Tíminn - 16.10.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.10.1963, Blaðsíða 7
Útgefsndi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjórl: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriBi G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrif stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augi., sími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan- lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. — Stórhækkun fjárlaga hverfur í dýrtíðarhít Frumvarp til fjárlaga 1964 var lagt fram á Al'þingi í fyrradag, og þó að það sé lítið annað en grind enn þá, vegna þess hve hið ótrygga og sibreytilega ástand í dýr- tíðar- og efnahagsmálum hlýtur að valda miklum breyt- ingum á því, áður en það verðúr að fjárlögum, ber það ótvíræð merki þeirrar fieygiferðar, sem er á þessu rekaldi í höndum núverandi ríkisstjórnar. Straumurinn er hinn sami og áður — aðeins stríðari. Fjárlagafrumvarpið losar nú vel hálfan þriðja milljarð, hefur hækkað um 415 milljónir, miðað við fjárlagafrum- varpið í fyrra og um 1700 milljónir síðan þessi ríkis- stjórn tók við völdum. Á þessu írumvarpi eru mikil göt, eyður og bláþræðir að því leyti, að það er hvergi nærri raunhæft eða í samræmi við kostnað, enda erfitt í mörg- um tilvikum að segja hver hann verður eftir ár í því dýrtíðarflóði, sem nú æðir áfram. ÖHum sömu álögum er haldið, en þær hækka hins vegar mjög að krónutölu. Eigi að síður eru framlög til þýðingarmestu þátta verklegra og opinberra fram- kvæmda yfirleitt minhi en áður eða standa í stað að krónutölu, þrátt fyrir stóraukinn framkvæmdakostnað. Hér er því um mjög mikinn samdrátt að ræða. Öll hækk- un fjárlagafrumvarpsins fer þvi í tíýrtíðarhítina, hækk- unina á daglegum rekstri, og hallast því enn á í þessum efnum og mátti þó varla á bæta. Samkvæmt þessu frumvarpi eru álögur á landsmenn til ríkisins í einhverri mynd orðnar um 15 þús. kr. á hvert einasta mannsbarn, og sé þjóðinni skipt í 5 manna fjölskyldur, verður hlutur hverrar 70—75 þúsund — að- eins til ríkisins. Væri fróðlegt jai'* bera þessar tölur saman við hliðstæðar tölur í öðrum Evrópuríkjum. Áður en núverandi ríkisstjórn tók við völdum voru rík- isálögur um eða innan við 5 þúsund á hvert mannsbarn á ári, en þótt tekið sé tillit til krónurýrnunar, verður hér meira en þriðjungs munur og meiri sé borið saman við tekjur og greiðsluþoí almennings þá og nú. Nýjar áiögur Morgunblaðið- fylgir fjárlagafrurnvarpinu úr hlaði í gær með þeim orðum, að þetta sé í fjórða sinn, sem fjárlagafrumvarp sé lagt fram án skattahækkunar. Þetta eru staðlausir stafir, og að því er snertir frumvarpið núna, er þar um beina hækkun á álögum um nær 100 milljónir að ræða. Þessar nýju álögur eru dulbúnar með þeim hætti að lækka niðurgreiðslur vöruverðs um 92 milljónir kr. en það kemur aðeins fram í hærra verði neyzluvara hjá neytendum og verkar alveg eins og ódulbúin hækkun á álögum. Þá er það og gráglettni, að her skuli einmitt vera um nálega sömu upphæð að ræða og tollalækkanirnar með nýju tollalögunum á s.l. vori. Stjórnin hældi sér þó ekki lítið af því afreki og hagsbótum almenningi til handa!! Nú eru þessar tollalækkanir teknar hreinlega aftur. Þjóðin var ekki nema misseri í þeirri Paradís. En það, sem verra er. Hér hefur átt sér stað tilfærsla. Þessar álöqur hafa aSeins verið færðar af meira eða minna nauðsvnlegum hátollavörum vfir á brýnustu neyzluvörur almennings. Segjast hætta að vera eld- ingarvari jafnaðarmanna Miklar breytingar á stefmis^á danska Vinstri flokksins, sem breytir nafni sínu um Iei9> Um þessar mundir fara fram allmiklar breytingar á Vinstri flokknum (Venstre) í Dan- mörku. Flokkiyinn hélt ársþing sitt í Óðinsvéum dagana 21.