Tíminn - 20.11.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 20.11.1963, Blaðsíða 14
 WILLIAM L. SHIRER samning við Berlín. Þjóðverjarn- ir, eins og dr. Schnurre skrifaði í leynilegri skýrslu um fundinn, voru frekar ánægðir. Slíkur samn- ingur, skrifaði Sehnurre, „mun hafa sín áhrif, að minnsta kosti í Póllandi og í Bretlandi.“ Fjórum dögum síðar, 22. júlí, tilkynntu rússnesku blöðin í Moksvu, að teknar hefðu verið upp aftur við- skiptaviðræður í Berlín, milli sov- ézkra og þýzkra aðila. Sama dag sendi Weizsacker von der Schulenburg sendiherra í Moskvu nokkuð drýgindalegt skeyti með nokkrum nýjum fyrir- mælum. Hvað við kom viðskipta- viðræðunum, sagði hann sendi- herranum, „við munum ganga vel fram, þar eð óskað er eftir niður- stöðu af viðræðunum eins fljótt og hægt 5ár, af vissum ástæðum. Varðandi hinn beina, stjórnmála- lega hluta viðræðna okkar við rússneska fulltrúann," bætti hann við, „þá lítum við á að biðtíminn, *em yður var skipað að hafa, í skeyti okkar (30. júní) sé nú út- runninn. Því er veitt heimild til þess að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið, án þess þó að ýta nokkuð á eftir málinu.“ Og þráðurinn var í rauninni tekinn upp aftur fjórum dögum síðar, 26. júlí, í Berlín. Ribben- trop fól dr. Schnurre að snæða kvöldverð með Astakhov, sovézka sendiráðsfulltrúanum og Barbarin, í glæsilegu Berlínar-veitingahúsi, til 'þess að heyra í þeim hljóðið. Það þurfti lxtið að gera til þess að heyra það. Eins og Schnurre skrifaði í leyniskýrslu sína um fundinn, „þá voru Rússarnir þarna fVam til klukkan 12:30 eftir mið- nætti“ og töluðu „mjög líklega og af áhuga um efnahags- og stjórn- málalegu vandamálin, sem við höf- um áhuga á.“ Astakhov lýsti því yfir, og Ba-| barin samþykkti, að sovézk-þýzka stjórnmála-friðmælingin væri báð- um löndunum lífsnauðsyn. í Moskvu, sagði hann, höfðu þeir aldrei fyllilega skilið, hvers vegna Nazista-Þýzkaland hafði haft svo mikið á móti Sovétríkjunum. Þýzki diplómatinn svaraði með því að útskýra, að „stefna Þýzkalands varðandi austrið hefði tekið algjör- lega nýja stefnu.“ — Af okkar hálfu gæti aldrei komið til þess að við ógnuðum Sovétríkjunum. Takmark okkar er allt annað. . . . Stefna Þjóðverja beindist að Bretlandi. . . . Ég gæti vel hugsað mér víðtækan sáttmála um gagnkvæma hagsmuni með við- eigandi tilliti til mála, sem eru Rússum lífsnauðsynleg. Samt gæti sameining Sovétríkj-| anna og Bretlands gegn Þýzka-1 landi komið í veg fyrir þetta núj sem stæði, og nú gæfist Sovétríkj-j unum tækifæri, sem þau fengju1 ekki aftur eftir að þau hefðu gert samning við Bretland. Hvað gat Bretland boðið Sovét- ríkjunum? Það bezta væri hlut- deild í Evrópustyrjöld og barátta gegn Þýzkalandi. Hvað höfum við upp á að bjóða í staðinn fyrir þetta? Hlutleysi og möguleika á því að koma í veg fyrir að til Evrópustyrjaldar komi, og ef Moskva öskaði, þýzk-rússneskan samning um sameiginlega hags- muni sem, rétt eins og áður fyrr, myndi verða báðum löndunum til hagnaðar. . . . Vandamál, sem rek- ast á, eru að mínu áliti ekki til nokkurs staðar allt frá Eystrasalti til Svartahafs og til fjarlægari Austurlanda. Þar að auki, þrátt fyrir alla sundurleitni í lífsskoð- unum þeirra, höfðu þeir eitt, sem samrýmdist hugsjónastefnu Þýzka- lands, Ítalíu og Sovétríkjanna: andstöðu gegn auðvaldssinnuðum lýðræðisríkjum Vesturlanda. Þarna var það síðla kvölds, 26.! júlí, í litlu veitingahúsi í Berlín,1 yfir góðum mat og vínum, þar sem voru staddir nokkrir diplómatar, ] er sannarlega voru ekki í fr-emstu víglinu, að Þjóðverjar