Tíminn - 16.10.1963, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.10.1963, Blaðsíða 3
KANSLARASKIPTI KONRAD ADENAUER NTB—Bonn, 15. október. •fc í dag sagSi Adenauer af sér kanslaraembætti í Þýzkalandi, sem hann hefur gegnt í 14 ár, eða ailt frá stofnun vestur. þýzka sambandslýðveldlsins. •fc Á morgun mun eftirmaSur hans verða valinn og er talið öruggt, að það verði Ludwig Erhard, efnahagsmálaráðherra sem er 66 ára gamall. Sver hann embættiseið sinn siðar um daginn. í dag var haldinn sérstakur þingfundur til að heiðra Aden- auer, sem nú er 87 ára gamall. í upphafi fundarins las forseti þingsins Eugen Gerstenmaier upp yfirlýsingu frá forseta ríkisins, Lúbke, þar sem Adenauer er formlega leystur frá kanslaraem bættinu. Flutti Gestenmaier ræðu og þakkaði Adenauer frábær störf á l'öngum og erfiðum stjórn arferli. Hann hefði tekið við stjórn á erfiðustu tímum í sögu landsins og raunverulega bjargað því frá algerri glötun, og hafið það til vegs og virðingar.. Að lokinni ræðu forsetans hyllti þingheimur Adenauer lengi og innilega en hann þakkaði fyrir. Adenauer hefur lýst því yfir, að hann muni ekki hætta stjórn málastörfum, enda þótt hann hafi sagt af sér starfi kanslara, enda er hann enn við beztu heilsu. Erhard, hinn væntanl'egi kansl- ari, var önnum kafinn í dag við myndun ráðherralista hinnar nýju stjórnar V-Þýzkalands og er sagt, að listinn sé nú senn Frair.hal(j á 15. síðu. LUDWIG ERHARD VANTRAUST Á DANASTJÚRN Ieysi um úrlausn margra stórra vandamála, og skorts stjórnarinn- ar á eíningu í þessum málum. Þá3 var foringi vinstri flokks- Ins, fyirverandi forsætisráðherra Eriík:Eriksen, sem bar fram tillög- unía, ^ftír að liafa náð samstöðu við leiðtcga hægriflokksins, Poul Möller. Foringi sósíaldemókrata, K. B. Anderson hóf umræður í dag og lýsti hinu góða ástandi, sem ríkti í málefnum Dana. Lauk hann ræðu sinni með því að spyrja, hvað' sijórnarandstaðan eiginlega vildi cg spurði hvaða tillögur hún myndi leggja fram til lausnar aðkallandi vandamálum, gegn tillögum stjórn aiinnar. Þá tók foringi hægri flokksins fil máls og sagði, að landið hefði ekki efni á, að hafa núverandi stjórn leggur við völd, þörf væri á nýjum íerskum lcröftum. f vantrauststillögunní var meðal annars minnst á húsnæðismálalög- gjöfina, skattamál, verkalýðsmál, skipulag landbúnaðarins og fleiri málefni, sem væru í öngþveiti og biou úrlausnar og væri stjóminni ekki trúandi til að leysa þau mál sómasamlega. NTB-Kaupmannahöfn, 15. október. Hinir tveir stóru stjórnarandstöðuflokkar í Danmörku, vinstri og hægri, lögSu í dag fram á þingi vantrauststillögu á stjörn Jéns Otto Krag, sem er samsteypustjórn sósialdemó- krata og róttækra. Tillaga þessi hefur raunar ekki meiri- hluta á bak við sig, en getur leitt til bingrofs eigi að síður og nýrra kosninga. Vantrauststillagan felur í sér mikla ádeilu á' stjómina fyrir dug ÓLÖGLEG S ÍSLENZKRI MYNT BÓ-Reykjavík, 15. okt . Útvarpið og Morgunblaðið hafa skýrt frá þvi að gjaldeyriseftirlitið hafi uppgötvað stórkostlega ólög- lega sölu á íslenzkum peningum eriendis, eða um 650 þúsund kr., seldar í tvennu Iagi í sumar. Samkvæmt reglugerð mega ís- leadingar aðeins flytja með sér 2500 kr. út og inn í landið, en ferðamenn búsettir erlendis mega flytja 5000 kr. inn og 2500 út. Ferðamönnum eru nú skammtað- ar 12000 kr. í gjaldeyri, eða rúm- lega 100 pund. en verzlunarmenn fá nokkm meir. Þeir sem eru kunnugir ferðamálum telja, að sala á íslenzkri mynt erlendis hafi verið stunduð meira og minna alla tíð iiðan erlendar peninga- sfofnanir fengust til að líta við M. seðlum, en hér er sýnilega um slóraðgerðir að ræða. Þeir sem ldut eiga á máli búast sýnilega við