Alþýðublaðið - 10.07.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 10.07.1942, Blaðsíða 8
 ftU»Y^UiU«lt ÍELS taldi sig helzta manninn í ætt sinni. Enda var honum margt vel gef- ið: Hann var stórvitur mað- ur, einkar grasafróður og gat oft lagt ráð við vanheilindum, hjálpað sængurkonum o. fl. Hann kunni „lófalist“ og þótti ótrúlega margt koma fram, er hann sagði fyrir. Karlmenni var hann til hurða og fimur sem köttur, hljóp yfir hæð sína beint í loft upp, og að því skapi beint fram. Svo var hann fóthvatur, að sagt var, að enginn hestur hefði við honum til lengdar . . . Mjög þóttist Níels af fimleik sínum, og í flestu áleit hann sig öðrum fremri. En svo var hann trúgjarn, að undra má um svo vitran mann. Einu sinni mönuðu Þverárdalsbræður hann til að hlaupa yfir 15 álna breiða keldu, sýndu honum spor í bákkanum hinum megin og' sögðu, að maður hefði stokkið þar yfir. Þá mælti Níels og stamaði mjög, það gjörði hann ætíð, er honum var mikið í hug: „Hvaða bölvaður stökkull hefir það verið?“ Og hann vildi ekki verða minni og stökk til. En hann kom niður við bakkann hinum megin og sökk þar í leðju upp undir hendur, og varð að draga hann upp úr. En undra langt hafði hann stokkið: nær 14 álnir, að sagt var. Þá er hann kom niður, kallaði hann upp: „Hvaða helvítis loftspringur stökk þetta, sem pg get ekki!“ (Bólu-Hjálmarssaga). * V[ ÝJASTA saga frá Hollandi hermir frá hollenskum gamanleikara, sem kom skríð- andi fram á leiksvið í leikhúsi einu í Amsterdam: „Fyrir tveimur árum átti ég bíl,“ sagði hann. „En svo fékk ég ekki neitt benzín lengur, og þá keypti ég mér reiðhjól. Þeg ar ég ekk fékk lengur nein dekk á það, varð ég að ganga. Nú er ekki lengur hægt að sóla skóna mína, svo að ég verð að skríða. Ég hefði byrjað að skríða fyrir tveimur árum, um leið og Þjóðverjar hernámu land okkar, þá er ég viss um, að ég æki bílnum mínum ennþá. — Væri ég í sporum hans, hugsaði hún — myndi ég held ur deyja en að fara. Hann hef- ir fram að þessu verið fyrirlit- inn af hinu svokallaða hefðar- fólki hér í Leanham, en nú ætl- ar það af náð sinni að taka hann í félagsskap sinn mín vegna. En svo virtist, sem Eðvarð ætti ekkert stolt. Berta titraði af eftirvæntingu. Hana grunaði, hverjir hinir gest irnir yrðu. Myndu þeir hlæja að honum? Auðvitað myndu þeir ekki gera það svo allir sæju. Frú Branderton var mjög mikil sam kvæmiskona, en Eðvarð var var feiminn og klaufalegur. Bertu fannst fremur kostur en löstur, en hún vissi, að hann myndi að minnsta kosti verða kallaður barnalegur, ef ekki heimskur. Þegar loks hinn mikli dagur rann upp, lögðu þau af stað í gamla vagninum. Berta var á- kveðin í því að leyfa engum að móðga eiginmann hennar. En Eðvarð kveið engu. Frú Branderton hafði boðið mörgum til þess að vera við- staddir og sjá, hversu náðarsam lega henni færist við þá, sem væru lægra settir en hún. Hún hafði boðið fólki frá Black- stable, Tereanbury og Taver- sler. Þar var ungfrú Maystone Ryle og frú Wagget. — Þetta er ekkja eftir kunn- ingja minn úr borginni, sagði húsmóðirin við Bertu. — Og þó að hún sé ekki af háum stig- um, þá er þetta allra bezta mann eskja. Hancock herforingi kom á- samt tveim dætrum sínum. Þær voru með bylgjað hár og skraut lega klæddar, en mjög atkvæða litlar að sjá. Þau höfðu gengið, og meðan gamli maðurir sér inn másandi og blásandi, námu þær staðar fyrir framan og tóku af sér gönguskóna, en settu upp samkvæmisskó, sem þær höfðu haft með sér í tösku. Herra Glover hafði verið boðið, og auðvitað var þá ekki hægt að skilja systur hans eftir. Hún var í samkvæmiskjól úr svörtu gervisilki. — Veslingurinn, sagði frú Branderton við annan gest — hún á ekki annan samkvæmis- kjól. Ég hefi séð hana árum saman í þessum kjól. Ég vildi gjarnan gefa henni einn af gömlu kjólunum mínum, en ég er hrædd um, að ég móðgi hana, ef ég býð henni það. Fólk af hennar stétt er svo einkennilega viðkvæmt. Næst kom herra Atthill Bacot. Hann hafði boðið sig fram til alþingiskosninga, og síðan var litið á hann sem mikinn stjórn- málamann. Herra James Lycett og herra Molson komu næst, rauðbirknir óðalshöfðingjar mjög kreddufastir í skoðunum. Þeir voru líkir, eins og tvær hálf baunir eru líkar hvor annari, og sagt var þar í sveitinni, að enginn gæti þekkt þá að nema konurnar þeirra. Frú Lycett var lítil og grönn. Frú Molson var svo lítilfjörleg, að ekki var hægt að líkja henni við neitt. Frú