lögðu fram fyrstu bónina um samning við Sovétríkin. Ribbentrop hafði sjálf- ur gefið þessa nýju línu, sem Schnurre nú fór eftir. Astakhov var ánægður að heyra þetta. Hann lofaði honum, að hann skyldi strax senda um það skýrslu til Moskvu. í Wilhemstrasse biðu Þjóðverj- arnir óþolinmóðir eftir því að sjá, hvernig viðbrögð manna yrðu í höfuðborg Sovétríkjanna Þremur dögum síðar, 29. júlí, sendi Wei- zacker leynilega orðsendingu með sendimanni til Schulenburg í Moskvu. — Það væri mikilvægt fyrir okkur að vita, hvort það sem þeir Astakhov og Babarin hafa sagt, hefur fengið nokkurn hljómgrunn í Moskvu. Ef þér sjáið tækifæri til þess að koma til leiðar frekari viðræðum við Molötov, gjörið þá svo vel, að reyna að komast eftir skoðunum hans. Ef þetta verður til þess að Molotov fellur frá fyrri afskiptaleysisstefnu sinni, þá gæt- uð þér gengið einu skrefi lengra. . . . Þetta snertir sér í lagi pólska vandamálið. Við mundum samt vera tilbúnir, hvernig svo sem fer með Pólland . . . að gæta allra sovézkra ‘hagsmuna og gera samn- ing við sovézku stjórnina. Varð- andi Eystrasaltsmálið, ef málin taka jákvæða stefnu, þá gæti hug- myndin orðið sú, að afstaða okkar í Eystrasalti yrði löguð eftir hags- munum Sovétiúkjanna þar. Tveimur dögum seinna, 31. júlí, sendi ríkisritariinn skeyti til Schulenburg, „áríðandi og leyni- legt.“: „Með skírskotun til orðsending- ar okkar frá 29. júlí, sem kom með ssndimanni til Moskvu í dag: Gjörið svo vel að senda sím- leiðis upplýsingar um dagsetningu og tíma næsta fundar yðar við Molotov, jafnskjótt og hann hefur verið ákveðinn. Við óskum eftir að fundurinn verði sem fyrst,“ í fyrsta sinn hafði áríðandi orð- sending verið send frá Berlín til Moskvu. Það lágu góðar og gildar ástæð- 228 ur til þess að málið var talið áríð- andi í Beriín. Frakkland og Bret- land höfðu að lokum samþykkt til- V'ig'i Rúösa. 23 júlí um, að herfor- ingjaráðsviðræður færu fram þeg- a. . stað til þess að gera uppkast aö hernalarsamningi, sem gæti sérstaklega sagt til urn, hvernig þessar þrjár þjóðir ættu a) mæta herjum Hitlers. Þrátt fyrir það, að Chamberlain tilkynnti ekki um þetta samkomulag fyrr en 31. juii, þegar hann gei'ði það í neðri mál- stofunni, þá höfðu Þjóðvei'jar feng ið veður af því fyrr. Von Welczeck sendiherra í París, sendi skeyti til Berlínar 28. júlí um, að hann hefði frétt eftir „óvenjulega góðum heimildum‘', að Frakkland og Bret- land væru í þann veginn að senda hernaöarsendinefndir til Moskvu og að fyrirliði nefndarinnar yrði Doumenc hershöfðingi, en honum lýsti hann sem „sérstaklega fær- um liðsforingja", og fyrrverandi varayfirmanni herforingjaráðsins, þegar Maxime Weygand var yfir- maður þess. Það var skoðun þýzka sendiherrans, að því er hann sagði í orðsendingu tveimur dögum seinna, að París og London hefðu samþykkt að fram færu herfor- ingja-viðræður, sem síðasti mögu- leikinn til þess að koma í veg fyrir að viðræðurnar hættu í Moskvu. Þessi skoðun var á rökum reist. Eins og ljóslega kemur fram í leyniskjölum brezka utanríkisráðu- neytisins, höfðu stjórnmálalegu viðræðurnar í Moskvu verið að fara út um þúfur síðustu vikuna í júlí, aðallega vegna þess að ómögu- legt var að komast að samkomu- lagi um skýrgreininguna á „6- beinni árás". Bretum og Frökkum fannst skýrgreining Rússa svo víð- tæk, að vel mætti nota hana til þess að réttlæta íhlutun af Rússa hálfu í mál Finnlands og Eystra- — O-o, komdu bara. Ég hef rætt nokkrum sinnum við hana, og mér geðjast hreint ekki illa að henni. Þegar'hér var komið sögu, hafði Page