að aldri og er þetta í fyrsta sinn, sem hún fer í flugvél. — Hún mun verða nokkra hríð í Kanada, en síðar fara til Mas- sachusetts, þar sem húrt mun dveljast hjá dóttur sinni, Júlí- önu. Vestmannaeyingar nnnn Víbing með 2:1 KðPPLEIKURINN ,á í- þróttavellinum í gærkv. fór öðruvísi en menn ætluðu. Allir bjuggust við því, að Vík- ingar mundu vinna Vestmanna- eyingana með miklum yfirburð- um, en Vestm.eyingar unnu þá með 2:1. Vestm.eyingar áttu um mark að velja og völdu undan all- sterkum vindi. Víkingar hófu sókn, en hún stóð skamma stund, og þrýstu Vestmanna- eyingar oft þunglega á mark Víkinga. Skiptist mjög á sókn og vörn hjá báðum liðum, og mátti varla í milli sjá, hvort liðið sterkara væri. Sýndu Víkingar þó yfirleitt betri knattarmeðferð. Seint í hálfleiknum tókst 'Víkingum að skora mark. í síðara hálfleik áttu Vestm.- eyingar gegn vindi að sækja. Sýndu þeir mikinn dugnað og töluverða hæfileika, enda var alveg auðséð af öllum þessum leik, að Vestmannaeyingar hafa lært mikið, síðan þeir komu hingað, og má því segja, að þeir séu fljótir að læra. Um miðjan hálfleikinn skoruðu þeir mark, og stóð þá á jöfnu, og kortéri seinna skoruðu þeir annað mark Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Víkinga tókst þeim ekki að launa fyrir sig. Næsti leikur er á sunnudagskvöldið milli Fram og Vestmannaeyinga, og er það síðasti leikur Vestm.eyinga.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.