gengisfellingu. Sakadómaraembættið fékk mál- ið til meðferðar fyrir helgina, en ergar að’vu fréttir hafa borizt af rannsókn. Myndin sýnlr, hvernig greftrun fórnardýra flóðanna ægilegu í Piavedalnum á Ítalíu, fer fram. Hundruð manna eru grafin í fiöldagröfum eins og sjást á myndinni og vihna vélskóflur það verk. — Sést ein slík vera að grafa fjöldagrafir vlð hliðlna á annarri opinnl, þar sem kistur standa í röðum. Meira en 2000 manns fórust í flóðunum. SAMÞ. STOFNUN VERKAMANNASAMBANDS Verkalýðsfélögin Dagsbrún í Reykjavík; Eining á Akureyri og Hlíf í Hafnarfirði, héldu öll fundi á mánudagskvöldið, þar sem sam þykktar voru ályktanir um kaup gjaldsmál og um stofnun verka- mannasambands. Hér á eftir fara ályktanir Dagsbrúnar, en ályktan ir Hlífar og Einingar voru efnis- lega alveg samhljóða þeim: „Verkamannafélagið Dagsbrún hélt fjölmennan fund í Iðnó má»udag- inn 14. þ.m. — Á fundinum var rætt um kaupgjaldsmálin og um SKAÐABOTAMAL VEGNA SANDFOKS Á AKRANESI GB—Akranesi, 15. október. — Oft hefur fokið úr skeljasandsgeymslu sementsverksmiðjunnar, e.n aldrei sem í gær. í allan dag er verið að moka sandinum af Skagabrautinni, on svo harður var bylurinn, að mönnum var ekki fært gegn honum. Ekki hef ég heyrt þess getið, að Skagakonur ætli að beria stjórn Sementsverksmiðjunnar fyrir að hún er ekki búin að ioka sandgeymslunni, en hitt er annað mál, að nokkrir aðilar hér í plássinu sneru sér til lögfræðings eftir næstsíðustu ákomu úr geymslunni, og hafa matsmenn verið skipaðir tii að virða tjónið. stofnun verkamannasambands. — Varðandi kaupgjalds- og samninga málin var eftirfarandi ályktun sam- þykkt með öllum atkvæðum: „Fundur í Verkamannafélaginu Dagsbrún, haldinn 14. okt. 1963, sam þykkir eftirfarandi aðalkröfur við i hönd farandi samningagerð við atvinnurekendur: 1. Almenni taxtinn hækki í kr. 40,00 á klukkustund og hliðstæð hækk un verði á öðru kaupi. 2. Ráðstafanir verði gerðar til að vernda kaupmáttinn með verð- tryggingu þess kaups, er um semst. 3. Að vinnutíminn verði s'tyttur án skerðingar á kaupi. Fundurinn felur stjórninni að ganga frá kröfum félagsins í smærri atriðum í samráði við einstaka starfs hópa, ef.ir því sem við verður komið. Fundurinn telur æskilegt, að sem víðtækast samstarf takist með verka lýðsfélögunum í þeim örlagaríku samningum, sem nú fara í hönd — og samþykkir að félagið taki þátt í myndun landsnefndar almennu verkalýðsfélaganna, sem fari með samninga og hafi forustu um nauð synlegar aðgerðir af þeirra hálfu“, Dagsbrún hefur i dag sent at- HTamh a 15 siðu KR SIGRAÐII V-ÞÝZKALANDI Alf-Reykjavík, 15. okt. Sem kunnugt er, er meistara- fiokkur KR í handknattleik á kippnisferffalagi í Vestur-Þýzka. landi um pessar mundir. Fréttir bata nú borizt af fyrsta leik KR- inga, sem fói fram í Hamborg s.l. laugiardag. KR keppti við BTC- Hamburp 11 manma handknatt. Ieik, og var:n með miklum yfir- burðum, eðí. 17:8. í bréfi sem blaðinu barst frá S’gurgeiri Guðmannssyni. farar- stjóra KR, segir hann, að förin gangi að óskum Það hafi komið KR-ingum ? óvart, að Þjóðverjar vildu leika 11 manna handknatt- leik en v.f þvi var ekkert að segja Leikurinn fór fram á úti- nialarvelli og hafði KR yfirburði frá upphafi. Karl Jóhannsson skor afi þrjú mörk á fyrstu mínútunum — og átti góðan íyrri hálfleik. í hálfleik var staðan 10:3 fyrir KR í síðari hálfleiknum gættu Þjóð- veijar Karis vel Samt vann KR síðari hálfleikinn, 7:5, og loka- töiur því 17:8 eins og fyrr segir. Á sunnudagsmorgun héldu KR ingar áfram för sinni og héldu til Lohne í Oldenburg, en þar átti KR að leika í gær. T ( M I N N, miðvikudaginn 16. október 1963. — 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.