Arning lokið við að borða, og hafði gengið inn í aðra setustofu. Þeir fundu hana þar í samræðum við dr. Schleicher, mikils metinn skurðlækni. Hann lét Phil eftiij sæti sitt, og Page Arning beið ró- lega eftir því, að Phil fitjaði upp á gáfulegu umræðuefni. Honum tókst ekki að detta neitt slíkt í hug og fann til óþæginda. Hann hafði aldrei áður hitt konu af þessu tæi. Hann ákvað með sjálf um sér, að bezt væri að reyna að gleyma, hversu fögur hún var. (En augu hennar voru dásamlega grá, og blár kjóllinn framkallaði und- ursamlegan, bláleitan blæ í þeim!) Hann ákvað, /aS bezt mundi vera að fitja upp á fræðilegu umræðu- efni. Svo að hann í örvæntingu sinni, fór að segja undraverunni frá öllum sínum áætlunum, og hag- aði sér að öllu leyti eins og smá- strákur, sem reynir að öðlast við- urkenningu eldri og reyndari fé- laga. Ilann rakti fyrir henni áform sín á sama hátt og hann hafði gert fyrir mér. Og þó að það hljómaði fáránlega í mínum eyrum, hafði ég þó orðið að viðurkenna það góða og óeigingjarna, sem fólst í ákvörðun hans, og ég hafði orðið að viðurkenna kjark hans að hverfa frá góðri og viðurkenndri stöðu, þar sem hann var orðinn vinsæll og mikils metinn. og leggja út á óvissunnar braut. Og flestar konur hefðu hrópað upp yfir sig af aðdáun: — Ó, hvað þetta er dásamlegt — jafnvel þótt þær hefðu ekki skilið eitt einasta orð af því sem hann var að segja. En þessi kona Augnalok henn- ar voru þunn, rtæstum gegnsæ, augnhárin löng og dökk, saman- borið við Ijósa hárið, rauðar var- irnar mjúkar og ástríðufullar að sjá. Og þó var ekki hinn minnsta áhuga að sjá í fallegu andlitinu. En Phil átti ekki annarra kosta völ en halda áfram að tala. Hann sat fastur í klípunni við hlið þess- arar fögru konu, sem hann hafði óskað eftir að kynnast. — Ég hygg, að við séum á sömu línu í starfinu, dr. Arning, sagði hann. — Svo-o? sagði flauelsmjúk röddin. Phil fitlaði við hálsbindið. Það var heitt þarna inni. — Ja, ég vona að svo sé. Ætlun mín er að leggja stund á vissar rannsóknir þarna á Boone-sjúkrahúsinu. Skiljið þér, ég fékk blátt áfram leið á að dytta að þessum konum bænda og verka- karla. því að þegar á allf er litið, getur hvaða góður læknir sem er, gert slíka hluti. Þar, sem ég var, er engin aðstaða til sjálfstæðra rannsókna. Og það finnst ekki einn einasti læknaskóli í öllu ríkinu. Hugsið yður annað eins! Mér varð Ijóst, að engum^áhugasömum lækni er það nóg að komast i gegnum læknaskóla, Ijúka skylduvinnunni og setjast síðan að fyrir fullt og fast á einhverjum góðum stað, jafn vel þótt hann ''sé jafngóður og Berilo. Og þegar mér skildist svo áþreifanlega. að ég var ! rauninni alls ekki ánægður með litlu, skemmtilegu skrifstofuna mína og erilsamt, en þó þægilegt starf, í Berilo, þá var ekki um neitt annað að ræða en að taka saman fögg- urnar og leggja út í óvissuna i leit að meiri vizku. Hann þagnaði og furðaði sig á hávaðanum, sem leiddi af tali hans. Hvenær hafði rödd hans orðið svona hvell? Og hvaða áhrif höfðu orð hans haft á konuna fögru? Hann hafði reynt að nálgast hana ELIZABETH SEIFERT á grundvelli starfsins. En hafði það tekizt? Hún rétti út hvítan arminn og fékk sér sígarettu úr silfuröskj- unni á borðinu. Hann gerði nokkr- ar misheppnaðar tilraunir til að kveikja í fyrir hana og stamaði svo fram klaufalegum afsökunarorð- um, eins og tíu ára drengur við kennslukonu — Þér voruð heppinn að velja Boone, sagði vísindakonan fagra. — Það er mikið gert fyrir sveita- læknana þar. Til dæmis veit ég, að það er efnt til námskeiða tvisv- ar á ári fyrir þá, svo