— 23. sept. s. 1. og var þar sam- þykkt ný stefnuskrá og meira a3 segja breytt nafni flokksins á þá lund, að við Venstre bæt- ist Danmarks liberale parti. Þegar Erik Eriksen, fyrrver- andi forsætisráðherra og for- maður flokksins ræddi um þess ar stefnuskrárbreytingar og kosningar þær, sem í hönd fara í Danmörku, sagði hann, áð Vinstri flokkurinn ætlaði ekki að vera lengur eldingavari danskra jafnaðarmanna, og þess vegna kæmi lengra stjórn- arsamstarf ekki til greina við þann flokk að sinni. Hann sagði, að Vinstri flokkurinn stefndi nú að samsteypustjórn á svip- uðum grundvelli og árin 1950 —53, þegar Vinstrimenn og íhaldsmenn höfðu stjórnarsam- vinnu. Stefnuskrá sú, sem Vinstri flokkurinn hefur starfað eftir, var samþykkt 1948, og hin nýja stefnuskrá víkur allmikið frá henni. Eriksen sagði, að þar væri mjög lagzt' gegn stéttatog- streitu og stéttapólitík og skýrt mörkuð sú stefna, að Vinstri flokkurinn væri flokkur alþýðu. Nú yrði allmikið vikið frá þeim meginlínum, sem Vinstri flokk- urinn hefði starfað eftir í heila öld. Nú yrði meginþungi lagð- ur á stjórnmálaaðgerðir, sem tryggðu stórstígar framfarir og félágslegt öryggi og almanna- tryggingar. Við hið nýja stefnuskrár frumvarp komu þó fram alls 175 breytingartillögur, flestar frá þeim samtökum í flokkn- um, sem kallast „Iiberal debat“, en þær voru flestar felldar, eða vísað á bug af formönnum þeirra átta nefnda, sem unnið höfðu að hinni nýju stefnuskrá. Meginþætti í hinni nýju stefnuskrá má nefna tilfærslu skatta frá tekjum til neyzlu, meira samningafrelsi á vinnu- markaðinum, meiri tryggingar fyrir samfelldri byggingaþróun, bæði að því er snertir íbúða- byggingar og atvinnubyggingar, einkum með betra skipulagi fjármagns og framkvæmda, rýmkun á frjálsum íbúðamark- aði og viðurkenningu á félags- legri skyldu ríkisins til þess að veita stuðning í þessum efnum. Erik Eriksen Einnig leggur flokkurinn til, að öll vitneskja um stjórnar- málefni verði gerð miklu að- gengilegri og opinberari, og að Danmörk verði fullgildur með- limur í Efnahagsstofnun Evr- ópu. Á þessu ári eru liðin tíu ár síðan þriggja ára samstjórnar- tímabili Vinstri flokksins og íhaldsflokksins lauk í Dan- mörku, en síðan hefur flokk- urinn oftast stutt jafnaðar- menn og oft átt hlut að stjórn þeirra. Af því tilefni ræddi Eriksen nokkuð um horfur á stjórnarmyndun eftir kosning- arnar og taldi að möguleikarn- ir væru nú aðeins tveir — Framh a 15. siðu „ARiN I HVITA HUSINU” endurminningar Eisenhowers Síðastliðlnn mánudag átti Eisenhower fyrrverandl Banda ríkjaforseti 73 ára afmæli. Þann dag komu út endurmin.n- ingar hans í tveimur bindum, én þær ná þó aðeins yfrr tíma- bilið, sem ha,nn var forseti í Hvíta húsinu. Eisenhower dvelst nú oftast um kyrrt ásamt konu sinni á búgiarði þeirra Gettys- burg. Bók Eisenliowers heitir Árin í Hvíta húsinu. Sama dag in,n byrjaði stórblaðið New York Times að birta megin- drættina úr þessum endurminn ingum Eisenhowers, og er ætl- unin að blaðið birti á næst- unni alls 20 kafla. Á þessu ári eru líka liðin tíu ár, síðan Eisenhower tók við forsetaembættinu, en hiann sór embættiseið sinn á svölum þing hallarinaar í Washington 20. janúar 1953. Talið er, að þessar endur- minningai Eisenhowers muni vekja töluverða athygli, elnnig utan Bandiaríkjanna. Eisenhow- er heitir því í upphafi máls að segja eins greinilega frá öll- um atburðum og sér sé unnt og vera hreinskilinn og opin- Eisenhower og Truman — myndin er tekin við embættistöku Eisenhowers. skár, og ekki fari hjá því, að þar komi ýmislegt fram, sem áður hafði verið látið liggja í þagnargildi af ýmsum ástæðum, bæði stjómmálaástæðum innan Republikanaflokksins og af nauðsyn ríkisins, en nú sé unnt að Ieysa frá skjóðu án þess að nokkurn saki. Eisenhower lýsir því að sjálf- sögðu allýtarlegia, hvemig á því stóð, að hann varð forsetaefni Republikana og segir, að það hafi ekki hvarflað að sér fyrr á árum, að til slíks kæmi, og þegar menn fóru að impra á þessu við Iiann, tók ha,nn því fjarri og neitaði því með öllu að láta tilnefna sig sem forseta- efni á flokksþingum í lengstu lög. Síða,n segir hann frá naum- um sigri yfir Taft, og meðal þess sem hann Ijóstrar upp í fyrstia kafla bókarinnar er það, hverjir hafi verið næstir fyrir neðan Nixon á skrá þeirri, sem hann gerði sér um hugsanleg varaforsetaefni. Þeir voru að sögn Eisenhowers Charles Hallack frá Indíana, Walter Judd frá Minnesota, Dan Thom ton frá Colonado og Arthur Langlie. En Nixon var efstur, segir Eisenhower, og kjör- nefndin samþykkti þá uppá- stungu nans þegar, svo að hann relf miðann með hinum nöfln- unum í tætlur og minntist ekki á þau við neinn. Nú segist ha,nn vel geta sagt frá þessu. T í M I N N, miðvikudaginn 16. október 1963. 7j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.