Branderton bar sig mjög tígu- lega og var í skrautlegum kjól, sem hefði farið betur konu, sem var helmingi yngri. — Ég fæ aldrei nógu mikið að borða hjá frú Branderson, sagði herra Atthill Bacot ólund arlega. — Ég þpkki gömlu konuna, svaraði herra Molson. Frú Branderton var á sama aldri og hann, en honum fannst hann nú samt vera miklu yngri og nægilega ungur til þess að geta. daðrað við Hancocksysturnar. — Ég þekki gömlu konuna vel, og ég er vanur að drekka glas af sherry með tveimur eggjum í áður en ég fer í veizlu til henn ar. — Vínið er hundónýtt, sagði frú Mayson Ryle, sem gumaði af því, að hún hefði vit á vín- um. — Ég neyðist alltaf til þess að hafa með mér ofurlítinn fleyg með gömlu og góðu viský. En þó að maturinn væri und- irstöðulítill, þá voru samræð- urnar fremur tormeltar. í sam- kvæmum frú Branderton voru sagðar hundleiðinlegar sögur. Frú Mayston Ryle var sérfræð- ingur í svokölluðum prestasög- um. Hún sagði hvað eftir ann- að sögur af Thorold biskupi og hvítu höndunum hans og sög- una af Wilberforce biskupi og blóðugu rekunni. Konurnar Föstudagur 10. júl£ 1042. NtJ* BM Oættu þin fagra mær (Nice Girl) Ameríkskar söngvamyndir frá Universal Picture. Aðalhlutv. leikur og syng- ur hin góðkunna söngva- mær DEANNA DURBIN Aðrir leikarar eru: Franchot Tone Walter Brennan Robert Stack | o. fl. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ■ MMLA BM fli Týndi brúðgnminn (BRIDAL SUITE) Ameríksk gamanmynd. ANNA BELLA KOBERT YOUNG Sýnd kL 7 og 9. Framhaldssýning kL 8W til 6Vz: HNEFALEIKARINN Ensk gamanmynd. urðu stundum hræddar, en frú Mayston Ryle gat ekki verið að eyðileggja söguna með því að sleppa grófu orðunum, sem henni þótti nauðsynleg til að gæða frásögnina lífi og lit. Dean sagði sögu um sjálfan sig, en frú Mayston Ryle bætti þá einni við um erkibiskupinni af Kant araborg og leiðinlega djáknann. Herra Atthill Bacot sagði smá- sögur úr stjórnmálalífinu, tal- aði um Gladstone og sagði sögur frá neðri deild þingsins. Sam- ræðurnar náðu hámarki, þegar Hancock herforingi sagði hinar frægu sögur sínar af hertogan- um af Wellington. Eðvarð hló hjartanlega að þeim öllum. Berta horfði stöðugt á eigin- mann sinn. Hún var hroðalega taugaóstyrk. Það lá við, að húnt. blygðaðist sín fyrir hugsanir sínar. Var hann ekki fullkom- 'hbib PZl DVERGSTÓLLINN. bamba gamla kemur“? hvíslaði Láki að Jonnu. Hún kinkaði kolli. Láki gekk að stólnum og hlammaði sér niður á hann. Hann hossaði sér upp og niður á sætinu. „Hann er þægilegur og mjúk- ur“, hrópaði hann. „Hugsaður þér bara. Ég sit á dvergstólnum, stólnum, sem getur hnerrað!“ „Lofaðu mér að reyna“, sagði Jonna — en — guð sé oss næst- ur — henni varð ekki kápan úr því klæðinu. Hvað haldið þið, að dvergstóllinn hafi tekið til bragð? Hann brá örmunum utan um mittið á Láka og hélt honum föstum. Svo brá hann fyrir sig grænu löppunum, brun aði fram að dyrunum, þeytti upp hurðinni og hljóp eins og fætur toguðu ofan hæðina! „Hjálp! Hjálp!“ hrópaði Láki, alveg frá sér af skelfingu og barðist við að losna úr stólnum. En stólbríkurnar héldu honum svo fast, að hann gat varla hreyft sig. Jonna æpti hástöf- um og hljóp á eftir stólnunx. „Láki! Láki! Kastaðu þér úr stólnum, fyrir alla muni!“ En það var nú einmitt það, sem Láki gat ekki. Stóllinn hélt áfram ofan brekkuna og Jonna á eftir. Stóllinn hvarf inn í þéttan skóg, sem var neðan við hæðina. Jonna hljóp líka inn í skóginn, en nú tók ekki betra við, hún vissi eþkert hvert stóllinn hafði farið, þarna- var engin gata og innan lítillar stundar var hún ramvillt. Hún varð auðvitað mjög dauf í dálkinn, stelpuskinnið, og tylti sér á þúfu og fór að skæla. En rétt í þeim svifum kom grá. kanína aðvífandi og nam stað- ar, þegar hún sá telpuna. Svo. ýtti hún í handlegginn á Jonnu með framlöppinni og leit á hana stórum, góðlegum augum og Jonná þóttist skilja, að hún væri að spyrja um hvað amaði affi henni. jjj ^UJCKy Lim.B MLUS’S ALONg! Widc Wprld Featurcs A Y£LL) 1% 5UNX' IP 164N GET Hl5 ATTBHTiON WlTHOUT 0R1NSIN& 5IM0N tESI?EE AZOUNO MV. EARS, MA1B£ VLL FINP OUT mAT J ÖIVE5 AROUNP UBSEÍrv--------’X [*?08INj Tóní: Þarnavar ég heppinn! Vilbur er einn, og nú þarf ég Tóní: Ef hann hrópar, þá er Tóní: Ég verð að hitta beint Vilbur (hrekkur upp): Hvað bara að kalla á hann, án þess úti um mig. í hann. , er Þetta? að Dumartin heyri!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.