að þeir geti fylgzt með nýjungum og aukið þekkingu sína • Hún var auðheyrilaga ekkert yfir sig hrifin af „sveitalæknum". Og Phil gramdist að vera talinn til þeirra, þó að það væri eflaust með réttu samkvæmt hennar mati. — Þér vitið. að ef sveitanna nyti ekki við, væri ekki um neinar stór- borgir að ræða, sagði hann nokkuð hvatskeytlega Og það lýsti litilli skvnsemi og enn minnr mannúð, ef bændunum væi’i ekki séð fyrir nauðsynlegri læknishjálp Hann rétti henni silfuröskubakk- ann, sem hún virtist hafa mun meiri áhuga á heldur en sannfæi-- ing hans un, tilveruréti „sveita- læknanna" Og alian tímann, með- an þau ræddust við, leit hún varla á Phil sínum grábláu augum Hann hélt áf'v i um stund að ræða um nytsenn sveitalækna og slíkra, sjúkrahúsa sem Beri-y og Chappell. og hún hélt áfram að vera jafn áhugalaus og sýna það Skömmu síðar kom di. Schlei- cher aftur í fylgd með litlum óá- sjálegum manni, sem kom til að spyrja dr. Arning alveg sérstakr- ar spurningar. Hann sneri sér beint að efninu, og Page Arning ljómaði upp af áhuga á umræðu- 1 efninu. Þau töluðu um vandkvæði 1 þess að nota mýs og rottur við til- raunirnar, og Arning kvaðst mundu gera tilraunir með fleiri dýr, þar eð þessi fullnægðu greini- lega ekki kröfunum. Phil stóð hjá þeim og reyndi að líta gáfulega út og hugsaði um bleiku rotturnar, sem hann hafði teiknað í litabókina sína átta ára gamall. En skilningur hans á um- ræðuefninu varð æ takmarkaðri, og hann ákvað að bezt væri að hafa sig í burtu, áður en þau færu að leita álits hans á málinu. Það eina, sem hann gæti sagt, ef þau drægju hann inn í samræðurnar, yrði, að penicillin væri dásamleg uppgötvun!! Hann leit enn einu sinni á Page Arning, áður en hann fór. Ham- ingjan góða. hvað hún var falleg! Vöxtur hennar, hörundið — og þessi flauelsmjúka rödd, hún var betur fallin til að hvísla ástarorð- um í. eyra karlmanns heldur en taka um tilraunarottur og ein- hvern náunga, sem hét því óyndis- ’ega nafni Binswanger. Hann hristi höfuðið. Kona, sem iómaði upp við komu svo óað- 'aðandi manns, sem dr. Schleicher brosti af hrifningu yfir þessum tlu, ljótu nagdýrum . . Hann snerist á hæli og gekk orott. Hann vissi, að ekkert sakn- aðaraugnaráð hvíldi á breiðum herðum hans. Og hann fann til óþæginda, hann var ekki vanur slíkri meðferð! Hann rakst á Geno, sem brosti og lyfti augnabrúnunum í spurn. — Ekki hinn minnsti árangur, viðurkenndi Phil. Karlmennska mín hafði nákvæmlega engin áhrif. — Hafðu engar áhyggjur, sagði Geno hlæjandi. Enginn karlmaður hefur áhrif á Arning í þeim skiln- ingi, ef sú vissa er þhr nokkur huggun — En hvers vegnar, spurði Phil, í-áðvilltur. Geno hló aftur. — Svarið er ekki til þess fallið að hressa upp á sært stoltið, en konan er einfaldlega búin heila, en ekki hjarta. — Þér eigið við, að það hefði haft meiri áhrif á hana, ef ég hefði haft eitthvert vit á bakteríurann- sóknum, rottum og öðru álíka geðslegu? — Enginn vafi á því. — Ja, drottinn minn dýri, taut- aði Phil. Ég þori að veðja að þetta var í fyrsta sinn, sem nokkur vera af I veikara kyninu sýndi honum slíkt áhugaleysi. McNaire-hjónin buðu honum far með sér inn til borgarinnar. Jane hafði tekið eftir því, að hann kom með leigubíl, og nema því aðeins að hann væri í ætt við Rocke- feller .. . . Phil hló og neitaði allri frænd- semi við Rockefeller. Þau fóru heim fyrr en Phil hefði kosið, en frú McNaire þreytt ist fljótt, þar ’sem hún var komin þrjá mánuði á leið. 14 T f M I N N, miðvikudaginn 20. nóv. 1963. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.